Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLl 1987. Menning Undir hellumar Ámi B. Helgason: Paris Fjöregg (eigin útgáfa) 1987, 392 bls. Saga þessi gerist í einhverjum ótil- teknum bæ „úti á landi“, atvinnulíf- ið þar virðist að mestu takmarkast við eitt íyrirtæki, hellugerð, en einn- ig er mikið fjallað um önnur eins tíðindi og þau að skurður er grafinn eftir aðalgötunni. í sögunni segir mikið frá valdabaráttu bæjarstjóra og „hellumeistara" sem þykist betur kominn að bæjarstjórastarfinu, enda hafði hinn náð því óvænt með brögð- um, sambandi við dufræn öfl. Auk verklegra framkvæmda er mikið tal- að um æfingar á leikriti eftir bæjarstjórann, en bið hefur orðið á sýningum. Aðrar merkispersónur en framangreindar eru skólastjórinn og kona hans presturinn, rithöfundur og Aðkomumaður að sunnan, sem forystumenn smábæjarins takast á um. Bifvélavirkinn er kona bæjar- stjórans, en slík tengsl gera tíða samfundi persónanna eðlilegri en ella myndi. í bænum er blað og út- varpsstöð, hvorttveggja fyrirferð- armikið í sögunni. Nú má með ýmsu móti fjalla um slík smábæjartíðindi sem þessi, og gætu orðið merkileg með því að sýna þau sem átakaefni persóna sem höfð- uðu til lesenda. En hér er öðruvísi haldið á málum, meginaðferðin er sú, að smátíðindin eru blásin upp, stóryrði höfð um þau. I bland koma svo ýmis tíðindi úr fjölmiðlum á landsmælikvarða, svo sem umræður um frjálshyggju, einkarekstur á út- varpi, fundaferð Jóns Baldvins um landið og margt fleira. En ég sá ekki að þetta birtist hér í nýju ljósi né að það tengdist lífi sögupersóna svo að úr yrði meira en almennt tal blaða. Mynd þorpsins er þannig að flest er mjög hverdagslegt í henni, en annað fáránlegt, án þess að séð verði til hvers. Þetta er lítill bær eins og gerast á íslandi, en olíbortumar allt um kring. Ekki er nóg með að þama birtist dagblað eins og á Akureyri, heldur er sérstök síðdegisútgáfa af því, eins og ku tíðkast í bandarískum stórborgum. Mönnum nægir ekki pappír til skrifta, heldur hafa líka „papírus" þegar meira liggur við. Ennfremur er tölvustýrð, alsjálfvirk verksmiðja, sem framleiðir þó ekki annað en gangstéttarhellur. Eigand- inn smíðaði sjálfur öll „vélmennin" í hana. Annað dæmi um það hvemig efnið er blásið út, em titlar söguper- sóna. Þar nægir ekki minna en „háeðlapaðagón", „hefðarkaplán- inn“, „landsbókalagskönnuður". Nú liggur nærri að hugsa sér að sagan sé að skopast að titlatogi, en þegar svona titlar em sífellt notaðir á 400 bls., þá er það eins og að heyra sama brandarann áttatíu sinnum, og hafa þó aldrei þótt hann góður. Stíll I hverju tungumáli er eitthvað sem samkvæmt almennri málvitund er sviplaus stíll, hlutlaus. Þegar frá honum er vikið kemur einhver sér- stakur svipur á stílinn, og hann þarf þá að vera til einhvers, beinast að einhverju sérstöku markmiði. I þessari sögu er varla nokkur setning venjuleg. Einkum er áber- andi mikið um lýsingarorð í hvers- kyns áhersluorð. Fáein dæmi: „Krappar krókbeygjur í munnvikunum á meistaran- um fara alveg í kross, sem og augun undir hvasseggjuð- um sindrandi brúnum; og hann hörfar frá myndinni í speglinum - stendur beygur af grimmdinni er birtist hon- um þar í svipleiftri þegar honum koma í hug þeir kep- pinautar hans um sannleiks- ástina.“(bls. 284). Lognkyrrir bólstrar grúfa yfir umhverfi bæjarins. Grág- lettinn karlinn í tunglinu veltir vöngum yfir atferli mannabamanna á henni móður jörð.