Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. 11 Anna Dóra Guðmundsdóttir og Sæunn Erlingsdóttir voru búnar að gera góð kaup í Glasgow að eigin sögn. Labbið er þreytandi og þær vom dauð- • uppgefnar stelpurnar að kvöldinu þegar blaðamaður DV ræddi við þær. „Frábært að versla hér“ Þær Sæunn Erlingsdóttir og Anna Dóra Guðmundsdóttir fóru í fjögurra daga ferð til Glasgow einungis til að versla fyrir fjölskyldur sínar. Þær sögðust ekki hafa komið áður en heyrt frá öðrum hversu hagstætt væri að fara í slíka innkaupaferð. Þær voru búnar aö ganga á milli verslana í Glasgow og einnig skruppu þær til Edinborgar og sögðu ekki verra að versla þar. „Það er mjög gott að versla hér og við höfum gert góð kaupsögðu þær. „Sérstak- lega er hagstætt að versla á börn, t.d. í Mothercare er rosalega ódýrt. Við ætlum að reyna að kaupa líka allar jólagjaíir því við sjáum að það borgar sig fyrir okkur.“ Ekki sögðust þær hafa fundið mikið á sig sjálfar. „Læt- ur maður ekki hina alltaf ganga fyrir.“ Þær fóru þó ekki allslausar heim því Sæunn keypti sér leðurjakka og Anna fór einnig í nýjum fötum heim. Hún sagðist hafa fundið verslun með mjög fallegum barnafatnaði og ódýr- um. „Eg keypti tvo pífukjóla á dóttur mína á fjögur pund hvorn en ég var búin að sjá svipaða kjóla heima á fimm þúsund krónur." - Hvar verslið þið helst? „Það er mjög misjafn fatnaður hér í búðunum. Stóru magasínverslan- irnar eru meira fyrir eldri konur og börn en við höfum farið í tískubúðir fýrir okkur. Til dæmis Top Shop þar sem munar helmingi ef ekki meira á fatnaði og heima. Við fáum buxur hér á eitt þúsund krónur og dýrastar á átján hundruð. Einnig munar mjög miklu á leikföngum og við ráðleggj- um fólki að kaupa þau hérsögðu þær. - Vitið þið hvað þið hafið verslað fyrir mikið? „Nei, við höfum ekki tekið það saman,“ svöruðu þær og Anna bætti við að systir hennar hefði farið til Glasgow í september og gert svo góð kaup að Anna stóðst ekki freisting- una og fór líka. -ELA „Ætlum að kaupajólafót og gjafir“ Nína Guðmundsdóttir er frá Reykjavík eins og hinir viðmælendur DV. Hún kom í ferðina ásamt eigin- manni sínum og systur. Nína sagðist ekki hafa komið áður til Glasgow. „Ég kom til að sjá hvað aðrir væru að gera hér. Ég hef heyrt að það sé gaman aö versla hér. Það sem ég hef séð sýnist mér vera mjög ódýrt og ég reikna með að hægt sé að gera góð kaup. Ég hef hugsað mér að kaupa á börnin og eitthvað af jólagjöfum." Eiginmaður Nínu, Grétar Júlíus- son, sagði að honum þætti ekki skemmtilegt að ganga milli verslana en ætlaði engu að síður að láta sig hafa það í þetta skiptið. Þau sögðust aldrei fyrr hafa farið í verslunarferð, hvorki til Glasgow né London. „Við höfum verið í Kaupmannahöfn og það er miklu ódýrara hér en þar.“ Þau keyptu vikuferð, töldu sig ekki geta verið styttri tíma þar sem þau væru ókunnug í borginni. „Maður verður að átta sig á umhverfmu" -ELA Nína Guðmundsdóttir ætlaði að vera í viku og versla fyrir jólin í Glasgow. GRAFARVOGUR Sundakaffi opnar útibú í Grafarvogi laugardaginn 21. nóvember kl. 7.00 Við bjóðum upp á meðal annars: * Heimilismat í hádeginu Hamborgara og franskar * Grillaðar samlokur * • ' Kaldar samlokur * Heitar pylsur Glæsilega*kaffiteríu Opið alla virka daga frá kl. 7.00-20.30. Laugardaga frá kl. 7.00-18.00. Sunnudaga frá kl. 9.00-18.00. SUNDAKAFFI v/Dyrhamra, Grafarvogi W»*£S'*«‘i’*** Wétetum HARSNYRTISTOFAN GREIFIM HRINGBRAUT 119 «22077 ATH! Noregsmeistarinn Kaare Nielsen kynnir þessa nýju hártoppa 28. og 29. nóvember. Tímapantanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.