Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. 15 Réttarríkið og Þórður E. Halldórsson Hinn 19. júní sl. reit Þórður E. Halldórsson kjallara í DV undir fyr- irsögninni: „Er réttarríkið í hættu?“. í framhaldi þess reit ég grein í sama blað 29. júní sl.: „Réttam'kið og al- menningur". Enn brá Þórður pennanum á loft, 16. júlí sl„ með grein sinni: „Réttarríkið og Kristján B. Þórarinsson", og nú bæti ég enn um betur í greinaflokki okkar Þórð- ar um réttarríkið. Leiðsögn Ara fróða Það er misskilningur hjá Þórði að ég líki sjálfum mér við Ara fróða. Fyrir mér vakti aðeins að benda Þórði á að til eftirbreytni sé sú regla Ara, að hafa ávallt það er sannara reynist. Vissulega getum við báðir tekið þennan forföður okkar til fyrir- myndar þótt hvorugum okkar takist trúlega að feta í fótspor hans. Aðalefni máls míns var að sýna fram á að sú staðhæfing Þórðar var röng að Framsóknarflokkurinn hefði troðið gæðingum sínum í flest eða öll æðri embætti í dómskerfinu. Þetta tel ég mér hafa tekist enda fjallar svargrein Þórðar nánast ekk- ert um dómsmál heldur um land- búnaðarmál og bindindisstefnu fyrrverandi dómsmálaráðherra, Jóns Helgasonar. Málefnaleg umræða krefst þess að ekki sé vaðið úr einu í annað Þórður er með ritfærustu mönnum. En auðvitað eigum við ekki að haga okkur eins og rakki er ræðst fyrst með miklu gelti og glefsi að gestum og gangandi, er heim á hlað koma, en tekur síðan á rás út um allt tún með skottið á milli fótanna um leið og hastað er á hann. Þetta finnst mér þú gera, Þórður minn, þegar þú ferð að ræða um landbúnaðarmál og bindindismál af því að þér var í mesta bróðemi sýnt fram á að hug- myndir þínar um íslenskt dómskerfi voru rangar. Réttarríkið og málfrelsið Það er réttarríkinu og ákvæðum i KjaUariim Kristján B. Þórarinsson framkvæmdastjóri stjómarskrá fyrir að þakka að þú færð á opinberum vettvangi að nota þau orð, sem þér em tömust, án þess að baka þér önnur viðurlög en þau að ég hefi leiðrétt þig. Þú segir að ég sé fátalaður um þau atriði í emb- ættisfærslu saksóknara að Hæsti- réttur „skuli hvað eftir annað hafa þurft að taka fram fyrir hendur hans og leiðrétta hjá honum embættisleg afglöp." Mér gekk það aldrei til, Þórður minn, með grein minni að ráðast með svívirðingum að saksóknara né nokkrum öðrum manni. Það er nú svo í dómskerfinu að héraðsdómar- ar, saksóknari og aðrir, sem undir dómsvald Hæstaréttar em settir, verða flestir ef ekki allir að sæta því að Hæstiréttur breyti einhvem tíma eða ómerki gerðir þeirra. Ríkissak- sóknari hefur nú orðið fyrir nokkr- um skakkaföllum í höndum Hæstaréttar. En það verður auðvit- að ekki til þess að ég gangi fram á opinberum vettvangi og strái salti í sár hans. Ekkert hefúr harrn mér gert. Þegar svo stendur á sem nú er stæði mér það miklu nær að freista þess að finna Hallvarði Einvarðssyni sem flest til málsbóta. Veit ég og að maðurinn er besti drengur og grand- var í hvívetna þótt Hæstiréttur sé honum ekki sammála í einu eða tveimur málum. Flokksbræðrahefðin var rofin Jón Helgason og aðrir framsókn- armenn í embætti dómsmálaráð- herra hafa rofið þá hefð að skipa einungis flokksbræður í æðstu emb- ætti innan dómsýslunnar. Ráðherrar annarra flokka höfðu nær eingöngu skipað flokksbræður en ætla verður að Jón Helgason hafi skipað fleiri menn úr .