Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. 31 33 V Sandkom Heimilisbók- haldið Útkoman úr heimilisbók- haldi þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar Schram, sem birtist í DV, hef- ur að vonum vakið athygli fyrir sparsemi og útsjónar- semi. Fólk hefur velt fyrir sér hvemig fyigja mætti fordæmi þeirra hjóna og eftirfarandi saga átti sér stað í einum stór- markaðanna nú fyrir helgi. Er skýringin á lágum matarreikning- in hjá Bryndisi og Jónl komin fram í dagsljósió? Ung hjón voru að gera helg- arinnkaupin þegar manninum datt í hug að spyrja hvað ætti að vera í helgarmatinn. „Við fáum okkur bara Brynd- ísarmat og rekum heimilið ódýrt,“ svaraði konan „Ertu vitlaus, kona, við höfum alls ekki efni á því að fara alltaf út að borða,“ var svar eiginmannsins. Laxa-Ella Konur hafa sífellt verið að ryðja sér meira til rúms í þjóð- félaginu og hafa sótt inn á flest þau svið sem karlmenn vom einráðir á áður. Laxveiði hefur ekki farið varhluta af þessu en konum sem þær stunda hefur sífellt verið að fjölga. Nú er sögð sú saga að kona nokkur, sem kölluð er Ella, gefi þaulæfðustu stang- veiðimönnum ekkert eftir og sé svo fiskin að hún hafi feng- ið viðurnefnið Laxa-Ella. Þetta nafn veldur þónokkrum erfiðleikum þegar segja á út- lendingum frá afrekum Ellu því að sé nafni hennar snarað yfir á ensku verður það „Salm- on-Ella“ sem hljómarein- hvem veginn ekki alveg nógu vel. Farþega- hremmingar Menn geta lent í ýmsu á ferðalögum og það er kannski eins gott að vera við öllu bú- inn og hafa tímaáætlun sína ekki ofþrönga. Ferðalangur, sem fór til Lúxemborgar í vor, segir hverjum sem heyra vill frá grátbroslegri uppákomu. Ferðalangurinn fórtil Lúxem- borgar snemma morguns og eftir að lent hafði verið á þar- lendri grund héldu farþegarn- ir inn í flugstöðina og tóku sér stöðu við færibandið til að bíða eftir töskunum sínum. Leið nú og beið og fóru menn nú eitthvað að ókyrrast en biðu þó sem fastast. Eftirdá- góða stund enn var tilkynnt í hátalarann að fólk þyrfti ekki að bíða eftir töskunum, þær hefðu orðið eftir á Islandi og kæmu með vél í eftirmiðdag- inn. Ekki þarf að taka fram að þetta riðlaði ferðaáætlun hjá einhverjum því fólk átti framhaldsflug og alls kyns pantanir sem breyta þurfti í samræmi við þetta. Þó var bót í máli að allir sem vildu fengu matarmiða afhenta sem fram- vísa átti í veitingasölu flug- vallarins. Vélarvilla í Blaðaprenti Fyrir skömmu tóku að- standendur Blaðaprents sig til, lögðu land undir fót og keyptu nýjar pökkunarvélar af útlendum höndlurum. Þeg- ar heim var komið, búið að setja vélarnar saman og átti að fara að nota þær kom babb í bátinn. Fyrir það fyrsta var ekki hægt að pakka Alþýðu- blaðinu í þeim. I öðru lagi Ávallt viðbú- inn Sveinn Þormóðsson, ljós- myndari DV, er kunnur fyrir árekstrarmyndir sínar en hann er ávallt með fyrstu mönnum á vettvang og jafnvel á undan laganna vörðum. Sveinn var nýlega staddur í Hollandi í sumarfríi og ók þar fram á árekstur og var ekki Send heim með kortið Erlendar slettur og tökuorð geta stundum valdið hinum mesta misskilningi eins og eldri frú mátti reyna fyrir skömmu. Hún var á leið til Frakklands í sumarleyfi og var sagt að enginn kæmist til Frakklands nema að hafa „vísa“ og var þar átt við vega- bréfsáritun. Konunni fannst þetta nú heldur