Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987.
Spumingin
Á að banna umferð fjór-
hjóla í þéttbýli?
Guðrún Samúelsdóttir:
Alveg hiklaust að banna fjórhjól í
þéttbýli, þetta eru hættuleg farar-
tæki sem eingöngu eru notuð til
að spar.a á.
Þórdís Eyfeld:
Já, þau spilla náttúrunni. Fjórhjól
verður að leyfa í hófi samkvæmt
einhverjum reglum.
Guðlaugur Gunnarsson:
Það á að banna fjórhjól, þau valda
miklu ónæði og eyðileggja náttúr-
una.
Helga Garðarsdóttir:
Ég tel fjórhjólin hættuleg og mikil
slysahætta stafar af þeim. Það á
að leyfa þau á einhverjum af-
mörkuðum stað.
Sigurður Einarsson:
Það á að leyfa þau á einhverjum
afmörkuðum svæðum og hafa mik-
ið eftirlit með.
Sigríður Magnúsdóttir:
Skilyrðislaust að banna þau. Ég
hef búið uppi á Kjalamesi og séð
hvernig þeir keyra þar og eyði-
leggja náttúruna.
Lesendur
Hlustendakönnunin
ekki marktæk
Margrét útvarpsáhugamaður skrif-
ar:
Fyrir nokkrum dögum var sagt frá
hlustendakönnun sem félagsvísinda-
deild Háskólans gerði. Ég vil leyfa
mér að gagnrýna könnunina varð-
andi útvarpshlustun.
í fyrsta lagi var einungis kannaðin-
einn dagur. Allir vita að fólk stillir
tækin sfn á þessa stöðina í dag og
hina á morgun. Til að könnunin
væri marktæk yrði hún að fara fram
á minnst þremur dögum til að fa ein-
hverja heildarmynd af hlustim.
í öðm lagi er mjög vafasamt að
búa til svo viðamikla könnun og
byggja hana á svörum aðeins 486
manna. Ég myndi telja það allt of
lágt hlutfall í svo viðamikilli könn-
un.
í þriðja lagi er vitað mál að yngra
fólk er meira út og suður á þessum
árstíma heldur en eldra fólk. Hugs-
anlega gæti það haft áhrif á útkomu
rásar eitt. Auk þess sem að fraihan
er upptalið er munurinn á prósentu-
stigum milli útvarpshlustunar á
stöðvunum svo lítill að það getur
tæplegast talist marktækt.
Eg vil því segja að ég sem útvarps-
hlustandi og mikill áhugaraaður um
útvarp get ekki viðurkennt þessa
könnun.
gfgl®!
þetta fyrirtæki yrði lagt niður sem
tyrst.“
„Þjónusta"
Brfreiðaeft-
iriitsins
Bifreiðarstjóri hringdi:
Ég hringi út af þessari svoköll-
uðu þjónustu hjá Bifreiðaeftirlit-
inu sem er fyrir rteðan allar hellur.
Ég átti pöntuð númer á bílinn
minn fyrir viku og mér var tjáð
að þau yrðu til á fóstudag. Svo
hrindgi ég á föstudagsmorgun og
bað um samband við einhvem sem
hefði með númerin að gera og
gæti sagt mér hvort þau væru til-
búin. Símastúlkan svaraði því til
að það væri svo mikið að gera að
ómögulegt væri að ná í neinn og
hún hreinlega neitaði að gefa mér
samband við einhvem. Hún spurði
svo hvort ég gæti ekki hringt svo-
lítið seinna. Gerði ég það og bað
þá um að fá tala við forráðamenn
fyrirtækisins og mér var neitað á
þeirri forsendu að þeir væm ekki
við. Bað ég þá um að fá að tala
við einhverja menn sem kæmu
næstir yfirmönnunum og hún svar-
aði því til að það væri enginn sem
svaraði fyrir þeirra hönd.
Öll mín viðskipti við eftirlitið
vom neikvæð og ekki fékk ég
númerin. Ég fordæmi þessa þjón-
ustu og það væri mér fagnaðarefni
að þetta fyrirtæki yrði lagt niður
sem fyrst.
Einn reiður skrifar:
Ég er orðinn alveg æfur út í þessa
fjórhjóladellu. Hvers vegna þurfa ís-
lendingar alltaf að haga sér eins og
smáböm sem komast í nýtt leikfang?
Fjórhjólin em bókstaflega vaðandi
upp um alla veggi, já, jafnvel á rólu-
vellinum vestur á Granda em hjólin
spænandi upp þá litlu grasrót sem
vélhjólin hafa skilið eftir.
Það var mál til komið að setja tolla
á þessi farartæki, það var bara heldur
seint gert, skaðinn er þegar skeður.
Hringið í síma 27022
rmlli kl.13 og 15,
eða skrifið
Tígrisdýrið frá Montana
LOUIS MASTERSON
Betri sjoppu
bókmenntir
Sjoppufari skrifar:
Ég vil gjaman koma á framfæri þökkum til þeirra
útgáfna sem á síðustu mánuðum hafa bætt til
muna sjoppubókmenntir landans.
Til skamms tíma var eingöngu hægt að fá örfáa
titla afþreyingarbóka í sjoppum. Oft vom þetta
leiðindabækur eins og til dæmis ísfólkið sem mér
finnast fyrir neðan allar hellur. Morgan Kane er
búinn að vera lengi á markaðnum og orðinn held-
ur þreyttur.
Það er erfitt að skilja hvers vegna útgefendur
hafa tekið það allra lélegasta frá frændum okkar
Norðmönnum og þýtt og gefið út á íslandi. Það
vita allir sem vilja að sjoppubækur á Norðurlönd-
um og víðar í Evrópu geta verið alveg ágætar þótt
auðvitað slæðist alltaf rusl með.
Það virðist eitthvað vera að rofa til í
efhum á íslandi og að undanfömu hafa verið gefr
ir út alveg ágætir krimmar og piýðilegar bók-
menntir aðrar í kiljuformi og víða er hægt að
nálgast þessar bækur f sjoppum.
Það virðist hins vegar vera svo að sumir sjoppu-
eigendur séu eitthvað hræddir við að bjóða
vasabrotsbækur til sölu. Alltof fáar sjoppur hafa
sérstaka rekka fyrir bækur þar sem viðskiptavinur-
inn getur valið á milli titla. Yfirleitt liggja
bækumar úti í homi eða innan um sælgæti eða
að kápan er lírad á gluggann.
Það er höföðatriði að maður geti séð bækumar
og helst handleikið þær til að finna þykkt þeirra
og „þyngd“. Bækur sem liggja ffamrni til sýnis og
skoðunar eru mun líklegri til að seljast en þær sem
em ekki í seilíngarfjarlægð. Maður er alltaf hik-
andi við að biðja afgreiðsluna að leyfa sér að sjá
einhverja bók.
Það er aldrei að vita nema að það sé klámbók
og þó þær séu ágætar inni á milli vill enginn verða
uppvís að því að handfjatla slíkar bækur þó að
fyrir misskilning sé.