Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Síða 20
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
Auður Haralds sendir
frá sér ská
• •
Oraiu Deisí
- sem er ung, há,
feig og ljóshærð
20
- segirAuðurHaralds
„Æ, þetta er svona kaupfélags-
bóksagðí Auður Haralds rlthöf-
undur er DV sló á þráðinn til
hennar alla leiö til Rómar. „Út
af fyrir sig stæling af lapþunnum
róman,“ hélt hún áfram. Auður
skrifar bókina bæði sem sögu-
þráð um unga stúlku sem mætir
í ýmsum óvæntum og ógn-
þrungnum örlögum og sem
dagbók um það hvernig bókin er
skrifuð.
- Er ekki erfitt að skrifa bók með
þessum hætti?
,J>að er alltaf erfltt að skrifa
bók,“ svaraði Auður milli þess
sem hún öskraði á heimiliskött-
inn sem gerði sig líklegan til að
stela kjúklingnum sem átti að
verakvöldveröurinn. „Mérfinnst
meira að segja erfltt að skrifa
jólakort og póstkort vegna þess
að það kemst svo lítið fyxir á þeim
eða plássið er of mikið fyrir lítið.
„í bókinni er mikið af mannlýs-
ingum, þetta eru þtjár bækur í
einni. í fyrsta lagi er þetta róman
og búið spil. í öðru lagi er bókin
lengri en róman með söguþræði
og tilþrifum, í þriðja lagi er í
henni bókmenntalegt ívaf og í
fjórða lagi er hún eins og hámær-
ingin sem þeir eru alltaf aö
auglýsa í sjónvarpinu - hún virk-
ar bara þar sem hárið þarf á
næringunni að halda. Menn geta
tekið bókina eins og þeir vilja og
lesið það úr henni sem hentar
þeim best,“ sagði Auður enn-
fremur.
Hún sendir frá sér tvær bækur
fyrir þessi jói. Ung, há, feig og
ljóshærö og hinstu bókina um
Elías eins og hún sjálf orðar það.
„Ég er byrjuö aö föndra við tvær'
aðrar bækur, önnur er kaupfé-
lagsbók en hin ferðahandbók,
nokkurs konar kennsluhand-
bók.“
- Getur þú lifað á ritstörfunum?
„Nei, ég rétt get étiö þau,“ svar-
aði Auður og bættí þvi við að
ítalskt þjóðlífgæti orðið óþolandi
þreytandi „Eg fæ aldrei nein
yfirlit frá bankanum og veit því
ekkert hvernig fjárhagurinn
stendur. Ef ég ætla að kaupa fri-
merki þá er pósthúsið lokaö
vegna jarðarfarar og ef ég ætla í
strætó þá ganga þeir ekki sökum
verkfalls. Og þegar ég fór út í
banka þá lokuðu þeir einmitt þeg-
ar ég var aö koma í einhvetju
mótmælaskyni. Þannig hefur allt
gengið á afturfótunum hjá mér
þvi núna hefur ritvélin rain gefið
upp öndina og ég hef ekki efiii á
viðgerðinni. Þetta er sem sagt allt
geggjað.“
- Af hveiju kemur þú þá ekki
heim?
„Máliö er einfaldlega þaö að ég
hef ekki efiu á því heldur. Ég gef
fjórum köttum aö éta og einum
hundi auk fjölskyldunnar," sagði
Auöur sem nú hefur veriö búsett
á Ítalíu í þrjú ár. „Ég ætlaði að
vera hér í smátíma og fá hvíld frá
þessu yfirgengilega þjóðfélagi
heima og hér hef ég verið og hef
ekki einu sinni heitt vatn. Krakk-
amir kunna vel við sig og ég hef
aölagast umhverflnu,“ sagöi
Auður Haralds og henti nú sím-
anumfrásértilaðnáíkvöldmat- j
inn sem var að stinga af ásamt
einum heimiliskettinum.
-ELA
Uss, það er enginn vandi að skrifa
ástarsögu. Maður notar:
1 unga fagra saklausa stúlku.
1 ungan dökkhærðan mann, illa inn-
rættan.
1 ungan ljóshærðan mann, vel inn-
rættan.