öðrum flokkum í -þessar stöður en sína flokksbræður. Hann skipaði marga sjálfstæðismenn í embætti hæstaréttardómara og lík- lega engan framsóknarmann. Hann skipaði t.d. sjálfstæðismanninn Boga Nilsson i stöðu rannsóknarlögreglu- stjóra, en áður hafði framsóknar- maðurinn Ólafur Jóhannesson skipað Boga í embætti sýslumanns á Eskifirði. Bogi er með dugmestu og heiðarlegustu lögfræðingum og var með mikla reynslu að baki þegar hann tók við þessum störfum. Skip- anir þessar voru því vel grundaðar. „Þetta fínnst mér þú gera, Þórður minn, þegar þú ferð að ræða um landbúnaðarmál og bindindismál af því að þér var 1 mesta bróðerni sýnt fram á að hugmyndir þínar um íslenskt dómskerfi voru rangar.“ „Þegar svo stendur á sem nú er stæði mér það miklu nær að freista þess að finna Hallvarði Einvarðssyni sem flest tii málsbóta. Veit ég og að maðurinn er besti drengur og grandvar í hvivetna þótt Hæstiréttur sé honum ekki sammála í einu eða tveimur málum.“ Friðjón Þórðarson skipaði hins veg- ar Pétur Hafstein sýslumann á Isafirði um leið og hann kom frá prófborðinu og tók hann fram yfir aðra umsækjendur sem árum saman höfðu starfað við dómstólana. Er ég ekki að lasta Pétur, sem ég tel besta dreng og ágætan lögfræðing, en að- ferð þessara tveggja ráðherra var gjörólík. Dómsmálaráðuneytið og áfengislöggjöfin Þótt þú, Þórður minn, sért ekki bindindismaður skyldir þú ekki hæðast að þvi að Jón Helgason hef- ur trú á slíku. Þegar við virðum fr-rir okkur allt það böl, sem af áfengi hlýst, svo sem þær þúsundir heimila sem það leggur í rúst, er ekkert skrítið þó að sumir vilji halda sig frá þvi. Raunar tók Jón Helgason þó ekki upp nýja stefnu í áfengismálum þjóðarinnar sem dómsmálaráðherra heldur kappkostaði einungis að gera þá skyldu sína að framfy-lgja þeirri áfengislöggjöf sem við búum við. Varla er Þórður E. Halldórsson að hvetja til þess að dómsmálaráðu- neytið gangi fram í þvi að brjóta þau lög. Það er hlutverk Alþingis að breyta áfengislöggjöfinni ef meiri- hluti þjóðarinnar álítur vankanta vera á henni. Kannski heyrum við brátt hinn rétta tón Við hér uppi á Islandi njótum margs góðs frá meginlandi Evrópu. Þórður E. Halldórsson situr í Lúx- emborg á mörkum hins þýska og franska menningarheims. Það er ekki ónýtt að geta sötrað bjór lög- lega úti í Lúxemborg undir tónaflóði Bachs og Wagners eða Bizets og Berlioz. Við hér uppi, sem verðum að viðurkenna að nokkrir ann- markar eru á réttarríki okkar, sendum honum bestu kveðjur með von um að brátt lyftist á honum brúnin í löndum víns og tóna. Kristján B. Þórarinsson Plágan mikla Það eru margar plágumar sem herjað hafa á blásaklausan landslýð gegnum aldimar; svartidauði, frostavetur, farsímar og núna síðast sú skelfilegasta, Ijórhjólin. Núna í sumar hef ég vart opnað Dagblaðið mitt án þess að rekast á hneykslunarfulla umljöllun um þessa „óvæm“. Þar er stundum mik- ið geisað af lítilli þekkingu eins og tíðar myndbirtingar af jeppaslóðum til vitnis um ósómann bera vitni, en nóg um það. Aður en lengra er hald- ið vil ég taka fram að umferðarum- fjöllun (bílar) DV finnst mér til fyrirmyndar og ætlunin er ekki í þessari grein að taka upp hanskann fyrir mótorkrampamenn og náttúm- sóða heldur benda á að umræðan um fjórhjólin verður að vera mál- efnaleg. Það hefúr hún ekki verið. Hún hefúr verið í stíl við söguna af kerlingunni sem sagði eftir að hún hafði gleypt fírtommuna: „Naglar em stórhættulegir, í mínu húsi verða engir naglar.