Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
15
Þegar drepiö er niður penna, nú
í vikulokin, má víöa koma viö. Þaö
slitnaði upp úr viðræðum milli aö-
ila vinnumarkaöarins með köldum
kveðjum. Maður gengur undir
manns hönd og spáir gengisfell-
ingu. Davíð borgarstjóri hefur
mætt vaxandi andstöðu gegn ráð-
húsinu, skoðanakannanir benda til
hreyfinga á flokkafylgi og síðast en
ekki síst hafa fiskveiðimál verið í
brennidepli. Þetta eru alvörumál-
in, en ætli Bubbi Morthens hafi
ekki stolið senunni þegar upplýst
var að nýja platan hans væri seld
í sjö þúsund eintökum áður en hún
kom út! Geri aðrir þungavigtar-
menn betur.
Ég læt lítið með skylmingamar í
kjaramálunum. Þær eru eins og við
má búast meðan enn er langt í land
og hvorugur þarf á fórnum að
halda í augnablikinu. Þeir tefla af
jafnmikilli kunnáttu í karphúsinu
eins og Karpov og Kasparov í Se-
villa enda eru afleikir dýrkeyptir í
upphafi hverrar skákar og ekki al-
gengir hjá þeim sem kunna byijan-
ir.
Talið um gengisfellingu er fyrsta
feigðarmerkiö á fastgengisstefn-
unni. Almenningur skilur áður en
skellur í tönnum og spákaup-
mennskan heldur innreið sína, sem
enn og aftur flýtir fyrir gengisfell-
ingunni. Rikisstjómin ber sig
karlmannlega og vísar henni jafn-
harðan á bug, en það er eins og í
handboltanum, erfitt að veijast
þegar helmingurinn af liðinu er
annaðhvort kominn út af eða skil-
inn eftir á hinum vallarhelmingn-
um. Markmaðurinn má sín lítils
þegar brostinn er á flótti í lið-
inu.
Viðleitni ríkisstjómarinnar til að
halda í fast gengi er virðingarverð-
asta tilraun síðari ára til að koma
skikki á efnahagsbúskapinn. Sú
stefna hefur skapað gmndvöll fyrir
spamaði, framfórum og stöðug-
leika og verið ánægjulegasta
tímabilið í síðari tíma sögu þjóðar-
innar, allt frá árdögum viðreisnar.
Þvi miður em ýmis teikn á lofti um
að nú sé þetta tímabil á enda.
Skuldadagamir eru að renna upp
þótt menn beiji höfðinu við stein-
inn enn um sinn. Það mun senni-
lega verða gert fram yfir áramótin
og jafnvel fram yfir nýja kjara-
samninga. En svo skellur fárviörið
á. Það sér hver óvitlaus maður.
Ráðhúsið íTjörninni
Deilan um ráðhúsið við Tjömina
kann að virðast léttvæg. Meirihluti
borgarstjórnar undir forystu Dav-
íðs Oddssonar hefur tekið ákvörð-
un um að reisa húsið' á þessum
stað. Eins og reyndar er hlutverk
borgarstjórnar um úthlutun lóða,
byggingar mannvirkja og skipulag
borgar. Málið er hins vegar við-
kvæmara fyrir þá sök að nú á að
raska og bylta þeirri mynd sem
gamli miðbærinn í Reykjavik hefur
haft um okkar daga. Norðvestur-
hluta Tjarnarinnar á að breyta í
byggingarlóö og stór hluti Reykvík-
inga er því andvígur. Á fjölmenn-
um útifundi um síðustu helgi voru
tíunduð margvísleg rök sem mæla
gegn þessari ákvörðun. Bent er á
lífríki Tjarnarinnar, umferðar-
þunga, umhverfisröskun, smekk-
leysu í ljósi þess svipmóts sem
einkennir næsta nágrenni og svo
framvegis og svo framvegis. Það
sem mestu ræður er þó af tilfinn-
ingalegum toga. Reykvíkingum
þykir vænt um Tjörnina sína og
það einfalda en fjölskrúðuga lífríki
sem dafnaö hefur meðal manna og
fugla á þessum slóðum. Þeir vilja
varðveita minninguna og menn-
inguna sem tengd er átthögunum.