3-7 aukapersónur með ógreinilegt
innræti sem má láta bregðast til
beggja vona eftir þörfum og fram-
vindu.
1 plott.
Piottið er oftast gert úr misskiln-
ingi, einum eða íleiri. Þeirmega vera
hvernig sem er. Að auki er gott að
nota 1 laungetnaö ogl nisti, (það var
Dickens sem kom þessari nistishefð
af stað). Svigrúmið í laungetnuðum
er ekkert, öfugt við misskilningana,
þvíþað eralltafHún sem erlaundótt-
ir, hann er bara -son.
Lengi vel nægði þetta til að byggja
upp óbærilega spennu. En nú viil
lesandinn aksjón og vonda stjúpan
stendur ekki ein undir blóðþorsta
neytandans. Þvíhefurástarsögunum
bæst liðsauki í formi glæpamanna.
Er nú unga sakiausa stúlkan látin
sæta illgjörðum stjúpunnar, vera í
stöðugri sálarkreppu af því hún veit
ekki hvom hún elskar ogjafnframt
berjast við ográða niðurlögum eitur-
lyfjasmyglara, alþjóðanjósnanets eða
voidugs glæpahrings. Það gerir hún
með annarri hendi því með hinni
styðurhún sig stanslaust viðsterkan
arm annars hvors vonbiðla sinna til
skiptis.
Lýsingar úr öllum áttum
Þeir redda þessu svo á endanum,
en á milli fyrsta kapítula þar sem
maður lemur sakleysi, fegurð og ves-
öld stúlkunnar inn í lesandann og
síðasta kafla þar sem allirfá makleg
málagjöld, eru oft tvö hundruð síður.
Þær þarf að fylla.
Hefðbundið uppfyllingarefni eru
lýsingar á fatnaði og innréttingum.
Það er mjög hentugt því sköpunar-
gáfan hvílist svo vel á meðan maður
veitir sér upp úr hnappagötun, skó-
leðri, blómaskreytingum, viðarteg-
undum, áklæði og gluggatjöldum.
Þau síðustu eru að auki nokkuð virk-
ir þátttakendur í sögunni: Alltaf að
bærast.
Með trukki og tMnningu tók ég
Önnu Deisí, skellti henni inn íalelda
bygginguna og tók til við að lýsa fót-
um og húsbúnaði.
í miðjum kafla varð mér ljóst að
Anna Deisí var brunnin inni og ég
ekki hálfnuð með húsgögnin.
Ég varð að byrja upp á nýtt.
Hervirki í flugstöð
Svarthæröi, beinvaxni, holdgranni
maðurinn gekk niður flugvélatröpp-
umar. Hann bar kamelullarfrakk-
ann lausan á herðunum yfir svörtum
hrásilkijakkafótunum. Hægri hönd-
in drap niður silfurslegnum göngu-
staf.
Andlitið undir tinnusvörtu hárinu
var óvenjuhvítt. Það hefði verið
kvenlega fingert með rauðum amor-
boga varanna, ef reisnarlegt kónga-
nef hefði ekki komiö því til bjargar.
Augun vom hálflukt.
Maðurinn haföi rétt hafið göngu
sína eftir löngum göngum flugstöðv-
arinnar, þegar ópersónuleg rödd hóf
tilkynningar í hátalarakerfið:
„Takið eftir: Farþegar með flugi 212
frá Beirut em beðnir að ganga inn í
móttökusal númer ellefu. Við endur-
tökum...“ '
Maðurinn gekk beint áfram án þess
að fórlast eitt andartak. Fyrir framan
hann beygði móðir sig niður og þreif
upp lítið barn. Hann vék sér fram
hjá henni án þess aö virða óttasvip
hennar viðlits.
Móttökusalur númer ellefu var
enginn móttökusalur. Hann var her-
virki. Svo var andrúmsloftið og
þéttar raðir hermannanna þrúgandi,
að ekkert heyrðist þar annað en
stuttaraleg skipun undirforingjans
við dymar:
„Afhenda skilríki hér.“
Maðurinn dró upp vegabréf, af-
henti það og fékk sér sæti. Hann sat
hreyfmgarlaus þar til nafn hans var
kallað upp. Þá gekk hann fínlegum
skrefum inn í hliðarherbergiö líkt og
hann hefði eytt þægilegri stundu á
handsnyrtistofunni.
