Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Side 10
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
„Glasgow er stórmarkaður í augum margra“
- segir Magnús Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða í Glasgow
Magnús Kristjánsson er nemandi
í hag- og markaðsfræðum í Glasgow.
Þar fyrir utan gegnir hann starfi
upplýsingafulltrúa Flugleiða í borg-
inni. Tvisvar í viku kemur Magnús
á Hospitality Inn hótehð og veitir
ferðalöngum þær upplýsingar sem
sótt er eftir. „Það er rétt,“ sagði
Magnús „ég veiti farþegmn Flugleiða
og ferðaskrifstofanna heima upplýs-
ingar og aðstoða ef eitthvað kemur
upp á. Fjöldi íslendinga er sífellt að
aukast sem kemur hingað og í fyrra
var mjög mikil aukning frá árinu þar
á undan. Eftir því sem mér er sagt
er enn meiri aukning núna. “
- Hvernig fólk er það sem kemur
hingað?
„Það er alls konar fólk úr öllum
stéttum þjóðfélagsins, bæöi konur og
karlar og jafnt frá Reykjavík sem
öðrum stöðum á landinu. Ég hef
heyrt að fólk sem býr úti á landi og
fer venjulega til Reykjavíkur fyrir
jólin að versla hafi séð að það er ekki
miklu dýrara aö koma hingað yfir til
Glasgow. Það á bæði við um hótel-
kostnað og innkaup því vöruverð er
mun hagstæðara hér en heima. “
- Hvað er það helst sem fólk þarf að
fá upplýsingar um þegar það leitar
til þín?
„Helstu upplýsingar sem fólk spyr
mig um er hvar það getur fengið ein-
hverja ákveðna vöru, hvert það á að
fara ef það vill fara út að borða eða
út að skemmta sér. Oftast er það
spumingin um vöruna enda koma
flestir hingað til að versla."
- Er algengt að fólk dvelji lengi hér
í Glasgow?
„Algengustu ferðimar em fimm
daga ferðir, síðan þriggja daga ferðir.
Færri dvelja hér í heila viku. Algeng-
ust er dvöl frá fimmtudegi eða
laugardegi til þriðjudags. Vegna mik-
illar aðsóknar hafa Flugleiðir bætt
við ferðum hingað. Hingað koma
núna tvær vélar á laugardögum."
- Er einhver aldur sem sækir hingað
frekar en annar?
„Já, fólk á miðjum aldri, hjón eða
nokkrar konur saman. Þetta er fólk
á aldrinum frá þrítugu upp í fimm-
tugt. Það er algengt að eiginmennim-
ir koma með konunum en maður
tekur meira eftir hópum af konum
sem koma hingaö eingöngu til að
versla. “
- Sækir fólk á góð veitingahús og
skoðar það sig um hér?
„Það er alltaf stór hópur sem fer
út að borða á góðum veitingahúsum
en mér finnst að þar sem ég er búinn
að búa hér á fjórða ár, að fólk gæti
notið borgarinnar miklu betur. Glas-
gow hefur upp á margt aö bjóða en
flestir koma hingað einungis til aö
versla og gefa borginni ekki kost á
að sýna sig og sanna. Glasgow er í
hugum margra stórmarkaður en
ekki borg sem býöur upp á mjög góð
leikhús, mjög góða veitingastaði og
ýmislegt sem hægt er að gera
skemmtilegt. Ég hef heyrt marga tala
um að þeir viiji ekki fóma gallabux-
um eða annarri flík fyrir góða
kvöldstund. “
- Hefur fólk sem þú hittir hér ein-
hveija reynslu í að ferðast?
„Það er auðvitað misjafnt en ég hef
tekið eftir því að ákveðinn hópur sem
hingað sækir hefur litla reynslu og
er jafnvel að fara í fyrsta skipti til
útlanda. Margt af þessu fólki talar
ekki ensku. Eg er ekki að segja að
það sé stærsti hópurinn en maður
tekur eftir þessu. Ég gæti ímyndað
mér að þar sem Glasgow er mjög
nærri íslandi, stutt flug hingað og
borgin er vinaleg að margra mati,
þá telji margir auðvelt að koma hing-
að.“
- Talar fólk um hverslu miklum
peningum það eyðir hérna?
