Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Síða 12
12
Polaroid - Myndavél og vasadiskó
LAUGARDAGUR 21. NÖVEMBER 1987.
Sælkerinn
SAMAN í PAKKA
á aðeins kr. 3.350,-
Vasadiskóið
er eitt hið
minnsta
á markaðinum.
Cr02 metal.
Polaroid
er hrókur
alls
fagnaöar.
iininiiimmmim]
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
Lauqaveqi 178 - Sími 685811
nimiiirtmnmMmnn
Myndavélin er með
innbyggt eilífðarflass.
Rafhlaðan er í
filmupakkanum.
Sem sagt, filman í,og
myndavélin er tilbúin.
FATAFELLUGLÖS
Símapantanir
einnig um
helgar
Þegar ís er settur í glösin afklæðast stúlkurnar, sem glösin prýða, öllum
til mikillar ánægju. Þegar ísinn bráðnar fara þær aftur í fötin. Ómissandi
á gleðistundum.
ATH. Þvoið glösin úr volgu vatni en ekki heitu.
Aðeins kr.
settið.
Pöntunarsímar 91-651414 og 623535
Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00
Póstverslunin Príma, Box 63, 222 Hafnarfirði
Fótóhúsið, Bankastræti, sími 91-21556
Opið kl. 10-18, laugard. 10-14.
S VISA S EUROCARD
Avocado heitir lárpera á íslensku og er það ágætis nafn.
Bragðmikill forréttur
Lárpera með greip-
aldini og kavíar
Avocado mun víst heita lárpera á
íslensku. Þessi réttur er sérlega
frískandi og bragðgóður, að auki er
fljótlegt að búa hann til. Fljótt á litið
virðist þurfa mikið af ávöxtum í
þennan forrétt en ykkur er óhætt að
treysta uppskriftinni.
í réttinn þarf:
4 lárperur (avocado)
5 greipaldin
5 msk. kavíar
hvítan pipar.
Byrjið á því að skræla avocadoin og
leggja í skál. Kreistið safann úr 2
greipaldinum yfir. Kjötið er svo skor-
ið úr greipinu og allar himnur fjar-
lægðar úr ávaxtakjötinu. Lárperurn-
ar (avocado) eru látnar liggja í
greipsafanum í 2 tíma. Lárperumar
eru nú skornar í geira og skammtað-
ar á 4 diska ásamt greipkjötinu. 1
msk. kavíar er sett á hvern disk til
hliöar því annars kemst litur úr kaví-
arnum í ávextina. í staðinn fyrir
kavíar má nota laxahrogn.
Hvenær kemur bjórinn?
Enn á ný er komið fram bjórfrum-
varp á Alþingi. Vonandi verður það
samþykkt. Frumvarpið er vel undir-
búið frá hendi flutningsmanna.
Skoðanakannanir hafa sýnt að
meirihluti þjóðarinnar vill að hafin
verði framleiðsla og sala á áfengum
bjór. Skoðanakannanir sýna einnig
að það er unga fólkið sem vill bjór-
inn. Það er því öruggt að ef bjórfrum-
varpiö verður fellt að þessu sinni
mun ekki líöa langur tími þar til
nýtt framvarp verður lagt fram. Hér
á landi er-hægt að kaupa allar teg-
undir af áfengi nema bjór. Hægt er
að brugga hann hér, ferðamenn
mega takgi hann með sér inn í landiö.
Farmenn og flugliðar mega taka með
sér bjór og töluvert af þessum bjór
er selt á almennum markaði. Þá
mega erlend sendiráð veita bjór. Þaö
er því tiltölulega auðvelt að útvega
sér hann hér á landi. Nú, svo má
ekki gleyma að íslendingar eru dug-
legir að ferðast og bjór er seldur í
öllum þeim löndum sem íslendingar
helst heimsækja.
í stuttu máli eru ýmsir möguleikar
til að útvega sér bjór, það eina sem
ekki er hægt er að kaupa hann á
venjulegan hátt eins og annað áfengi.
Nútímamaðurinn lætur ekki bjóða
sér svona rökleysur og höft, ekki
heldur hræðsluáróður andstæðinga
bjórsins. Þeir halda því fram að
drykkja muni stóraukast hér á landi.
Þessi áróður heldur ekki því nú þeg-
ar er töluvert magn af bjór í umferð
eins og áður hefur komið fram. Þá
er mun betra að fólk drekki 5 prósent
SæUceriim
Sigmar B. Hauksson
áfengan bjór en áfengi að 18-30 pró-
sent styrkleika. Sem betur fer er það
nú þannig að hjá velflestum fyrir-
tækjum tíðkast ekki að hafa vín um
hönd í vinnutíma og það er ólíklegt
aö það muni breytast þó bjór veröi
leyfður. Þegar hinir mörgu nýju veit-
ingastaðir fengu vínveitingaleyfi
spáðu bindindisfrömuöirnir því að
allt myndi loga í fylliríi. Raunin varð
önnur, reynslan hefur verið frábær-
lega góð og er algjör undantekning
að ölvaður maður sjáist inni á veit-
ingahúsunum. Það yrði því mikill
sigur fyrir lýðræðiö í landinu ef bjór-
frumvarpið verður samþykkt á hinu
háa Alþingi.
Góðar síldarfréttir
Eins og oft hefur komið fram hér á
Sælkerasíðunni er ekki auðvelt aö fá
góða síldarrétti hér á landi. Ef maður
ætlar að fá góða síld þarf hún helst
að vera dönsk eða sænsk. Þó eru, sem
betur fer, nokkrar undantekningar.
Það var því ánægjulegt að rekast á
heitreykta sfid frá Seyðisfirði, sem
reyndist vera einstaklega góð. Þessi
síld er svipuö og hin fræga Borgund-
arhólms-sfid sem margir kannst viö.
Það er augljóst að hráefnið er sérlega
gott enda er íslenska síldin úrvals-
hráefni. Heitreyking á fiski er
ævaforn aðferð. Síldin er flökuö,
hengd upp og reykt við svo háan hita
að fiskurinn soðnar í reyknum. Síld-
ina má svo snæða á ýmsa vegu. Gott
er að hafa með henni eggjahræru,
piparrótarrjóma, graslauk og ýmis-
legt annað góðgæti. Þá má raða
síldinni í eldfast fat og raða ofan á
hana fínt saxaðri, rauöri papriku,
söxuðum lauk, saxaðri steinselju og
harðsoðnu eggi sem er hakkað. Ofan
á allt þetta eru svo settar nokkrar
smjörklípur. Fatinu er svo stungið
inn í 200 gráða heitan ofn og síldin
bökuö með grænmetinu í 6-8 mín.
Meö þessum rétti er haft ósætt sinn-
ep og gróft brauð, það er fyrirtækið
Reyksíld hf. á Seyðisfiröi sem fram-
leiðir þessa úrvals heitreyktu síld.