Austurlensk teppi
„Signor Cabal?“ sagði yfirforing-
inn stuttlega og hélt vegabréfi
mannsins líkt og óhreinindum á milli
tveggja fmgra.
„Don Alexandro Filipippo Ramon
Gualjar des Valles de Cabal, mark-
greifi," svaraði maðurinn kuldalega.
„Signor Cabal...“ byijaði yfirfor-
inginn.
„Cabal markgreifi,“ endurtók
portúgalski markgreifinn og biks-
vört, ísköld augu hans nístu yfirfor-
ingjann.
„Þér hafið farið fjórum sinnum til
Austurlanda nær á átta vikum,“
sagði herforinginn og sleppti öllum
titlum. „Getið þér sagt mér hvert
erindi yðar var?“
„Ég versla með austurlensk teppi,“
svaraði markgreifmn.
„Og seljast þau svona ört?“
„Viöskiptavinir mínir em í sér-
flokki. Þeir gera sérkröfur. Ég
uppfylli þær.“
„Emð þér að koma úr viðskipta-
ferð?“
„Já.“
„Emð þér með einhver skjöl þar
að lútandi?" Yfirforinginn horfði
hlakkandi á portúgalska markgreif-
ann. Hann var ekki með neina
skjalamöppu. Kaupsýslumaður án
skjalamöppu? Óhugsandi.
„Þau era í farangri mínum.“
„Og þér þorið að geyma þau þar?“
„Hafið þér nokkm sinni borið það
saman að hrifsa þunga ferðatösku
annars vegar og létta skjalamöppu
hins vegar og hlaupast á brott með
hana? Ég veit ekki betur en að meira
að segja opinberar tölur,“ markgreif-
inn lagði áherslu á „opinberar“ og
ýfði nasavængina fyrirlitlega, „segi
að sérgrein smáþjófa Rómaborgar sé
að hrifsa handtöskur og sKjala-
möppur, fólki að óvörurn."
Harðir drættimir í kringum munn
yfirherforingjans hörðnuðu. Hatur
hans á yfirstéttum og aðli var jafn-
mikið og óttablandin virðing hans
fyrir hinum sömu.
„Þér hafið valið skynsamlega leið,“
píndi hann út úr sér. „En óþægilega
á þessu augnabliki. Emð þér ekki
með neitt á yður sem getur stutt
framburð yðar?
Portúgalski markgreifmn renndi
hvítri hendi niður í innri bijóstvas-
ann á hrásilkijakkanum.
„Aðeins þetta,“ sagði hann og rétti
fram samanbrotið blað. „Þetta nægir
mér ef farangur minn hverfur. En
segir yður eflaust lítið. Það er ekki
hægt að ætlast til að þér kannist við
hinar ýmsu gerðir austurlenskra
teppa.“ Raddblærinn sargaði á
minnimáttarkenndum hérforingj-
ans.
Portúgalskur markgreifi á
lakkskóm
Hann fletti sundur blaðinu. Laun
yfirforingja í herlögreglunni gera
ekki ráð fyrir miklum innkaupum á
austurlenskum teppum, en þó hafð’
foringjanum tekist að komast yfir tvo
smærri bleðla fyrir mútufé sem hann
hafði þegið. Hann las líka alltaf aug-
lýsingar. teppaverslana. Það gaf
honum þá þægilegu tilfmningu að
hann væri að hugsa um að fjárfesta.
Þrjú nöfn á blaðinu komu honum
kunnuglega fyrir sjónir. Þá fannst
honum hann kannast við öll nema
eitt.
„Og þessar tölur?“ spurði hann,
fremur til að draga viðtalið á langinn.
„Innborganir, tilboð, verð,“ svar-
aði portúgalski markgreifinn, spar á
orð.
Yfirherforinginn horfði andartak á
tölumar, blindur af öfund.
