Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Síða 7
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. 7 Fréttir . ■; :y.. ■ ■■■ V.::- ; • : Anægður með aðsoknina - segir Gísli AHreðsson þjóðleikhússtjóri - Hvaða reglur eru notaðar við val á verkum sem eru færð upp á svið i Þjóðleikhúsinu? Það eru engar beinar reglur til um það. Þjóðleikhúsið hefur viss- um skyldum að gegna við verk- efnaval. Því ber skylda til að velja bæði innlend og erlend leikhús- verk, eldri og nýrri verk, dramatísk verk, balletta, söngleiki, óperur, barnaleikrit, klassísk leikhúsverk og svo mætti áfram telja. Fyrir utan þetta spila margir þættir inn í og val á einu verkefni getur þýtt það að hætta verður við eitthvert ann- að verk. Það koma ótal margir þættir til álita. Hér er starfandi sérstök leikritavalsnefnd sem gerir tillögur um hvaða leikrit verða valin til sýninga og einnig hef ég ráðunauta mér við hlið til að velja óperur og balletta. Ég legg síðan tillögurnar fyrir þjóðleikhúsráð til staðfestingar en það hefur ekki komið fyrir síðan ég tók við starfi leikhússtjóra að ráðið hafi hafnað einhverju verki. - Hvernig hefur aðsókn að Þjóð- leikhúsinu verið í vetur? Það hafa verið slegin öll met í sölu áskriftarkorta og salan jókst um 25% í ár miðað við í fyrra. Þá hafði hún aukist frá árinu áður um 20%. Alls seldust í haust 2.439 að- gangskort en meðaltal undanfar- inna ára er nálægt 1.600 kort á ári. Þessi aukning í sölu aðgangskorta skiptir Þjóðleikhúsið gífurlega miklu máli og það er ekki annað hægt að segja en að fólk hafi sýnt verkefnavali þessa vetrar mikinn áhuga og veriö spennt fyrir því sem við höfum verið að gera. Það sem af er vetri hafa um 12.000 manns sótt sýningar í Þjóðleik- húsinu og er það sama aðsókn og var á sama tíma í fyrra. Þannig að það hafa engar breytingar orðið á milli ára aö því leyti. - Nú hafa sýningar gengið misjafn- lega og sýningum á Rómúlusi mikla hefur verið hætt. Voru það mistök að taka þetta verk til sýningar? Rómúlus mikli var frumsýndur 19. september síðastliðinn en þetta verk var í raun tilbúið til sýninga i fyrra þó sýningar hæfust ekki fyrr en í haust. Það voru alls 11 sýningar á Rómúlusi, þar af voru aðgangskortin í gildi á fyrstu 9 sýn- ingunum en sýningum lauk 24. október. AIls sóttu 3.533 sýningar á Rómúlusi, þar af voru 2.439 leik- húsgestir með aðgangskort þannig að 1.094 miðar voru seldir í beinni sölu. Rómúlus mikli er svokallað nýklassískt verk og þetta var með- aldýr uppfærsla, þar tóku 15 leikar- ar þátt og aðsóknin var í lægri kantinum. Þetta verk sáu að meðal- tali rúmlega 320 manns. Það má alltaf búast við þvi að einhverjar sýningar nái ekki hylli áhorfenda og nái sér þar með ekki á strik. Til dæmis voru mjög skiptar skoðanir um það hvernig þessi sýning var en það voru margir sem hældu henni og fóru um hana lofsamleg- um orðum. - Nú ganga þær sögur að aðsókn að Brúðarmyndinni sé ekki góð og að það hafi verið hægt að fá miða keypta á frumsýninguna. Er það rétt? Þetta er vitleysa, alrangt. Þetta stykki hefur gengið mjög vel og það var gersamlega uppselt á frumsýn- inguna. Hins vegar hefur verið hægt að fá keypta miða á efri svöl- um á síðari sýningar en það er vegna þess að fólk kaupir yfirleitt ekki miða á leikverk upp á það að þurfa að sitja á efri svölum. Á slík verk seljast yfirleitt aðeins miðar í sal og á neðri svölum. Þjóðleikhúsið tekur alls 661 mann í sæti og í sal og á neðri svölum eru tæplega 530 sæti. Á þær fimm sýn- ingar, sem fram hafa farið á Brúðarmyndinni, hafa komið 2.239 gestir eða tæplega 450 manns á hveija sýningu en það er vel viðun- andi. Þetta hafa allt verið mjög góðar sýningar og aðsóknin hefur ekki farið undir 420 manns en venj- an er að á fyrstu sýningarnar komi 320 manns