Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Síða 19
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987.
Marguerite Duras.
stefnan hafði ráðið öllu í heimspeki-
legri hugsun. Leikskáld, á borð við
Beckett, Ionesco, Pinter og nú síðast
Stoppard, hafa markvisst unnið að
því að sanna yfirburði aðstæðna yfir
tungumálinu sem flutningsmiðli fyr-
ir hugsanir. Le Shaga er gott innlegg
í þessa stefnu því ein persónan mæl-
ir ekki skiljanlegt orð en hefur þó
skemmtilegasta talandann.
Marguerite Duras
Marguerite Duras hefur komið
víða við. Hún skrifar leikrit, skáld-
sögur og kvikmyndahandrit en er að
líkindum einna þekktust fyrir hand-
rit sitt að kvikmyndinni Hiroshima,
mon amour, sem var leikstýrt af Ala-
in Resnais 1959.
í fyrra kom út íslensk þýðing á
skáldsögu hennar, Elskhuganum,
sem hefur selst í geysimiklum upp-
lögum viöa um heim hin síðari ár en
fór hljótt hér á landi af einhverjum
ástæðum.
Hún er fædd í Indókína, nánar til-
tekið í Gia-dihn, árið 1914. Hún lagði
stund á nám í stærð- og stjórnmála-
fræði en tók síðan til við skriftir.
AUmargar skáldsögur hennar hafa
verið kvikmyndaðar, þar á meðal
Moderato Cantabile, sem Peter
Brook leikstýrði 1960, og Hiroshima,
mon amour, eins og fyrr segir, 1959.
Nýjasta skáldsaga Duras er Emily
L. sem tileinkuð er skáldkonunni
Emily Dickinson. Hún er nýkomin
út.
Le Shaga
Shaga er ekki meðal þekktustu
verka Duras. Leikritið er þó skrambi
gott, samtölin eru meinfyndin og
bjóða upp á mikla möguleika til túlk-
unar.
Líkt og í öðrum verkum Duras
gætir áhrifa frá hennar eigin ævi,
enda hefur hún margsinnis lýst því
yfir að í verkum sínum sé hún fyrst
og fremst að skrifa um eigin ævi. B,
þeirri sem talar Shaga, er í upphafi
verksins lýst sem kambódískri í út-
liti. Shaga gæti því verið tungumál
frá þeim slóðum, enda Duras fædd
þar og uppalin. Það væri þó fullmik-
il einfóldun að ætla að B sé einhvers
konar sjálfsmynd af Duras; til þess
er leikritið alltof altækt; það er ekki
bara Duras sem á erfitt með að tjá
hugsanir sínar í orðum.
Verk Duras hafa ávallt einkennst
af tilhneigingunni til að komast að
kjama mannlegra samskipta. Shaga
er þar engin undantekning; persón-
urnar ná saman þrátt fyrir misjafnt
tungutak, enda er hugsunin áþekk.
Um leikhópinn
La Compagnie Nicollet var stofnað-
ur 1973 í kringum verkið Fatrasies
eftir Michel Nicollet, aðalleikara
hópsins. Siðan þá hefur hópurinn
sett á svið fimm leikrit, flest eftir
Nicollet sjálfan.
1985 var þó sett upp leikritið
Draugalestin (Le train des fantomes)
eftir David Guerdon og var það sýnt
á leiklistarhátíðinni í Avignon í
fyrra. Nýjasta uppfærsla hópsins er
svo Shaga, leikritið sem sýnt verður
í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 8.
nóvember kl. 20.30.
-PLP
19
Aukin Þjónusta
Bakarí hefur opnað nýtt útibú í
Furugrund 3, Kópavogi
Við munum kappkosta að bjóða ávallt
nýtt og ferskt brauð, kökur og annað góðgæti.
• Semfyrrbjóðum
við okkar vinsæla
ÍSúríshominu.
• Allt gos og öl er
afgreittbeintúr
kæliogsvohöf-
um við alltaf
klakabeintúr
klakavélinni.
• Vömmvaiið er
ótrúlegt og hill-
umar svigna
undan sælgæt-
inu.
• Aukavaktiralla
laugardagavegna
• Síðast en ekki síst
VIDEOLEIGAN
hefuraðgeyma
yfir 2000 myndir.
Við leggjum ríka
áherslu á að fá nýút-
gefnar myndir strax.
Sölutum - ísbúð - videoleiga - bakarí
Fumgrund 3 - KÖpavogi - Sími 418 17.
Opið alla daga kl. 9-2 3.30.
T.d. vorum við að fá
frá: