Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Side 8
8 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. Kaupglaðir Islendingar í Glasgow: „Þetta er eigin- lega brjálæði" - aukaþotur bíða eftir landanum á meðan hann verslar Glasgow virðist vera gósenland innkaupanna ef marka má aðsókn Islendinga þangað nú fyrir jólin. Þúsundir landsmanna flykkjast yfir hafið í leit að ódýrum varningi og fá vægast sagt kaupæði. Verðlag í Glasgow er nefnilega helmingi ef ekki þrefalt lægra en hér heima. D V tók sér ferð á hendur til Glasgow og leit eigin augum hvað er að gerast. Eftir þá reynslu er eðlilegt að spyrja hvað sé að gerast á íslandi. Fatnaðurinn er helmingi ef ekki þrisvar sinnum ódýrari í Glasgow en í Reykjavík. Það er því ekki undarlegt þó margir fái kaupæði og kaupi kannski eitt og annað sem síðan engin not eru fyrir. í sjálfu sér er það ekkert nýtt að íslendingar fari til Bretlands í helg- arferðir og versli. Slíkar ferðir hafa verið vinsælar í fimmtán ár. Hins vegar er aukningin í þessar ferðir undanfarin ár gífurleg. Hér áður fór fólk í helgarferð með ákveöinn gjald- eyri upp á vasann og var búið að safna fyrir ferðinni. Nú fer fólk hins vegar í verslunarferðir með kredit- kortið í vasanum og ferðin er greidd með afborgunum. Auðvitað er það ekki algilt en algengt eftir því sem við heyrðum á fólki. Þegar fólk var spurt hvers vegna, var svarið: „Það borgar sig. Heima á íslandi höfum viö ekki efni á að klæða börnin upp fyrir jólin. Verð á einum buxum er sama og á alfatnaði hér. Þess vegna er ferðin fljót að borga sig.“ Máltíð á gallabuxnaverði Glasgow-farþegar eru fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Þó ber mest á eldri konum. Svo virðist sem lág- launafólk á islandi sæki mikið í þessar ferðir. Margt af þessu fólki talar ekki ensku. Einnig er nokkuð mikið um hjón og okkur var sagt að konurnar væru farnar að draga mennina með, einungis til að dreifa varningnum á tvær persónur. Einn karlmaður í hópnum sagðist ekkert vita leiðinlegra en að fara í verslanir og hann saknaði þess að ekki væru sérstakir bekkir í verslunum sem eiginmaðurinn gæti hvílt sig á meðan eiginkonan kaupir. Eftir því sem við komumst næst fer fólk eingöngu í þessar ferðir til að fara í búöir. Það hefur engan áhuga á að kynna sér borgina að öðru leyti. Einstaka leitar uppi góð veitingahús en flestir borða á hótelunum eða á pitsastöðum. Skýringin var sú að góð máltíð kostar sama og gallabuxur. Ættjarðarlögin kirjuð Fólkið vaknar snemma á morgn- ana og byijar rúntinn á milh versl- ana. Það er þrammað milli verslana allan daginn og þangað til verslunum er lokað milli fimm og sex á daginn. Á kvöldin er fólk það þreytt að það nennir ekki út af hótelinu. Algengt er aö setið sé yfir bjór eöa vínglasi á bar hótelsins á kvöldin. Ef margir eru samankomnir eru gjarnan kirjuð ættjarðarlög. Fyrir nokkrum árum þekktist ekki að barir í Glasgow væru opnir frameftir. íslendingar hafa breytt því. Barþjónar kvarta yfir að þurfa að afgreiða til fimm á morgnana því nú eru barirnir opnir á meðan fólk er þar. Sparsamir Skotarnir undrandi Verslunarfólk í Glasgow er mjög undrandi yfir kaupæði íslending- anna og hissa á hversu miklum peningum þeir geta leyft sér að eyða. Sem vonlegt er eru margir kaup- menn famir að notfæra sér þessa eyðslusemi og fréttum við af einni verslun þar sem hengdir eru miðar á rúðuna og á þeim stendur að ís- lendingar séu velkomnir. Einnig hangir þar íslenski fáninn. Sú versl- un hefur klætt ófáa íslendingana í leðuijakka. Það eru ekki bara íslenskir íjöl- miðlar sem eru farnir að veita þessu kaupæði athygli. Skosk blöð hafa mikið fjallað um málið og eru blaða- menn raunar jafnan undrandi yfir eyðsluseminni. Þar sem Skotar eru taldir sparsamir er ekki undarlegt þó þeim blöskri. Missir stjórn á sér Margir segja sem svo að það sé ekkert athugavert við það þó íslend- ingar flykkist til Skotlands og versli því verðlagið hér heima bjóði upp á slíkt. Auðvitað getur það verið. Það er því miður bara staðreynd að margt fólk, sem fer til Glasgow, miss- ir stjórn á sér og kaupir ýmislegt sem það hvorki vantar né á nokkurn tíma eftir að nota. Ung kona, sem við ræddum við, sagði að hún væri búin að kaupa eitt og annað sem hún hefði aldrei gert heima. „Maður eyðir ósjálfrátt í hluti sem maður getur verið án. Þetta er eiginlega brjálæði en ósjálfrátt smitast maður af hin- um.“ Góðu kaupin rædd íslendingarnir, sem búa saman á hótelum, ræða mikið um „góðu kaupin" hver við annan. Ein frúin sagði frá því að hún hefði séð fallegan kjól sem kostaði „ekki neitt“ en því miður var hann tveimur númerum oflítill. „Ég keypti hann samt,“ sagði frúin. „Ég megra mig bara í hann þegar ég kem heim.“ Önnur sagðist hafa komist í útsölu á skartgripum og keypt alveg heil ósköp af gulli fyr- ir „nánast engan pening". Eldri kona, sem sagðist eiga mörg barnabörn, klæddi þau öll upp og fyllti stóra ferðatösku af leikföngum til jólagjafa. „Leikfóngin hér kosta einn þriðja af því sem þau kosta heima.“ Karlmaður einn fór í versl- un til að kaupa sér leðurjakka en þar stóð afgreiðslumaðurinn skelfmgu lostinn óg sagði að íslendingar væru búnir að kaupa upp verslunina og hann ætti ekki von á sendingu fyrr en eftir fimm daga. Þessi íslenska frú var að skoða leik- föng til jólagjafa enda er hægt að spara sér stórfé þar sem leikföngin eru þrisvar sinnum ódýrari en í Reykjavík. Eftir því sem við heyrðum er úrvalið líka miklu meira. Sumir missa stjórn á sér og versla og versia og þurfa siöan að borga yfirvigt af öllu saman. Jólatraffíkin er byrjuð og á laugar- dögum er illfært um göturnar vegna mannfjölda. Verslanirnar eru einnig' yfirfullar af fólki rétt fyrir jólin. DV-myndir ELA Og þegar haldið er heim á leið get- ur verið erfitt að rogast með allan farangurinn. Það er því heppilegt að hafa eiginmennina með, bæði til að bera og einnig skiptist þá varn- ingurinn niður á tvær persónur. Loks er það tollurinn sem allir eru smeykir við. Þeir voru viljugir að þessu sinni að skoða innihald í tösk- um, margir sluppu en einhverjir lentu í að borga sekt og toll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.