Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. Fréttir Landsmenn auka gosdrykkju sína um 10 milljónir Irtra - samkvæmt upplýsingum gosdrykkjaframleiðenda Sú viðbót, sem kom á gosdrykkja- markaðinn með Sól-gosi, hefur samkvæmt upplýsingum þeirra sem fyrir voru á markaðnum ekki haft áhrif á sölu annarra gosdrykkja. Ómögulegt er að fá uppgefið hve mik- ið magn verksmiðjumar framleiða, þó er Sól undantekning þar á. Forsvars- maður Sanitas hefur þó sagt að salan hjá því fyrirtæki stefni í 30 milljónir gosdósa á ári. Ef það reynist rétt og eins hitt, að þar hafi orðið um marg- földun á sölu að ræða eftir að byijað var að tappa gosinu á dósir, má ætla að söluaukning Sanitas á ári verði nærri 20 milljónir dósa. Sól hyggst verða búin að selja milljón dósir fyrir verslunarmannahelgi. Ef svo fer sem horfir þá mun Sól selja milljón dósir á mánuði eða 12 milljónir dósa á ári. Þess skal getið að um verslunar- mannahelgina hefur Sól aðeins verið með gosdrykki á markaðnum í um þrjár vikur. Hvorki Vífilfell né Ölgerð- in Egill Skallagrímsson segjast hafa orðið fyrir samdrætti. Samkvæmt þessum upplýsingum ætla íslendingar að auka drykkju sína á gosdrykkjum um að minnsta kosti 30 milljónir gos- dósa eða 10 milljónir lítra á ári. íslendingar eru um 245 þúsund þannig að hver íslendingur eykur því gos- drykkju sína að meðaltali um rúma 40 lítra á ári eða 120 dósir. Hvað segja framleiðendumir? Vífilfell Kristján Kjartansson aðstoðarfor- stjóri sagði að þeir hefðu ekki orðið varir við aukna samkeppni enda hefðu þeir svarað Sanitas með dósum. Kristj- án sagði ennfremur að kókið stæði alltaf fyrir sínu og það væri stór hluti þeirra framleiðslu en hve stór vildi hann ekki segja. Egill Skallagrímsson Jóhannes Tómasson forstjóri sagði að enn hefðu þeir ekki orðið varir við samdrátt og að þeir ættu ekki von á að um samdrátt yrði að ræða. Jóhann- es sagðist vilja óska Sól alls hins besta. Jóhannes sagði að góð sölu- aukning hefði orðið á árinu. Sanitas Guðlaugur Guðlaugsson markaðs- stjóri sagði að hjá Sanitas hefðu þeir ekki orðið varir við diykkina frá Sól. Sanitas hefði byrjað að tappa á dósir í nóvember í fyrra og síðan hefði verið um 300% söluaukning. „Það er geysi- leg sala hjá okkur og alls ekki um samdrátt að ræða, við erum mjög á- nægðir,“ sagði Guðlaugur. Sól Davíð Scheving Thorsteinsson sagði nú vera svo komið að ekki væri til ein dós á lager, verið væri að framleiða Límó og væri sú framleiðsla öll seld. Ekki hefði enn unnist tími til að hefja framleiðslu á Límó með sykri. „Þó ég sé bjartsýnismaður þá átti ég ekki von á þessu,“ sagði Davíð. Hann bætti við að um verslunarmannahelgina yrði búið að selja eina milljón dósa. Dós númer milljón á að fara á minjasafh fyrirtækisins. Davíð sagði einnig að nú væri verið að tappa gosinu á eins og hálfs lítra plastflöskur. Samkvæmt þessum upplýsingum er- um við íslendingar að auka gos- drykkju okkar gífurlega mikið og stefhum sjálfsagt á heimsmet í gos- diykkju ef við eigum það ekki fyrir. -sme Verslunarstjórar um gossóluna: Ekki orðið varir við umtalsverða aukningu Gosdrykkjaframleiðendur segjast hafa aukið sölu á gosdrykkjum til muna. Samkvæmt upplýsingum frá þeim hafa allir aukið söluna, þó mismikið. Með tilkomu Sólgossins hefði mátt reikna með samdrætti í sölu annarra tegunda en svo virðist ekki vera ef taka má mark á orðum framleiðendanna. DV hafði samband