Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. 23 Erlendir fréttaritarar Frjálsverslun heldur velll Lrtilla breytinga að vænta eftir fráfall Baldrige Ólafur Amaisan, DV, New York; Með Malcolm Baldrige er genginn virtur kaupsýslumaður og ráðherra. Enginn efaðist um hæfhi hans til að reka stóríyrirtæki en þrátt fyrir að hann væri virtur sem hæfur maður á ráðherrastóli voru ýmsar skoðanir hans og aðgerðir ákaflega umdeild- ar. Baldrige sagðist einatt vera fylgj- andi frjálsri verslun og samkeppni. Hann var hins vegar óþreytandi við að koma þeirri skoðun sinni á fram- færi að stundum þyrfti að beita valdi til að tryggja það að milliríkjaversl- un væri sanngjöm. Talsmenn hafta- stefnu nota iðulega hugtakið „sanngjöm milliríkjaverslun" er þeir tala um vemdartolla og aðrar við- skiptahömlur. Reagan forseti hefur ætíð verið ötull talsmaður frjálsrar verslunar. Það þótti þvi skjóta nokkuð skökku við að viðskiptaráðherra hans var einn harðasti fylgismaður þess að vemdartollum og öðrum viðskipta- hömlum yrði beitt gegn ríkjum sem hafa hagstæðan viðskiptajöfnuð gagnvart Bandaríkjunum. Það var Baldrige sem kom því til leiðar í vor að háir vemdartollar vom settir á ýmsar japanskar hátæknivömr og innflutningur bannaður á mörgum öðrum. Á svartan lista Við íslendingar höfum einnig að nokkm leyti fengið að kenna á þeirri haftastefhu sem Baldrige innleiddi í viðskiptaráðuneytið. Undir hans stjóm tók viðskiptaráðuneytið að sér að framfylgja hvalveiðibanni Alþjóða hvalveiðiráðsins. Hefur ráðuneytið margsinnis hótað að setja ísland á svartan lista verði hvalveiðum ekki hætt. íslenskum ráðamönnum hefur þó hingað til tekist að koma í veg fyrir slíkt. Er þess skemmst að minnast að í síð- ustu viku vom viðræður. milli ís- lenskra og bandarískra ráðamanna í viðskiptaráðuneytinu í Washing- ton. Nú er óljóst hvað verður um mál okkkar íslendinga. Óvíst er að nokk- uð breytist en svo gæti farið að málin færist hvort heldur sem er til hins betra eða til hins verra. Líklegasti eftirmaðurinn Líklegasti eftirmaður Baldrige þykir vera S. Bmce Smart yngri sem nú er aðstoðarviðskiptaráðherra með alþjóðaviðskipti sem sérsvið. Hann hefur verið ötulasti talsmaður frjálsrar verslunar innan stjómar- innar. Ljóst er að ef hann tekur við embættinu kann svo að fara að við- skiptaráðuneytið láti af harðlínuaf- stöðu sinni gagnvart hvalveiðum okkar Islendinga. En þeir em fleiri sem koma til greina. Það gæti komið sér illa fyrir okkur íslendinga ef dr. Anthony Calio, aðstoðarviðskiptaráðherra með sjávarútvegsmál sem sérsvið, yrði fyrir valinu. Hann er fulltrúi Bandaríkjanna í stjóm Alþjóða hvalveiðiráðsins og hefur verið óþreytandi við flutning á tillögum sem em okkur íslendingum ákaflega fjandsamlegar. Hann var einnig formaður viðræðunefndarinnar sem ræddi við íslendinga í síðustu viku. Þótti hann harður í hom að taka og ósveigjanlegur. Litlar líkur em þó taldar á að Calio verði skipaður í embættið. Smart er talinn langlíklegastur en einnig gætu aðrir orðið fyrir valinu. Það er hins vegar margt sem bendir til þess að frjáls verslun verði vin- sælla hugtak í viðskiptaráðuneytinu en verið hefur. Dr. Anthony Calio er einn þeirra sem koma til greina sem eftirmaður Malcolms Baldrige viðskiptaráðherra. Calio er aðstoðarviðskiptaráð- herra með sjávarútvegsmál sem sérsvið. Hann var formaður viðræðu- nefndarinnar sem ræddi við íslendinga um hvalveiðar í síðustu viku. Líklegastur eftirmaður þykir þó S. Bruce Smart yngri, aðstoðarviðskipta- ráðherra með alþjóðaviðskipti sem sérsvið. DV-mynd ÓA Lögðu hald á sautján þúsund listaverk Ásgeir Eggertsson, DV, Miinchen; Fimmtíu ár em nú liðin frá ein- hverju mesta óhæfúverki nasista á sviði lista og menningar. Þann 19. júlí árið 1937 opnaði Adolf Hitler sýninguna „Úrkynjuð list“. Hundrað og tólf listamenn vom þar með settir í gapastokkinn og sá dómur var látinn falla að verk þess- ara ódæðismanna væri síðasti