Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Rétt skal vera rétt Þegar ekki er gert, þegar gera á, vill framkvæmdin dragast og falla niður. Þetta þekkja margir húsbyggj- endur vel. Ef tækifæri sjálfra byggingaframkvæmdanna er ekki notað til að ljúka þeim, getur farið svo, að endan- hnúturinn verði seint eða aldrei bundinn á þær. Þannig er það líka í göngu þjóðanna fram eftir vegi. Við höfum oft fylgt í kjölfar Danmerkur og annarra Norðurlanda í nytsamlegri nýbreytni. En fari svo, að við missum af lestinni, verðum við oft að bíða án árang- urs eftir annarri lest. Því höfum við enn sýslumenn. Bandaríkjamenn eru heppnir að hafa notað tækifæri sjálfstæðis síns til að semja stjórnarskrá, sem tók mjög alvarlega ýmis grundvallaratriði, er voru mönnum þá ofarlega í huga. Þessi gamla forsenduharka lýsir nú leið þeirra um myrkviði kúrekanna í Hvíta húsinu. Þegar Bandaríkjamenn sömdu stjórnarskrá sína og lögðu önnur drög að sjálfstæðu ríki, skildu þeir mjög kerfisbundið að hina nýuppgötvuðu þrjá meginþætti valdsins, framkvæmdavald, dómsvald og löggjafarvald. Þessi aðskilnaður varð þar skýrari en víðast hvar. Við íslendingar notuðum hvorki sjálfstæðið 1918 né lýðveldið 1944 til að veita grundvallaratriðum sam- skipta borgaranna innan ríkisins í farvegi, sem skyn- samlegastir voru að beztu manna yfirsýn. Við höfum sífellt dregið að semja okkur nýja stjórnarskrá. Við höfum eins og húsbyggjandinn komizt að raun um, að vel er unnt að búa í húsinu, þótt það sé ekki fullfrágengið. Þetta hefur á löngum tíma sljóvgað til- fmningu okkar fyrir því, að húsið er í raun ekki tilbúið til notkunar. Við búum því við ófullkomna stjórnarskrá. Meðal augljósra vankanta á ríkiskerfi okkar er samein- ing framkvæmdavalds og dómsvalds í sýslumönnum og bæjarfógetum. Til stóð að kljúfa þetta sundur um svipað lejdi og Danir lögðu niður sýslumenn. En einhverra hluta vegna varð ekki af því þá. Og stendur svo enn. í rauninni höfum við komizt sæmilega af með van- kanta þennan. Sýslumenn og fógetar hafa í friði fengið að dæma fólk eftir vitnisburði undirmanna sinna í lög- reglunni. Yfirleitt hafa þeir reynt að gera þetta af samvizkusemi. En enginn veit, hvenær það bregzt. Rannsóknir í útlöndum hafa sýnt, að lögreglumönnum er ekki síður en öðrum hætt við að bera rangt fyrir dómi. Almennir borgarar eiga að njóta þess réttar, að kæru- mál lögreglunnar á hendur þeim séu þegar á fyrsta dómstigi alls ekki dæmd af sjálfum lögreglustjóranum. Menn eru orðnir svo sljóir fyrir þessu, að jafnvel er þvælst fyrir með því að tala um, að skipting sýslumanns- embætta sé of dýr. Er þó ekkert hægara en að stækka umdæmin úr sýslum í kjördæmi, þegar embættunum er skipt milli héraðsdómara og lögreglustjóra. Einnig er þvælzt fyrir með því að segja menn geta að lokum náð rétti sínum hjá Hæstarétti. Það er hundarök- fræði ráðuneytisstjóra dómsmála. Hann er með þessu að segja, að öllum málum, sem sýslumenn úrskurða, eigi í raun að bæta við málaflóð Hæstaréttar. Islendingar hafa ekki mikinn áhuga á nákvæmni í grundvallaratriðum. Til dæmis fékk Bandalag jafnaðar- manna lítinn hljómgrunn í stjórnmálum, þótt mörg helztu málefni þess fjölluðu einmitt um vandaðri lagninu ýmissa hornsteina á borð við aðskilnað valdsins. Við erum svo sljó, að bezt er, að Evrópuráðið noti mál Jóns Kristinssonar til að þvmga okkur til að gera það, sem við áttum að vera búin að fyrir löngu. Jónas Kristjánsson „Það sem sameinar þessa fjandvini er innreið Borgaraflokksins á vettvang íslenskra stjórnmála. Tilkoma hins mikla afls almennings í landinu." Ríkisstjornin Eftir níu vikna stjómarmyndunar- kreppu, þar sem fulltrúar þeirra flokka sem vonsviknastir vom með niðurstöður síðustu alþingiskosn- inga, fengu einir umboð til stjómar- myndunartilrauna, tókst að koma saman ríkisstjóm á íslandi, sem studd er til valda af þeirn andstæðum í íslenskum stjómmálum, sem lengst hafa barist um völd, og mest hafa gagnrýnt hver annars stefnur og lífs- skoðanir. Það