Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Side 25
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987.
25
Veröld vísindanna
Nýtt kapphlaup hjá rafemdafyrirtækjum:
Ljósmyndavélar án filmu
almenningseign eftir fá ár
NASA hefur mikla
leit að geimverum
Leitin aö lífi á öörum hnöttum er
annaö og meira en leikaraskapur. í
þaö minnsta er stjóm NASA, banda-
rísku geimferðamiöstöðvarinnar, á
ööm máli því hún hefur beðið Qár-
veitingavaldiö þar vestra um 4
milljarða króna til að hraöa leitinni.
Enn hefur ekkert fundist sem
bendir til aö líf sé á öðrum hnöttum
hvað þá aö þar hafist viö viti bornar
verur. En nú er vaxandi áhugi á
málinu innan NASA og ef fjárveiting
fæst er allt til reiðu þar á bæ til að
taka þátt í leitinni og það meö nýjum
aðferðum.
Sumir halda því reyndar fram að
ekki þurti að leita langt því framandi
verur hafi þegar heimsótt jörðina
enda sé nú boðið upp á sálfræðiþjón-
ustu í New York fyrir þá sem hafa
haft náin kynni af geimverum.
Hjá NASA er því þó trúað að fyrstu
kynnin, ef að þeim kemur, verði um
fjarskipti af einhverju tagi. Þegar er
búið að senda boð út í geiminn frá
jörðinni um gáfur þeirra sem hér
búa. Árið 1957 var þætti Eds Sullivan
með Elvis Presley sem aðalgesti sjón-
varpað út í geiminn. Þessi þáttur er
nú kominn í meira en 30 ljósára fjar-
lægð en ekkert hefur heyrst af
viðbrögðum.
Ekki stendur til að senda út fleiri
boð af þessu tagi heldur á eingöngu
að hlusta eftir boðum. Helsti vandinn
við það er að ekki er vitað á hvaða
tíðni verur úti í geimnum senda boð
sín. í leit NASA á að hlusta á tíðni
sem spannar 9 milljarða riða. Áður
hefur ekki verið hægt að spanna svo
vítt svið. Þeir sem gagnrýnt hafa
áætlunina segja þó þetta hvergi
nærri nógu vítt svið.
Menn eru þó sammála um að þetta
megi reyna og það er nýtt að NASA
ráðgeri að taka þátt í leit af þessu
tagi af fullum hug. Hingað til hafa
menn þar ekki getað nefnt leit að lífi
á öðrum hnöttum kinnroðalaust því
það hefur aðeins verið talið viðfangs-
efni furðufugla. Nú hafa vísinda-
mennirnir slegist í hópinn.
Við hverju má búast frá verum úti
geimnum?
Vasasjónvarp
Framleiðendur sjónvarpstækja eru
stöðugt að færa sig upp á skaftiö. Nú
er vasasjónvarp komið á markaðinn.
Það er með þriggja tommu litaskjá
og hægt er að brjóta það saman.
Án rafhlaða vegur það aðeins um
í meira en öld hafa aðferðir við
töku ljósmynda ekki breyst í aðalat-
riðum. Fyrst voru notaðar ljósnæm-
ar plötur og síðar komu filmurnar,
sem allir þekkja, á markaðinn. Hug-
myndin er í aðalatriðum sú sama
þótt útfærslan hafi þróast í tímans
rás.
Síðustu mánuði hafa nokkur fyrir-
tæki bæði í Bandaríkjunum og Japan
kynnt nýjar aðferðir við töku kyrr-
mynda. Þær eiga það sameiginlegt
að engar filmur eru notaðar því um
er að ræða rafeindabúnað sem í aðal-
atriðum er eins og sá sem notaður
er við töku myndbanda. Ljósinu, sem
berst inn um linsu vélarinnar, er
breytt í rafboð og myndirnar geymd-
ar þannig.
Myndirnar eru þó ekki teknar upp
á bönd heldur diska sem eru sam-
bærilegir þeim sem notaðir eru í
tölvur. Myndir, sem teknar eru á
þessa diska, er hægt að sýna á sjón-.
varpsskjá eða prenta þær á pappír í
þar til gerðum prenturum.
Þessar myndir eru enn ekki jafn-
A einum
seguldiski er hægt
að koma fyrir fimmtíu
myndum með hinni nýju tækni.
góðar og hefðbundnar ljósmyndir því
þær eru hvergi nærri eins skarpar
en framleiðendurnir segja að ekki
líði áratugur þar til því marki verði
náö.
