Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
Fréttir
Jarðgöng í Olafsfjarðarmúla:
<ki hagkvæmur vegur sam-
kvæmt arðsemÉsútreikningum
Samþykkt hefur verið að hefja
gerð jarðganga í Ólafsfjarðarmúla
og er áætlað að verja til þess 530
milljónum króna en göngin verða
3 km á lengd. Þessi tala byggir á
grófri kostnaðaráætlun sem var
gerð síðasta vor. Endanleg kostn-
aðaráætiun liggur fyrir næsta vor,
1988, þegar verkið verður boðið út.
Má búast við að hún boði verulega
hækkun. Samkvæmt mælingum
frá 1981-85 fara um 160 bílar á dag
um þennan veg.
Jarðgöngin, sem eiga að vera
komin í notkun 1991, munu leysa
af hólmi veg fyrir Ólafsfjarðarmúla
sem hefur verið í notkun síðan
1965. Sá vegur hefur þótt erfiður
yfirferðar og mörg slys hafa orðið
á honum. Að meðaltali hafa orðið
2-3 slys og óhöpp á ári undanfarin
10 ár, þar á meðal fjórir látnir og
nokkrir slasaðir.
Ekki hagkvæmur vegur
samkvæmt arðsemisreikn-
ingum
Samkvæmt upplýsingum sem
fengust hjá Hreini Haraldssyni,
jarðfræðingi vegageröarinnar, er
ákvörðun um vegalagninguna ekki
byggð á arðsemissjónarmiðum.
Það eru fyrst og fremst buggða- og
öryggissjónarmið sem hér ráða.
Þegar jarðgangagerðin var sett í
arðsemisútreikninga, sem byggðu
á hreinum stærðum sem nú liggja
fyrir, kom í ljós að á 30 árum mun
vegurinn vera búinn að gefa til
baka 50% af stofnkostnaði. „Venju-
lega er miðað við að vegagerð gefi
5% raunvexti á þessum árafjölda.
Reyndar gefa slitlagsverk 5-15%
arðsemi en það eru mjög arðsamar
aðgeröir," sagði Hreinn.
Samvinna við erlenda
verktaka
Verkið veröur boðið allt út í ein-
um áfanga og má búast við að
margir verktakar, bæði hér innan-
lands og erlendis, verði til að bjóða
í það. Vafasamt er að íslenskir
verktakar bjóði einir í verkið en í
því felst auk jarðganganna sjálfra
vegur að göngunum og forskálar.
Við Blönduvirkjun hefur verið
unnið að svipuðum framkvæmd-
um en þar hefur íslenskur verk-
taki, Ellert Skúlason, unnið í
samvinnu við erlendan verktaka
og stofnað fyrirtækið Krafttak.
Samkvæmt upplýsingum hjá
Tryggva Jónssyni verkfræðingi
hefur fyrirtækið mikinn hug á að
bjóða í jarðgöngin og kvað hann
tæki þau sem notuð hafa verið við
Blöndu henta vel.
Jarðfræðin á hreinu
„Það er búið að kanna flest það
sem lýtur að jarðfræði ganganna
og þetta lítur þokkalega út. Þetta
eru ekki ósvipaðar aðstæður og við
Strákagöng og Blönduvirkjun,“
sagði Hreinn. Göngin eiga að vera
ein akrein og með útskotum á um
160 m millibili. Vörubílar af
stærstu tegund eiga að geta farið í
gegn.
-SMJ
Helgi Hallgrímsson aðstoðarvegamálastjori:
Jarðgöng koma
illa út úr arð-
semismælingum
„Mannvirki eins og jarðgöng eiga
erfitt uppdráttar í arðsemisútreikn-
ingum vegna þess að þau eru dýr og
mælikvarðinn er þannig að hann
tekur ekki tillit til þeirra þátta sem
jarðgöngin eiga að bæta úr,“ sagði
Helgi Hallgrímsson aðstoðarvega-
málastjóri aðspurður um arðsemi
jarðganga í Ólafsfiarðarmúla.
