Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. Miðum hraða ávallt aðstæður UMFERÐAR IX Laus staða Starf forstööumanns Listasafns islands er laust til umsóknar. Ráðgert er að sett verði í stöðuna til eins árs. Laun skv. launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs- feril skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. ágúst nk. Menntamálaráðuneytið 24. júlí 1987 Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð, sem varauglýst í 22., 27. og 30. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1987, á eigninni Blikanesi 28, Garðakaupstað, þingl. eigandi Már Egilsson, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 31. júlí nk. kl. 13.45 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun upp- boðsréttarins. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð, sem varauglýst 122., 27. og 30. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1987, á eigninni Lindarbraut 28, Seltjarnarnesi, þingl. eigandi Hreiðar Karlsson o.fl., fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 31. júlí nk. kl. 14.15 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun upp- boðsréttarins. Uppboðsþeiðandi er Valgarður Sigurðsson hdl. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð, sem var auglýst í 49., 58. og 63. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1986, á eigninni Bollagörðum 29, Seltjarnarnesi, þingl. eigandi Ragnheiður Latz Guðjónsdóttir, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 31. júlí nk. kl. 14.45 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Uppboðsbeiðandi er Iðnþróunarsjóður. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð, sem var auglýst í 93., 100. og 104. tbl. Lög- birtingablaðsins 1986, á eigninni Æsustöðum, Mosfellshreppi, þingl. eigandi Hlrf Ragnheiður Heiðarsdóttir, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 31. júlí nk. kl. 15.30 og verður því síðan fram haldið eftir nán- ari ákvörðun uppboðsréttarins. Uppboðsbeiðandi er Örn Höskuldsson hdl. _____________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð, sem var auglýst 122., 27. og 30. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1987, á eigninni Hagalandi 5, Mosfellshreppi, þingl. eigandi Guðmundur Haraldsson, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstu- daginn 31. júlí nk. kl. 16.00 og verður því siðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofnun ríkisins. _____________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð, sem var auglýst 122., 27. og 30. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1987, á eigninni Melkoti, Mosfellshreppi, þingl. eigandi Guðný Halldórsdóttir, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 31. júlí nk. kl. 16.15 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun upp- boðsréttarins. Uppboðsbeiðandi er Valgarður Sigurðsson hdl. ___________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð, sem var auglýst í 22., 27. og 30. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1987, á eigninni Jónstóft/Hraðastaðalandi, Mosfellshreppi, þingl. eigandi Sigríður Halldórsdóttir, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 31. júlí nk. kl. 16.30 og verður því síðan fram haldið eftir nán- ari ákvörðun uppboðsréttarins. Uppþoðsþeiðandi erTryggingastofnun ríkisins. _______________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu Menning Módel af tónlistarhúsinu tilvonandi. Samtök um byggingu tónlistarhúss: Einhugur meðal tónlistarmanna Hönnun hússins komin á fullan skrið. „Við erum hætt að spytja hvort þetta hús verði byggt, við erum farin að spyrja hvenær," sagði Ármann Öm Ármannsson, formaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss, í samtali við DV þegar blaðið spurði hann frétta af tónlistarhúsinu sem ráðgert er að rísi í Laugardalnum í Reykjavík innan fárra ára. „Hönnunin er komin á góð- an skrið en við vonumst til að henni ljúki á næsta ári,“ sagði Ármann enn- fremur. Aðalsviðið stækkað Um þessar mundir er liðlega ár liðið frá því að úrslit vom tilkynnt í sam- keppni um teikningu af tónlistarhús- inu en eins og kynnt var í fjölmiðlum á sínum tíma hlaut tillaga Guðmundar Jónssonar arkitekts fyrstu verðlaun. Þann 15. apríl síðastliðinn vom undir- ritaðir samningar við Guðmund um framhaldsvinnu við húsið og frá þeirn tíma hefur hann unnið að hönnun þess, meðal annars í samvinnu við Stefán Einarsson hljómburðarsérfræð- ing. „Það varð nokkur dráttur á að hægt væri að ganga frá þessum samning- um,“ sagði Ármann, „bæði vegna þeirra deilna sem vom