Þá er það einnig galli á gjöf Njarðar
að búnaðurinn til að taka og vinna
myndir af þessari gerð er enn mjög
dýr og mun dýrari en hefðbundin
tæki til ljósmyndatöku. En það er
hægt að taka boðlegar myndir með
þessari tækni og búast má við að á
næstu árum keppist framleiðendur
við að þróa svo ódýrar útgáfur að
þær geti orðið almenningseign.
Nú þegar hefur Kodak, risinn í ljós-
myndaiðnaðinum, kynnt sína útgáfu
af þessari myndavél. Hún er fyrst og
fremst ætluð atvinnumönnum. Sam-
bærilegar vélar eru einnig í boði hjá
Sony, Canon og Konica. Þær kosta
hátt í 200 þúsund krónur.
Þá hefur Casio boðað að í desember
komi- frá fyrirtækinu sambærileg
myndavél en mun ódýrari. Hún er
ætluð til almennra nota og á aö kosta
um 40 þúsund krónur. Hjá Sony er
sagt að ár líði þar til þannig vél kem-
ur á markaðinn.
Yfirleitt rúmast um 50 myndir á
hverjum diski. Þær eru geymdar sem
punktar og samanstendur hver
mynd tekin með þessari nýju aðferð
af um 380 þúsund punktum. Til sam-
anburðar eru um 20 milljón punktar
í algengri gerð af ljósmyndafilmu.
Helsti vandinn við þróun véla af nýju
gerðinni er því sá að rúmið á segul-
diskunum er of takmarkað til að
koma góðum myndum fyrir þar.
Þegar þessar myndir eru sýndar á
sjónvarpsskjá eru þær álíka skarpar
og aðrar sjónvarpsmyndir en þegar
búið er að prenta þær á pappír kem-
ur munurinn í ljós og myndirnar
reynast óskýrari en hefðbundnar
myndir.
Fyrirtækin, sem vinna að þróun
þcssarar nýju myndavélar, bjóða
einnig upp á prentara fyrir þær. Þeir
eru nokkru dýrari en vélarnar og
kosta ekki undir 200 þúsundum. Þeir
geta skilað frá sér nýrri mynd á
tveggja nínútna fresti
Kalltæki fyrir
þungaðar konur
Heilbrigðisyfirvöld í Malmö í Svíþjóð
hafa undanfarið lagt þunguðum kon-
um og eiginmönnum þeirra til kall-
tæki eins og þau sem læknar nota
svo hjónin geti haft samband sín á
milli síðustu vikur meðgöngutímans.
Þegar fæðingu ber brátt að vinnst
oft ekki tími til að láta eiginmanninn
vita þannig að hann kemst ekki á
fæðingardeildina í tíma. Með kall-
tækinu er hægt að hafa samband við
hann vafningalaust þótt hann sé ekki
staddur nærri síma.
Þetta á einnig að auka öryggi kon-
unnar síöustu vikurnar fyrir fæðing-
una. Þaö er símstöðin í Malmö sem
leggur tækin til.
hálft kíló og framleiðendurnir segja
að ljómandi gott sé að hafa það með
á völlinn. Þá er hægt að horfa á beina
útsendingu og lýsingu á leiknum og
sjá valin atriði endurtekin.
Gönguvél stúdentanna i Louisiana
Rafknúin
gönguvél
Verkfræðistúdentar við háskólann
í Louisiana hafa fundið upp nýja
gönguvél fyrir lamaða. Hugmyndin
er einfóld. Sá sem notar vélina kveik-
ir á litlum mótor við hvert skref en
mótorinn sér um að færa fótinn fram.
Fyrri gönguvélar hafa byggt á
ílóknum rafeindabúnaði og hafa
aldrei reynst eins vel og til hefur
staðið. Nýja vélin er enn á tilrauna-
stigi en þykir lofa góðu.
Nýja flugvélin er gerð úr kolefnistrefjum.
Ný herflugvél
I Bandaríkjunum hefur verið hönn-
uð ný gerð af flugvél úr kolefnistrefj-
um. Hún er mjög létt og getur borið
hluti sem eru jafnþungir henni
sjálfri. Kolefnistrefjarnar gera hana
sterkari en ef hún væri gerð úr öðr-
um jafnþungum efnum.
Vélin er fjarstýrð. Hugmyndin að
henni hefur verið seld bandarískum
hernaðaryfirvöldum sem gætu notað
hana til njósna og jafnvel til að bera
eldflaugar.