Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.,
7
pv_________________________Sljómmál
Davíð Oddsson borgarstjóri:
Einhver mesta
frelsisskerðing
sveitarfélaga
„Þetta gerir afgreiðslu fjárhagsá-
ætlunar mikju þrengri og erfiðari en
elia,“ sagði Davið Oddsson borgar-
stjóri um ákvörðun félagsmálaráð-
herra um að 6,7% verði innheimt í
staðgreiðslukerfi til sveitarfélaga.
Reykjavíkurborg hafði við undir-
búning fjárhagsáætlunar miðað við
7,5% útsvar, eins og samband sveit-
arfélaga lagði tií. Borgarstjóri var
spurður hvort Reykjavíkurborg
myndi nýta sér heimild til að leggja
á hærra útsvar:
„Það er erfitt fyrir mig að svara
því. Það er ákvörðun borgarstjórnar.
Um þetta vil ég hins vegar segja að
þessi regla um að sveitarfélög geti
sent skattgreiðendum bakreikning,
ef innheimt útsvar er lægra en þau
óska, er í raun ónothæf. Það þýðir
að ríkisvaldið er í raun að ákveða
útsvarsprósentuna fyrir sveitarfé-
lögin sem er einhver mesta frelsis-
skerðing sem þau hafa orðið fyrir,“
sagði Davíð.
Hann tók þó fram að félagsmála-
ráðherra hefði sagst ætla að beita sér
fyrir því að þessi ákvörðun yrði færð
til sveitarfélaganna.
-KMU
^HÚSGÖGN
í barna- og unglingaherbergið
Sveitarfélög hækka
almennt ekki útsvar
- telur Siguigeir Sigurðsson
Opið til kl. 16
í dag í öllum
deildum
EUOOCARD
JIE
KORT
VISA
JIS
Jón Loftsson hf.
Hringbraut
121 Sími 10600
„Ég óttast að þetta komi helst nið-
ur á þeim sem síst skyldi, minnstu
sveitarfélögunum. Það er annað en
gaman ef mörg sveitarfélög lenda í
greiðsluvandræðum," sagði Sigur-
geir Sigurðsson, formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga, um ákvörð-
un félagsmálaráðherra um að
innheimt skuli 6,7% útsvar í stað-
greiöslukerfi skatta á næsta ári.
Sigurgeir bjóst þó við að sveitarfé-
lög myndu almennt ekki notfæra sér
heimild til leggja á hærra útsvar.
Hann kvaðst skilja aðstöðu félags-
málaráðherra. Ráðherrann hefði
verið klemmdur á milli þess annars
vegar að þurfa að gæta hagsmuna
sveitarfélaga sem ráðherra sveitar-
stjórnarmála og hins vegar sjónar-
miða fjármálaráðherra sem sótt
hefði sitt mál af miklu offorsi og not-
að til þess nokkuð grófar aðferðir.
„Við skiljum viðleitni stjórnvalda
til þess að halda niðri skattbyröi og
sveitarfélögin hafa aldrei látið sitt
eftir liggja til að kveða niöur verð-
bólgu," sagði Sigurgeir.
„Sveitarfélögin tóku þátt í þjóðar-
sáttinni í fyrra og gáfu eftir 10% af
útsvarinu á þeim forsendum að verð-
bólga yrði ekki meiri en 10% og
launaþróun í landinu yrði 14-16%.
Verðbólgan fór hins vegar upp í 20%
og launin hækkuðu um 35-37% sem
gerir það að verkum að sveitarfélög-
in verða líklega með halla í árslok
upp á einn milljarð króna,“ sagði
formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga.
Sem bæjarstjóri á Seltjarnarnesi,
sem tíðkað hefur lægra útsvar en
önnur sveitarfélög, sagði Sigurgeir
að ekki væri farið að ræða það ennþá
hvort útsvar ætti að vera lægra.
„Ákvörðun ráðherra er sennilega
í svipuðum dúr og heföi orðið ofan á
í okkar sveitarfélagi," sagði Sigur-
geir. -KMU
Vatnsendanefnd Kópavogsmanna sprakk:
Settu sjálfstæðis-
manninn út fýrir
Viðræður bæjaryfirvalda í Kópa-
vogi og borgaryfirvalda í Reykjavík
um kaup borgarinnar á spildu úr
Vatnsendalandi tóku nokkra vend-
ingu á fimmtudag. Sjálfstæðismenn
í bæjarráði Kópavogs lögðu til aö
bærinn notaði forkaupsrétt sinn. Því
var frestað en fulltrúi sjálfstæðis-
mannáí viðræðunefndinni settur af.
Richard Björgvinsson bæjarfull-
trúi staðfesti að hann hefði verið
settur út úr nefndinni. Hann sagði
að hún hefði raunar ekki komið fram
sem slík nema allra fyrst eftir að hún
var skiþuð. Fulitrúar meirihluta
bæjarstjórnar, sem eru Rannveig
Guðmundsdóttir, formaður bæjar-
ráðs, og Kristján Guðmundsson
bæjarstjóri, hefðu farið með málið
ásamt öðrum í meirihlutanum. Samt
var Heimir Pálsson formlega skipað-
ur í nefndina í gær í stað Richards,
en Heimir er oddamaður Alþýöu-
bandalagsins í meirihlutasamstarf-
inu við Alþýðuflokkinn.
Borgin samdi um þessi landakaup
7. október við Vatnsendabónda með
fyrirvara um að Kópavogsbær félli
frá forkaupsrétti og eignarnáms-
heimild með lögum frá Alþingi.
Bæjaryfirvöld í Kópavogi vildu nota
tækifærið og hreinsa landamörk
milli sveitarfélaganna frá Elliðaárdal
og upp úr og um það snúast viðræð-
umar. Þau hafa tekið sér frest
ítrekað til þess að taka afstöðu til
forkaupsréttar, nú síðast til 25. nóv-
ember.
Samkvæmt heimildum DV standa
mál þannig að Reykvíkingar vilja
láta ána Bugðu ráða landamörkum
en Kópavogsmenn vilja láta svokall-
aðan Ofanbyggðarveg, sem tengist
Arnarnesvegi síðar, skera löndin. Nú
mun komin upp sú hugmynd hjá
meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs
að bjóða Reykvíkingum að áin marki
landareignir hvors aðila um sig en
lögsagan skiptist um veginn.
Ætlunin er að ljúka málinu af hálfu
Kópavogs á bæjarstjórnarfundi á
þriðjudag og þá verður væntanlega
úr því skorið hvort þessi 41 hektari
úr Vatnsendalandi verður eign
Reykjavíkur eða Kópavpgs. Kaup-
verðið er 23 milljónir króna.
-HERB
SÝNING SJÓNTÆKJA
Sífellt er unnið að þróun hjálpartækja
fyrir sjónskerta og blinda.
Nú gefst kostur á að njóta aðstoðar
stærsta framleiðanda heims á þessu sviði.
VTEK
i r
KALIFORNÍU
Dagana 22.-24. nóvember verður haldin
sýning á ýmsum tækjum fyrirtækisins í húsakynnum
Sjónstöðvar íslands, Hamrahlíð 17, Reykjavík,
kl. 14-18 hvern dag.
Allir sem eiga við vandamál að búa vegna skertrar sjónar eru
hvattir til að nota þetta einstaka tækifæri til að kynnast möguleik-
um til aðstoðar.
JÓN BRYNJÓLFSSON HF
BOLHOLTI 6, 105 REYKJAVÍK
UMBOÐSMENN FYRIR VTEK Á ÍSLANDI.