Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. Frétlir Okuleikni BFÖ - DV ísfirðingar slógu 3 met Eiga nú 5 keppendur í efstu sætum yfír landið Umferðardagur Bindindisfélags ökumanna var haldinn á ísafirði fyr- ir skömmu. Margt var um manninn enda veðrið gott og mikið um að vera. Þríhjólakeppni Umferðardagurinn hófst með því að 11 hressir krakkar á aldrinum 3-6 ára kepptu í þríhjólakeppni. Að sjálf- sögðu sigruðu þeir allir og hlutu viðurkenningu fyrir. Hjólbörukeppni Tvö lið kepptu í boðhlaupi með hjólbörur. Það voru fulltrúar bæjar- stjómar annars vegar og fréttamenn á staðnum hins vegar. Keppnin var fólgin í að aka með hjólbömr ákveðna braut og var vatnsglas í bömnum sem ekki mátti hella úr. Ekki byrjaði keppnin vel hjá bæjar- stjóm en fall er farar heill og það sannaðist í keppni þessari því þrátt fyrir slæma byrjun þá rétt mörðu bæjarstjómarmenn sigurinn og hlutu verðlaun fyrir. Smæstu bílarnir Að hjólbörukeppninni lokinni hófst keppni með fjarstýrða bíla. Fyrst var forkeppni þriggja manna í bænum. Það vom þeir Einar Hjaltason yfirlæknir, Jónas H. Ey- jólfsson yfirlögregluþjónn og Eyjólf- ur Bjamason forstöðumaður tæknideildar bæjarins. Eyjólfur hafði tæknina á hreinu og eftir að hafa keppt aftur um sigurinn við Jónas sigraði hann að lokum for- keppnina. Tómstundahúsið lánaði vandaðan fjarstýrðan bíl í forkeppn- ina en eftir hana komu keppendur með sína eigin bíla og kepptu sín á milli. Hjólreiðakeppnin Hjólreiðakeppnin var ein sú fjöl- mennasta sem haldin hefúr verið síðan sú keppni hófet 1985. Keppend- ur vom alls 48 talsins og var keppt í þremur riðlum, 6-8 ára, 9-11 ára og 12 ára og eldri. Sá er sigraði í yngsta riðlinum heitir Jón Albert Harðarson. í 9-11 ára riðli sigraði Jóhann Hólm Kárason en Jóhannes Bjami Guðmundsson sigraði í elsta riðlinum. Jóhann Hólm er nú í 3. sæti yfir landið í 9-11 ára riðli. í elsta riðlinum var keppnin mjög hörð og spennandi og varð að keppa aftur um 3. sætið. Sú er bronsið fékk að lokum heitir Þorbjörg Elfa Hauksdóttir. Fálkinn hf. gaf verð- laun í hjólreiðakeppninni. Metin fuku í ökuleikninni Umferðardeginum lauk með ök- leikni BFÖ og DV og má segja að metin hafi þar fokið hvert á fætur öðm. Sá sem sigraði í karlariðli setti hvorki meira né minna en tvö met. Eins og sagt hefur verið frá er ein þrautin fólgin í að aka eins hægt og unnt er yfir metra langan planka. Sigurvegarinn, sem heitir Hörður Ingólfcson, bætti fyrra met, sem var 37 sekúndur, svo um munaði. Hann var 79 sekúndur að aka þennan eina metra. Ef sá hraði er umreiknaður mun það vera tæplega 46 metrar á klukkustund. Menn höfðu það í flimtingum að ísfirðingar væm mjög vanir að aka svo hægt þar sem veg- imir á Vestfjörðum væm svo slæmir. Það vom nefriilega mjög margir með mjög langan tíma í hægaþrautinni. En Hörður lét ekki þar við sitja heldur setti hann nýtt met yfir landið í refcistigum. Hann fékk aðeins 105 refeistig í allt og bætti fyrra met um 5 sekúndur. Hann er nú efstur yfir gegnum brautina aftur á Volvoflutn- landið en þeir keppendur sem lentu ingabíl af stærstu gerð. Hann stóð í 2.