Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. 33 Fólk í fréttum Sigurður Sigurðarson - settur yfirdýralæknir Sigurður Sigurðarson, sem hefur verið settur yfirdýralæknir um þriggja mánaða skeið, hefur verið í fréttum að undanfomu. Hann er fæddur 2. október 1939 á Sigurðarstöðum í Bárðardal. Stúd- entsprófi lauk hann frá MA árið 1961. Hann tók próf í dýralæknis- fræði frá Norges Veterinarhögskole í Ósló 1967, var við framhaldsnám í meinafræði búfjár við The Royal Veterinary College, University of London, árin 1969-1970 og hefúr jafnframt verið við framhaldsnám og farið í námsferðir í dýralæknis- ' fræðum til Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur og Þýska- lands. Hann gegndi embættum héraðs- dýralækna í afleysingum í Borgar- fjarðar- og Laugarásumdæmum árið 1968 og stundaði kennslu í líffæra- fræði við Bændaskólann á Hvann- eyri sama ár. Hann hefur stundað rannsóknarstörf í meinafræðum við Tilraunastöð Hí á Keldum og verið sérfræðingur og framkvæmdastjóri sauðfjársjúkdómanefndar. Hann er kvæntur Halldóru Einarsdóttur, b. og rafvirkjameistara í Kaldaðamesi í Mýrdal, Sverrissonar, og konu hans, Ragnhildar Sigríðar Guðjóns- dóttur, og eiga þau fjögur böm. Bróðir Sigurðar er Skúli Jón, deild- arstjóri hjá Flugmálastjóm. Sigurður er sonur Sigurðar, b. á Sig- urðarstöðum í Bárðardal, f. 8. janúar 1909, d. 24. nóvember 1939, Jónsson- ar, b. á Sigurðarstöðum, Jónssonar, b. þar, Jónssonar, b. í Baldursheimi í Mývatnssveit, Illugasonar, b. þar, af Hraunkotsætt, Hallgrímssonar, b. í Hraunkoti í Aðaldal, Helgason- ar. Meðal afkomenda Hallgríms í Hraunkoti má nefna Þorbjöm Sigur- geirsson prófessor, sem er aíkomandi hans í 5. lið, Tryggva Þórhallsson forsætisráðherra, föður Klemensar frv. hagstofustjóra, í 5. lið, Dóm Þórhallsdóttur forsetafrú, í 5. lið, Jónas Jónasson rithöfund, í 5. lið, Kristján Eldjám forseta, í 5. lið, Halldór Pétursson listmálara, í 6. lið, Jónas Jónsson búnaðarmálastjóra, í 6. lið, Kristínu Halldórsdóttur al- þingismann, í 6. lið, og Svein Runólfsson landgræðslustjóra, í 7. lið. Þuríður Eyjólfsdóttir, móðir Jóns eldri á Sigurðarstöðum, var systra- bam við Jón Sigurðsson á Gautlönd- um en Þuríður amma hennar var önnur kona Helga Ásmundssonar á Skútustöðum sem er forfaðir hinnar fjölmennu Skútustaðaættar. Þuríður átti 18 böm í tveimur hjóna- böndum og er mjög fjölmenn ætt frá henni komin. Vigdís, móðir Jóns yngri á Sigurðar- stöðum, langamma Sigurðar í föðurætt, var einnig af Hraunkots- ættinni en amma Sigurðar í föður- ætt, Jónína, var dóttir Sölva Magnússonar, b. í Svartárkoti í Bárðardal. Móðir Sigurðar er Kristín kennari, f. 30. mars 1905, Skúladóttir, b. á Keldum á Rangárvöllum, f. 25. okt- óber 1862, d. 1. júní 1946, Guðmunds- sonar, b. þar, Brynjólfssonar, sem Sigurður Sigurðarson, seftur yfir- dýralæknir. var 3. maður í beinan karllegg frá