Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. 3 Fréttir Utvarpsstöðvamar slíðruðu sverðin „Við höfum verið að horfa á eftir landinu okkar fjúka á haf út og á sama tíma stendur landgræðsluflugvélin Páll Sveinsson verkefhalaus á Reykja- víkurflugvelli. Því hafa tónlistarút- varpsstöðvamar þijár í Reykjavík ákveðið að slíðra sverðin um stund og standa saman að stuttri sameigin- legri dagskrá frá Amarhóli til að vekja athygli almennings á vanda Land- græðslunnar áður en við missum landið alveg út úr höndunum á okk- ur.“ Þannig mæltist Valgeiri Guðjóns- syni, Stuðmanni með meiru, þegar hann hóf beina sameiginlega útsend- ingu Bylgjunnar, Rásar-2 og Stjöm- unnar frá Amarhóli í gærdag. Valgeir var forsöngvari og stjómandi samko- munnar en auk hans komu þar fram fjórir „digurbarkar" frá hverri út- varpsstöð, alls tólf dagskrárgerðar- menn sem tóku hraustlega undir í samsöng útvarpsstöðvanna. Sem fyrr segir var þessi útsending til styrktar Landgræðslunni og er markmiðið að vekja athygli á baráttu hennar við uppblástur og landeyðingu Trvolsþakið: Plastið skal fjar- lægt - segir bmnamálastjóri „Eigendur tívolísins fengu bráðabirgðaleyfi til að setja þetta plastþak á gegn yfirlýsingu um að þetta vrði fjarlægt. Það verður gengið eftir efhdum á þeirri yfirlýs- ingu. Fyrir mánaðamót ó að liggja fyrir áætlun um það hvemig eig- andinn hyggst taka niður plastið. Verið er að vinna hana i samráði við starfsmann Brunamálastofh- unar,“ sagði Bergsteinn Gizurar- son branamálastjóri. Eins og fram hefur komið áður hefur brunamálasljóri krafist þess að þakklæðningin yfir Eden-borg, tívolíinu í Hveragerði, verði tekin niður þar sem hún samræmist ekki gildandi brunavarnarreglum. Bergsteinn sagði að það væri sam- kvæmt undanþágu að leyft væri að nota plast í þakið en kröfur Branamálastofhunar væra þær að plastið væri tregbrennanlegt, svo- kallað sjálfelökkvandi plast. „Þeir ændu inn prófunarvottorð frá norskri prófunarstöð sem próf- aði plast frá sama framleiðanda og það stóðst kröfur stofhunarinn- ar. Síðan lögðu þeir inn prafu en ekki prófunarvottorð. Þeir keyptu ekki það plast sem þeir höfðu íátið prófa heldur ódýrara plast sem er mun veikara en þakið er hannað fyrir. Þannig blésu þeir bæði á þakhönnunina og kröfur Bruna- málastofhunar þegar þeir gerðu pöntunina,“ sagði Bergsteinn Giz- urarson. Bergsteinn sagði að allar líkur væru á því að tívolíið fengi ekki aftur slíka undanþágu. Þakinu yrði að breyta, hve mikil breyting- in þyrfti að vera til að hún stæðist kröfur Brunamálastofnunar væri annað mál. Ólafur Ragnarsson lögmaður, talsmaður eigenda, sagði að þeir stæðu í samningaviðræðum við stofnunina þar sem ræddar væra brunavamir almennt. Verið væri að vinna í málinu og á meðan svo væri vildi hann ekkert láta hafa eftir sér. -JFJ og að gera henni kleift að fara í fleiri landgræðsluflug í sumar. Landgræðsl- an er í miklu fjársvelti sem stendur og var síðasta áætlaða landgræðslu- flugið á þessu sumri farið í vikunni sem leið. Hugmyndina að samkomunni átti Haraldur Kristjánsson, markaðsstjóri útgáfufyrirtækisins Bros hf., en fyrir- tækið lýsti sig reiðubúið til að greiða eitt landgræðsluflug með flugvélinni Páli Sveinssyni. Síðan bættust fjögur önnur fyrirtæki við, SÍS, Samvinnu- ferðir-Landsýn, Hekla og Kristján Ó. Skagfjörð. Meðan á útsendingunni frá Amar- hóli stóð höfðu fjölmargir aðilar samband. við útvarpsstöðvamar og Landgræðsluna og lýstu áhuga sínum á því að styrkja Landgræðsluna. Það er því ljóst að með þessu fram- taki hefur tekist að knýja fram fleiri landgræðsluflug og þar með að draga ögn úr uppblæstri og landeyðingu. -ATA Þó nokkrir vegfarendur fylgdust með þeim sögulega atburði er tónlistarútvarpsstöðvarnar þrjár sameinuðust í beinni útsendingu á Arnarhóli í gær til styrktar Landgræðslu íslands. DV-mynd Brynjar Gauti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.