Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. Erlend myndsjá i- Gæti ver- ið víða Fréttamyndir af bömum innan um rústir og önnur ummerki átaka ber- ast nær daglega um þessar mundir. Þessi mynd gæti því verið víða að, jafnt frá Beirút sem Indlandi, sem Perú. Áletrunin á veggnum kemur þó upp um staðinn en þetta era rústir ráðhúss bæjar eins í Perú þar sem til mikilla átaka hefur dregið milli stjómarhers og skæraliða maóista. Maóistamir brenndu ráðhúsið til grunna með öllu því sem í var. Á sömu slóðum standa nú yfir miklar aðgerðir gegn eiturlyfjaheild- sölum. Hafa efnafræðistofur þeirra, þar sem þeir vinna eiturlyfin, verið rústaðar af lögreglu sem starfar meðal annars fyrir fjármagn fj-á Bandaríkjunum. Er nema von að stúlkukindin sé þungbúin? Frisbfið þribigt Sá merki leikur frisbí, sem felst í því að kasta svifkringlu á milli sín, á nú þrjátíu ára afinæli. Leikur þessi er einkum í uppáhaldi hjá ungmennum og hundum á baðströndum hinna heit- ari landa. Hörkutólið hún amma Hún amma kleif í síðustu viku hæsta tind Fuji-fjalls á Japanseyjum. Amma heitir raunar Hulda Crooks, liðlega níræð kona frá Kalifomíu. Á myndinni sjást samferðamenn henn- ar fagna henni þegar hún hafði unnið afrekið. Ekki setjast allir í helgan stein þótt aldurinn færist yfir. Árlegur straumur pílagríma að hefjast Abdel A1 Mohammed Mahgoub, sem er nær sextugur, var meðal þeirra fimm þúsund múhameðstrúar píla- gríma sem komu til alþjóðaflugvallar- ins í Kaíró dag einn í síðustu viku. Pílagrímamir vora allir á leið áfram til Saudi Arabíu þar sem þeir munu heimsækja helga staði múhameðstrú- armanna. Talið er að um áttatíu þúsund Egyptar muni fara í pílagríms- för á þessu ári en' þeim þykir það nauðsyn að komast á helgar slóðir að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Sumir leggja allt lífsstarf sitt í að safna fyrir slíkri ferð en aðrir era bet- ur settir og hafa efni á að hafa með þjón til þess að halda á sólhlífinni og bera farangurinn. Snákasæringaskóli mömmu Þessi litla stúlka er að læra snákasæringar af mömmu sinni. Þær tilheyra þjóðflokki Shapuria, sem býr á bátum á fljótum Bangladesh, og hefúr ofan af fyrir sér með snákasýningum. Auðvitað þarf að byrja þjálfun fyrir svo vanda- samt starf snemma. Styðja við Lonetree Ættingjar og vinir bandaríska landgönguliðans Clayton Lonetree hafa undanfarið safnast saman við dómshúsið í Quantico þar sem Lonetree er nú fyrir herrétti, sakaður um að hafa heimilað ástmeyjum sínum í Sovétríkj- unum aðgang að leyndarskjölum sendiráðs Bandaríkjanna í Moskvu, þar sem hann var öryggisvörður. Ættingjamir, sem allir era Navajo indíánar, reyna vafalítið að særa fram anda Lonetree til stuðnings í þeirri von að hann hljóti vægan dóm. Hvort andamir hafa einhver áhrif á dómarana er svo önnur saga. Búist er við að dómur falli í máli Lonetree áður en langt um liður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.