Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. Útiönd Mubarak hrttirYasser Arafat í Addis Ababa Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hitti í gær Yasser Arafat, leiðtoga frelsishreyfingar Palestínumanna, að máli í Addis Ababa, höfuðtx)rg Eþíóp- íu. Þetta er íyrsti fundur þeirra frá því Egyptar lokuðu skrifstofu frelsis- hreyfingar Palestínumanna í Kaíró fyrir þremur mánuðum síðan. Leiðtogarnir hittust i villu Mubaraks í Addis Ababa, þar sem þeir báðir sækja leiðtogafund einingarsamtaka Afríku. Eftir fundinn í gær sagði utan- ríkisráðherra Egyptalands að leiðtogamir myndu hugsanlega funda aftur meðan á ráðsteftiunni stendur. Arafat sagði eftir ftmdinn að hann hefði verið bróðurlegur og meira en sáttafundur. Undirbúa endumýj- aða baráttu gegn ríkisstjóminni Andstæðingar ríkisstjómar Cora- zon Aquino á Filippseyjumundirbáa nú endumýjaða baráttu gegn henni. Stuðningsmenn Ferdinand Marcos, fyrrum forseta, sem Aquino steypti af stóli á síðasta ári, hafa undanfar- ið látið æ meira á sér bera. Uppreisn- armenn Muhameðstrúarmanna: á suðurhluta Filippseyja fengu í gær fyrirmæli um að grípa að nýju til aðgerða gegn stjómvöldum og talið er að til mikilla átaka geti komið á næstunni. Að sögn talsmanna Múhameðstrú- armanna hafa samningaviðræður við stjómina ekki borið árangur. : Áttræður maður tekinn fýrir kókaínsmygl Áttreeður ítali var í gær handtekinn á flugvellinum við Amsterdam, þegar toUverðir fundu tæplega þrjú kíló af kókaíni, falin í ferðatösku sem hann haiði meðferðis. Maðurinn, sem er búsettur í Santa Cruz í Bólivíu, sagðist ekki hafa vitað af eiturlyfjunum í töskunni, enda ætti hann ekkert í henni. Búist var við að dómstóll í Amsterdam myndi taka um það ákvörðun á miðvikudag hvers kyns ákærur yrðu bomar fram gegn manninum. Þann dag verður hann áttatíu og eins árs. Leiðtogar tatara hitta Gromyko í dag Reshat Dzhemilov, einn helstiléið- togi tatara í Sovót ríkjumun og nokkrir fylgismenn hans, munu i dag ganga á fund Andrei Gromyko, for- seta Sovétríkjanna og ræða við hann um vandamál sín á Krímskaga, þar sem tatarar vilja endurreisa sjálf- stjómarlýðveldi sitt. Hundruð tofcua hafa undanfama daga efnt til mótmæla í Moskvu, til þess að knýja stjómvöld til úrbóta. ólíklegt er talið að stjómvöld fáist til að afgreiða mál tatara án tengsla við mál annarra þjóðarbrota í Sovét- ríkjunum. Strendur Bretlands með þeim óhreinustu Að sögn umhverfisvemdarmanna í Bretlandi eru baðstrendur þar með þeim óhreinustu í Evrópu og aðeíns seytján af um eitt þúsund ferðamanna- stöðum sem á þeim er að fi nna, ero lausir við mengun af völdum frárennslis. Að sögn umhverfisvemdarmannanna uppfylla allt of fáar baðstrendur Bretlands þær kröfur sem settar em innan Evrópubandalagsins um mengun- arvamir. I skýrslu samtaka þeirra kemur fram að einungis seytján baðstrend- ur geta talist mengunarlausar og geta státað af hinu svonefnda „bláa fána“, sem er merki Evrópubandalagins fyrir ómengaða baðstaði. Verkfoll í Júgóslavneskri hafnarborg Verkamenn í Rijekla, stærstu hafiiarborg Júgóslavíu, eru nú í verkfalh, í annað skipti á aðeins tveimur mánuðum. öll starísemi í höfti borgarinnar lagðist niður í gær og biður þar þrjátíu og sex skip eftir að verða fermd, að sögn Tanjug-fféttastofunnar. Verkfallsmenn eru að mótmæla lélegri lífeafkomu í landinu og er verkfall þeirra liður í röð verkfalla, sem gengið hafa yfir landið undanfárið. Verk- falhð hófet um síðustu helgi og er talið að um hundrað og tuttugu þúsund tonn af vamingi bíði þess að komast á skip. Að sögn júgóslavanesku frétfastofunnar hafa verkamennimir um 182 þús- und dínara é mánuði, eða sem nemur tæplega hundrað og sextíu dollurum. Það mun vera nokkuð yfir meðallaunum í Júgóslavíu, en mennimir krefj- ast að minnsta kosti tíu prósent hækkunar. Einingarsamtök Afnkurikja aðstoði gyðinga í Eþíópíu Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, og Mensistu, aðalritari Einingarsamtaka Afríkuríkja, heilsast við upphaf fundar samtakanna í Addis Ababa i gær. Símamynd Reuter Leiðtogar aðildarríkja Einingarsam- taka Afríku komu í gær saman til þriggja daga fundar í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu. Aðeins seytján af fimmtiu aðildarríkjum sendu þó leið- toga sína á þennan fund, sem að líkindum mun mest fjaha um kyn- þáttaaðskilnaðarstefhu Suður-Afríku og efnahagsvandkvæði Afríkuríkja almennt. Kenneth Kaunda, forseti Zambíu, var í gær kjörinn aðalritari samtak- Javier Peerez, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, og Gro Harlem Bmndtland, forsætisráðherra Noregs, sem em heiðursgestir fundarins, réðust bæði harkalega á stefhu stjómvalda í Suð- ur-Afríku, í ávörpum sínum í gær. Búist er við að fundurinn fjalli um árásarstefriu þá sem Moammar Gadd- afi, leiðtogi Líbýu, hefur rekið gagn- vart grannríkinu Chad. Gaddafi mun hafa haft spumir af þeirri fyrirætlan fyrirfram enda var hann ekki mættur til fundarins í morgun. 