Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Page 35
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987.
47
HerfogmnafWindsor
vM verða forseti
Nú er komið upp út dúrnum að
hertoginn af Windsor bauöst til að
taka að sér að verða fyrsti forseti
lýðveldis á Englandi er konungdæm-
ið yrði lagt niður. Hertoginn afsalaði
sér konungdómi áriö 1936 til að geta
gengið að eiga Wallis Simson. Áður
bar hann titilinn Játvarður konung-
ur VIII.
Þetta kemur fram í ævisögu Georgs
VI. sem tók við konungdómi af Ját-
varði. Hertoginn á að hafa látið þessi
orð falla í viðtali við dagblaðið Lon-
don Daily Herald árið 1937. Hann var
þá sestur að í París og ræddi við
fréttaritara blaðsins þar. í viðtalinu
sagðist hann tilbúinn til að gegna
embætti forseta ef sósíalistastjórnin,
sem þá sat, ákvæði að leggja konung-
dæmið niður.
Þetta viðtal birtist aldrei því sendi-
herra Breta ,í París frétti af málinu
og tókst að telja blaðið á að birta
ekki viðtalið.
Farmer, Gillespi, Marsalis og Terry: gamlar kempur úr jassinum.
Hvert mannsbam þekkti Louis
Armstrong og enn í dag er hann lof-
aður fyrir leik sinn. Það er alkunna
að hann var snillingur í trompetleik
en færri vissu að hann var líka mikil-
virkur safnari og átti þegar hann lést
mikið safn af plötum, myndum og
bréfum sem á einn eða annan hátt
tengjast sögu jassins.
Nú þegar liðin eru 16 ár frá andláti
meistarans hefur verið ákveðið að
gefa Queens háskólanum í New York
þetta mikla safn. Háskólinn hélt jass-
hátíð þegar tekið var við gjöfmni og
bauð nokkrum stórmennum jassins
til leiks af því tilefni.
Til hátíðarinnar komu m.a. Dexter
Gordon, Wynton Marsalis, Dizzy Gil-
lespie, Art Farmer og Clark Terry.
„Hann átti engan sinn líka,“ sagði
Marsalis um hinn látna meistara og
bætti við: „Ef jassinn væri íljót þá
væri Luise Armstrong upptökin.“
Ekkja Johns Wayne skrifar ævisögu:
Wayne þrjóskur og sjálfselskur
Pilar Wayne, ekkja kúrekastjörn-
unnar Johns Wayne, hefur skrifað
bók um ævi þeirra og samlíf og dreg-
ur þar ekkert undan. Þrátt fyrir
hreinskilnina segja þeir sem lesið
hafa að Pilar hafi hér öðru fremur
fest fallega ástarsögu á blað.
Bandaríska vikuritið National En-
quirer greiddi henni 2 milljónir
króna fyrir að birta kafla úr bókinni
og mun þess utan standa fyrir kynn-
ingu á henni í 20 borgum vestra.
Pilar fer fögrun orðum um mann
sinn í bókinni en viðurkennir í leið-
inni að hann hafi á stundum verið
þrjóskur og sjálfselskur og hann hafi
ekki kunnað að fara með peninga.
Pilar upplýsir einnig að hún hafi
látið eyða fóstri á 6. áratugnum eftir
ástarævintýri með kappanum. Hann
var þá enn kvæntur annarri konu
sinni. Pilar segir aö hún hafi gert
þetta til að skaða ekki mannorð leik-
arans. Eftir þetta skildi John við
konu sína og gekk að eiga Pilar. Þau
bjuggu saman eftir það allt til þess
að John lést árið 1979.
John Wayne kunni ekki að fara með
peninga.
Pavarotti
50kílóuin
léttari
„Ég lærði að meta hestamennsku og útreiðar fyrir sex eða
sjö árum,“ segir stórtenórinn Luciano Pavarotti „en ég
varð að hætta vegna þess að fæturnir þoldu þaö ekki og
því síður hrossin."
En nú er Pavarotti kominn á bak á ný eftir að hafa farið
í alvarlega megrun. Honum tókst að létta sig um næstum
50 kíló. Hvað hann var þungur áður vill hann þó ekki segja
og ekki heldur hvað hann er þungur núna. Hann er enn
þrátt fyrir megrunina þéttur á velli.
„Mér finnst ég vera tíu árum yngri en ég var í fyrra,“
segir hann. „Ég var að sligast undan þunganum."
Pavarotti átti orðið erfitt með að koma fram á sviði og
varð að forðast þau hlutverk sem útheimtu mikla hreyf-
ingu. Nú í mánuðinum kemur hann fram í Metropolitan
óperunni í hlutverki Sígaunahöfðningjans Manrico í II Tro-
vatore eftir Verdi.
„Það er draumur minn að verða svolítið liðugri á sviðinu
en undanfariö og þá sakar ekki að geta hreyft sig utan þess
líka,“ segir Pavarotti.
Pavarotti segist hafa yngst um 10 ár á einu ári.
MARKAÐSTORG
Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö
nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV
lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og
eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný-
komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa
keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir...
ViÖ birtum... Þad ber árangur!
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11.
Opið:
Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00—14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐHD
KREDITKORTAÞJONUSTA
Þú hringir - við birtum og auglýsingin verður færð á kortið.
EUnOCARO