“(bls. 88). Bókmenntir Örn Ólafsson Þetta síðasta dæmi sýnir líka ann- að sem er afar áleitið við lestur bókarinnar, sífellt er notað orðalag sem er tilfinningaþrungið eða sýnir afstöðu, ætti að hafa áhrif, en það er löngu orðið slitið, almennt. Sér- viskulegt orðalag eða stafsetning breytir engu um þetta, það er bara eins og olíubortumamir í úthverfum bæjarisn; „pólédík, mjaðarlíkisólyfj- an“ o.s.frv. Lesendur fá að fylgjast með hugsunum margra peróna, en málfar þeirra flestra er á þessa út- jöskuðu lund. Þær verða því ósér- kennilegar og ósannfærandi. Sérstaklega er þjakandi óstöðvandi blaður bæjarstjórans, sem er býsna fyrirferðarmikið í sögunni. Smá- dæmi: „Bæjarstjórinn baðar út höndum. Þið hafið allt í flimt- ingum - hreint út sagt allt. Garmur! Ó. Ó. Dúlja, ég fæ ekki afborið þetta lengur. Ég vil tala við hann Túngard og bið hann um að útvega mér Arni B. Helgason. annan nemanda. Ekki það hún Móna kunni ekki sitt fag, það em bara þessi hræði- legu áhrif. Vesalings Símon. Ó. Ó. Dúlja mín, ég veit þú verður í engum vandræðum, svona félagslynd og þú ert. Það em svo margar góðar og spakar konur, veist það. Af hverju tekurðu til dæmis ekki þátt í safnaðarstarfinu með hefðarkaplánanum og auðsýnir herra vorum föls- kvalausa óttans rækt.“ O.s. frv., o.s.frv., (bls. 127). Svipaður er stíllinn hjá m.a. rit- stjóranum (t.d. bls. 263) og „gamla bæjarstjóranum" (t.d. bls. 238 o.áfr.). Enn má hugsa sér að sagan sé með þessu að hæðast að innihaldslausu orðagjálfri. En þá vantar andstæðu við það og hófstillinguna til að það takist. Orðagjálfrið ríkir hins vegar svo mjög í sögunni, að hana þyrfti að stytta um tvo þriðju, held ég, til að það færi að komast mynd á hana. Og það er vandséð, hvaða hlutverki öll þessi tilgerð og öfgar ættu að gegna, eða hinar ýmsu frásagnir af mismunandi persónum og hópum, hvemig þær ættu að tengjast. Áhrif- in fara því á tvist og bast, bókin er sundurleit. Þetta er nú mjög algengt með byrjendaverk, og þessvegna ráðast byrjendur gjaman í minni verkefni í fyrstu, á meðan þeir em að ná tökum á listinni. Enda er mjög þreytandi að lesa texta sem fer svona út um alla móa, en finna ekkert sam- hengi birtast við lesturinn - aðeins sannfæringu um að höfundur hafi engin tök á verki sínu. Utgáfan Almennt talað hefur tölvutækni leitt til þess að stöðugt verður ódýr- ara að gefa út bækur. Ég hef ekki kynnt mér hvort eiginútgáfa hefur aukist við það, en hún er mikil. En henni fylgir sú mikla áhætta að höf- undar gefi út frumsmíð sem þeir hafa aldrei fengið nein viðbrögð við. Hinsvegar veita forlög höfundum handrita alltaf einhveija gagnrýni, hvort sem þau hafha þeim eða taka. Sú gagnrýni er mjög mikilvæg og þyrfti sjálfsagt oft að vera ítarlegri en verið hefur. Það gegnir nokkuð öðm máli um þessa bók, hún er sögð hafa fengið jákvæðar undirtektir hjá forlagi, og greinilega hefur verið miklu kostað til hennar, bæði í tíma og fé. Því er leitt að þurfa að segja að mér virðist hún mjög misheppnuð. En það má þá ekki liggja í þagnargildi, vonandi er að þetta verði þá að minnsta kosti víti til vamaðar. Skáldgáfu þarf að þjálfa eins og aðra hæfileika, og það er nú oftast svo, að menn geta þá helst prófað sig áfram að þeir fái einhver andsvör við tilraunum sín- um. Því er almennt talað miklu þroskavænlegra fyrir rithöfund að setja annað veifið smásögu eða ljóð í tímarit en að byrja á því að loka sig inni yfir miklu handriti árum saman. Örn Ólafsson AUGLYSENDUR ATHUGIÐ! kemur ekki út laugardaginn i. ágúst nk. Helgarblað DV fylgir fostudagsblaði 31. júlí. Þeir auglýsendur, sem áhuga hafa á að auglýsa í því blaði, hafí samband við auglýsingadeild DV sem fyrst, í siðasta lagi fyrir kl. 17 miðvikudaginn 29. júlí. AUGLÝSINGAR, ÞVERHOLTI 11 - SÍMI 27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.