Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. 11 Fámenn útför skæruliða Peter Motau, einn skæruliða þjóðarþings Aínku, sem felldur var af óþekktum tilræðismönnum í Swasilandi í þessum mánuði, var í gær borinn til grafar í Soweto í Suður-Afríku. Athöfain var látlaus og fámenn, enda höfðu stjómvöld sett því þröngar skcrður hvemíg hun mætti fara fram. Fjöldi viðstaddra var takmark- aður við tvö hundmð, pólitísk ræðuhöld voru bönnuð, svo og slagorð og krofuspjöld. Þeir sem fylgdu Motau til grafar brutu þó bannið við slagoröum, þcgar að gröf hans var komið og vora að minnsta kosti þrír handteknir fyrir að hrópa þau. Lögregluvörður við sendiráð Lögregluvörður var í gær settur við sendiráð Sviss í Beirút, í kjöl- far hótunar um að ráðist yrði gegn Svisslendingum, ef þeir framseldu líbanskan flugræningja til Frakk- lands. Svisslendingar reyna nú að kom- ast að þvi hver maðurinn er sem rændi í síðustu viku DC-10 þotu frá Air Afríque. Flugræninginn hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt franskan farþega í þotunni. Hafa yfirvöld í Sviss haft sambönd við lögreglu fjölmargra landa, til að fá upplýsuingar um manninn sem ekki hefur fengist til að segja til nafhs. Aftaka í Sovét Feodor Fedorenko, fyrram vörð- ur í útrýmingabúðum nasista í síðari heirastyijöldinni, sern dæmdur var til dauða í Sovétríkj- unum á síðasta ári, hefur verið tekinn af lífi að sögn sovésku fréttastofunnar Tass. Fedorenko var nær áttræður að aldri. Dómstóll í borginni Simferopol í Sovétríkjunum dæmdi Fedorenko til dauða á síðasta ári, eftir að hafa fundið hann sekan um land- ráð og íjöldaaftökur á borgurum margra ríkja, þegar hann var vörð- ur í dauðabúðunum í Treblinka í Póllandi. Fedorenko, sem flúði til Banda- ríkjanna árið 1949, varð síðar fyrsti stríðsglæpamaðurinn sem fram- seldur var þaðan til Sovétríkjanna. Siðan hafa Bandaríkin einnig sent Karl Linnas, seni sakaður er um stríðsglæpi í Eistlandi, til Sovót- ríkjanna, en hann lóst á sjúkrahúsi þar áður en tekin hafði verið af- staða til þess hvort framfylgja ætti dauðadómnum, sem felldur var yfrr honum fjarstíkidum fyrir tuttugu og fimm árum síðan. Lögreglan á Norður-írlandi hef- ur varað bresku ríkisstjómina við því að íreki lýðveldisherinn hafi undanfarið hert mjög aðgerðir sín- ar. Það sem af er þessu ári hafa tuttugu og tveir menn úr öryggis- gæslusveitum á N-Irlandi verið myi’tir af skæraliðum IRA og talið er að til enn frekari hermdarverka muni koma það sem eftir er af ár- inu. Útlönd Það er ekki bara i Suður-Evrópu sem menn eru að drepast úr hita. Tugir þúsunda Japana söfnuðust saman í risasundlaug i Tokýó um helgina til þess að kæla sig en ekki urðu sundtökin mörg. Til þess var ekkert rými. Það var varla hægt að snúa sér við. Simamynd Reuter Heitt og katt í Evrópu Meira að segja villikettimir halda sig frá strætum Aþenu þessa dagana. Götusalamir og aðrir kaupmenn, sem vanir eru að hafa opið næstum allan sólarhringinn, era hættir að troða vörum sínum upp á vegfarendur. Það er einfaldlega of heitt til þess að það taki því að reyna að græða peninga. Eins og aðrir íbúar höfúðborgarinn- ar hafa þeir leitað skjóls undan hitunum sem þegar hafa krafist sjö hundrað fómarlamba. Áætlað er að um það bil ein milljón Aþenubúa hafi tekið saman pjönkur sínar og leitað til svalari svæða. Og ferðamennimir halda sig við barina á hótelunum. Og þeir sem ekki hafa efhi á því safhast saman í gosbrunnum borgarinnar. Á meðan Suður-Evrópubúar eru að drepast úr hita skjálfa þeir undir skýj- uðum himni sem búa í norðurhluta álfunnar. Á Norðurlöndunum, annars staðar en á íslandi, var júni kaldasti