Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. Frjálst, óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, S.lMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF./ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Neytendur eru sauðfé Komið hefur í ljós, að neytendur halda áfram að kaupa egg eins og ekkert hafi í skorizt, þótt verð þeirra margfaldaðist í vikunni og Neytendasamtökin hvettu fólk til að hætta að kaupa egg. Frá þessu skýrðu verzlun- arstjórar Miklagarðs og Hagkaups hér í blaðinu í gær. í Bandaríkjunum stóð fólk einhuga með formanni neytendasamtakanna, þegar hann hvatti það til að svara hækkun nautakjöts með því að hætta að kaupa nauta- kjöt, þar til annað yrði ákveðið. Eftir tvær vikur hrundi nautakjötsverðið niður fyrir upprunalegt verð. í nágrannalöndum okkar láta neytendur ekki bjóða sér samsæri um 30% hækkun og hvað þá 300% hækkun án þess að svara af hörku. Það gildir til dæmis jafnt um danska sem bandaríska neytendur, að þeir eru reiðu- búnir að neita sér um vöru til að gæta hagsmuna sinna. Hér láta neytendur sem egg séu einhyer lífsnauðsyn, er þeir geti ekki verið án í einn dag og hvað þá nokkrar vikur. Samt er mataræði íslendinga með þeim hætti, að hollara væri að draga úr eggjaáti en halda því óbreyttu og bráðhollt væri að fara í langt eggjafrí. Egg geta stuðlað að auknu kólesteróli, sem er meira hjá íslendingum en næstum öllum öðrum þjóðum ver- aldar. Læknar, sem eru sérfræðingar í hjartasjúk- dómum, ráðleggja yfirleitt fólki að fara varlega í eggjaáti til að draga úr líkum á bilunum 1 hjarta- og æðakerfinu. Hér í blaðinu hefur verið bent á, að egg eru engan veginn nauðsynleg í bakstri. Birtar hafa verið uppskrift- ir því til stuðnings. Ekkert af þessu hefur fengið neytendur ofan af þeim bjargfasta ásetningi að kaupa alltaf jafnmikið af eggjum, hvað sem þau kosta. Við aðstæður af þessu tagi er auðvelt að skilja, af hverju máttur neytendasamtaka er minni hér á landi en í nálægum löndum. Augljóst er, hvers vegna hags- munir neytenda verða hér jafnan að víkja, ef árekstrar verða við sérhagsmuni seljenda vöru og þjónustu. Engir hafa af þessu meiri hag en umboðsmenn hags- muna hins hefðbundna landbúnaðar. Þeir eru vanir að umgangast sauðfé heima hjá sér og þeir kunna að um- gangast neytendur á sama hátt. Enda verður ekki betur séð en neytendur eigi skilið að vera taldir sauðfé. Skrifstofa verðlagsstjóra gegnir mikilvægu hlutverki í þjóðfélagi, þar sem neytendur eru eins konar sauðfé. Stofnunin gerir sér þó mun atvinnugreina, er hún fjall- ar um hagsmuni neytenda. Landbúnaður nýtur mildari meðferðar en aðrar greinar, einkum í lögfræðideildinni. Ef grunur leikur á verðsamkomulagi venjulegra framleiðenda, er lögfræðingur stofnunarinnar óðar bú- inn að kæra. Þegar eggjamenn semja um að margfalda eggjaverð, eru þeir beðnir um að koma á stofuha til að ræða, hvort ekki sé hægt að skila hluta þýfisins aftur. Þar á ofan er eggjamönnum ógnað með sexmanna- nefnd, sem er ein þeirra stofnana, er mesta ábyrgð bera á því skrímsli, sem landbúnaðurinn er orðinn í þjóð- félaginu. Búast má við, að eggjamenn fagni því á laun, að svo hliðholl nefnd ákveði eggjaverð í landinu. Allt byggist þetta á, að neytendur hafa ekki bein í nefinu til að fara í taugastríð við þá, sem meðhöndla þá eins og sauðfé. Neytendur hafa í raun hafnað að stjórna sjálfir verði á kjöti og mjólkurafurðum, eggjum og grænmeti í landinu með sjálfsstjórn á innkaupum. Enn er ekki vitað, hver verður niðurstaða eggjamáls- ins. En hún mun hafa hliðsjón af, að neytendur hyggjast ekki bera hönd fyrir höfuð sér frekar en fyrri daginn. Jónas Kristjánsson Flokksþing, draumar og þörf fyrir hugsjón Viö íslendingar