við töluverðan fjölda verslana og sölutuma víða um land og sam- kvæmt því sem verslunarstjórar segja hefhr orðið einhver söluaukn- ing en alls ekki mikil. Sanitas hefur greinilega aukið sölu töluvert með tilkomu dósagos- drykkjanna. Ekki vom allir sammála um hversu mikið seldist af Sólgosi. Sumir sögðu að fyrstu dag- ana hefði selst töluvert en sala hefði minnkað að undanfómu. Aðrir sögð- ust selja töluvert af Sólgosi. Kókið virðist halda sinni hlutdeild á mark- aðnum. í einum stórmarkaði sagði verslunarstjórinn að sala hefði minnkað stórlega í Soda Stream. í sama stórmarkaði hefur aukning í sölu á Pripps-bjór stóraukist og er orðin töluvert meiri en sala á inn- iendum bjór. Verslunarstjóramir voru allir sammála um að veður hefði mikil áhrif á gosdiykkjasölu. í góðu veðri ykist salan en minnkaði að sama skapi í verri veðrum. Eftir að hafa rætt við framleiðendur og svo þá sem selja gosdrykkina er ljóst að mönn- um ber ekki saman. -sme Gosið teygað. Það gerum við Islendingar svo um munar. Atök lögregluþjóns og unglings: Fantatökum beitt segir vitni Allmörg vitni urðu að átökum lög- regluþjóns í Reykjavík og 16 til 17 ára unglings við lögreglustöðina við Hverfisgötu aðfaranótt laugardagsins. Eitt vitnanna, sem sá hvað gerðist, segist ekki geta orða bundist yfir fram- ferði lögregluþjónsins. „Ég var að koma úr biói ásamt konu minni og fleira fólki, við vorum um tíu sem horfðum á hvað gerðist. Það voru tveir unglingsstrákar sem voru eitt- hvað að hnýta í lögregluna þegar að kom lögregluþjónn, stór rumur, hann tók annan strákinn, fór með hann inn á gang í lögreglustöðinni, henti hon- um þar í gólfið og tók til við að sparka í hann. Lögregluþjónninn kom síðan með hann út og henti honum niður af tröppunum og lenti drengurinn á stéttinni og skall höfuðið á honum fyrst í stéttina. Þegar við, sem vorum nærstödd, spurðum drenginn hvort hann hefði meitt sig kvartaði hann undan svima. Það kom þama að lög- reglubíll og við, sem horft höfðum á hvað gerðist, spurðum lögregluna hvort hún vildi ekki aka drengnum á slysadeild en svarið var að hún gæti ekkert staðið í svoleiðis hlutum. Drengurinn fór svo ásamt vini sínum í leigubíl, ég tel líklegt að þeir hafi farið á slysadeild.“ Svo mæltist manni sem sá þessa harkalegu framkomu lög- reglunnar í Reykjavík. Hjörtur Sæmundsson, sem var varð- stjóri tiltekna nótt, segist ekki vita til þess að þessi atburður hafi átt sér stað. Hjörtur sagði að venjulega væri gang- urinn og anddyrið á lögreglustöðinni troðið af fólki á þessum tíma. Hjörtur sagðist ekki hafa trú á að þetta hefði verið neitt alvarlegt hefði það gerst á annað borð. Hann sagði að ef um meiðsl hefði verið að ræða hefði sér borist tilkynning þar um frá slysa- deild. Þar sem hann hefði ekkert heyrt teldi hann fullvíst að þetta hefði ekki verið alvarlegt. -sme í dag mælir Dagfari I skugga hrafnsins Menn eru ýmsu vanir hér á landi enda ganga fegurstu bókmenntir þjóðarinnar út á það að lýsa mann- drápum og vígaferlum. Á miðöldum voru biskupamir hálshöggnir og sveitarómögum drekkt og fram á síð- ustu öld var algengast að bera bömin út þegar heimilin höfðu ekki lengur efiii á að bæta við ómegðina. Umgengnin við skepnumar var eftir þessu, enda aldrei þótt tiltökumál að slátra sér til matar, særa hús- dýrin til dauða eða snúa fúglana úr hálsliðnum sér til skemmtunar. Útlendingar hafa að visu verið að