Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 38
38
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987.
Kvikmyndahús Kvikmyndir
Bíóborg
Angel Heart
Sýnd kl. 5. 7.05, 9.05 og 11.15
Arizona yngri
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Moskítóströndin
Sýnd kl. 7 og 9.
Krókódila Dundee
Sýnd kl. 5 og 11.05.
Bíóhúsið
Bláa Betty
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Bíóhöllin
The Living Daylights
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Morgan kemur heim
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Innbrotsþjófurinn
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Lögregluskólinn
Allir á vakt
Sýnd kl. 5, 7 og 11.
Morguninn eftir
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Blátt flauel
Sýnd kl. 9.
Háskólabíó
Herdeildin
Sýnd kl. 7.30 og 10.
Bönnuð innan 16. ára.
Laugarásbíó
Gustur
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Meiriháttar mál
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Martröð á Elmstræti
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Regnboginn
Velgengni er besta vörnin
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15.
Á toppinn
Sýnd kl. 3.05, 5.05 og 7.05.
Dauðinn á skriðbeltum
Sýnd kl. 9.05 og 11.05.
Þrir vinir
Sýnd kl. 3.10 og 5.10.
Á eyðieyju
Sýnd kl. 9 og 11.15
Hættuástad
Sýnd kl. 3.15, 5.15, 9.15 og 11.15.
Otto
Endursýnd kl. 3, 5, 9 og 11.15.
Herbergi með útsýni
Sýnd kl. 7.
Hrafninn flýgur
Sýnd kl. 7
Kvikmyndasjóður
kynnir
islenskar myndir með enskum texta
Skilaboð til Söndru
Message To Sandra
Leikstjóri Kristin Pálsdóttir.
Sýnd kl. 7.
Stjörnubíó
Hætturlegur leikur
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Wisdom
Sýnd kl. 7, 9 og 11.
Heiðursvellir
Sýnd kl. 5.
Bönnuð innan 16 ára
LUKKUDAGAR
28. júlí
9644
Raftæki frá
FÁLKANUM
að verðmæti
kr. 3.000.
Vinningshafar hringi í síma
91-82580.
Bíóhöllin/Logandi hræddir:
Bondmyndin hin besta skemmtun
Living Daylights
Leikstjóri: John Glen
Framleiðendur: Albert R. Ðroccoli og Mic-
hael G. Wilson
Handrit Richard Maibaum og Michael G.
Wilson
Myndataka: Alec Mills
Titillag flutt af A-Ha
Aóalhlutverk: Timothy Dalton, Maryam
d’Abo, Jeroen Krabbe, Joe Don Baker,
John Rhys-Davis, Art Malik, Andreas
Wisniewski, Desmond Llewellyn, Robert
Brown og Caroline Bliss.
Það er alltaf viss viðburður hér á
landi sem annars staðar í heiminum
er sýningar hefjast á James Bond
mynd enda viss gæðastimpill á
njósnaranum fræga. Sem kunnugt
er hefur hin væntanlega þriðja kyn-
slóð Bond litið dagsins ljós í Bíóhöll-
inni á tuttugu og fimm ára ferli
njósnarans og kemur það vel heim
og saman við hinar umtöluðu kyn-
slóðir og hvemig þær skiptast eftir
árum. Timothy Dalton er virkilega
góður í hlutverki hins úrræðagóða
ódauðlega njósnara sem fæddur er
undir heillastjömu. Satt best að
segja, þegar hin miklu blaðaskrif
vom um þá sem komu til greina sem
næsti 007, var undirrituð strax á
þeirri skoðun að Dalton væri sá sem
best væri faílinn til verksins. Hann
hefur alla þá kosti og galla sem prýð-
ir góðan Bond. Hins vegar er það
versta við þennan Bond að hann er
orðinn meiri karlremba en forverar
hans og kemur það nokkrum sinnum
fram á svipbrigðum hans: „oh, þessir
kvenmenn". En þetta er engu að sið-
ur hin besta skemmtun enda ber að
taka þessum myndum lauflétt og
best er að vera í ævintýraskapi þeg-
ar lagt er í hann.
Enn sem fyrr eiga leyniþjónustur
Breta og KGB í stríði sín á milli en
þó verður maður ekki var við ádeilu
á „kommagrýluna" svokölluðu í
þessari mynd. Og sem áður skiptir
söguþráðurinn ekki ýkja miklu held-
ur er það hvemig Bond snýr á
andstæðinginn og tæknivinnan og
hin bráðskemmtilega myndataka á
áhættuatriðunum sem skiptir máli.
I samanburði við aðrar Bondmyndir,
en með fyrirvara samt, stendur þessi
þeim á engan hátt að baki.
Hin gullfallega Kara, sem leikin
er af Maryam d’Abo, kemur
skemmtilega á óvart í þessari mynd,
ekki síst þar sem hún er öðmvísi á
margan hátt en hinar sígildu Bond-
stúlkur, bæði í útliti og framkomu.