Sjálfsagt má leiða rök að þvi að
andstaðan gegn ráðhúsinu í Tjörn-
inni sé að einhverju leyti sprottin
af flokkspólitískum ástæðum. And-
stæðingar meirihlutans í borgar-
stjórn vilja magna upp illindi og
andúð á meintum yfirgangi borgar-
stjórans og grafa þannig undan
honum. En hún er miklu víðtæk-
ari.
Sár í hjartastað
Sjálfur er ég eindreginn stuðn-
ingsmaður sjálfstæðismannanna í
borgarstjóminni, en ég hef ekki
ennþá heyrt skynsamleg rök sem
sannfæra mig um réttmæti þess að
troða ráðhúsi niður á þennan stað.
Og svo er um marga, marga fleiri
Reykvíkinga og þá ekiú síður í hópi
þeirra sem hafa alið allan sinn ald-
ur í höfuðborginni og kosið rétt.
Þetta fólk hefur valið sér borgar-
stjórnarmeirihluta og borgarstjóra
vegna þess að það hefur treyst þvi
aö þeir menn haldi um málefni
borgarinnar af nærgætni og víð-
sýni, fórni ekki verðmætum
borgarlífsins á altari flottræfils-
háttar og tillitsleysis gagnvart sögu
ReyKjavíkur.
Þessir borgarbúar hafa hins veg-
ar fullan rétt á þvi að láta skoðanir
sínar í ljós og standa á þeim án
þess að þurfa að sitja undir því að
flokkast í hóp kommúnista eða
óvildarmanna borgarstjórans þótt
það sé ekki sammála honum í einu
og öllu. Það er mikill misskilningur
og pólitískur vanþroski að virða
ekki tilfinningar og gera sér ekki
grein fyrir undiröldunni þegar hún
fellur að landi. Sú undiralda, sem
nú hefur risið og birtist í endur-
teknum skoðanakönnunum um
meirihlutaandstöðu gegn ráðhús-
inu, er orðsending til ráöamanna
borgarinnar að fara sér hægt í
þessu ráðhúsmáli.
Þaö er auðvitað hægt að keyra
málið áfram og láta Reykvíkinga
sitja uppi með orðinn hlut þegar
ráðhúsiö er risið, hafa vit fyrir
lýönum og segja svo við vígsluat-
höfnina: Hérna er mátturinn,
héma er dýrðin. Hver er á móti
svona undurfallegri höll? Þetta hef-
ur svo sem verið gert áður, en
borgarstjóri yrði maður að meiri
ef hann viðurkenndi og skildi að
hér er ekki verið að takast á um
vald hans eða persónu heldur mál
sem kann að skilja eftir sár, ekki
aðeins í pólitiskum skilningi held-
ur og í hjartastað. Sár í hjartastað
borgarinnar og borgarbúa.
Ekki orð um frelsið
í þeim skoðanakönnunum, sem
birst hafa að undanfórnu, kemur
fram að Sjálfstæðisflokkurinn situr
enn í sömu lægðinni og í kosning-
unum í vor. Eða svo gott sem. Hann
hefur enn ekki náö sér eftir rot-
höggið. Ef hann vill rakna úr rotinu
og ná sínum fyrri styrk er öllu öðru
mikilvægara að flokkurinn og for-
ysta hans tali til tilfinninga fólks-
ins, í stað þess að styrkja þá ímynd
sem varð honum meðal annars að
falli, aö vera stirður og staðnaður
kerfisflokkur.
Fyrir skömmu gaf Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra sex útflytj-
endum leyfi til sölu á frystum fiski
til Bandaríkjanna. Með þessari á-
kvörðun er Jón að brjóta á bak
aftur þá einokun sem Sölumiðstöð-
in og Sambandið hafa haft á
markaðnum fyrir vestan. Hann er
að hrinda verslunarfrelsinu í fram-
kvæmd á þessum vettvangi.
En hver eru viðbrögð Sjálfstæðis-
flokksins, flokks fijálsræðisins?
Formaðurinn hefur það eitt að
segja að ákvörðun Jóns sé móðgun
við Steingrím utanríkisráðherra!
Ekki orð um frelsið. Ekki orð um
breytta viðskiptahætti. Eru þetta
undirtektir sem sæma flokki sem
kennir sig við frelsið? Eru þetta
viöbrögð sem hrista það óorð af
Sjálfstæðisflokknum að hann sé
fulltrúi hagsmunasamtakanna,
hinna fáu sterku og ríku sem njóta
forréttindanna? Frelsið og lýðræð-
ið er einmitt í þvi fólgið að allir
sitji við sama borð og fólkið fái að
tala og tjá sig, spreyta sig og spyrna
við fótum þegar gengið er á rétt
þess og vilja. Sjálfstæðismenn eru
sjálfstæðismenn af því þeir hafna
ofstjóm, ráðríki og forréttindum.