“ Náttúruvernd Á timum aukins ferðamanna- straums verður náttúmvemd æ mikilvægari en hún má aldrei vera öfgafull. Dæmi um slíkt em þau hörmulegu áhrif sem aðgerðir græn- friðunga gegn sel- og hvalveiðum höfðu á frumstæð eskimóasamfélög í Norður-Kanada og Alaska þar sem gmndvellinum undan hefðbundnum lífshætti þeirra var kippt burtu. Náttúran er auðlind rétt eins og þorskurinn, hana erum við að selja ferðamönnum, útlendum og innlend- um. Það er réttur okkar að nýta þessar auðlindir en jafnframt skylda að ræna þær ekki eða spilla þeim. Fjórhjól fyrir ferðamenn Þá er ég kominn að því sem ýtti mér út i þessi greinarskrif. í DV 15. júlí síðastliðinn birtist klausa um skipulagðar dagsferðir á fjórhjólum upp með Skjálfandafljóti sem bænd- ur á Stóm-Völlum í Bárðardal hafa farið af stað með í samvinnu við Bílaleiguna Öm á Akureyri. Þessi KjaUaiinn Jakob Haraldsson Bílaleigunni Erni, Akureyri klausa stakk í stúf við aðrar í þessum grínaktuga þætti vegna þess að hún var fúll af heilagri vandlætingu og efnislega lýsti blekbóndinn yfir fúrðu sinni á því að náttúruvemdar- aðilar skyldu ekki fetta fingur út í að óvant fólk væri að spana upp um heiðar og móa af okkar völdum. Þetta er svolítið gremjulegt því að frá upphafi hefur verið lögð þung áhersla á að spilla engu og fyllsta öryggis verið gætt. Leiðin er sérvalin með þetta mark- mið fyrir augum. Leiðsögumaður er með í för og sér um að allt fari rétt fram og þátttakendur æfa sig vand- lega á hjólunum áður en lagt er af stað. Fulltrúa Náttúmvemdarráðs hefur svo verið boðið að koma með í haust og skoða hvort við fórum með rangt mál þegar við fúllvrðum að þessi ferðamáti sé fyllilega boð- legur íslenskri náttúm sé ákveðnum umgengnisvenjum hlítt. Ég vil nota tækifærið að bjóða blaðamanni DV með í þessa ferð. Nýjungar Fjórhjól em nýjung og hafa flætt yfir Island á sama hátt og ýmsar nýjungar gera gjaman. íhaldssemi má ekki verða þess valdandi að þau fáist ekki nýtt af þeim aðilum sem skilja hvað ber að varast í meðferð þeirra. Að mínu mati kæmi til greina að gera fjaflaferðir sem þessar háðar leyfisveitingu en þá þurfa þeir sem valdið fá að geta notað það fordóma- laust. Fjórhjól em frábær tæki til að nota í náttúruskoðunarferðir eins og þær sem greinir frá hér að ofan. Um það vitna ánægðir viðskiptavin- ir. Tilraunin í Bárðardal mun líka færa sönnur á það að ef rétt er stað- ið að hlutum spillist náttúran ekki af völdum fjórhjóla. Jakob Haraldsson „Þetta er svolítið gremjulegt því að frá upphafi hefur verið lögð þung áhersla á að spilla engu og fyllsta öryggis verið gætt.“ „Að minu mati kæmi til greina að gera fjallaferðir sem þessar háðar leyfisveitingu en þá þurfa þeir sem valdið fá að geta notað það fordómalaust."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.