júnímánuður í manna minnum og hef- ur hitinn oft verið tíu til sextán stig. í Bretlandi fór hitinn í gær niður í ellefu stig. Eftirspum eftir sólarlandaferðum hefur verið meiri en nokkru sinni og hafa svartamarkaðsbraskarar þegar bitið á agnið. Hafa þeir sett upp sínar eigin „ferðaskrifstofur". I Grikklandi er sama hita spáð út vikuna en hann hefur verið rúmlega fjöratíu stig í tíu daga. Tiplað á milli polla í skúrunum á leið í sturtuklefa tjaldstæðisins við Remagen við Rinarfljót í Vestur-Þýskalandi. Norð- ur-Evrópubúar skjálfa núna. Símamynd Reuter Lögreglan skaut á mótmælendur Búddamunkar voru meðal þeirra fimm þúsund manna er söfnuðust saman i Colombo á Sri Lanka i gær vegna sameiningar austur- og norðurhérað- anna undir stjórn tamíla. Simamynd Reuter Að minnsta kosti tveir létust og þrír slösuðust er lögregla skaut á -mótmælendm- í Colombo á Sri Lanka í morgun. Að sögn vitna veitti lögreglan mótmælendunum eftirfor en þeir höfðu kveikt í strætisvögnum og ráðist inn í verslanir. Höfðu fimm þúsund manns safnast saman til þess að mótmæla undirritun samkomu- lags um sameiningu norður- og austurhéraða landsins undir stjórn tamíla. Mikill viðbúnaður er nú í Colombo, höfuðborg Sri Lanka vegna væntanlegrar komu Rajiv Gandhis, forsætisráðherra Indlands, þangað á morgun. Erindi hans er að undirrita samkomulag sem ætlað er að binda enda á uppreisn tamíla á eyjunni. Samkomulagið gerir ráð fyrir sam- einingu norður- og austurhéraða landsins undir eina stjórn að mestu skipaða tamílum. Innan árs á at- kvæðagreiðsla að fara fram í austur- héraðunum um það hvort íbúamir vilji vera áfram í sambandi við norð- urhéraðin. Sérstakar öryggissveitir hafa gætt Gandhis síðan hann sendi indver- skar herflugvélar til Sri Lanka til þess að fleygja niður matvælum til tamíla á Jaffhaskaganum. Reiddust sinhalesar þeim aðgerðum mjög. Forsætisráðherra Sri Lanka, Premadasa, sem ekki er alls kostar ánægður með samkomulagið, sagði í gær að hann væri ekki hlynntur heimsókn Gandhis. Hefur hann gagnrýnt hlutverk Indlands í samn- ingaviðræðunum milli tamíla og sinhalesa og hefur forsætisráðherr- ann sakað Gandhi um að styðja tamíla sem krefjast sjálfetæðs ríkis. í gær söfhuðust mörg þúsund manns saman til mótmæla og lýstu því yfír að morgundagurinn yrði dagur sorgarinnar. Hvöttu mótmæ- lendur almenning til þess að flagga með svörtum fánum og loka verslun- um. Auk sinhalesa hefur leiðtogi tam- íltígra lýst sig andvígan samkomu- laginu og kvaðst ekki mundu leggja niður vopn fyrr en allur her væri á bak og burt úr norðurhéraðunum. I samkomulaginu er gert ráð fyrir að Indverjar loki búðum skæruliða á indversku yfirráðasvæði. ÞEIR eru komnir. Loksins bjóðast íslendingum ameriskir bilar á ameriska verðinu. Verð FOB Boston, til- búnir og tryggðir i vöruskemmu á íslandi. Verð til kaupenda. 1986 Cherokee Laredo, 4 dyra, rauður. $11.700,- (Því miður seldur). 1985 Cherokee Wagoneer, 4 dyra, beige. $10.700 á götuna, ísl. kr. 700 þúsund. 1984 Cherokee Chief, 2 dyra. $10.500 á götuna, ísl. kr. 660 þús. 1984 Dodge Aries, 4 dyra. $4.900 á götuna, ísl. kr. 348 þús. 1984 Buick Skyhawk $4.800 á götuna, ísl. kr. 350 þús. 1983 Ford Ranger 4x4. $7.700 á götuna, ísl. kr. undir 480 þús. 1983 Ford LDT, 4 dyra station. $4.400 á götuna, isl. kr. 315 þús. 1984 Ford Bronco II. $8. götuna, ísl. kr. 570 þús. á FOB verð, mælar óhreyfðir. Heiðarleg viðskipti. Engir milliliðir. Eirikur fulltrúi fyrir Manni import/export Rl. Sími 901-401-846-2166, USA. Á íslandi 16924 og Pálmar 74927 eftir kl. 17.00. Gullfallegur sýningarbíll. 545 þús. Nýjung

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.