Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. Úúönd i>v Skæruliðar í Afjganistan deila um endurkomu konungs Miklar deilur hafa nú risið meðal leiðtoga skæruliða í Afganistan um það hvort endurkoma kommgsins Zahir Shah, sem er í útlegð, geti orðið til þess að binda enda á stríðið þar í landi. Deilumar risu á ný eftir að skæru- liðar höfnuðu síðustu sáttatillögum stjómarinnar í Kabul. Najib, leiðtogi kommúnistaflokks- ins, bauð í síðasta mánuði andstæð- ingum stjómarinnar þrettán ráðherrastóla og embætti varafor- seta. Sjálfur ætlaði hann að halda forsetaembættinu og stöðum er varða öryggismál. Boði þessu var aðallega beint að þrem flokkum bandalagsins sem em þjóðemislega sinnaðir. Allir þrír höfhuðu boðinu á þeim forsendum að það væri áróður og ítrekuðu kröf- ur sínar um brottför sovéska hersins. Sögðu þeir hana vera einu leiðina til þess að binda enda á stríðið sem varað hefur í níu ár. Árangurslausar tilraunir Frá áramótum hefur stjómin í Kabul gert margar tilraunir til þess að koma af stað friðarumræðum, vopnahléi og samsteypustjóm. Skæmliðar hafa samhljóða hafnað öllum sem áróðri sem ekki væri em hægt að reiða sig á. Þeir höfriuðu meira að segja tilboði Najibs um að hann viki sjálfúr úr embætti. Segja þeir það gefa til kynna að Sovét- menn séu búnir að fá nóg af honum og vilji losna við hann. Það eina sem virst hefúr getað sameinað deiluaðila er konungur- mn, Zahir Shah, sem er 73 ara gamall. Honum var bolað burtu 1973 en þá hafði hann verið við völd í fjömtiu ár. Fyrir tveimur vikum sagði einn meðlimur stjómarflokks- ins stjómina sætta sig við endur- komu konungsins ef hún yrði til þess að friður kæmist á. Ekki var þó haft beint samband við konung- Skæruliðar ósammála Skæmliðar em ekki sammála um ágæti þess. Þjóðernissinnar em hlynntir hugmyndinni en bókstafs- trúarmennimir em alfarið á móti henni. Fylgjendur tillögunnar líta á komu konungs sem eina raunhæfa möguleikann á samkomuiagi. Erfitt muni reynast að reka sovéska herinn burtu á meðan skuldbindingar séu á milli Moskvu og stjómarinnar í Kabul. Andstæðingar hugmyndar- innar segja að með komu konungs kæmist aftur á ástand það sem gerði sovéskum yfirvöldum kleift að skipta sér af málefnum Afgana. Hlutlaus maður Hvor aðili um sig segist njóta stuðnings meirihluta skæmliðanna og afganskra flóttamanna sem taldir vera fimm milljónir talsins. Mojadidi, formaður eins flokkanna á þjóðemisvængnum, segir að níutíu til níutíu og fimm prósent allra landsmanna aðhyllist konungs- stjóm. Þeir fallist á hvað sem er til þess að losna við Rússana sem ekki séu tilbúnir að fara og skilja landið eftir í höndum skæmliða. Þeir fari einungis á virðulegan hátt. Mojadidi segir ennfremur að hann sætti sig ekki við stjóm kommúnista. Það hljóti að vera til þriðja lausnin og hún sé hlutlaus maður sem ekki hafi átt í neinum útistöðum við Sov- étmenn. Leggur Mojadidi til að konungur- inn taki við völdum sem höfuð bráðabirgðastjómar sem yrði við völd í hálft til heilt ár. Síðan yrðu haldnar kosningar og ný stjóm kjör- Heiftarleg viðbrögð Þessi tillaga hefur orsakað heiftar- leg viðbrögð og hefur hún verið sögð vera samsæri Sovétmanna til þess að koma Trójuhesti inn í Afganist- an. Meðal annars segja andstæðing- amir að konungurinn geti hvorki komið gegnum Pakistan né íran. Ef hann komi verði það gegnum Moskvu. Sjálfir segjast þeir munu halda baráttunni áfram þrátt fyrir komu konungs. Konungurinn, sem nú