Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1987, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987. Iþróttir • Ólafsfirðingarnir í Leiftri gera harða hríð að marki Fram i leik liðanna í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á dögunum. DV-mynd G. Bender Árangur Leifturs frá Ólafsfirði hefur komið verulega á óvart í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. í dag er liðið í efsta sæti deildarinnar og á einn leik til góða gegn Vestmannaeyingum sem var frestað vegna þess að ekki var flugfært til Eyja. Frammistaða Leifturs verður enn giæsilegri ef haft er í huga að liðið kom upp úr þriðju deild á síðasta keppnistímabili. Áhugi bæjarbúa kom bersýnilega í ljós á dögunum þegar Leiftur mætti Fram í 8-liða úrslitum Bikarkeppni Knattspyrnusambands íslands en á leikinn mættu 700 áhorfendur en á Ólafsfirði búa alls um 1150 íbúar. Mikill áhugi var á staðnum fyrir þessum umrædda leik og varla rætt um annað manna í milli nokkrum dögum fyrir leik. Það er ekki á hverjum degi sem bæjarbúar fá sjálfa íslandsmeistarana í heimsókn. DV-menn fóru norður á ÓlafsQörð til að fylgjast með leiknum og til að fræðast enn meira um þennan uppgang knattspyrnunnar og góða frammistöðu Leifturs í 2. deildinni, snerum við okkur til tveggja manna sem eru vel kunnugir þessum málum. -JKS „Stuðningur bæjarbúa oj fyrírtækja ómetanlegur1 - segir Þorsteinn Þorvaldsson formaður knattspymudeildar Leifturs á Ólafsfirði „Auðvitað er ég í sjöunda himni með árangur okkar manna í deild- inni það sem af er keppnistímabilinu. Okkar takmark fyrir mótið var halda sér í deildinni enda við nýliðar en við komum upp úr þriðju deild- inni á síðasta keppnistímabili. Það gefur samt auga leið að gott gengi er góð auglýsing fyrir bæinn okkar. Annars er mjög erfitt að segja til um hveijir sigra í deildinni í ár. Mörg lið koma til með að blanda sér í þá baráttu og erum við staðráðnir í að vera með í þeim mikla slag sem fram- undan er,“ sagði Þorsteinn Þor- valdsson, formaður knattspymu- deildar Leifurs, í viðtali við DV á dögunum. Þorsteinn Þorvaldsson er fæddur Ólafsfirðingur og er sparisjóðsstjóri á staðnum. Hann tók við stöðu spari- sjóðsstjóra 25 ára gamall og var þá yngsti maðurinn sem gengdi slíkri stöðu á landinu. Þorsteinn lék í mörg ár með liði Léifturs en lagði skóna á hilluna á síðasta ári. „Vörum við of mikilli bjart- sýni“ „Margir sigrar okkar í deildinni fram að þessu hafa verið sannfær- andi og þá sérstaklega á heimavelli en þar höfum við halað flest okkar stig inn. Á útivöllum hefur baráttan verið gífurleg og ég er á því að með smáheppni værum við búnir að vinna fleiri sigra þar. Annars vil ég fyrir alla muni vara við of mikilli bjartsýni. Mótið er aðeins rúmlega hálfnað og enn töluvert langt í land“. „Stuðningur bæjarbúa og fyr- irtækja ómetanlegur" „Skilningur bæjarbúa og fyrir- tækja á íþróttamálum á staðnum er ómetanlegur. Þeir eru ósparir að koma til hjálpar þegar eitthvað stendur til. Þeir hafa flykkst á heimaleiki okkar í sumar og verið • Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Leifturs á Ólafs- firði. DV-mynd G. Bender okkur mikill stuðningur. Ekki má gleyma þætti sjómannsins hér á Ól- afsfirði. Nýlega tóku áhafnir skip- anna sig saman og gáfu okkur upptökutæki sem gerir okkur kleyft að taka alla leiki okkar upp á mynd- band. Síðan setjumst við niður eftir leikina og fórum yfir það sem betur má fara. Þetta tæki kemur í góðar þarfir og eiga áhafnimar mikið lof skilið fyrir gjöfina." „Æfingaferðin til Englands skilaði árangri“ „S.l vor hófum við undirbúning fyrir keppnistímabilið með æfinga- ferð til Englands og æfðum tvisvar á dag. Sú ferð hefur ótvírætt skilað góðum árangri. Við lékum þijá leiki í förinni, unnum tvo leiki og einn tapaðist. Sigruðum meðal annars lið Cambridge og Colchester. Þama úti vom strákamir saman frá morgni til kvölds og skapaðist góður andi í kringum liðið sem er að skila sér í dag.