Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. 9 Gefur 6 mánaða frest til friðarumieltana Goukouni Queddei, leiðtogi upp- reisnarmanna í Afríkuríkinu Chad, gaf í ;gær stjóravöldum í landinu sex mánaða frest til þess að ná sam- komulagi við samtök sín og sagði að ella mvndi koma til borgárastyrj- aldar þar. Habre steypti Goukouni úr stóli 1982. Bf'tir að hafa leitt baráttu upp- reisnarmanna í landinu, með stuðn- ingi Líbýu. í flögur ár, sneri Goukouni við blaðinu og réðst gegn her Líbýu í Chad. Hann gerir nú þá kröfu að stjóm- arskrá Chad verði breytt í lýðræði- sátt. Tvö liundmð fallnir Öfgamenn úr röðum sikha skutu í gær til bana þrjá karimenn og eina konu í Panjab-héraði á Indlandi. Þar með hafa tvö hundruð manns fallið í of- beldisaðgerðum í héraðinu það sem af er þessum mánuði. Er það mesta mannfkll, sem þar hefúr orðið á svo skömmum tíma, undanfarið hálft þriðja ár. Mest mannfall á skömmum tíma varð í júní 1984 þegar indverskir her- menn réðust á gullna hofið í Amritsar og felldu þar meira en þúsund manns. Það sem af er þessu ári hafa meir en sex hundruð og tuttugu manns fallið i átökum milli sikha og hindúa á tndlandi en á síðasta ári öUu kostuðu átökin sex hundruð og fjörutíu mannslíf. Loftárás á flutningaskip við Japan Loftárás var í gær gerð á flutningaskipið Pomex Saga, frá Malaysíu, þar sem það var á siglingu skammt frá eyjunni Okinawa í Japan. Talið var að tvær eídflaugar hefðu hitt skipið, önnur brú þess, en aðeins einn áhafharmeð- limur meiddist Skipið, sem er tæplega sex þúsund tonn að stærð, var ófært um að halda áfram siglingu án aðstoðar vegna skemmda á stýrisbúnaði og var tekið i tog. Ekki var í morgun vitað hver stóð fyrir árásinni á skipið en talsmaður japanska vamarmálaráðuneytisins sagði að engar japanskra herflugvélar hefðu verið á þessum slóðum. Óstaðfestar fregnir herma að orrustuþotur frá bandaríska flugmóðuskipinu Midway hefðu verið við næturæfingar á þessum slóðum og hefðu meðal annars notað MK76 eldflaugar. Átján stjómarhermenn féllu á Filippseyjum Átján stjómarhermenn féllu í fyrirsát skæruliða úr sveitum kommúnista á Filippseyjum í gær. Sex hermenn særðust í árásinni. Skæruliðamir höfðu komið fyrir jarðsprengju á þjóðvegi á eyjunum og sprakk hún þegar herflutningabifreið ók yfir hana. skæruliðamir hófu þá skothríð úr vélbyssum á þá sem lifðu sprenginguna af. Útvarpið á Filippseyjum sagði í gær að þetta væri harðasta árás á stjómar- hermenn, sem skæruliðar kommúnista hefðu gert, frá því Corazon Aquino, forseti landsins, fyrirskipaði beinar hemaðaraðgerðir gegn þeim í síðasta mánuði. Að sögn útvarpsins voru hermennirnir á leið til að bjarga einni af herstöðvum stjómarinnar við Luna, liðlega þrjú hundruð kílómetra norð- ur af ManOa, höfuðborg landsins, þegar árásin var gerð. Yfir hundrað fórust í flóðum í Teheran Hundrað og þrettán manns fórust í miklum flóðum í norðurhluta Teher- an, höfúðborg Iran, á sunnudag og stjórnvöld gáfú í gær út viðvaranir til íbúa borgarinnar um að búist væri við frekari rigningum. Að sögn borgar- stjóra Teheran féllu skriður, sem innihéldu stórgrýti, á norðurhluta höfúð- borgarinnar, stormur reif upp tré með rótum og feykti til bifreiðum. Sagði borgarstjórinn að búist væri við mikillí áframhaldandi rigningu austur og norð-vestur af borginni og þar sem flóðahætta væri enn mikil, ættu íbúar að vera tilbúnir til að yfirgefa heimili sin með skömmum fyrirvara. Um hundrað og fimmtíu manns fórust í íran fyrir nokkrum dögum þegar á flœddi jdír bakka sína og hreif mcð sér fjölda fólks. Bflapantanir að erfðum Samkvæmt upplýsingum ráðuneytis þess í Bonn, höfuðborg Vestur-Þýska- lands, sem fer með málefhi sem tengjast báðum þýsku ríkjunum, hefúr verið sett ný reglugerð í Austur-Þýskalandi þar sem heimilað er að bifreiðapantan- ir gangi i erfðir. Austur-Þjóðverjar verða margir að bíða allt að tólf árum eftir að fá bifreiðar þær sem þeir panta sér. Ottast margir þeirra að þeir kunni að látast áður en bifreiðin, sera þeir hafá greitt inn á, verður af- greidd. Til þess að greiðslumar nýtist fjölskyldunni geta nú þeir sem eru andlega heilbrigðir arfleitt maka eða böm að pöntuninni. Útlönd írakar vilja ekki ein- hliða