Bjama Halldórssyni á Víkingslæk sem Víkingslækjarættin er kennd við. Guðmundur var langafi Jóps Helgasonar prófessors í Kaup- mannahöfn, Guðrúnar, frv. skóla- stjóra Kvennaskólans, og Ingvars stórkaupmanns Helgasonar. Móðuramma Sigurðar, Svanborg, kona Skúla á Keldum, var dóttir Lýðs, b. og hreppstjóra í Hlíð í Gnúp- verjahreppi, Guðmundssonar, sem var 4. maður í beinan karllegg frá Bjama Halldórssyni á Víkingslæk. Svanborg er afasystir Páls Lýðsson- ar, oddvita í Litlu-Sandvík. Jón Rúnar Guðiónsson Jón Rúnar Guðjónsson, sýslumað- ur i Borgamesi, hefur verið spurður álits vegna deilna sem risið hafa um útihátíð í Húsafellslandi. Hann er fæddur 1. desember 1940, varð lögfræðingur frá Hl 1969 og fúlltrúi sýslumannsins í Rangár- vallasýslu 1969-1973. Sýslumaður í Strandasýslu 1975-79, og sýslumað- ur í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá 1979. Hann hefúr átt sæti í miðstjóm Framsóknarflokksins. Kona Rúnars er Auður Svala Guð- jónsdóttir, rekstrarstjóra í Rvík, Guðmundssonar. Foreldrar hans eru Guðjón, frysti- hússtjóri á Hvolsvelli, f. 10. septemb- er 1914, Jónsson og kona hans Kristbjörg Lilja Ámadóttir, f. 21. mars 1914, sem nú er látin, og á Rúnar þrjú systkini. Guðjón, faðir Rúnars, er sonur Jóns, b. á Torfastöðum í Fljótshlíð, Guð- mundssonar, b. á Langekru á Rangárvöllum, Jónssonar, sem var afkomandi Daða Halldórssonar, prests í Steinsholti, í 6. lið, er Guð- mundur Kamban skrifaði um í skáldsögunni Skálholti. Langamma Rúnars, móðir Jóns á Torfastöðum, var Guðbjörg Ámadóttir, systir Ól- afs á Bakka, ömmu Ingvars útgerð- armanns og Kristins framkvæmda- stjóra Vilhjálmssona, og langömmu Sveinbjamar Dagfinnssonar ráðu- neytisstjóra. Amma Rúnars, móðir Guðjóns, var Guðrún Guðmundsdóttir, hálfsystir Túbals Karls Magnúsar Magnús- sonar, föður Ólafs Túbals listmálara, en hún var afkomandi Þorbjargar, systur Jóns Þorlákssonar, skálds og prests á Bægisá, og skyld Magnúsi Kjaran stórkaupmanni, afa Birgis Bjöms hagfræðings og Áma bók- menntafræðings Sigurjónssona. Móðir Rúnars, Kristbjörg Lilja, var dóttir Áma, útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum, f. 31. júlí 1887, d. 7. mars 1948, Sigfússonar, alþingis- manns í Vestmannaeyjum, Ámason- ar, alþingismanns í Vestmannaeyj- um, Einarssonar. Móðir Sigfúsar var Guðfinna Jónsdóttir, Austmanns, prests í Ofanleiti í Vestmanneyjum, dóttursonar Jóns Steingrímssonar, prófasts á Prestsbakka á Síðu, sem kallaður hefur verið eldprestur og er höfúndur merkrar sjálfsævisögu. Bróðir Sigfúsar var Jón, faðir Péturs óperusöngvara, iiálfbróðir Sigfúsar var Jóhann Johnsen, kaupmaður í Vestmanneyjum, langafi Áma Johri- sen, frv. alþingismanns, Áma Sigfús- sonar borgarfúlltrúa og Skúla Johnsen borgarlæknis. Amma Rúnars, Ingibjörg, móðir Kristbjargar, var dóttir Kristjáns Fidelisar, b. á Auraseli í Fljótshlíð, Jónssonar, b. og