sem sameinar þessa ijandvini er innreið Borgaraflokksins á vett- vang íslenskra stjómmála. Tilkoma hins mikla afls almennings í landinu. I fyrsta skipti kom fram andstæð- ríkisstjóm sem stendur að stefnu- yfirlýsingu sem enginn stjómar- flokkanna boðaði í kosningabarát- tunni, en kjósendur verða nú að sætta sig við. Hættuleg aukning ráðstöfun- artekna? Síðar mun koma fram hvemig kaupin um embætti og stöðuveiting- ar skiptast á milli flokkanna. Fyrsti boðskapur hinnar nýju rík- isstjórnar var skattahækkanir, nýir skattar, og samdráttur í ráðstöfunar- tekjum almennt. Fyrstu ráðstafanir í skattamálum saman frumvörp til fjárlaga fyrir 1986 og 1987. Frumvarp til fjárlaga fyrir 1986 sýnir rekstrarafgang að upphæð kr. 122 milljónir, en frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1987 sýnir rekstrarhalla að upphæð kr. 1,6 milljarða. Nú er útlit fyrir að í lok kosninga- ársins verði hallinn á ríkissjóði kr. 4-5 milljarðar 1987, án hinna sér- stöku ráðstafana. Það er augljóslega ekki launafólk- ið í landinu, sem býr til vandamálin. Föstudaginn 17. júlí birtir Al- þýðublaðið á forsíðu ummæli nýja fjármálaráðherrans, sem hann við- „Sannleikurinn er sá, að fyrrverandi fjár- málaráðherra keypti verðbólguna inn í ríkissjóð á kosningaári, og er nú að koma skömminni frá ríkissjóði yfir á almenn- ing.“ KjaHaiinn Albert Guðmundsson alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn ingur allra gömlu flokkanna, sem boðaði mannlega, milda stefhu, og ógnaði með því „alræði hinna fáu“. Gömlu flokkamir sáu hættuna, og sameinuðust gegn henni. Það mátti ekki gerast, að fólkið hefði áhrif á völd þeirra sem réðu að tjaldabaki, og hefðu örlög þeirra í höndum sér. Leggja varð til hliðar ágreining gömlu flokkanna um stefnur og lífs- skoðanir. Alræði hinna fáu réð ferðinni. Stefnuyfirlýsing, sem boðaði skattahækkanir, nýja skatta og aukna verðbólgu var samþykkt, og vinstri stjóm undir forustu Sjálf- stæðisflokksins mynduð til að boða verri lífskjör framundan, á mesta góðæristíma sem þjóðin hefur þekkt. Það tók níu vikur að koma saman vom að taka aftur upp skattlagn- ingu á þá sem hafa náð eftirlauna- aldri, og em að ljúka starfsævinni, en vom áður skattfrjálsir. Næsta boðaða ráðstöfun ríkis- stjórnarinnar er að draga úr kaup- getu landsmanna, þeirra sem þurfa að bæta við sig eftirvinnu, nætur- vinnu, jafhvel helgidagavinnu, sér til lífsviðurværis, því átta stunda dagvinnulaun nægja hvergi fyrir útgjöldurn heimilanna. Astæðan er sögð vera hættuleg aukning ráðstöfunartekna sem kem- ur efnahag þjóðarinnar illa. Eftirspurn er mikil eftir vinnuafli, sem eykur á þörfina fyrir aukið vinnuframlag einstaklinganna, en launin mega bara ekki verða að ráð- stöfunartekjum því það eykur þenslu í þjóðfélaginu, sem aftur eykur við- skiptahallann, o.s.frv., o.s.frv. Fjármálaráðherra keypti verðbólguna Sannleikurinn er sá, að fyrrver- andi fjármálaráðherra keypti verð- bólguna inn í ríkissjóð á kosninga- ári, og er nú að koma skömminni frá ríkissjóði yfir á almenning. Þetta sést best, þegar borin em hafði á opnum fundi Alþýðuflokks- félaganna á Akureyri degi áður, undir fyrirsögninni: „Aðkoman að ríkissjóði." „Meiri halli og verð- bólga". í þessari forsíðugrein er haft eftir fjármálaráðherra, „að ýmislegt bendi til þess, að verðbólga væri nú meiri en opinberar tölur gæfu til kynna“. Nefndi hann nokkur dæmi þessu til rökstuðnings. Ef þetta er rétt eftir haft, tel ég nauðsynlegt að opinberir aðilar staðfesti þessi ummæli, svo þjóðin viti hið sanna um verðbólgustigið. Þessi orð ráðherra boða ekkert gott. Hvað er framundan? Em ráðstafanir ríkisstjórnarinnar þegar búnar að sprengja kerfið? Er stór gengislækkun framundan? Ummæli forsætisráðherra um væntanlega kjarasamninga boða sannarlega ekki bjarta tíð né frið á vinnumarkaðinum. Við skulum halda vöku okkar og fylgjast vel með framvindu mála svo ekkert komi í bakið á okkur seinna. Albert Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.