abbast upp á íslendinga, bannað þeim að veiða hval í vísindaskyni og flytja selina, sem finnast á fjar- lægum ströndum á flótta undan veiðifysn íslendinga, til baka í góð- gerðarskyni. Þetta hefur sett nokkurt strik í reikninginn og til em menn hér á landi sem hafa ánetjast þessum fáránlegu hugmyndum um náttúruvemd og dýrafriðun og apa alla tilfinningavelluna upp eftir út- lenskum fagurkerum. Mikið var það uppörvandi í öllu þessu mótlæti þegar D V flutti okkur þær fréttir í gær að enn ættum við meðal okkar menn sem láta ekki til- finningasemina buga sig og búa yfir þessari ísköldu og óbilandi drápsfysn sem göfgað hefur íslenska þjóð um aldir. Hrafn Gunnlaugsson hefur þetta sanna víkingablóð í æðum, eins og margoft hefur sést í myndum hans þar sem blóðið rennur og leik- urinn æsist. í síðustu mynd hans, Hrafninn flýgur, vom menn vegnir á annarri hverri minútu af því lát- leysi sem einkennir listamanninn. Nú er Hrafri að búa til nýja mynd og í henni verða að sjálfsögðu að sjást senur sem em í samræmi við andann og hugarfarið: trylltar og bijálaðar. Það var stórkostleg hug- mynd að leiða tvo stóðhesta niður á syllumar við Gullfoss, trylla þá með oddhvössum spjótum og etja þeim saman með fossinn í baksýn. Sam- kvæmt fiásögn blaðsins átti þessi hestaslagur að enda með því að ann- að hrossið steyptist í fossinn í villtum dansi, hamstola af hræðslu, og hverfa á vit örlaga sinna, kvik- myndagerðarmönnunum til óbland- innnar ánægju. Stóðhestar em nýtir til slíks brúks. Þeir em bara skynlausar skepnur eins og hvalimir og selimir, og þar að auki standa þeir að því með sauð- kindinni að eyða gróðri afréttanna. Það er rétt mátulegt á þá að ljúka sínu stóðlífi með tignarlegri fóm í þágu bíómyndar sem mun afla höf- undum sínum frægðar og fjár. Hvað munar um einn stóðhest og hvað mál er það þótt hestar sláist á klettasyllu við Gullfoss? Allt er þetta í stíl við íslenskar hefðir, stóðlíf hrossanna og blóðhlaupið í hinum rammíslenska kvikmyndastjóra. Samt segir frá því í DV að kona hafi fallið saman af hiyllingi og feng- ið ekkasog af viðbjóði við að horfa á náttúruna bregða sér á leik á klettasyllunni. Fólk hafi átt fótum sínum fjör að launa og systir Hrafns hafi verið í þann mund að falla fram af brúninni án þess að leikstjórinn hafi gert ráð fyrir því drama í sen- unm. íslendingum hefúr heldur betur farið aftur ef þeir þola ekki lengur að horfa á hestaat, öðmvísi en að falla saman af geðshræringu. Halda áhorfendur að slíkum atburðum að Hrafii Gunnlaugsson sé að framleiða Síðasta bæinn í dalnum þegar hann leigir þyrlur til að kvikmynda nátt- úruna í íslandssögunni? Hvemig halda þær þúsundir áhorfenda sem nú streyma í Bíóhöllina til að fylgj- ast með James Bond að myndatakan hafi átt sér stað þegar sú mynd var gerð? Heima í stofú? Nei, Hrafn Gunnlaugsson kann að búa til hryllingsmyndir og hann verður að fá tækifæri til þess án þess að ókunnugir séu að abbast upp á hann með ekkasogum og kjaftæði um illa meðferð á skepnum. Varð ekki niðurstaðan sú að hesturinn slapp? Og systir Krumma líka. Það var mikið lán að Hrafii sjálfur skyldi ekki hafa farið fram á klettasylluna. Hann hefði áreiðanlega fómað sér í þágu myndarinnar og stokkið fram af. Hvað gera menn ekki þegar hryll- ingsmyndir em annars vegar? Dansa í skugganum af sjálfúm sér, í skugga hrafnsins. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.