vopnahlé írakar hafa lýst yfir að þeir muni ekki sætta sig við það að hlíta ein- hliða ályktun öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna um vopnahlé í styrjöld þeirra við íran. Talið er að þessi yfir- lýsing auki líkumar á að til endumýj- aðra árása á skipaumferð á Persaflóa dragi, ef íranar ganga ekki að kröfúm öryggisráðsins. Utanríkisráðherra írak, Tariq Aziz, sagði í gær að óbreytt ástand við Pers- aflóa væri ekki viðsættanlegt fyrir íraka. Gaf hann fyllilega i skyn að ef Iran gengist ekki undir ákvæði álykt- unar öryggisráðsins myndu írakar hefja árásir sínar á olíuflutningaskip á Persaflóa að nýju. íranir hafa gagnrýnt ályktunina en ekki enn tekið opinbera afstöðu til þess hvort þeir hyggist hlíta ákvæðum hennar. Irakir hafa ekki ráðist á nein skip á Persaflóa frá því öryggisráðið lét ályktunina frá sér fara. Vemdaraðgerðir bandaríska flotans á Persaflóa hafa legið niðri undan- fama daga, vegna þeirrar hættu sem talin var stafa af tundurduflum í flóan- um. Þó er talið að síðar í þessari viku muni bandarísk herskip fylgjá risaol- íuskipinu Bridgeton út úr flóanum, en það lestar nú olíu í Kuwait. Bridgeton skemmdist lítillega þegar það rakst á tundurdufl á leið sinni inn flóann í síðustu viku.- Bridgeton er liðlega flögur hundruð þúsund tonn að stærð. Frakkar undirbúa nú hluta af flota sínum, sem þeir hyggjast senda áleiðis til Persaflóa. Ætla þeir að senda flug- móðuskipið Clemenceau ásamt fylgd- arskipum og nota það til vemdar franskri skipaumferð um flóann. Ólíklegt er talið að Frakkar hyggist senda herskip sín inn á Persaflóa sjálf- an, enda vekur athygli að í flotadeild þeirri sem þeir ætla að senda á svæðið er ekkert skip sem sérhæft er til leitar að tundurduflum. Litið er á aðgerðir Frakka sem lið í deilu þeirra við íran en í henni hefur nú allt staðið fast í rúma viku frá því löndin tvö slitu stjómmálasambandi sín á milli. Franska flugmóðuskipiö Clemenceau, ásamt tveimur fylgdarskipa sinna, í höfn í Toulon í gær. Frakkar eru að gera flota sinn reiðubúinn til athafna við Persaflóa. Símamynd Reuler Slegist um ólympíu- nefndir kommúnista Suður-Kóreumenn berjast nú hart til þess að koma í veg fyrir að komm- únistaríki hundsi ólympíuleikana, sem fyrirhugaðir em í Seoul, höfuðborg ríkisins, á næsta ári. Um þessar mund- ir er íþróttanefnd frá Sovétríkjunum stödd í Seoul, í boði kóresku ólympíu- nefndarinnar. Að sögn þarlendra yfirvalda mun sendinefndin, sem er undir forystu Anatoly Kolessov, vara- forseta sovésku ólympíunefndarinnar. dvelja í landinu í viku og skoða undir- búning fyrir leikana þar. Norður-Kórea hefur hótað að gang- ast fyrir því að kommúnistaríki hundsi ólympíuleikana á næsta ári, ef ekki verður gengið að kröfum þeirra um að leikunum verði skipt milli kóresku ríkjanna tveggja. Hafa þeir krafist þess að fá að halda keppni í nokkrum greinum að fullu og öðrum að hluta. N-kóreskir embættismenn hafa við- urkennt að þeim gangi ekki vel að fá önnur kommúnistaríki til að taka þátt í þvi að hundsa leikana. Sendiherra N-Kóreu í Kína. Sin In Ha, sagði í gær að ekkert kommúnistaríki hefði enn fengist til að lofa þátttöku í slíkum aðgerðum. Suður-Kórea hefur ekki stjómmála- samband við kommúnistaríki. Það hefur þvi komið í hlut óh’mpíunefhdar landsins að halda uppi diplómatastarfi í þessu sambandi. Fvrr á þessu ári bauð nefndin fulltrúum frá Austur- Þvskalandi og Ungveijalandi til þess að skoða undirbúning leikanna. Létust eftir kongulóar bit BaMur RöbeHssan, DV, Genúa; Tvær konur í Genúa hafa látist eftir að hafa orðið f\TÍr kóngulóar- biti. Um er að ræða eitraða kónguló sem kölluð er malmign- atta og er hún náskyld „svörtu ekkjunni" sem einnig er eitruð. Þessi hættulega kónguló er einn til einn og hálfur sentímetri á lengd. svört á litinn með þrettán rauðum dílum. Mótefrii gegn eitrinu er til í Sviss og er nú verið að revna að fá það hingað til Genúa. ÞÚ FÆRÐ ALLT Á 200 KRÓNUR Ég veit að þú átt erfitt með að trúa þessu, en komdu á staðinn og sjáðu þetta með eigin augum. Þú getur klætt alla fjölskylduna fyrir nokkur hundruð krónur á fatamarkaðnum hjá okkur. VERSLUNIN Grensásvegi 50 - sími 83350

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.