Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. Sviðsljós Ölyginn sagði... Patrick Duffy sem sló í gegn í Dallasþátt- unum, var lengi að koma sér á toppinn. Árið 1978 lék hann í sjónvarpsþáttum sem hétu Maðurinn frá Atlantis. Þeir þættir urðu alveg mis- heppnaðir og urðu lang- lægstir í áhorfendakönnun- um sem gerðar voru. Skjótur endi var bundinn á þær sýn- ingar og Patrick dæmdur sem misheppnaður leikari. Síðan þá hefur mikið vatn til sjávar runnið og hann skaust upp á stjörnuhimin- inn sem góði gæinn Bobby og hefur verið þar síðan. Jackie Gleason þessi fyrrum frægi grínisti, á nú aðeins 6 mánuði ólifaða. Læknar hafa fundið krabba- mein sem hefur breiðst út í líkama hans og nú bíður hann dauðans. Jackie tekur þessu með jafnaðargeði. „Ef guð vill fá fleiri grínista til sín þá er ég tilbúinn að hitta hann," segir hann og brosir. „Ég hef lifað mínu lífi og er tilbúinn að deyja. Ég skil vel að dauðinn kemur alltaf að lokum og ég get alveg tekið því. Ég ætla bara að njóta tímans sem ég á eftir en ég er búinn undir endalokin," sagði Jackie, sem nú er 71 árs, ennfremur. Billy Joel poppari og píanisti, mun verða fyrsta bandaríska stjarnan til að koma til Sov- étríkjanna nú þegar slökun- arstefnan er í algleymingi. Billy mun koma fram í Moskvu og Leningrad. Kon- an hans, Christie Brinkley, og dóttirin Alexa Ray munu fara með honum og ætlunin er að skoða sig eitthvað um í leiðinni. Sviðsljósið þorir að fullyrða að Billy hefur ekki í hyggju að lenda á Rauða torginu þó örugglega muni hann skoða staðinn. Hótel Saga: Tískusýningar og kynning á íslenskri ull Nýlega var garðskálinn á Hótel Sögu, sem hlotið hefur nafnið Skrúð- ur, formlega opnaður. Skrúður er endapunkturinn á breytingum þeim sem orðið hafa í anddyri hótelsins en nú er aðeins eftir að opna aðstöðu til hvers kyns líkamsræktar í kjallar- anum. í Skrúði er ætlunin að bjóða upp á létta rétti, smurbrauð, kaffi og kökur auk þess sem hægt verður að fá þyngri steikur. Áhersla verður lögð á góðan fljótlegan mat fyrir fólk með lítinn tíma. Á hverju þriðjudagskvöldi í sumar kl. 20.30 munu svo Módelsamtökin sýna nýjustu línuna í ullarfatnaði; Ullarlínuna 1987. Þessar tískusýn- ingar munu til að byrja með standa yfir háferðamannatímann. Kynnar Módelsamtakanna verða þau Heiðar Jónsson og Birna Bjarnadóttir. Að- allega verður kynntur fatnaður frá Álafossi og versluninni Ull og gjafa- vörur sem er í hótelinu. Hótel Saga á 25 ára afmæli í ár og verður haldin vegleg afinælishátíð í haust þar sem ekki gefst tími til að halda hana sem skyldi yfir háanna- tímann. Séð yfir hluta hins huggulega garðskála, Skrúðs. Lengst til hægri situr Bjarni Sigtryggsson aðstoðarhótelstjóri og við hlið hans Wilhelm Wessman, framkvæmdastjóri Gildis hf., sem sér um allan veitingarekstur fyrir Hótel Sögu. Fljótlegur matur og góður. Lögð verður áhersla á létta smárétti en auk þess verður hægt að fá allan venjulegan veitingahúsamat. Ullarlínan 1987. Glæsilegar vörur kynntar af Módelsamtökunum í Skrúði, garðskála Hótel Sögu. DV-myndir JAK Á hvolfi Þetta óvenjulega veitingahús heldur engin furða því húsið er stendur við hraðbraut rétt vestur bókstaflega á hvolfi og þar að auki af Tókýó og veldur oft umferða- aðeins hallandi. röngþveiti á veginum. Það er Eigandi Papin, en svo heitir stað- Gestir staðarins virðast ekkert láta byggingalagið hafa áhrif á matarlyst- ina. Takið eftir blóminu sem „stendur" í loftinu. L. ' Harla óvenjulegur en skemmtilegur byggingamáti. urinn, vildi að veitingastaður hans yrði óvenjulegur og öðruvísi en aðrir svo að eftir honum yrði tekið. Honum hefur svo sannarlega tekist ætlunarverk' sitt því Papin er einn vinsælasti veitingastaðurinn í Tókýó og ferðamenn halda varla vatni af hrifningu yfir honum. Að innan er staðurinn jafnskrítinn og að utan því að allt sem hægt er að hafa á hvolfi er á hvolfi og hom og línur vægast sagt upp og niður. Myndirnar á veggjunum snúa öfugt og jafnvel pottaplönturnar hanga á hvolfi niður úr loftinu! Þeir gestir sem inn koma í fyrsta sinn verða víst oft svolítið ringlað- ir en hið góða andrúmsloft og matur lagar þann sjúkleika fljót- lega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.