Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjjóm - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjalst, ohaö dagblað ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. Fisksölusvindlið: Ráðuneytið sendir kæru í dag Dómsmálaráðuneytið sendir al- þjóðalögreglunni kæru í dag vegna '■svika erlends manns við fiskseljanda í Keflavík. Þorsteinn A. Jónsson hjá dómsmálaráðuneytinu sagði við DV í morgun að komið hefði beiðni vegna eins aðila hér á landi. Þor- steinn sagði að það segði ekkert um hvort fleirir hefðu orðið fyrir svikum mannsms. Málið hefur verið hjá ráðuneytinu í nokkra daga en unnið hefur verið að þýðingu málsgagna en fer, eins og fyrr sagði, til alþjóðalögreglunnar í dag. -sme Fyrsta tap Johanns á millisvæðamótínu Jóhann Hjartarson tapaði sinni fyrstu skák í gær á millisvæðamót- inu í Szirák í Ungverjalandi. Hann hafði svart gegn Adorjan og kom upp kóngs-indversk vöm. Jóhann segist hafa valið ranga áætlun, hann fékk slæma stöðu og tapaði í fjörutíu og sex leikjum. Önnur helstu úrslit urðu þau að Beliavsky gerði jafhtefli við Ljubojevic, Salov og Benjamin sömdu um jafntefli, Flear vann Nunn og Portisch vann Totorsce- —»visch.. Beliavsky er nú efstur með fimm og hálfan vinning og frestaða skák við Anderson. I öðm til fjórða sæti em þeir Portisch, Ljubojevic og Mi- los með fimm vinninga. í fimmta til sjöunda sæti em svo Jóhann, Salov og Nunn með fimm vinninga. í dag verður tefld níunda umferð og hefur Jóhann þá hvítt á móti al- þjóðlega meistaranum Mihail Marin frá Rúmeníu. -KGK Féll úr símastaur Jón G. Hauksson, DV, Akureyri; % Maðiu féll úr símastaur í Bursta- brekkudal í gær. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akure>TÍ en meiðsli hans em ekki talin mjög alvarleg. Maðurinn var að gera við raf- magnslínu á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. ÓVENJU LÁGT VERÐ 0PIÐ TIL KL. 16.00 Á LAUGARDÖGUM Smiðjuvegi 2, Kópavogi. t Símar 79866, 79494. LOKI Má Hrafn ekki gera at? Náttúruvemdarráð skoðaði vegsummerki við Gulífoss: ^fHan útspwkuð og svört flög eftir elda „Ég tel að þarna hafi verið farið út fyrir fyrir það leyfi sem Náttúm- verndanáð gaf,“ sagði Bryndís Róbertsdóttir hjá Náttúi-uvemdar- ráði í samtali við DV, en hún skoðaði í gær vegsummerki á syllunni við Gullfoss þar sem kvikmyndataka fór fram síðastliðinn laugardag. Þarna var tekið atriði í mynd Hrafiis Gimniaugssonar, „I skugga hrafnsíns“ og fór fram hestaat. „Þeir fengu leyfi fyrir umferð hesta, ef henni yrði haldið í lágmarki, vegna hættu á gróðurskemmdum. Oðinn af fossinum er alltaf þama yfir og blautt á og gróðurinn því viðkvæm- arí en ella. A syllunni, sem er í sömu hæð og neðrí fossbrúnin, var allt útaparkað eftir hrossin. Það hafa einnig verið k veiktir þama fimm eid- ar og það em svört flög á jörðinni þar sem þeir hafa staðið, Þó hefur verið tyrft í ljótustu sárin. Gróður- inn verður ábyggilega 2 til 3 ár að ná sér eftir þetta,“ sagði Biyndís. „Það var aldrei leyft að kveikja elda á svæðinu og hefði ekki verið leyft," sagði Bryndís. Kvaðst hún búast við því að það leyfi sem kvik- myndagerðarmennimir hafa fengið til kvikmyndunar í Námaskarði, verði tekið til endurskoðunar af