“ „Bygging grasvallar ákveðin“ „I dag spilum við okkar heimaleiki á malarvelli en ákveðið er að ráðast í byggingu grasvallar á hausti kom- andi. Okkur hefur verið úthlutað svæði sunnan við malarvöllinn. Bygging hans verður fjárfrek en eins og ég sagði áður njótum við góðs skilnings bæjarbúa á framkvæmd- unum og einnig er sveitarfélagið tilbúið að koma okkur til hjálpar. Grasvöllur er það sem koma skal og ég er á því að liðið myndi njóta sfn enn frekar við slíkar aðstæður." „Ánægðir með störf Óskars þjálfara" „Við erum mjög ánægðir með störf þjálfara okkar, Óskars Ingimundar- sonar. Hann hefur náð að byggja upp sterkt og skemmtilegt lið og á án efa eftir að ná meiru út úr því. Allflestir leikmenn liðsins eru við nám fyrir sunnan á vetuma og halda hópinn vel saman. Til að mynda æfðu þeir saman, þegar færi gafst, á svæði fyrir utan sundlaugamar í Laugardag." „Fórum upp í 1. deild í innan- húsknattspyrnu“ „Á síðasta Islandsmóti í innan- húsknattspymu komust við upp úr annarri deild í þá fyrstu. Það er mjög góður árangur ef tekið er mið af því að ekkert íþróttahús er hér á Ólafsfirði. Hins vegar hefur okkur verið úthlutað svæði til byggingar og verður vonandi hið fyrsta ráðist í byggingu þess. íþróttahús í fullri stærð yrði staðnum mikil lyftistöng. Það er ekki nokkur spuming,“ sagði Þorsteinn Þorvaldsson að lokum. -JKS • Á Ólafsfirði búa um 1150 manns og áhugi fyrir knattspyrnu á staðnum er gífurlegur og árangur Leifturs eftir þvi góður. DV-mynd G. Bender DV Um síðustu helgi tóku handknattleiks- menn í Gróttu sig til og léku handknattleik látlaust í einn sólarhring og mun það vera íslandsmet. Skipt var í tvö lið og samtals skoruð um sextán hundruð mörk. Tilgang- urinn með öllu saman var að safha fyrir Þýskalandsferð en Gróttumenn munu dvelj- ast í æfingabúðum í Þýskalandi og halda þeir utan 21. ágúst. „Við erum ekki enn búin að fá endanlega tölu en það kæmi mér ekki á óvart þótt upphæðin sera safnaðist væri í kringum fimmtíu þúsund. Strákamir ættu því allavega að eiga fyrir aukaboltum og nýjum skóm,“ sagði Björg Ámadóttir, fonnaður stuðningsmannafélags Gróttu, í samtali við DV. • Þreyttir Gróttumenn hvíla sig. Þeir settu um helgina íslandsmet í maraþonhand- knattleik. DV-mynd S Amór heldur uppteknum hætti Kris^án Bemburg, DV, Beigiu; Eins og fram hefur komið í DV meiddist Amór Guðjohnsen á fæti hér heima í sum- arfriinu og hefur hann ekki getað leikið æfingaleiki með Anderlecht fyrr en nú um síðustu helgi. Anderlecht lék þá gegn 2. deildar liðinu Overpelt og sigraði, 4-0. Mikla athygh vakti frábær samleikur Ar- nórs og Krencevic í liði Anderlecht. Þeir náðu greinilega mjög vel saman. Krencen- vic skoraði tvö mörk í leiknum og Amór eitt. Amóri var síðan skipt út af þegar tutt- ugu mínutur voru liðnar af síðari hálfleik enda hefur hann h'tið sem ekkert getað æft síðustu vikumar. Amór varð sem kunnugt er markakóngur í 1. deild belgísku knatt- spyrnunnar í fyrra og virðist því ætla að halda upptekniun hætti þótt ekki sé alltaf mikið mark takandi á æfingaleikjum. Guðmundur lagði upp mark Það er ekki bara Amór Guðjohnsen sem gerir það gott í æfingaleikjum í belgísku knattspymunni þessa dagana. Guðmundur Torfason hefur leikið mjög vel með Winter- slag í leikjum liðsins að undanfömu. Um síðustu helgi lék Winterslag gegn Tonger- en, gamla liðinu hans Magnúasr Bergs, og lauk leiknum með jafiitefli, 1-1. Tongeren náðí forystunni í fyrri hálfleik en í þeim síðari lagði Guðmundur knöttinn fyrir fætur Jannsens sem jafnaði metin. Maraþonviðureign i tennis Tennissnillingamir, Boris Becker frá Vestur-Þýskalandi og Bandaríkjamaðurinn John McEnroe, háðu mikið maraþoneinvígi á tennisvellinum um síðustu helgi. Viður- eign þeirra var liður í Davis Cup keppninni og stóð slagurinn yfir í sex klukkustundir og 39 mínútur. Er þetta einn lengsti tennis- leikur sem frám hefur farið og varð að gera hlé á orrustunni til að gefa þeim félogum kost á því að hvíla sig í miðjum leik. Svo fór að lokum að Boris Becker sigraði og úrslitatölumar em vægast sagt óvenjulégar þegar tennis er annars vegar: 4-6, 15-13, 10-8 og 6-2. Leiðrétting í gær misritaðist, í frásögn af pollamóti Eimskips og KSt föðumafh eins piltanna sera þátt tóku í mótinu. Um var að ræða piltinn sem valínn var besti markvörður b-Hða. Hann heitir Leon Pétursson og leikur með Akranesi. Azinger kominn i tæpar 24 millj. Bandaríkjamaðurinn, Paul Azinger, sem var mjög nálægt því að sigra á British Open á dögunum í golfinu, hefur þénað vel á þessu ári og nema tekjur hans nú um 24 milljónum króna. Azinger er því tekjuhæstur á „Am- eríkutúmum“ en næstur á listanum er Scott Simpson með um 18 milljónir. • I „Evróputúmum“ er Bretinn Ian Wo- osman en hann hefur það sem af er þessu ári unnið sér inn um 10,5 milljónir króna. I öðm sætinu er Nick Paldo, sem á dögunum vann British Open, með um 9 milljónir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.