Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Side 42
54 LAUGARDAGUR/7. NÓVEMBER 1987. Ferðamál Eftir Þóruimi Lárusdóttur ÞÓRSMÖRKIN — ein af perlum Islands Lega Þórsmerkur er skýrt afmörk- uð landfræðilega séð. Hún afmarkast að sunnan af Krossá, að austan af Mýrdalsjökli, að norðan af Markar- fljóti og Þröngá og að vestan af Krossá og Markarfljóti. Þórsmörk er hálendishryggur um 15 km á lengd og 2-3 km á breidd. Hún er sundurskorin af gfljum og dalverpum, mismunandi stórum. Austast og sem hæst ber er Mófell, 855 m, síðan Rjúpnafell, 819 m, þá Tindfjöll, 557 m, og vestast er Vala- hnjúkur, 458 m. Fremsti hluti þessa hryggjar heitir Merkurrani og efst á honum eru Eggjar, nokkrir tindar sem setja svip á landslagið. Stærstu dalirnir eru Langidalur, sem er austan undir Valahnjúk, og Húsadalur, sem er norðan undir sama fjalli. Af giljum skulu nefnd Slyppugilin og Endamir, þ.e. Stóri- og Litli-Endi. Gróðursæld er mikil í Þórsmörk, enda skýlt í skjóli jökla og hárra fjalla. Einkum er skýlt sunnan í móti þar sem brekkur og gil eru víð- ast vaxin birkikjarri. Skógur eða kjarr eru einnig norðan í móti, þó aöallega í Húsadal og Hamraskógum þar sem Systumar sjö eru hvað fræg- astar, þó mun ein hríslan vera fallin nú. Flóra Þórsmerkur er mjög fjöl- skrúðug, um 170 tegundir hafa fundist á svæðinu. Á stórum steini sem nefndur hefur verið Jurtasteinn og stendur rétt utan við Skáldagil í Valahnjúk hafa fundist yfir 40 teg- undir. Landnám og búseta Ekki fara margar sögur af byggð í Þórsmörk fyrr á öldum. í Landnámu segir að Ásbjörn Reyrketilsson og Steinfinnur. bróðir hans hafi numið land fyrir ofan Krossá og austan Fljót. Ymis örnefni benda til að þar hafi verið búið einhvern tíma, svo sem Þuríðarstaðir, Húsadalur, Steinfinnsstaðir og fleiri. í Njáls sögu segir frá byggð á þess- um slóðum, Ketill auðgi, sonur Ásbjarnar landnámsmanns í Þórs- mörk, var kvæntur systur Njáls á Berþórshvoli. Ekki er hægt að segja með nokkurri vissu hve lengi var búið í Þórsmörk. Á seinni hluta 12. aldar virðist hún vera í eyði þegar Jón Loftsson býðst til að fara þangað vegna bannfæringarhótunar Þorláks helga biskups vegna kvennamála Jóns. Er greinilegt að Þórsmörkin hefur haft aðdráttarafl fyrir fólk í rómantískum hugleiðingum þá ekki síður en nú. Laust eftir 1800 hófu tveir menn úr Landeyjum búskap í Húsadal, þeir Sæmundur Ögmundsson og Magnús Árnason. Ekki mun búseta þeirra hafa verið löng og ýmsu kennt um, mælt er að húsfreyjurnar hafi kunnað illa Þórsmerkurdvölinni meðal annars sökum myrkfælni. Eitt barn mun hafa fæðst í Húsadal, Árni, sonur Magnúsar, og mun hann vera sá eini sem á þann fæðingarstað á síðari öldum. VERTU VANDLÁTUR - VELDU AMSTERDAM | ........ . ... SÉRTILBOÐ REISUKLÚBBSINS TIL AMSTERDAM ÞRIÐJUDAGUR TIL LAUGARDAGS BROTTFÖR 24. NÓV. HÓTEL VIÐ ALLRA HÆFI BÓKIÐ TÍMANLEGA TAKMARKAÐ SÆTAMAGN 18.200,- Á MANN í TVÍBÝLI FERÐAMIÐSTÖÐIN POLARIS SAGA Aðalstræti9 Kirkjutorgi4 Suðurgötu 7 Sími 2 8133 Sími62 2011 Sími 62 40 40

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.