um notkunar- möguleika hússins og eins vegna ýmissa samningsatriða. Guðmundur starfar á eigin teiknistofú í Noregi og því reyndist nauðsynlegt að samræma gjaldskrár milli landanna. Þessi mál em nú að baki. Byggingamefhd húss- ins, sem er skipuð þaulreyndum mönnum í byggingariðnaði; arkitekt- um, verktökum og byggingameistur- um, hefúr allt síðasta ár unnið af miklum eldmóði við að koma hönnun- inni áfram og nú er mikilvægum áfanga hennar lokið." Stendur fyllilega undir nafni Á sínum tíma vom margir óhressir yfir því að ekki væri gert ráð fyrir uppfærslum á óperum eða söngleikjum í tónlistarhúsinu. Aðalsviðið var ein- faldlega of lítið. Á nýjustu teikningum hefúr það hins vegar verið stækkað, auk þess sem gert er ráð fyrir að svið- ið í litla salnum komi til með að nýtast sem hliðarsvið þegar þess verður þörf. Hljómsveitargiyfjan hefur einnig ve- rið stækkuð. Armann kvað bygging- una verða nokkuð dýrari fyrir bragðið, ...,,en hún mun aftur á móti standa fyllilega undir nafiii sem tónlistarhús fyrir flutning hvers konar tónlistar. Allir hópar tónlistarmanna; popparar, óperufólk, djassarar og sinfóníkerar, em nú samstíga um húsið. Auk þess er ljóst að tónleikahúsið verður eina húsið hér á landi sem getur tekið við stærri ráðstefnum." Þess má geta að stærri salur hússins á að rúma 1.400 áheyrendur en í minni salnum verða sæti fyrir á fjórða hundrað manns. Eitt skref í einu Armann sagðist stundum vera spurður að því hvenær hafist yrði handa við grunn hússins en hann tók mönnum vara við að vera of óþolin- móðir í þessu efhi. „Þeir sem hafa litla þekkingu á byggingariðnaði átta sig ekki alltaf á því að tveir þriðju af þeim tíma sem tekur að koma upp húsi em hönnunartími. Það þarf að teikna hvert einasta smáatriði enda liggja 25 til 30 starfsár að baki hönnunar á svona byggingu. Teikningamar einar vega kannski 50 til 100 kíló. Ég get aðeins ítrekað að við erum á góðum gangi en förum ekki nema eitt skref í einu. Það verður vonandi hægt að bjóða út framkvæmdir sem fyrst eftir að hönnun lýkur og við erum staðráð- in í að vera fljót að byggja þegar við hefjumst handa.“ Kostnaður við hönnunina hingað til nemur 10 milljónum króna en heildar- hönnunarkostnaður er áætlaður um 50 milljónir. Að sögn Ármanns hafa borgaryfirvöld og alþingismenn sýnt málinu velvilja en samtökin hafa énn sem komið er ekki leitað til hins opin- bera vegna fjárstuðnings. „Við stefn- um að því að ljúka hönnuninni án opinberra framlaga en ljóst er að ís- lenska þjóðin kemur til með að fjármagna þetta hús með einum eða öðrum hætti. Núna stendur fyrir dyr- um að afla fjár til þess að standa undir áframhaldandi hönnunarvinnu en á næstu mánuðum bráðvantar okkur 10 milljónir." Væntanlegt fjáröflunarátak Samtök um byggingu tónlistarhúss hyggjast safha þessu fé með ýmiss konar fjáröflun á hausti komanda, þar á meðal happdrætti og tónleikahaldi. „Við vitum að við eigum vísan stuðn- ing allra tónlistarunnenda og erum sannfærð um að þetta átak skilar okk- ur því fjármagni sem þarf,“ sagði Ármann. „Mest ríður á að happdræt- tið gangi vel en auk þess ætlum við að halda stórtónleika í Háskólabíói í október þar sem fjölbreyttur hópur tónlistarfólks kemur fram. Auk þess er ráðgert að gefa út hljómplötu. Ann- ars hafa samtökin mörgjám í eldinum. Svo dæmi sé nefnt hefur Martin Ber- kofsky píanóleikari verið geysilega ötull við að afla byggingu fjár en á síðustu mánuðum hefur hann haldið eina 6 styrktartónleika víðs vegar um heim í því augnamiði.“ Ármann kvaðst vera bjartsýnn á framhaldið. „Þegar við komum saman haustið 1983, nokkrir áhugamenn um tónlist, og ákváðum að beita okkur fyrir byggingu tónlistarhúss var það vegna þess að brýn þörf var á slíkri byggingu hér á landi. Síðan þetta gerð- ist hafa tónlistarmenn misst Austur- bæjarbíó, eina þokkalega tónleikasal- inn í Reykjavík. Aðstaða Sinfóníu- hljómsveitarinnar i Háskólabíói hefúr aldrei verið annað en til bráðabirgða. Sé tekið mið af þessu og þeirri miklu grósku sem er í tónlistarlífinu, þrátt fyrir aðstöðuskortinn, er ljóst að þörf fyrir gott tónlistarhús hefur aldrei verið meiri. Upp á síðkastið hefur mér fundist að við Islendingar séum að gera okkur sífellt betur grein fyrir því að við vilj- um standa undir nafhi sem mennning- arþjóð. Maður hefði getað átt von á að öll slík menningarvitund drukkn- aði í auknu framboði af erlendu fjölmiðlaefni en mér sýnist að þessu sé öfúgt farið. Ég ber engan kvíðboga fyrir starfsemi tónlistarhússins þegar þar að kemur.“ JKH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.