Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. Svartar og hvítar feg- urðardrottningar Það er ekki lengra síðan en á laug- ardaginn sem ungfru svarta Ameríka ’87 var kosin. Sú sem hlaut titilinn heitir Sharon Briscoe. Hún var him- inlifandi þegar ungfrú Ameríka ’83 (með engum formerkjum!) setti kór- ónuna á höfuð hennar og krýndi hana fegurðardrottningu svartra kynsystra sinna. Sharon var valin úr hópi 11 svartra yngismeyja. Símamynd Reuter Margt er skrítið í kýrhausnum. Á sama tíma og þjóðir heims, þ.á m. Bandaríkin, fordæma kynþáttamis- réttið í S-Afríku eru í þessum sömu Bandaríkjum, landi frelsis og lýð- ræðis, ennþá kosnar tvær fegurðar- drottningar; hvít og svört! Þetta hróplega misræmi sannar best að gömlu máltækin, um bjálkann og flísina og það að leita langt yfir skammt, eru enn í fullu gildi. Sviðsljós Ólyginn sagði... Prins og prins- essa í póló Þau hjónin Karl og Díana eru mikið í\tít hvers konar íþróttir og kapp- leiki. Þau létu sig heldur ekki vanta á alþjóðlega pólókeppni sem nýlega fór fram í Windsor á Englandi. Díana lét sér nægja að horfa á keppnina en þar vann lið N-Ameríku bikarinn með 8 mörkum gegn 5 í úrslitakeppninni við lið Englands. Kalli aftur á móti tók þátt i keppni sem íram fór auk aðalkeppninnar og þar vann lið hans sigur og aukabikar. Það er því full ástæða fyrir Kalla að brosa og vera glaður. Símamvndir Reuter Prince hefur nú tekist að vinna hug og hjarta Sheenu Easton. Þetta byrjaði allt saman með því að Prince samdi lag fyrir Sheenu. Síðan þá hafa þau verið óað- skiljanlegir vinir og Sheena syngur t.d. á nýjustu plötu Prince, Sign of the times. Það var þó ekki fyrr en Sheena skildi við eiginmann sinn nr. tvö að ástin fór að blómstra á milli þeirra Prince. Nú hittast þau alltaf þegar þau geta og Prince hefur nýverið keypt íbúð í París þar sem þau geta verið saman þegar þau eru í Evrópu. Flestir vinir þeirra skötuhjúa halda að þetta samband eigi framtíð fyrir sér og víst er að þau eru mjög hamingjusöm og yfir sig ást- fangin. Melissu Gilbert gengur ekkert alltof vel að halda í Rob Lowe. Nýjustu fréttir úr þeim herbúðunum herma að nú hafi Rob slitið sambandi þeirra og giftingaáformum endanlega. Náinn vinur segir Rob hafa hringt í Melissu og sagt að hann gæti ekki hugsað sér að giftast strax. Honum finnist hann vera of ungur og ef hann ani í hjóna- bandshnapphelduna þá gæti það haft slæm áhrif á feril hans og frama. Melissa er að vonum miður sín og neitar að ræða sambandsslitin. Sviðsljósið bíð- ur spennt eftir nánari fréttum af þessum óákveðnu skötuhjú- um og eftirsóttasta piparsvein- inum um þessar mundir. lætur ekkert tækifæri ónotað til að skjóta beittum, illskeyttum skotum í Madonnu. Nú fyrir stuttu sagðist Whitney frekar mundu deyða börnin sín en að horfa upp á þau verða eins og Madonna. „Madonna segir Ijóta og hræðilega hluti eins og „Sofðu hjá hverjum þeim sem þig langar til." Hún er ekki beint kvenleg og siðprúð," segir Whitney og hryllir við. „Hún verður gleymd og grafin eftir nokkur ár." Madonna hefur ekkert látið í sér heyra um þessi orð Whitney enda er talið að keppnisskap og öfund ráði tungu hennar þar sem þær keppast nú um toppinn á bandaríska listanum. Whitney Houston Joan vairn Síðasta föstudag féll dómur í skilnaðarmáli Joan Collins og Peters Holm. Joan stóð uppi sem sigurvegari í þessari lotu málaferla þeirra skötuhjúa. Joan var himinlifandi þegar dómurinn féll og lyfti hendi í fögnuði sínum. Það var heldur lægra risið á Peter Holm sem sagð- ist ekki vera búin að ákveða hvort hann áfrýjaði dómnum. í fylgd með Joan á meðfylgjandi Reutersmynd er lögfræðingur hennar sem kom málinu farsællega í örugga höfn - að minnsta kosti fyrir Joan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.