erum, eins og flestir eyjarskeggjar og smámuna- seggir, afskaplega miklir draum- lendingar. Þótt þaö virðist ekki geta farið saman, smámunasemi og draumar, þá tekst okkur flestum aö sameina þetta tvennt, ekki þó í voldugri mynd, því við erum fáir og fyrir smáútkomur. En inni í ímynd okkar eru stórir draumar, sem við hirðum fremur lítt um að gera að raunveruleika á annan hátt en þann, að teygja draumalop- ann endalaust án þess að vakna til lífsins almennilega. Góð dæmi um þetta sjáum við á flestum sviðum: í verslun, orkumálum og listum. Oftast ætlum við að gera slík ósköp að ekkert verður úr neinu, þegar á hólminn er kominn, nema kannski það að við stefnum inn í nýja drauma, dálítið skömmustulegir fyrst í stað en síðan keikir. Fyrir kosningar ætla allir flokkar að gera einhver ósköp, og eftir flokksþing ætla þeir að stefna að stórkostlegu markmiði, sem gufar svo einhvem veginn upp, þannig að örvar hugsjónanna finna aldrei markið og fara því bara í næsta í talfæri Guðbergur Bergsson „Það flokksþing sem Kvennalistinn hélt var afskaplega merkilegt og allur sá mæðrasósialismi, sem frá Listanum kemur.“ vaskinn. En það gerir ekkert til, alltaf rísa upp bogmenn með nýja örvabunu og nóg til af vöskum, ekki bara á heimilum, í einkalífinu, í ástinni, heldur líka úti á sjó og uppi um fjöll og firnindi, við hvern hver og foss. Og núna er bara aö bíða eftir því, hvort orkubunan sem átti að streyma til Englands finni ekki sinn íslenska vask, hérna á heimaslóðum. Það flokksþing sem Kvennalist- inn hélt var afskaplega merkilegt og allur sá mæörasósíalismi, sem frá Listanum kemur. Hann er kyn- legt sambland af svo nefndum frumkommúnisma, frumkristni, hippastíl og labb-rabb-ljóðgerð. I ályktun þingsins er nær engin af- staða tekin til hinna erfiöu og umdeildu þátta mannlífsins, vinn- unnar og afrakstursins af henni og afleiðinganna, svo sem verslunar og þess sem hún leiðir af sér, nema þannig að óljóst er gefið í skyn að heimurinn eigi að vera einhver Útopía - í stíl við gasalega stórt móðurlíf þar sem allir rúmast og vinna saman. Og í þessu þægilega og samvinnuþýöa móðurlífi líður öllum svo vel, að þeir þurfa alls ekki að fæðast. Móðirin, og þar af leiðandi samfélag framtíöarinnar, er þá ekki í senn vagga lífsins og gröf og dauði, heldur eilíft ófætt líf á endalausu frumstigi gleði og hamingju. Þannig er hinn mikli mæðrasósíalismi. Konumar tala nú minna um .jafnréttið við vaskinn og vinnu- bekkinn" en meira um athyglis- verða draumalandssýn, þar sem aðeins annað kyniö er ávarpað, kvenkynið. Og allt er þetta það frá- bærlega fjarstæðukennt og langt frá veruleikanum, að Listinn hlýt- ur að sópa að sér fylgi í væntanleg- um kosningum. Málið er svo einfalt og í raun og veru skýrt, að fjósa- konan (sem Lenín sagði að gæti stjórnaö væntanlegu framtíðar- ríki) og fjósamaðurinn, hljóta að geta skilið og hrifist með í sameig- inlegu átaki við að gera skýin að högum fyrir skepnur og menn, þar sem allir bíta gras (þó aldrei niður í grasrótina) glaðir og ánægðir. Þar af leiðandi mega „gömlu flokkamir“ fara að vara sig. Eng- inn þeirra hefur markað leiðina að leitinni að landinu fagra á jafn ein- faldan og mér liggur við að segja „innlendan hátf ‘ og Kvennalistinn. Því hvað er bændastefna Fram- sóknar, frjálst framtak einstakl- ingsins hjá Sjálfstæðisflokknum, hinn brokkgengni bolsivismi Al- þýðubandalagsins og kargaþýfis- göngulag Alþýðuflokksins, á borð við „hinn skínandi stíg“ Kvenna- listans? Svo eru þær á Listanum hálf múhameðskar (en að sjálf- sögðu gegn Múhameð, enda leiddi stefna hans til þess að blæja hylur andlit íslamskra kvenna; nema þeim ber að sýna það réttum manni) því þær vilja ekki eiga neinn sérstakan