þessu tilefrti. „En ég þori ekki að segja til um það hvort leyfið verður afturkallað," sagði Bryndís Róberts- dóttir. -ój Hvalamálið: Hef myndað mér skoðun á málinu - segir Jón Baldvin „Ég ætla að sjá skýrsluna sem verð- ur lögð fram á ríkisstjómarfundi í dag áður en ég svara nokkm um þessi mál. Þetta verður eflaust til umræðu hjá ríkisstjóminni næstu tvær til þrjár vikur,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son íjármálaráðherra er hann var spurður að því í morgun hver afstaða hans væri til hvalveiða fslendinga og stöðunnar í þeim málum í dag. - Hefurðu myndað þér skoðun á mál- inu? Já, ég er búinn að því en ég vil ít- reka að ríkisstjómarákvörðun verður tekin um þetta í dag. -BTH Stöndum á okkar létti - segir Jón Sigurðsson Eyrarkirkja á Isafirði skemmdist sem kunnugt er mjög af eldi aðfaranótt mánudagsins. Nú þykir óliklegt að viðgerð borgi sig, kirkjan er svo mikið skemmd að innan. Prédikunarstóllinn virðist lítið skemmdur ef miðað er við aðra innanstokksmuni. Kirkjan hafði nýlega verið endurbyggð en hún var vígð í ágúst árið 1863 af séra Hálfdáni Einarssyni sóknarpresti. DV-mynd Halldór Sveinbjörnsson Málmey: Þríðji Islendingurínn handtekinn 35 ára gömul íslensk kona hefur nú verið handtekin í Málmey í tengslum við amfetamínmálið í Kaupmanna- höfn þar sem 1,3 kíló af amfetamíni fannst í íbúð íslendings. í síðustu viku voru tveir íslenskir karlmenn hand- teknir í Málmey vegna sama máls. Að sögn saksóknarans í Málmey verð- ur kveðinn upp gæsluvarðhaldsúr- skurður yfir íslendingunum í dag og hugsanlegt er að þeir verði framseldir yfir til Danmerkur. Að sögn saksókn- arans er ákæru á hendur þeim að vænta innan íjórtán daga frá því gæsluvarðhaldsúrskurðurinn er kveð- inn upp. -BTH Veðrið á morgun: Léttskýjað syðra Það lítur út fyrir hægviðri eða norðaustan golu á morgun. Á Norð- ur og Austurlandi verður skýjað og milt við ströndina. Á Suður- og Vest- urlandi þurrt og allvíða léttskýjað syðra. Hiti norðanlands verður á bilinu 8 til 12 stig, en 12 til 17 stig sunnanlands. Jafntefli hjá Hannesi en Þröstur tapaði „Málið snýst fyrst og fremst um rétt okkar íslendinga til að stunda rann- sóknir í okkar lögsögu eftir því sem þörf er á. Mér finnst mikilvægt að við varðveitum þennan rétt þótt við stönd- um að samstarfi við aðrar þjóðir. Ég legg ekki dóm á þessa rannsóknará- ætlun, kjami málsins er að við stöndum á okkar rétti,“ sagði Jón Sig- urðsson, dómsmála- og viðskiptaráð- herra, um afstöðu sína til hvalamáls- rns í morgun. Jón sagðist telja að línur myndu skýrast mikið á ríkisstjómarfundinum en hvort einhver ákvörðun yrði tekin gat hann ekki sagt um. -BTH Það blæs ekki byrlega hjá Þresti Þórhallssyni og Hannesi Hlífari á heimsmeistaramótinu á Filippseyjrun þessa stundina. í gær var tefld áttunda umferðin og tapaði Þröstur þá fyrir Blatny en Hannes náði jafntefli. Mótið á Filippseyjum er sérstaklega sterkt mót en þess má geta að efsti maður mótsins þesa stundina, Anand frá Indlandi, er Indlandsmeistari í skák. Sá er með sex og hálfan vinning eftir átta umferðir. Þröstur er með íjóra og hálfan vinning en Hannes með tvo og hálfan. -KGK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.