-4. sæti em einnig á listanum sig ffábærlega í brautinni og gerði Hörður Ingólfsson setti tvö met í ökuleikninni. Hann sló metið i hægaþraut- inni og bætti tvöfalt betur og sló metið yfir landið. Hann fékk aðeins 105 refsistig i allt. Hér er hann á fullu i brautinni en þrátt fyrir það með fulla stjóm á öllu. yfir 10 efetu keppendur yfir landið. Það segir aðeins um það hversu vel ísfirðingum gekk í keppninni. Það var mjög góð útkoma út úr fræðilega þættinum og margir með allt rétt á aðeins eina villu og er það næst- besti árangur í brautinni í sumar. Aðeins einn keppandi hefur farið villulaust í sumar og er það Halldór Jónsson úr Reykjavík. Stærsti bílinn í keppninni var óneitanlega þessi stóri Volvoflutningabíll. Þó fékk hann fæstu refsistigin í brautinni, aðeins 1 villu. þeim vígstöðvum. Það þykir nokkuð gott að komast niður fyrir 200 refci- stig í karlariðli og vom allir kepp- endur nema einn með þann árangur og fjórir fyrstu með undir 150 refsi- stigum, en til þessa höfðu aðeins 10 keppendur náð þeim frábæra ár- angri. Jóhannes Eggertsson varð annar með 110 refeistig og er nú í 2.-4. sæti yfir landið. í þriðja sæti hafnaði Ragnar Ingólfsson með aðeins 111 refsistig. Hann er í 5. sæti yfir landið. Ragnar var með besta tímann í brautinni, 92 sekúndur, og var að- eins 3 sekúndur frá landsmetinu. Ekki er hægt að sleppa því að nefna Pál Halldórsson, sem náði 4. sætinu með 137 refeistig, því hann er nú í 7. sæti yfir landið. Páll ók í keppni fjarstýrðu bílanna fór fram. Hér er sigurvegarinn, Jónas H. Ey- jólfsson, að sýna gott fordæmi í akstri enda er það hluti af hans starfi. íslandsmeistarinn sigraði í kvennariðli Fjórar konur mættu í kvennariðli og spáðu flestir því að núverandi íslandsmeistari myndi sigra. Sú heit- ir Auður Yngvadóttir og er reyndar enn núverandi Norðurlandameistari þar sem ekki hefur verið keppt um þann titil síðan Auður hreppti hann. Það fór eins og menn spáðu því Auður sigraði með miklum yfirburð- um. Hún hlaut 215 refsistig. Hún er nú í öðru sæti yfir landið. Reyndar sögðu þeir sem séð hafa til Auðar að hún hafi oft ekið betur en nú. Hún er virkilega fær ökumaður og veit alveg hvar hún hefiir bílinn. Þar sem Auður er íslandsmeistari er hún sjálfkrafa þátttakandi í úrslita- keppninni í haust. Því verður það Vala Dröfn Hauksdóttir, sem varð önnur, sem fer frá ísafirði í úrslitin í haust. Vala var með 319 refsistig. I þriðja sæti lenti Steina Ólafedóttir og fékk hún 326 refcistig. Hún var með aðeins 7 sekúndum lakari ár- angur en Vala. ísafjarðarkaupstaður gaf verð- launin í ökuleikninni, ásamt verð- launum í þríhjólakeppninni, hjólböruakstrinum og fjarstýrðu bíl- unum. Sjaldan hafa ísfirðingar slegið svo rækilega í gegn í ökuleikninni eins og i sumar og voru það flestir nýir ökumenn, sem ekki hafa verið með áður, sem það gerðu. Það er von forráðamanna ökuleikninnar að þessi góða þekking í akstri og á umferðarreglum skili sér í betri um- ferðarmenningu í bænum. -EG. Neytendur Hægt að skila vöru og fá endurgreiðslu ef hún upp- fyllir ekki auglýst skilyrði Samkvæmt upplýsingum neytenda- deildar Verðlagsstofhunar virðast íslendingar sérlega ginnkeyptir fyrir alls konar undratólum og tækjum sem eiga að ráða bót á vandamálum þeirra, hvort sem þau eru skalli, ofifita eða reykingar. Eru þeir tilbúnir að kaupa þessi undratæki háu verði. Einnig eiga fæðubótarefni, sem eiga að hressa upp á heilsuna, greiðan aðgang að Islend- ingum. Allir vilja líta betur út og vera „hressari" til heilsunnar, endurheimta æsku og heilbrigði I nýjasta tölublaði Verðkönnunar Verðlagsstofhunar er greint frá starf- semi neytendadeildarinnar og nokkr- um algengustu málunum sem þar eru til umfjöllunar. Alls voru skráð 76 mál hjá