þátturinn í niðurlægingu menning- arinnar á síðasta áratugnum, svo notað sé orðalag nasistanna. Max Beckmann, Paul Klee og Max Emst töldust til þessa hóps. Ex- pressionistar, eins og Kokoschka og Kirchner, abstraktlistamenn, svo sem Kandinsky og Schwitters, raun- sæisstefnumenn á borð við Dix og Grosz, og gyðingar, eins og Meidner og Freundlich, töldust allir vera úr- kynjaðir listamenn á dögum nasist- anna. Að sýningunni lokinni var sagan ekki öll. Ekki var listaverkunum stungið niður í kjallara heldur var haldið umfangsmikið uppboð í Luz- em í Sviss. Og það sem ekki seldist var að miklu leyti eyðilagt. Listaunnandi Hitler elskaði listina. Henni til heiðurs lét hann byggja Hús þýsku listarinnar í Múnchen. Það gerðist árið 1933 eða stuttu eftir að hann komst til valda. Er rússnesku skrið- drekamir börðu að dyrum í Berlín var Hitler önnum kafinn við að skipuleggja Heimssafnið sem rísa átti í Linz í Austurríki. Á flokks- fundi nasista árið 1933 í Númberg sagði Hitler: „Við munum sjá fi,TÍr því að öll þjóðin fái að dæma listina upp frá þessum degi.“ Fyrsti viðburðurinn í Húsi listar- innar var sýning á verkum lista- manna sem nasistamir héldu sérstaklega upp á. Á húsinu stóð stórum stöfum „Listin er upphafið viðfangsefni sem krefst ofstækis1', orð sem Hitler hafði sett á blað mörgum árum áður. I sýningarsölum hins nýopnaða listasafhs mátti sjá bláeygða og vöðvamikla karlmenn og konur með herskara af bömum í kringum sig. Myndir sem taldar voru endurspegla veruleikann. Miðstýring Um svipað leyti og sýningin á Otto Dix „Die Kriegskruppel '. Málað 1920. Lagt var hald á málverkið þar sem það var talið minnka striðs- vilja Þjóðverja. Brennt 1939 í Berlín. í Múnchen einni sáu rúmlega tvær milljónir manna sýninguna á „úrkynj- uðu“ listinni. „germönsku" listinni var opnuð tóku nasistamir til við að miðstýra þýsku listalífi. Eingöngu þeir sem nasistamir gátu sætt sig við fengu að halda áfram starfi sínu. Kandin- sky, sem fram að þessu hafði kennt við Bauhaus skólann í Berlfn, flutt- . ist til Frakklands. Oskar Schlemmer vann f>TÍr sér sem múrari eftir að honum var bannað að kenna í Bau- haus skólanum. Margir arkitektar gátu sér gott orð í Bandaríkjunum en listmálarar áttu þar erfiðara uppdráttar. Oskar Kok- oschka flúði til Englands. Otto Freundlich og Rudolf Levy vom á meðal þeirra sem létust í fangabúð- um. Þeir sem urðu eftir í Þýskalandi bjuggu við ótrúlegar þrengingar. Sumum var ekki leyft að mála og halda sýningar og öðrum var bannað að kaupa liti og annað til iðju sinnar. Myndhöggvarinn og rithöfúndur- inn Emst Barlach var á meðal þeirra sem opinberlega vom stimplaðir gyðingar. Þeir urðu að sýna fram á að svo væri ekki til að halda réttind- um sínum að litlu leyti. Tvær milljónir Sýningin á verkum þessara lista- manna var opnuð einum degi á eftir sýningunni á uppáhaldslistaverkum nasistanna. Verkin vom sýnd í Múnchen, Berlín, Dússeldorf og Frankfúrt. Flestar komu myndimar úr Folkwang safriinu í Essen og rík- islistasafninu í Berlín. Aðeins í Múnchen virtu tvær milljónir manna listaverkin fyrir sér. Fleiri en þeir sem hafa séð stærstu lista- sýningu Þýskalands, Documenta, frá upphafi. Samtals var lagt hald á um sautján þúsund verk. Þau vom skráð ná- kvæmlega og gerður munur á þeim sem hægt væri að selja á erlendum markaði og þeim sem kölluð vom verðlaus. Fjórir listaverkasalar voru fengnir til að koma verxunum í verð erlendis. Er Göring hafði valið sér fjórtán dýrmætustu myndimar, Céz- anne, van Gough og Edvard Munch, vom listaverkin annaðhvort eyði- lögð eða seld á uppboðum. Þrjú þúsund átta hundmð tuttugu og níu listaverk vom brennd í bak- garði aðalslökkvistöðvarinnar í Berlín. Þetta var framkvæmt án vit- undar almennings því Göbbels óttaðist neikvæðar afleiðingar er- lendis frá. Talið er að allur ágóði uppboðanna hafi mnnið til hervæðingar Þýska- lands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.