„Stundum hefur maður heyrt fólk
tala um að það kvíði að fá Visa-
reikninginn en eftir því sem talaö er
þá skilst mér að hjón eyði hér um
eitt þúsund pundum sem era 65 þús-
und krónur íslenskar."
- Er fólkið að gera góð kaup?
„Já, ég er alveg viss um að svo er
því verðlagið hér er mjög hagstætt.
Mikið af vörum, fatnaði og raf-
magnsvörum er allt að helmingi
ódýrara hér en á íslandi. Við höfum
fundiö það sjálf hjónin að matvara
kostar einn þriðja af því sem hún
kostar heima. “
- Hefurþúfundið viðbrögð hjá Skot-
um vegna innkaupaferða Islendinga?
„Já, Skotum finnst almennt mjög
merkilegt að fólk skuh ferðast aUa
leið frá íslandi, sem þeim fmnst
langt, til að versla. Það hefur verið
skrifað um þessa fljúgandi íslend-
inga í blöðum og eru þeir sagðir eyða
miklu meiri peningum en Skotar
mundu nokkurn tímann gera. Skot-
um fmnst þetta ánægjulegt því þaö
ýtir undir verslun og viðskipti hér í
Glasgow," sagði Magnús Kristjáns-
son. -ELA
Magnús Kristjánsson og kona hans, Jónína Kristjánsdóttir, hafa verið við
nám í Glasgow og einnig starfar Magnús við að veita íslendingum upplýs-
ingar sé eftir þeim leitað.
Leðurdragtin borgar ferðina
Þær voru fimm saman, Sigurrós „Ég er nú hrædd um það,“ sagði inni í sjónvarpinu og allir íslending-
Torfadóttir, Guðbjörg Torfadóttir,
Unnur og Rósa Þorsteinsdátur og
Guðrún Sigurðardóttir og voru bún-
ar að gera góð kaup. „íslendingar
hæla því svo mikið hversu gott er
að versla hér og þess ve'gna komum
við,“ sögðu þær. „Við erum bunar
að komast að því að það er alveg rétt.
Munurinn á verðlaginu hér og heima
er alveg ótrúlegur og maöur skilur
ekki hvernig þetta er hægt. Munur-
inn er alveg helmingur og stundum
meiri. Barnaleikfóngin eru lang-
ódýrust miðað við heima, það er
undarlegur munur þar á. Einnig er
barnafatnaður og leðurvörur mjög
ódýrar."
- Hvar kaupið þið barnafot?
„Bæði í Mothercare og stórversl-
unum hér í kring."
- Hafið þið keypt jólagjafir?
Sigurrós. „Við höfum sparað stórfé á
því að koma hingað og kaupa jóla-
gjaflrnar."
- Er skemmtilegt að fara í innkaupa-
ferð?
„Ég mundi nú segja að það væri
hrikalega þreytandi,“ svaraði Guð-
björg. „Það getur hka verið skemmti-
legt en erfitt er það þegar maður er
ókunnugur og orðinn fullorðinn."
- Þekkið þið marga sem hafa farið í
innkaupaferð?
„Ég þekki marga sem hafa farið til
London. Ég myndi frekar vilja fara
þangað," sagði Guðrún. „Fatnaður
fyrir ungt fólk er fallegri þar og
miklu meira um aö vera en hér. Hér
er ekkert hægt að fara eða gera. Við
bara sitjum inni á hóteli á kvöldin."
Kvöldið áður en þetta viðtal var
tekið var sýnt frá Miss World keppn-
ar fylgdust vel með. „Maður hefur
ekkert annað að gera en horfa á sjón-
varp og það var reglulega gaman að
sjá hversu vel okkar stúlku gekk,“
sögðu þær.
- Æthð þið að koma aftur?