„Það má nefna sem dæmi að veg-
skálar viö Óshlíð, sem kosta tugi
milljóna, geta komið ruglað út í arð-
semismælingum. Dýrar fram-
kvæmdir, sem tryggja vegfarendum
öryggi, eiga erfitt uppdráttar í arð-
semi.“
Helgi sagði að lagning bundins slit-
lags væri hins vegar framkvæmd
sem gæfi mikla arðsemi og þá jafnvel
talað um 20-30% raunvexti á 30 ára
tímabili. Ekki sagði Helgi að þessi
jarðgöng skæru sig úr varðandi arð-
semi því flestar hugmyndir um
jarðgöng sýndu svipaðar tölur. Þó
mætti nefna aö t.d. jarðgöng um
Breiðadalsheiði og Botnsheiði á Vest-
fiörðum, sem hafa verið töluvert til
umfiöllunar, gefa um 50-60% til baka
af stofnkostnaði á 30 árum á meðan
jarðgöngin í Ólafsfiarðarmúla gefa
47% til baka.
Ef tekið er dæmi af brúarmann-
virkjum nefndi Helgi brýr á Vatns-
dalsá og Straumfiarðará sem ná ekki
að skila stofnkostnaði á 20 árum sem
er hinn venjulegi afskriftatími fyrir
almenn mannvirki. Varðandi jarð-
göng er þessi tími 30 ár.
-SMJ
Jarðgöng í Olafsfjarðarmúla:
Fowal auglýst
í næstu viku
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þetta mál stendur þannig hjá okk-
ur að við munum strax um næstu
helgi auglýsa í blöðum forval vegna
þessa verks,“ sagði Jón Birgir Jóns-
son, yfirverkfræðingur hjá Vegagerð
ríkisins, er DV spurði hann hver
væri staða undirbúningsvinnu hjá
Vegagerðinni vegna fyrirhugaðrar
jarðgangagerðar í Ólafsfiarðarmúla.
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi
sínum í vikunni að jarðgangagerð í
Ólafsfiarðarmúlanum skyldi hafin á
næsta vori. Þá á að vinna fyrir um
90 milljónir króna.
Jón Birgir Jónsson sagði að venjan
væri að viðhaía slíkt forval þegar um
meiri háttar verkefni væri að ræða
og sérhæföa vinnu. „Ef það væri ekki
gert myndum við fá mjög mikinn
fiölda tilboða og jafnvel frá fyrirtækj-
um sem ekki eru í stakk búin til að
vinna vérkið," sagði Jón Birgir.
Forvalinu á að vera lokið um miðj-
an janúar. Þá tekur Vegagerð ríkis-
ins ákvörðun um hvaða aðilum
verða send útboðsgögn og gefur tæki-
færi á að bjóða í verkið. I beinu
framhaldi af því er svo áætlað að
samningum við verktaka verði lokið
næsta vor og framkvæmdir hefiist
þá þegar.
Ekkert íslenskt fyrirtæki hefur yfir
að ráða þeim tækjabúnaði sem þarf
til að vinna slíkt verk sem þessi jarð-
gangagerð er. Því má telja víst að
þeir aðilar sem gera tilboð muni
verða erlendir, en í samvinnu við
íslensk fyrirtæki. Talsvert er rætt
um norska fyrirtækiö Jernbeton,
sem vann við jarðgangagerð við
Blönduvirkjun, í þessu sambandi.
Það fyrirtæki er enn með tæki sín
við Blöndu og er talið að það tengist
væntanlegu útboði á göngunum í
Ólafsfiarðarmúla.
Ellert Skúlason í Keflavík var sam-
starfsaðili norska fyrirtækisins við
Blöndu og var fyrirtækið Krafttak
stofnað í því sambandi.
Ólafsfirðingar eru í sjöunda himni
vegna þess að ríkisstjórnin hefur
ákveðið að ráðist verði í verkið næsta
vor en nokkurrar óvissu hafði gætt
varðandi það.
JARÐGÖNG
undir Ólafsfjardarmúla
Jarðgöngin verða
alls 3100 metra löng
og klædd að innan.
____________________________
ÓLAFSFJARÐARMÚLI
900 m.y.s.
núverandi
vegur'
' væntanlegt
vegarstædi'
Múlakolla
Tófugjá
Jarðgöng
ÓLAFSFJÖRÐUR
DV-kort: JRJ
Ólafsfjörður
Eyjafjörður
Vegalengd
...'■■■■■■' 'pa
1000
2000
...I "
3000 m
JARÐGÖNGIN (Þversnid)
0^0,5
1,5 2,5 Km
Á þessum kortum eru fyrirhuguð jarðgöng undir Ólafsfjarðarrnúla
sýnd. Göngin verða alls 3100 metrar að lengd og klædd að innan.
Hæð þeirra er 5,2 metrar en breidd vegarins í göngunum 3,5 metrar.