Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Page 18
18 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. Sjónvarpsmynd um Ludwig D. Bæjarakonung á Stöð 2 Ævintýrakonungurmn eyddi öllu í hallir Undanfarnar vikur hafa þættir um Ludvig II., konung Bæjaralands á árunum 1864 til 1886, verið sýndir á Stöð 2. Upphaflega var þetta kvik- mynd sem ítalski leikstjórinn Luc- hino Visconti lauk við að gera árið 1972. Þetta var ein af seinustu mynd- um hans og átti að verða sannkölluð stórmynd. Það kom þó á daginn að illmögulegt var aö taka verkið til sýninga í kvikmyndahúsum vegna þess að sýningartiminn er á fimmtu klukkustund. Fyrst var gripið til þess ráðs að gera stytta útgáfu af myndinni en það gekk ekki. Myndin lá því í þagnar- gildi næstu árin eða þar til ítalska sjónvarpsfyrirtækið Sacis keypti hóf ekki kvikmyndagerð sjálfur fyrr en á stríðsárunum síðari þegar hann var kominn fast að fertugu. Áður hafði hann þó aðstoðaö við leik- stjórn, gerð leikmynda og búninga. í myndinni um Ludwig II. er óhófið í lífi aðalsins óspart dregið fram í dagsljósiö og stórmennskubrjálæöi konungsins er þungamiðja myndar- innar. Þetta var líf sem Visconti þekkti og ólst upp við. En þrátt fyrir ættir sínar gerðist Vinsconti hallur undir kommúnisma þegar hann dvaldi í París skömmu fyrir 1930 þeg- ar hann aðstoðaði franska leikstjór- ann Jean Renoir. Mörgum þótti þetta þverstæðukennt því Visconti samdi sig eftir sem áður að háttum aðals- manna i baráttunni gegn fasisma Mussolinis. Visconti var bannað að gera þessa mynd og hann brá þá á það ráð að gera handrit eftir skáld- sögu James Cain: Póstmaðurinn hringir alltaf tvisvar. Þessi saga hef- ur verið vinsælt viðfangsefni kvikmyndaleikstjóra og síðast var gerð mynd eftir henni árið 1981 og var sú útgáfa sýnd í sjónvarpinu fyr- ir skömmu. Visconti lauk við þessa frumraun sína í kvikmyndagerð árið 1942 og fékk lof fyrir. Hann ákvað því að halda áfram á sömu braut og sendi frá sér myndir á nokkurra ára fresti næstu árin. Hann hlaut snemma al- þjóðlega viðurkenningu þótt hann þætti nokkuö mistækur í myndum sínum. Hann færði einnig upp óperur og leikrit á árunum eftir stríð og átti meðal annars dijúgan þátt í að koma Maríu Callas á framfæri. Misheppnað stórvirki En það var stórmyndin um Ludwig II., konung af Bæjaralandi, sem hann lagði krafta sína í þegar hann var kominn á efri ár. Hann bæði leik- stýrði myndinni og átti stóran hlut að gerð handritsins. Myndin hlaut slaka dóma og haft var á orði að hún bæri ekki vitni um annað en mis- heppnaða stórmennsku, rétt eins og efnið var um misheppnað stórmenni. Kvikmyndagagnrýnandinn Haliwell, sem ekki er vanur að bera lof á síð- ari tima myndir, sagði að atburða- rásin drægi lappimar. Aðalleikaramir, þau Helmut Ber- ger, sem leikur konunginn, og Romy Schneider, sem leikur frænku kon- ungs, fengu þó góða dóma. Að vísu þótti þetta kaldlynd og tilflnninga- laus útgáfa af Ludwig Et. hjá Berger en það var ekki síður skrifað á reikn- ing leikstjórans. Það er Trevor Howard sem leikur tónskáldið Ric- hard Wagner sem var skjólstæðingur konungsins og örlagavaldur í lífi hans. Þátt fyrir harða gagnrýni hrifust menn af umgjörð myndarinnar og glæsilek í búningum og sviðsmynd í þessum sal í Neuschwanstein hljómaði tónlist Wagners veturinn 1864 til 1865. Hún heyrðist ekki aftur þar tyrr en Hitler efndi til Wagnertónleika í salnum árið 1934. hana og skipti niður í fjóra sjón- varpsþætti. Þættirnir, sem hér eru sýndir, eru því framútgáfa verksins eins og Visconti skilaði því af sér. Aðalsmaður í kvikmyndagerð Luchino Visconti var einn virtasti kvikmyndaleikstjóri ítala þótt ekki liggi eftir hann margar myndir. Hann var aðalsmaður, fæddur árið 1906 í Mílanó og hét fullu nafni Don Luchino Visconti di Modrone og var greifi aö nafnbót. Hann lést árið 1976, skömmu eftir að hann lauk við síð- ustu mynd sína sem hann kallaði Sakleysingjann. Visconti þótt sérstæður persónu- leiki og framan af ævi lifði hann í iðjuleysi aðalsmannsins og stundaði hrossarækt milli þess sem hann gaf sig aö listum og menningarlífi. Hann manna og lifði hátt. Lífsstíll hans þótti jafnvel minna á lifnaðarhætti aðalsmanna á miðöldum. Enn er þar komin samsvörum við ævintýra- kónginn Ludwig II. í Hollywood með Laxness Árið 1930 hélt Visconti vestur um haf og ætlaði að freista gaéfunnar í Hollywood líkt og Halldór Laxness. Hollywood hreif hann þó ekki frekar en Laxness og hann sneri aftur heim til Ítalíu vonsvikinn yfir menningar- leysi háborgar kvikmyndanna. Eftir að stríðið var skollið á aðstoð- aði hann við tökur á mynd sem gerð var eftir óperunni La Tosca og eftir það ákvað hann að gera kvikmynd á eigin spýtur. Hann gerði handrit eftir skáldsögu Sikileyingsins Giovanni Verga sem var átrúnaðargoð vinstri- Ævintýrakon- ungurinn i öllu sínu veldi á mál- verki frá árinu 1882.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.