býr í Róm, heíúr samþykkt að snúa aftur til Afganistan ef það mætti verða til þess að blóðbaðið hætti. Það er þó haft eftir honum að hann muni ekki vilja deila völdum með Najib. Mojadidi hefur sagt að ekki sé útilokað að deilumar leiði til kloíh- ings bandalags leiðtoga skæmliða. Hann tekur þó fram að samskipti varðandi önnur málefni séu góð og samvinna þeirra á milli hafi batnað. Hann ítrekar að skæruliðar séu reiðubúnir að ræða við yfirvöld í Moskvu en ekki stjóm Najibs. Deilurnar um endurkomu Zahirs Shah konungs gætu leitt til klofnings banda- lags leiðtoga skæruliða í Afganistan. Þeir stóru í Frakklandi tjá sig ekki um forsetaframboð Stórlaxamir í frönskum stjóm- málum hafa verið tregir til að tjá sig um, það hvort þeir hyggi á framboð í forsetakosningum þeim sem fara fram í landinu íyrri hluta komandi árs. Núverandi forseti landsins, Francois Mitterrand, segist ekki ætla í framboð en er talinn líklegur til að bjóða sig fram engu að síður. Jacques Chirac, forsætisráðherra landsins, hefur hvorki viljað láta laust né fast um framboð sitt og sömu sögu er að segja af Raymond Barre, fyrrum forsætisráðherra. Þó er talið líklegt að slagurinn í kosningunum í maí 1988 muni standa fyrst og fremst milli þessara þriggja manna. Til þessa hafa aðeins þrír fram- bjóðendur lýst yftr framboði sínu, það em frambjóðendur kommúnista, trotskýista og öfgamanna til hægri. Enginn þeirra virðist líklegur til stórræða, bjóða sig fram rétt til að vera með og halda merki flokka sinna á lofti. Þeir sem leiða munu baráttuna hafa allir forðast eins og heitan eld að lýsa yfir framboði, líkt og þeir telji að sá sem fyrstur fer fram hljóti að tapa. Mitterrand sterkastur Af þremenningunum virðist Mit- terrand forseti einna sigurstrangleg- astur eins og nú horfir. Hann er sósíalisti og hefur því lítil áhrif á dagleg störf þeirrar ríkisstjómar hægri manna sem nú situr undir for- sæti Chirac. Forsetinn helst því óhjákvæmilega utan við allt það sem gæti skapað grundvöll til verulegrar gagnrýni á störf hans. Andstæðingar hans, hvar í flokki sem þeir standa, verða því að sætta sig við að standa við hliðarlínur að sinni meðan hann hleður á sig fylgi, sem eykst með hverri skoðanakönn- un á fætur annarri. Segja stuðnings- menn hans að hann þurfi í raun ekki annað en að halda að sér hönd- um þar til sex vikum fyrir kosningar þegar hann verður að tilkynna fram- boð sitt. Þótt Mitterrand segist sjálfur ekki vilja gegna forsetaembætti annað sjö ára tímabil telja fáir að honum sé nokkur alvara með þeim orðum. Enda ekki í sjónmáli neinn annar frambjóðandi meðal sósíalista sem ætti minnstu von um að hljóta kosn- ingu. Chirac eða Barre Talið er fullvíst að af hægri kanti franskra stjómmála muni bæði Chirac og Raymond Barre bjóða sig fram til forseta. Ólíklegt er talið að nema annar þeirra muni komast í gegnum fyrri umferð kosninganna. I Frakklandi halda þeir tveir fram- bjóðendur, sem flest atkvæði fá í fyrri umferð, áfram til annarra kosn- inga, þar sem valið stendur ein- vörðungu milli þeirra tveggja. Talið er fullvíst að Mitterrand komist í aðra umferð. Óneitanlega virðist staða Chirac forsætisráðherra veik í þessum e£n- um. Barre hefur verið tiltölulega óvirkur í stjómmálum undanfarin ár og er því, líkt og Mitterrand, utan við allt sem vekur gagnrýni. Chirac hefúr hins vegar þurft að þola tölu- verða gagnrýni vegna stormasamrar sambúðar hægri sinnaðrar ríkis- Jacques Chirac. stjómar