50 kílóa sprengja í vegkantinum Þórður Jóhaimssan, DV, Zurich; Vömflutningabílstjóri nokkur trúði ekki sínum eigin augum er hann sá fimmtíu kílóa sprengju liggja í veg- kantinum er hann ók fram hjá þorpinu Kandersteg í Sviss á dögunum. Var sprengjan virk og hafði hún leg- ið í fjörutíu ár í hlíðum þorpsins en komið í ljós í umrótinu sem varð vegna mikilla vatnavaxta í Sviss að undanf- örnu. Sprengjan hefúr nú verið gerð óvirk. Þann 19. desember 1947 spmngu margar sprengjur á þessum slóðum og lagðist þorpið Mitholz í rúst. Fimmtán manns fórust við þann atburð. Italir látast af völdum hita Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísrael, fór þess í gær á leit við Eining- arsamtök Afríkuríkja, að þau kæmu til aðstoðar gyðingum þeim sem eftir em í Eþíópíu og hjálpi þeim við að flytjast til fjölskyldna sinna í ísrael. Shamir sagði á fundi með þúsundum ísraelskra innflytjenda frá Eþíópíu að hann hefði farið þess á leit við eining- arsamtökin að þau gengjust fyrir því að eþíópískir gyðingar fengju að fara úr landi og setjast að í ísrael. Kvaðst Shamir vonast til að yfirvöld í Eþíópíu léðu einingarsamtökunum eyra. Um átta þúsund eþíópskir gyðingar vom fluttir flugleiðis til Israel árið 1984, eftir að þeir höfðu farið gang- andi frá heimalandi sínu til Súdan. Innflytjendur þessir hafa gerst æ há- værari í kröfum sínum um að þeim fimmtán þúsund gyðingum, sem enn em taldir vera í Eþíópíu, verði heimil- að að flytja til ísrael. Eþíópía sleit stjómmálasambandi við ísrael 1973 meðan á styrjöld ísra- ela og araba stóð. Baldur Róberisson, DV, Genúa: Um fimmtíu manns hafa látist af völd- um mikilla hita er verið hafa á Suður-Ítalíu síðustu daga. Hefur hit- inn verið yfir fjömtíu stig í heila viku. Flestir þeir er látist hafa hafa verið aldraðir og vom margir þeirra rúm- liggjandi á sjúkrahúsum sem ekki höfðu loftkælingu. Þó er vitað um að minnsta kosti tíu látna er voru á unga aldri og að því er virtist heilbrigðir. Skógareldar hafa brotist út á nokkr- um stöðum og vatnsskortur er í mörgum borgum. Á meðan íbúar í suðurhluta landsins voro að stikna var haglél og rigning hjá löndum þeirra á Norður-Italiu um helgina. I Feneyjum fór hitinn niður í átján gráður. Aurskrið- ur loka vegum Þóröur Jóhaimssan, DV, Zurich; Hundruð þorpa í Sviss eru sam- bandslaus og öll umferð úr lagi vegna storma, þrumuveðurs og aurskriðna sem lokað hafa vegum og jámbrautarleiðum í suður- og austurhluta Sviss síðustu viku. Mikill fjöldi ferðamanna á leið suður á bóginn frá Norður-Evrópu gerir björgunarstarf vegna vatns- skaðans enn erfiðara. Spáð er batnandi veðri hér í Sviss og uppstyttu. Stuðningsmaður Marcosar gripinn Corazon Aquino, forseti Filippseyja, skipaði í morgun heryfirvöldum að gæta stöðugt ofursta sem grunaður er um að vera höfuðpaurinn á bak við nokkrar valdaránstilraunir. Ofurstinn, Rolando Abadilla, stuðn- ingsmaður Marcosar fyrrum forseta, hefur verið sakaður um pyntingar og morð á þúsundum stjómarandstæð- inga undir stjóm Marcosar. Abadilla var gripinn í gær við fyrir- tæki, sem hann á, nálægt herbækistöð í grennd við Manilla. Hans hafði verið leitað í sex mánuði. Var hann hand- tekinn á meðan Aquino ávarpaði þingið sem í gær kom saman í fyrsta skipti eftir fimmtán ára hlé. Hvatti hún þingmenn til þess að styrkja herinn til þess að hann gæti verið viðbúinn valdaránstilraunum hægri manna og auknum afekiptum kommúnista. Nokkrum klukkustund- um áður en hún tók til máls sprengdu skæroliðar kommúnista í héraðinu Kalinga-Apayao herflutningabíl í loft Bænúur etndu tii motmæia rett par nja sem ping Piiippseyja kom saman í Manilla í gær í fyrsta skipti eftir fimmtán ára hlé. Simamynd Reuter upp og skutu til bana þá er ekki fór- ust í sprengingunni. Fórust átján hermenn og sex særðust. 1 kosningabaráttunni lofuðu margir þingmanna að tekin yrði til athugunar vera bandarískra herbækistöðva á eyjunum. Annaðhvort yrði Banda- ríkjamönnum skipað að hypja sig eða krafist betri kjara. Búist er við hörðum umræðum um þetta mál á Filippseyj- um en samningurinn milli Bandaríkj- anna og Filippseyja um hersetu rennur út árið 1991. Víst þykir að deilumar muni hafa áhrif á framtíðarsamskipti ríkjanna beggja. Umsjón: Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.