með aðgangskort og á bilinu 100 til 160 manns sem kaupa aðgöngumiða beint. Við teljum það mjög gott þegar salurinn er nær fullur og neðri svalir eru hálfsetn- ar. - Þegar ákveðið er að hætta sýn- ingum, hvenær eru þær ákvarðanir teknar og við hvað er miðað? Þegar við seljum miða á sýning- arnar seljum við miða fram í tímann, eða eins og nú. þá seljum við miða fram í byrjun desember, en þá lýkur sýningum í bili. Þegar DV-yfirheyrsla Texti: Ólafur Jóhannsson Myndir: Gunnar V. Andrésson við ákváðum að hætta með Rómú- lus sáum við að of lítið að okkar mati haíði selst á 10. og 11. sýningu en það eru fyrstu sýningarnar þar sem allir aðgöngumiðarnir eru seldir beinni sölu. Aðgangskort gilda aðeins fyrstu níu sýningarn- ar. 10. sýninguna sóttu tæplega 200 manns og á ll._og síðustu sýning- una komu um 400 gestir. Það er hins vegar allt í lagi að sýna verk fyrir 200 áhorfendum, okkur fer ekki að svíða verulega fyrr en að- sóknin er komin niður fyrir 100 manns á sýningu. Við verðum að draga mörkin einhvers staðar og höfum það til viðmiðunar að við náum inn fyrir kvöldkostnaðinum, það er reksturskostnaði sýningar- innar. Við erum alls ekki að hætta með Brúðarmyndina, við höfum ákveð- ið 13 eða 14 sýningar fram til jóla og ég vona að verkið verði sýnt áfram eftir jól. Það verður líka að hafa það í huga að höfundur Brúð- armyndarinnar, Guðmundur Steinsson, er það innlenda leikrita- skáld sem dregið hefur fiesta áhorfendur inn á leiksýningar og má þar nefna verkin Sólarferð og Stundarfrið sem hlutu bæði metað- sókn. Verk Guðmundar hafa stundum verið umdeild en jafnan vakið mikla athygli. - Hefur leikritið Bílaverkstæði Badda, sem sýnt er á Litla sviðinu, náð til áhorfenda? Það eru tíu sýningar búnar af Bílaverkstæðinu og það hefur verið uppselt á þær allar. Þá er uppselt á þær 30 sýningar sem áformaðar eru fram að jólahléi. Verkið er flutt á litla sviðinu og vegna þess að þar er í raun sett upp sérstakt bílaverk- stæði þá tekur salurinn færri áhorfendur en venjulega eða að- eins 77 í stað 120. Ég get nefnt þaö að þegar viö sáum hvílíkur áhugi var fyrir Bílaverkstæði Badda þá tókst okkur að finna tíma fyrir tvær sýningar til viðbótar þeim sem ákveðnar höfðu verið. Það seldust upp allir miðar á þessar sýningar á fyrstu 20 mínútunum sem miðarnir voru í sölu. Þá hefur mjög mikið verið pantað á þessa sýningu eftir áramótin. - Hafa fleiri leikverk verið í gangi hjá vkkur i vetur? Við sýndum ballettverkið Ég dansa fyrir þig 28 sinnum alls fyrir fullu húsi en urðum að hætta sýn- ingum í haust vegna þess að erlendu dansararnir þurftu að snúa sér að öðrum verkefnum. Þeir eru fastráðnir við óperuna í Köln í Þýskalandi og þurftu að hverfa til starfa sinna þar. Þá tókum við upp sýningar á leik- ritinu Yermu, sem við sýndum í fyrra. og við reiknum með að sýna það fram til jólahlés. Þetta er spánskt klassískt verk og merkilegt að flestra dómi. Jólaleikrit Þjóðleikhússins að þessu sinni verður söngleikurinn Vesalingarnir en þessi söngleikur er byggöur á frægri skáldsögu Viktors Hugo. Þetta verk hefur far- ið sigurfór um hinn vestræna heim og verið sýnt í öllum enskumæl- andi löndum við metaðsókn. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Vesalingarnir eru sýndir utan en- skumælandi lands. I aðalhlutverk- um í þessum söngleik verða helstu söngvarar okkar á þessu sviði, Eg- ill Olafsson, Edda Heiðrún Bach- mann og fleiri. Þegar á heildina er litið er ég ánægður með aðsóknina aö Þjóð- leikhúsinu og leikhúsaðsókn ís- lendinga er sú langmesta í heiminum ef miðað er við höföa- tölu. Hér er ótrúlega jákvæð þróun í leikhúslífi og það virðist vera sama þó að framboð á sýningum stóraukist, aðsóknin eykst jafnt og þétt. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.