„Ef maður væri með betri fætur,“
sögðu þær eldri og voru þó alveg á
því að það væri leggjandi á sig. „Það
er svo gott fyrir konur á okkar aldri
að versla hér.“ Guðbjörg sagðist hafa
keypt leðurdragt fyrir 147 pund og
bara hún hefði borgað fyrir hana
ferðina. „Við lentum á útsölu í gær
og ég fékk þar 14 kt. gullúr með dem-
anti á 45 pund.“ Unnur sagðist hafa
fengið dúnúlpu fyrir innan við tvö
þúsund krónur. Þær voru allar mjög
ánægðar með allt það sem þær höfðu
keypt og það var ekki annað að sjá
en það væri allnokkuð. -ELA
BLAÐ
BURÐA RFÓLK
ú v /weAsjjL :
Mánagötu
Karlagötu
Háaleitisbraut 11—51
Starhaga
Lynghaga
Fálkagötu
Hjarðarhaga
Oddagötu
Aragötu
Litla-Skerjaf jörð
Hverfisgötu 1-66
„Það er erfitt að fara i innkaupaferð til Glasgow en það borgar sig.“ Þær
Sigurrós og Guðbjörg Torfadætur voru mjög hrifnar af verslununum en
Guðrún Sigurðardóttir, til hægri, sagðist heldur vilja fara til London.
„Aminrimg tíl kaupnianria"
- segir Kristján Pétursson, deildarstjóri á Keflavíkiirflugvelli
„Við höfum ekki tekið óvenjumikið,
þetta er alltaf það sama,“ sagði
Kristján Pétursson, deildarstjóri á
Keflavíkurflugvehi, í samtah við DV
er hann var spurður hvort tollurinn
gerði rassíur er fólk kæmi úr inn-
kaupaferðum. „Við vitum að þetta
er langmest fatnaður sem fólk kemur
með frá Englandi og við vitum líka
að hann er ódýr. Ef hjón fara saman
er hægt að fá dijúgt af fötum fyrir
28 þúsund krónur. Þessi mikli
straumur fólks til útlanda í verslun-
arferðir endurspeglar einungis það
sem er að gerast hér, að það er eitt-
hvað athugavert við verðlagið á
fatnaði á Islandi,“ sagði Kristján
ennfremur.
Hann bætti því við að tollverðirnir
vissu nokkum veginn hvað fólk
kæmi með frá hinum ýmsu löndum
og er leitað frekar eftir hljómtækjum
og dýrum tækjum hjá fólki sem kæmi
frá Hollandi, Lúxemborg og Banda-
ríkjunum. „Við erum strangari á
dýru tækjunum," sagði hann. „Við
höfum afskipti af 5-6 þúsund manns
og þaö þykir allnokkuð í öðrum lönd-
um. Það er enginn möguleiki á því
fyrir okkur að taka alla fyrir enda
oft margar vélar sem koma í einu og
það myndi skapa algjört vandræða-
ástand.
Héma vantar tilfinnanlega bækl-
ing fyrir fólk, sem er að fara úr landi,
meö upplýsingum um hvað má taka
með sér inn í landið. Hér áður fyrr
voru þessir bækhngar í gangi en
ráðuneytið hefur ekkert gert í því að.
koma þeim út aftur. Við verðum
mjög mikið varir við að fólk veit ekki
hvað er tohskylt og hvað ekki. Það
kemur meö rándýr reiðhjól í græna
hliðið án þess að vita að það er með
tollskylda vöru. í slíkum tilfehum,
þegar fólk leynir ekki hlutnum, gef-
um við kost á að borgaður sé tollur
án sektar."
- Hafa kaupmenn hér beitt ykkur
þrýstingi að taka fleiri farþega?
„Þeir hafa nú ekki gert það en auð-
vitað eru þeir óhressir. í ár hafa farið
um 30 þúsund fleiri farþegar en í
fyrra og það er 20-30% aukning frá
árinu áöur. Ahir vita að hvert sem
fólk fer verslar það ahtaf eitthvað í
leiðinni. Við vitum að hehu fyrirtæk-
in taka sig saman og fara í helgar-
ferðir. Þessi mikla aukning hlýtur
að leiða til samdráttar í verslun hér-
lendis. Ég myndi segja að þessi
aukning væri mikil áminning th
kaupmanna hér á landi því að við
vitum að verðmismunurinn er aht
að tvöfaldur og stundum þrefaldur.
Ég vona bara að þessu fari að linna,“
sagöi Kristján Pétursson. „Það verö-
ur að lækka fataverð á íslandi th að
koma í veg fyrir þessa loftbrú th
Bretlands."
- Hefur þú farið í verslunarferð th
Bretlands?
„Nei, aldrei og ég vona að ég eigi
það ekki eftir." -ELA