Þetta eiga þeir að hafa í huga, sem
nú era í forystu fyrir Sjálfstæðis-
flokknum, ef þeir bera annað fyrir
bijósti heldur en persónur sínar
og pótemkintjöld til einnar nætur.
Einyrkinn
Fiskveiöistefnan hefur mjög ver-
ið á dagskrá og það að vonum.
Kvótaskiptingin hefur verið hemill
á sfjórnlausar veiðar en hún hefur
jafnframt dregið fram í dagsljósið
þá afleiðingu að kvótinn er orðinn
að verslunarvöru fámenns hóps
sem nýtur úthlutunar á auðlind
sem er þjóðarinnar allrar. Fiskur-
inn í sjónum er að verða einkaeign
útgerðarinnar og í skjóli þeirra for-
réttinda ganga kvótar kaupum og
sölum með skipum sem margfald-
ast í verði af þeim sökum. Það
ástand getur ekki gengið þótt menn
séu ekki á eitt sáttir hvað skuli
koma í staðinn. Ekki ætla ég mér
þá dul að segja því ágæta fólki fyr-
ir verkum sem hefur lifibrauð sitt
af sjósókninni. Á þessari stundu
veit ég hvaö er rangt en ekki hvað
er rétt.
Um einn anga þessa mikilvæga
deilumáls get ég þó ekki orða bund-
ist. Trillukarlar hafa látiö í sér
heyra og það með svo skeleggum
og sannfærandi hætti að enginn
vegur er aö hundsa þá. Hér er hinn
dæmigerði einkaframtaksmaður,
einyrkinn á sjónum sem byggir af-
komu sína á eigin áhættu, eigin
afla, eigin rammleik. Vel má veia
að í augum stórveldanna í útgerð-
inni, í útreikningum kvótamanna
kontóranna og í krafti kerfisins sé
lítið rúm fyrir litla manninn í
bransanum. En hér og nú og enn
og aftur stendur pólitíkin frammi
fyrir þeirri þrálátu spumingu
hvort valdiö sé til fyrir hinn stóra
eða til verndar hinum smáa.
Maður meðal jafningja
Er manneskjan einhvers virði? Á
að taka tillit til tilfinninga reyk-
vískra kjósenda sem vilja vernda
Tjömina? Á að hleypa frelsinu inn
um gættina í útflutningi sjávarafla
og afnema einokunina? Á að taka
upp hanskann fyrir trillukariinn
sem er tákn sjáífsbjargarviðleitn-
innar? Hvar er það afl í pólitíkinni
sem svarar kalli timans og vill
feykja burtu ofstjórninni og ólög-
unum og óloftinu í fúskaðri stjóra-
sýslu?
Hver sá stjómmálamaður, sem
gengur fram fyrir skjöldu og skilur
að stjómmálin standa á tímamót-
um að þessu leyti, er maður síns
tíma. Hann skilur si m vitjunar-
tíma
Menn leiða ekki fólk til réttrar
áttar með þvi að reka það á undan
sér. Menn þjóna ekki frelsinu með
þvi að hundsa það. Vandinn við
valdið er að hafa vald yfir sjálfum
sér. Xenophon leiddi her sinn til
sjávar yfir eyðimörkina og heims-
álfuna forðum daga með því að
ganga við hliöina á hermönnum
sínum, samsíða og jafnfætis. Hann
var einn af mörgum, maður meðal
jafningja. Þvi aðeins var hann góð-
ur hershöfðingi að hann gleymdi
því aldrei að líf hans var komið
undir lífi hinna. Hann var fólksins
en fólkiö ekki hans.
Ef stjómmálamennimir okkar
temdu sér ofurlitla ögn af mann-
eskjulegu tilliti, legðu við hlustir
þegar undiraldan fellur að landi og
settu fingurinn á slagæð tilfinning-
anna þá er valdið og vegurinn
þeirra. Þá þurfa þeir ekkert aö ótt-
ast, ekki einu sinni sitt eigið vald.
Ellert B. Schram