skrítið en fór nú samt og fékk sér þetta vísa voru vélamar allt of seinvirk- ar og í þriðja lagi þurfti að handpakka þeim pökkum sem vom undir 15 blöðum. Segja kunnugir að því hafi þurft að handpakka megninu af pökk- unum. Var því lítill ávinning- ur af vélakaupunum og er sagt að aftur sé hafin leit að nýjum pökkunarvélum. Sveinn Þormóósson lét sitt ekki eftir liggja enda er ekki gott myndetni tátið liggja ómyndað. Hér er sýnis- horn af hollenskum árekstri. seinn á sér heldur dró upp myndavélina af gömlum vana og myndaði í bak og fyrir. Var hann á undan hollenskum lög- reglumönnum á vettvang, þeir komu hjólandi eftir nokkra stund og flautuðu af öllum lífs og sálarkröftum í stað sírenu- væls. og hélt galvösk í ferðalagið. Það ku hafa verið heldur skrítið upplitið á frönsku landamæravörðunum þegar þessi eldri og virðulega frú dró upp vísakortið sitt og veifaði framan í þá og krafðist inn- göngu í landið út á það. Varð þama hin mesta rekistefna en við Frakkana varð engu tauti komið. sú gamla var send heim aftur með vísakortið og sagt að ná sér í alvöru „vísa“. Umsjón: JónasFr. Jónsson Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboö, sem var auglýst í 22., 27. og 30. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1987, á eigninni Kríunesi 7, Garðakaupstað, þingl. eigandi Jóhanna Jóhannsdóttir, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 föstudaginn 31. júlí nk. kl. 13.30 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun upp- boðsréttarins. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Garðakaupstað. __________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað Vinningstölurnar 25. júlí 1987. Heildarvinningsupphæð: 3.625.002,- 1. vinningur var kr. 1.816.604,- og skiptist á milli 2 vinningshafa, kr. 908.302,- á mann. 2. vinningur var kr. 542.973,- og skiptist hann á 241 vinningshafa, kr. 2.253,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.265.425,- og skiptist á 7.231 vinningshafa, sem fá 175 krónur hver. Upplýsingasimi: 685111. BtAÐSÖLUBÖJíZ Seljið Komið á afgreiðsluná" — Þverholti 11 um hádegi virka daga. AFGREIÐSLA SÍMI27022 DV á Ólafsfirði: Gera ömmur bömin óþekk? Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: „Er það ekki yfirleitt þannig að ömmum er kennt um að gera bama- bömin óþekk og troða í þau óhófsmol- um,“ sögðu eldhressar ömmur á Ólafsfirði, Svava Friðjónsdóttir og Anna Gottliebsdóttir, þar sem þær vom að passa bamabörnin. Þetta með óhófsmolana kom til vegna þess að ömmubamið hennar Svövu var með súkkulaði og ekki var hægt að komast hjá því að spyrja hvort þetta væri nú rétt fæða. Þær Svava og Anna em mágkonur og hittust á fömum vegi með bama- bömin. Annars em þær stöllur nýkomnar úr lúxusreisu um Norður- löndin. „Við tókum að sjálfsögðu góða veðrið úr Ólafsfirði út með okkur.“ Sérlega lífsglaðar konur. Svava er móðir Gottliebs Konráðssonar sem varð annar í keppninni sterkasti maður Norðurlands. „Nei, hann fékk örugglega ekki súkkulaði sem bam heldur íslenska kjötsúpu," svaraði Svava kímin um fæði sonarins. Svava Friðjónsdóttir með ömmubarnið Ólaf Þór Ólafsson, 1 árs, og Anna Gottliebsdóttir með Sigríði Sæland Óladótt- ur. Sérlega lifsglaðar ömmur sem ræða um óþekkt og óhófsmola ömmubarna. DV-mynd JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.