hreppstjóra í Fljóts- dal í Fljótshlíð, Jónssonar. Móðir Kristjáns var Guðbjörg Eyjólfsdótt- ir, b. og hreppstjóra á Torfastöðum í Fljótshlíð, Oddssonar, af Víkings- lækjarætt, en langafi Eyjólfs var Bjami Halldórsson, b. og hreppstjóri á Víkingslæk á Rangárvöllum. Bróð- ir Guðbjargar, Oddur á Sámsstöðum, var langafi Davíðs borgarstjóra. Langamma Rúnars, Bóel, móðir Ingibjargar, var dóttir Erlendar Ámasonar, b. á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð, og konu hans, Bóelar Eyjólfs- dóttur, b. á Múlakoti í Fljótshlíð, Ambjömssonar, af Kvoslækjarætt. Bróðir Bóelar var Erlendur á Hlíðar- enda,langafi Más Gunnarssonar, starfsmannastjóra Flugleiða. Afmæli Kristján Sigurður Davíðsson Kristján Sigurður Davíðsson list- málari, er sjötugur í dag. Hann Ýar við myndlistanám í Rvík. í tvo vetur og var í námi í listaskól- anum Bames Foundation í Merion í Pennsylvania í Bandaríkjunum 1945-1947 og jafnframt við Univers- ity of Pennsylvania seinna árið. Hann var verkamaður og sjómaður á Patreksfirði en hefur eingöngu stundað myndlistarstörf frá 1945. Hann var í sýningamefnd Félags íslenskra myndlistarmanna nokkur ár. Hann var einn af stofhendum Septembersýninganna 1947 og meðal áhrifamestu málara í þeim hópi. Kristján hefúr verið þátttakandi í Septemsýningunum og er einn af brautryðjendum abstarktlistar. Hann var upphaflega fígúratívisti en hefur á síðari árum tileinkað sér vaktalist þar sem beiting litarins hefur verið aðalatriðið. Kona Kristjáns er Svanhildur Marta röntgentæknir, f. 10. ágúst 1924, Bjömsdóttir, ráðsmanns í Rvík., Sig- urbjömssonar. Foreldrar hans vom Patreksfirði, og kona hans Sesselja Davíð Friðlaugsson, trésmiður á Guðrún Sveinsdóttir. 90 ára________________________ 90 ára er í dag frú Guðrún Sigurð- ardóttir, Suðurgötu 49. Siglufirði. 70 ára________________________ 70 ára er í dagSigríður Kristjáns- dóttir, Aðalgötu 14. Súðavíkur- hreppi. 70 ára er í dag Helge H. Rosenberg, Miklubraut 30, Reykjavík. 60 ára________________________ 60 ára er í dag Friðrik Emilsson járnsmiður, Skipasundi 29. Revkja- vík. 60 ára er í dag Hlífar Erlingsson, Þorgrímsstöðum, Breiðadals- hreppi. 50 ára________________________ 50 ára er í dag Asgerður Garðars- dóttir, Háagerði 69, Reykjavik. 50 ára er í dag Elías Nikólaisson, Birkiteigi 25. Keflavík. 50 ára er í dag Svanfríður Jónas- dóttir, Furulundi 4. Garðabæ. 50 ára er í dag Brynjólfur Kristins- son, Meistaravöllum 7, Reykjavík. 50 ára er í dag Grétar Haraldsson bóndi. Miðev. Austur-Landeyjum. 40 ára 40 ára er í dag Guðrún E. Aradótt- ir sjúkraliði, Borgarhlíð 5F, Akurevri. 40 ára er i dag Erling R. Guðmunds- son rafvirki, Hraunbæ 102G, Reykjavík. 40 ára er í dag Valur Freyr Jónsson bifreiðarstjóri, Stelkshólum 12, Reykjavík. 40 ára er í dag Markús I. Magnús- son flugvirki, Kaplaskjólsvegi 33, Revkjavík. 