Aðrir leikarar í myndinni standa sig
með stakri prýði og ber þar ekki síst
að nefria Art Malik sem þekktur er
úr sjónvarpsþáttunum Dýrasta
djásninu og verðlaunamyndinni
Passage to India.
Greinilegt er að hinn hættulegi
sjúkdómur eyðni á sinn þátt í að
Bond er ekki eins kvensamur og
áður og átti það á vissan hátt að
vera boðskapur en ef þeir em með
á annað borð boðskap af þessum og
hinum toga mættu þeir allt eins
minnka karlhroka Bond, það skiptir
ekki síður máli.
-G.Kr.
Maryam d’Abo og Timothy Dalton logandi hrædd.
Ferðalög I>V
i kiii öðrud la ii ur víðl lendi urog
ei lengur afskekktur
Möðmdalur á Efra-Fjalli í Norð-
ur-Múlasýslu er sá bær á Islandi sem
liggur lengst inni í óbyggðum og
hæst yfir sjávarmáli, bærinn er 469
metra yfir sjávarmáli. Eins og nærri
má geta var Möðmdalur einna af-
skekktastur bæja á Islandi langt
ffarn eftir öldum. Vegagerð ríkisins
var hins vegar svo hliðholl Möðmd-
al að hún lét hringveginn um landið
liggja nánast við túnfót bæjarins og
komast ferðamenn, sem fara norður-
leiðina til Austfjarða, ekki hjá því
að sjá Möðmdal blasa við þegar
Möðmdalsfjallgarður er að baki.
Það er haft til marks um afskekkt
Möðmdals, og sagt frá í Vegahand-
bókinni, að ferðamann bar þar að
garði árið 1814 og spurði um hagi
heimilisfólks. Það kom meðal annars
á daginn að böm bóndans, sem voru
sex að tölu, höfðu aldrei á annan
bæ komið. Elsta bamið var samt sem
áður gift og átti þrjú böm. Þó ekki
komi það fram í heimildinni verður
að ráða það af líkum að einhver
vesalingurinn hafi álpast til Möðm-
dals og ekki komist þaðan aftur. Og
til að gera lífið bærilegra hafi komu-
maður kvænst heimasætunni. Þessu
kann vitanlega að vera á annan veg
farið.
Þrátt fyrir að vera í óbyggðum er
jörð Möðmdals afburða gott hag-
lendi og fé gengur sjálfala nema
þegar vetrarhörkur em mestar.
„Sagt var að meðan ær vom hafðar
í kvíum hefði rjómaskánin á mjólk-
urtrogunum verið svo þykk að hún
héldi skaflaskeifu. Var það tákn um
hið ágætasta sauðland." Á þennan
hátt er landkostum Möðrudals lýst
í Landinu þínu íslandi.
Ekki aðeins er landið gott heldur
óvenju víðáttumikið. Land Möðm-
dals er stunduro nefnt Möðmdalsör-
æfi og jörðin er talin ein landstærsta
jörð Islands.
Gamlar sagnir em til um allnokkra
byggð á landi Möðmdals og ömefhi
benda til fomar byggðar. Skjalfestar
heimildir em aðeins til um einn bæ,
Kjólsstaði, sem var suður af Möðm-
dal.
Þar eð það var langt í næstu
kirkjusókn er sjálfgert að í Möðm-
dal hafí verið kirkja og prestsetur
fyrr á öldum. Staðurinn fór í eyði
snemma á 18du öld og leið nokkur
tími áður en búið var þar að nýju.
Kirkjan, sem nú stendur í Möðm-
dal, er vígð 1949. Bóndinn, Jón A.
Stefánsson, reisti kirkjuna til minn-
ingar um konu sína, Þómnni Vil-
hjálmsdóttur.
-pal
Kirkjan í Möðrudal, reist til minningar um konu.
Útvarp
RÚV, rás 2, midvikudagur kl. 9.05:
Bflskúrsböndin fá upp-
lyftingu í Morgunþætti
Morgunþátturinn er að fara af
stað með sérstakt átak til styrktar
íslenskum tónlistarmönnum. Rétt er
nýhafin kynnig á þeim fjölmörgu
„bílskúrsböndum" sem starfandi em
vítt og breitt um landið. Og í vik-
unni sem leið fengu Sogblettir
sérstaka umfjöllun. Þeir Morgun-
þáttarmenn, Skúli Helgason og
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, hvetja
hljómsveitir sem eiga óútgefið efrú
til að senda það í þáttinn og láta
fylgja með upplýsingar um viðkom-
andi hljómsveit. Á morgun, miðviku-
dag, fær eitt „bílskúrsbandanna"
sérstaka umfjöllun auk þess sem
spiluð verða með því eitt til tvö lög
í hverjum Morgunþætti alla daga
vikunnar.
Meira verður í morgunþætti, þar
á meðal fréttir af tónleikum erlendis
frá, gestaplötusnúður og miðviku-
dagsgetraun.
asta við Morgunþáttarmenn rásar 2.