leiðtoga, ekki einu sinni á borð við Mao á göngunni sinni löngu, þótt kvenfólk eigi að klífa fjöll, samkvæmt lauslegri ályktun flokksþingsins. Og gott ef í stefnu Li’stans örlar ekki á vissum súflsma, sem boðar meðal annars að þröngva beri upp á sálina faqr (fátækt í anda), þá hverfi hún frá metorðagirnd, svo aö hinn mennt- aði maður (og kona) sjái hina æðstu samsömun í gegnum fana (slæö- una). En reyndar er vott af slíkum kröfum að finna í kristninni og ýmsum handbókum kommúnista frá „góðu árunum“. Þannig að maður kannast við tóbakið og hlýt- ur að fagna ilminum og er feginn því að engin ný grös með nýtt umbylt eðli, vegna erfðafrumufals- ana, skuli hafa bæst við Flóru íslands í stjórnmálum. Hins vegar hlýtur maður að harma það, hvað Ólafur Ragnar Grímsson er lengi að taka viö sér, nýkjörinn og ferskur, að ætla mætti. Og það er vonandi að hann hafl ekki sofnað á sínu lárviðar- grasi. Annaö eins hefur þó gerst, að orðhákar hafi reynst vera svefn- purkur. Lítil þjóð hefur þó ekki efni á því að eiga marga sofandi stjórn- málaflokka. í fábrotnu samfélagi verða að vera átök, annars lognast allt út af úti í fjósi jórturdýra. Okk- ar þarf að gera sér grein fyrir ríkustu andstæðum sínum, þeim sem ríkja í því sem hefur verið kallað baráttunni um brauðið og einkennast af átökum milli hægri- og vinstriaflanna. Þjóð sem á engan öflugan vinstriflokk er hálfgerð ómynd og ekki til stórræðanna, vegna þess að ef hann er ekki til hverfa hægriöflin strax út á ystu nöf. Þjóðlífið verður hálf máttvana, þótt það kunni að vera með óskap- legan bægslagang. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- bandalagið hafa'verið bundin svo órjúfanlegum togstreituböndum hingað til, að þegar út úr öðrum hefur sprottið óþægur angi, hefur áþekkur óþægðarormur sprottið út úr hinum. Andi „gömlu kom- manna“ og „gamla íhaldsins" hefur verið ríkjandi í stjórnmála- byggingu okkar fram að þessu. Og þegar hugsjónaleg kvenna- eða kvenhyggjudeild losnaði frá flokki vinstrimanna í líki Kvennalista, þá var auðvitað þess ekki langt að bíða aö hliðstæða en þó andstæða í karl- mannslíki losnaði eins og band- ormur frá hægrimönnum í líki Borgaraflokksins. Forvígismönn- um hinna ríku andstæðna ber því að fara með gát í flokkum sínum og rækta vitið í fótunum ekki síður en hitt sem ku búa í höfðinu. Og það er þannig með þjóðarlíka- mann, að þótt svo virðist sem hægri fóturinn viti ekki hvert sá vinstri stefnir, fylgjast fæturnir vel með hvor öðrum og vita að stefnan er nokkurn veginn sú sama, annars kæmist þjóðarlíkaminn ekki úr stað. í flestum tilvikum eru lætin í fótunum bara sett á svið fyrir inn- yflin - allan almenning. Sjálfir eru þeir samstígir. Fætumir mættu vera minnugir þess, bæði sá hægri og vinstri, að það getur aldrei veriö mikið fjör í þeim og að þeir verða fljótt lúnir og komast ekki á fjallið, hvernig sem skófatnaðurinn er, nema matnum sé deilt nokkum veginn jafnt í innyflunum, hvert sem kyn þeirra kann að vera, hvort sem það er nú maginn eða görnin. En öðru fremur hefur þjóðarlíkaminn þörf fyrir hugsjón, svo hann geti hreyft sig, stundum á skrykkjóttan hátt og kannski broslegan, en hin lífs- nauðsynlega sjón heldur honum „gangandi". Og þaö vita Kvennalis- takonurnar betur en fólk í öðrum stjórnmálaflokkum, og það góða við þær er, að þær eru ekkert spé- hræddar, þótt sú almenna hræðsla hafi þjáð okkur íslendinga kannski meira en nokkur önnur hræðsla. Það að ala á henni og ala menn og konur upp í henni var runnið jafnt undan rifjum karla og kvenna - á meðan íslenska samfélagið var í aldagömlu jafnvægi og hvaðeina var stílað upp á já og amen á öllum sviöum. Guðbergur Bergsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.