40 ára er í dag Guðmundur Björg- vinsson húsasmiður, Foldahrauni 37H. Vestmannaeyjum. 40 ára er í dag Guðmundur Einars- son, Þóroddakoti 2, Bessastaða- hreppi. 40 ára er i dag Snorri Páll Kjaran verkfræðingur. Brautarási 13, Revkjavík. 40 ára er i dag Sigurgeir Jónsson héraðsdómslögmaður, Urriðakvísl 5, Revkjavík. 40 ára er í dag, Snorri Ágústsson sjómaður, Sundabakka 14, Stykkis- hólmi. 40 ára er í dag Samúel Guðmunds- son vélstjóri, Framnesvegi 48, Reykjavík. Andlat Ásgeir Blöndal Magnússon Karl Pálsson, útgerðarmaður frá Flatey á Skjálfanda, lést sl. laugar- dagskvöld. Pétur Georgsson, netagerðar- maður, Gmndartúni 1, Akranesi, lést föstudaginn 24. júlí. Guðbjörg Pétursdóttir, ljósmóðir frá Gjögri, lést að morgni 26. júlí. Ásgeir Blöndal Magnússon, fyrrverandi orðabókarritstjóri, lést laugardaginn 25. júlí á Borgarspít- alanum í Reykjavík. Árni Sigurður Gunnarsson, Sundlaugavegi 10, lést af slysförum sunnudaginn 26. júlí. Jórunn Sigurðardóttir, Njarð- vík, Skarði, Skarðshreppi, Skaga- firði, lést að heimili sínu þann 25. júlí sl. Skarphéðinn Waage, Mánabraut 19, Kópavogi, lést í Landspítalan- um 24. júlí. Árný Jóna Pálsdóttir, lést í morgun. Þorbjörg Höskuldsdóttir frá Set- bergi í Vopnafirði, lést á hjúk- mnarheimilinu Sundabúð hinn 25. júlí. Ásgeir Blöndal Magnússon, fyrr- verandi orðabókarritstjóri, andaðist 25. júlí s.l. Hann var fæddur 2. nóv- ember 1909. Hann stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri en var vikið úr skóla á síðasta ári fyrir stjórnmálastarfsemi veturinn 1930-31. Hætti hann þá námi um hríð. Varð hann stúdent utanskóla frá Menntaskólanum á Akureyri 1942, lauk cand. mag. prófi í íslensk- um fræðum frá Háskóla Islands 1945. Hann vann ýmsa vinnu, einkum við síld á sumrin 1930-40 og fékkst stund- um við einkakennslu á vetrum. Hann var afgreiðslumaður Verka- lýðsblaðsins vetrurinn 1931-32 og var starfsmaður Sósíalistafélags Siglu- fjarðar 1939-41. Ásgeir var starfe- maður við Orðabók Háskóla íslands 1947-78 og orðabókarritstjóri 1978-1980. Ásgeir var fyrst giftur Sig- ríði Sigurhjartardóttur, rafstöðvar- stjóra á Siglufirði, Bergssonar, en missti hana 1951. Eftirlifandi kona hans er Njóla, f. 24. ágúst 1922, Jóns- dóttir, trésmíðameistara á Stokks- eyri, Ingimundarsonar. Foreldrar Ásgeirs vom Magnús, sjó- maður og verkamaður i Tungu í Kúluþorpi, Auðkúluhreppi, f. 27. október 1872, d. 23. júlí 1965, Sigurðs- sonar, í Ólafevík, Benediktssonar. Móðir Ásgeirs var Lovísa Halldóra ljósmóðir, f. 7. júlí 1873, d. 20. októ- ber 1934, Friðriksdóttir, útvegsbónda og hreppstjóra i Efri-Sandvík í Grímsey, f. 22. ágúst 1847, d. 17. des- ember 1918, Jónatanssonar, hrepp- stjóra í Grímsey, Daníelssonar. Móðuramma Ásgeirs var Kristrún Konkordía, f. 1. janúar 1845, d. 3. febrúar 1910, Stefánsdóttir, verka- manns í Húsavík, Gíslasonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.