deildinni árið 1986. Tilvísanir bárust frá eftir- töldum aðilum: atvinnurekendum í 21 tilviki neytendum í 39 tilvikum félagsmálasamtökum í 2 tilvikum opinberum aðilum í 2 tilvikum dagblöðum og tímaritum í 1 tilviki og 11 mál voru rannsökuð að eigin frumkvæði. Margar kvartanir hafa borist vegna þess að gefin loforð í auglýsingum um undratæki og meðul hafa ekki staðist. Samkvæmt verðlagslögunum er óheimilt að veita rangar, ófullnægj- andi eða villandi upplýsingar í auglýs- ingum. I „Verðkönnuninni" segir m.a.: „Yfirleitt er fólk reiðubúið að greiða mikið fé í von um að endurheimta að einhverju leyti æsku sína og heilbrigði og er þvi oft unnt að selja vöru sem sögð er hafa slík áhrif fyrir hátt verð. Auk þess eykur hið háa verð trú manna á ágæti vörunnar, Trú um góð- an árangur getur á hinn bóginn haft heilsubætandi áhrif. Áður en ráðist er í kaup á vörum, sem sagðar eru ráða bót á hinum og þessum kvillum, ættu neytendur að kynna sér þau sönnun- argögn sem fyrir hendi eru. Seljendur bjóðast oft til að senda þessar „heilsu- vörur“ með póstkröfu og hafa neytend- ur þá síður tækifæri til að kynna sér verð vörunnar áður en kaupin eru gerð. Verðið og þeir eiginleikar, sem neyt- andinn er að sækjast eftir, eru mikil- vægir þættir þegar hann ákveður að kaupa vöru. I athugun Verðlagsstofn- unar kom í ljós að mánaðarskammtur af svökölluðu hárvaxtarkremi kostar 2.500 kr. Nálastungueymalokkur, sem gerður er úr örmjórri plastræmi, kost- ar 1.245 kr., en lokkurinn á samkvæmt loforðum að deyfa matarlyst og löngun í tóbak. Gigtararmband kostar 2.890 kr. og gigtarhringur 2.675 kr. en aug- lýst er að þessir „skartgripir“ séu góðir við gigt. Með tilliti til þess sem að ofan segir skal tekið fram að hafi tæki eða efhi ekki þau áhrif, sem heitið er í auglýs- ingu, verður að sjálfeögðu að telja að þau séu gölluð og geta neytendur þá, samkvæmt kaupalögunum, skilað aft- ur vörunni og fengið endurgreiðslu. Landlæknir hefur kannað framan- greindar fullyrðingar seljenda um Iækningamátt og komist að þeirri nið- urstöðu að þær standist ekki.“ Þannig eru ýms lög til sem vemda neytendur fyrir sölumönnum en neyt- endum er oft ekki kunnugt um þessi lög. Ef fólk telur sig rangindum beitt hvað þetta varðar getur það haft sam- band við neytendafulltrúa Verðlags- stofnunar. -A.BJ. Grasker Við vorum á ferð í stórmarkaði á dögunum og rákumst þá á grasker. Þar sem allt bendir til þess að fáir viti hvemig hægt er að nota þennan ávöxt, fannst okkur sem ekki væri úr vegi að birta uppskrift þar sem gra- sker væm aðaluppistaðan. Graskerssúpa Er við fórum að leita í kokkabókum kom í ljós að það em helst Bandaríkja- menn sem virðast nota grasker. Súpa þessi er því þaðan, nánar tiltekið frá Nýja-Englandi. 500 g grasker 3 msk. fínsaxaður laukur 25 g smjör 120 ml rjómi 'A 1 mjólk /2 1 hænsnasoð 4 msk. þurrt sérrí 1/8 tsk. engifer, allrahanda og negull '/2 tsk. salt Skrælið graskerið og skerið smátt. Sjóðið bitana í a.m.k. 20 mínútur. Bræðið smjörið í stórum potti, bætið lauknum í og látið bulla þar til hann er gegnsær. Hrærið út í graskeri, hænsnasoði, mjólk, kryddi og salti. Látið suðuna koma upp og sjóðið síð- an við vægan hita í 15-20 mínútur. Síið súpuna með fíngerðu sigti, bætið svo við rjóma og sérrí og hitið án þess að sjóða. Skammturinn nægir fyrir fjóra. -PLP Grasker er til margra hluta nýtilegt. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.