sinnar við forseta úr röðum sósíalista. Sáttasemjari Þegar sósíalistar misstu þingmeiri- hluta sinn, árið 1986, lýsti Mitter- rand því yfir að hann myndi ekki heimila Chirac að koma á neinum andsósíölskum breytingum í Frakkl- andi. Með því að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá stjómtaumunum og hafa ekki opinber afskipti nema nauðsyn krefði, hefur forsetanum tekist að nýta sér sambúðina við hægri menn til vinsækia. Chirac hefur hins vegar ekki tekist að nýta sér hana á sama hátt, ef til vill vegna þess að hann hefur sótt á forsetann, en Mitterrand hefúr aðeins varist. Hefúr afstaða forsetans verið Frökk- um betur að skapi þar sem þeir líta svo á að mikilvægasti eiginleiki stjómmálaleiðtoga sé hæfni til þess að sameina þjóðina. Forsetinn og forsætisráðherrann hafa unnið vel saman í utanríkismál- um og vamarmálum, sem em hefðbundin umljöllunarsvið forset- ans. I innaríkismálum hefur kveðið við nokkuð annan tón, einkum í fé- lagsmálum, þar sem leiðtogamir tveir hafa háð marga hildi. Þau mál tilheyra starfssviði forsætisráðher- rans. Báðir hafa þeir Mitterand og Chirac þó forðast persónulegar árás- ir, enda hafa þær reynst frönskum stjómmálamönnum illa. Innflytjendur Eitt þeirra mála, sem reynst hafa Chirac erfið og gætu skipt sköpum fyfir hann í kosningabaráttunni, er ný innflytjendalöggjöf sem hann hefur unnið að. Þessari löggjöf hefúr verið ýtt til hliðar, hefur verið feng- in í hendur þingnefndar sem ólíklegt er talið að skili áliti fyrir forseta- kosningamar. Undanfarið hefúr stefnu öfgamanna til hægri í inn- flytjendamálum þó vaxið vemlega fylgi. Forsætisráðherrann gæti því þurft að taka málið upp að nýju og knýja fram afgreiðslu þingsins á því. Afgerandi aðgerðir í innflytjenda- löggjöfinni sýnast enn mikilvægari fynr Chirac í ljósi þess að öfgamönn- um til hægri vex einnig mjög fylgi í skoðanakönnunum varðandi forse- takjörið. Síðustu kannanir virðast benda til þess að Jean Maire Le Pen, frambjóðandi hægri manna, njóti fylgis allt að tuttugu af hundr- aði kjósenda. Innflytjendalöggjöfin er þó tvíeggj- að vopn í höndum forsætisráðher- rans. Hann hefúr áður reynt að afla sér fylgis meðal þeirra sem lengst em til hægri með þvi að boða hert eftirlit með innflytjendum. Sú við- leitni hefur þó fyrst og fremst fært honum áköf mótmæli úr röðum miðjumanna úr flokki hans. Forsæt- isráðherrann er því engan veginn öfundsverður af ])ví að þurfa að sætta þessar tvær fylkingar og ávinna sér fylgi beggja. Nýjar þingkosningar Fari svo sem horfir að Francois Mitterrand forseti verði endurkjör- inn til annars sjö ára kjörtímabils gæti allt eins gerst að Chirac glataði forsætisráðherraembættinu líka. Ekki er ólíklegt ef sósíalistar sigra í forsetakosningunum að þeir rjúfi þing og efni til nýrra þingkosninga síðar á næsta ári. Þótt samstarf þeirra Mitterrand og Chirac hafi verið mun betra en í upphafi var talið að yrði verður að telja líklegt að franskir kjósendur vilji fá nýkjömum forseta stjómtau- mana í hendur aftur. Einkum ef kosningabaráttan fyrir forsetakjörið verður hörð og orsakar miklar svipt ingar í stjórn landsins. Talsmenn Chirac forsætisráðherra hafa þegar skýrt frá því að honum sé í mun að baráttan verði eins skammvinn og mögulegt er, því hún hljóti að raska stjóm landsins tölu- vert. Sú röskun hljóti að verða á hans kostnað. Umsjón: Halldór K. Valdimarsson og Ingibjörg B. Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.