„Þér megið fara,“ sagði hann og lét
pappírsörkina falla á borðið. „Það
verður fylgst meö yður,“ bætti hann
við.
„Það,“ sagði portúgalski mark-
greifinn og drög að hæðnisbrosi
snertu varir hans, „er eins konar
atvinnusjúkdómur okkar teppa-
kaupsýslumanna. Ég mun strax láta
vin minn, Cavolo ofursta, vita af því.
Hann getur þá fylgst með mér per-
sónulega á meðan viö snæðum
kvöldverð í kvöld.“
Herforinginn svitnaði undir húf-
inni. Var markgreifinn að blekkja
hann? Eða þekkti hann sjálfan æðsta
yfirmann herlögreglunnar?
Portúgalski markgreifmn tók
pappíra sína upp af borðinu. Síðan
gekk hann teinréttur út úr herberg-
inu á svörtu lakkskónum. Hann
kitlaði ekki einu sinni í hnakkann.
Sprenging í tólf hæöa húsi
Farangur farþeganna var ekki
kominn í farangursafhendinguna.
Það var af því aö sprengjuleitarsér-
fræðingamir, eiturlyfjasveitin og
hundamir vora að hluta hann í
frumeindir sínar. Það tæki sinn tíma.
Nema að koma honum saman aftur.
Þá var öllu hent í einni bendu ofan
í töskumar. í þeim tilvikum sem þeir
hlutuðu ekki sundur töskumar líka.
Markgreifinn yppti nærri ósýni-
lega öxlum og gekk inn í símaklefa.
Hann valdi innanbæjamúmer. í stað
hringingar kom slitin upptaka sím-
stöðvarinnar: „Númeriö sem þér
hringið í hefur verið tekið úr sam-
bandi, um tíma.“
Greifinn lyfti annarri augabrún-
inni. Hann valdi númerið aftur.
Sama slitna upptakan gerði vart við
sig í eyra hans. Hann var ekki frá
því, að hún væri nú ögn slitnari en
fyrir hálfri mínútu síðan.
Hann yfirgaf símaklefann og gekk
að bamum.
„Einn sambuca," sagði hann við
barþjóninn. Sá kom óðara með glas
af glærum líkjör. Portúgalski mark-
greifinn horfði með viðbjóði niður í
glasið.
„Það vantar, sýnist mér, fluguna,"
sagði hann og otaði glasinu að bar-
þjóninum.
„Afsakið, herra,“ sagði barþjónn-
inn og lét strax tvær kaffibaunir falla
ofan í glasið.
„Og hvaða hermdarverk hafa verið
framin á meðan ég hef verið í burtu?“
spurði markgreifinn barþjóninn
kumpánlega þegar hann tók við glas-
inu. Hann hafði megnustu viður-
styggð á að halda uppi samræðum
við barþjóna.
„Ja, það síðasta var bara fyrir
klukkutíma síðan,“ svaraði barþjón-
inn flaumósa í gleði sinni. Hann var
tjáningarheftur í þessu starfi. Það
em engir fastagestir í flughöfnum
sem fylgjast með hálsbólgu bamanna
og afborgununum af bílnum. „Þeir
sprengdu upp tólf hæða hús á Via
Veneto. Það er þess vegna sem þessi
læti eru þarna,“ hann hnykkti höfð-
inu í átt að móttökusal númer ellefu.
„Þeir halda að einhver farþeganna
hafi haft með það að gera.“
„Mjög líklegt. Einhver um borð
sprengdi upp byggingu á Via Veneto
á meðan vélin var yfir Miðjaröar-
hafinu. Trúlega er það svo.“ Hann
tæmdi glasið, beit kaffibaunimar
grimmdarlega sundur og yfirgaf bar-
inn. í tvo sólarhringa samfleytt velti
barþjónninn starfsaðferðum lögregl-
unnar fyrir sér.
Reykingar bannaðar
Portúgalski markgreifmn fékk
seint og síðar meir farangur sinn og
ákvað samstundis að setja allt inni-
haldið í þvott án þess aö snerta það.
Hann dró á sig hanskana áður en
hann lyfti töskunum upp á þar til
gerða kerra.
Fyrir utan svaraði hann spumingu
leigubílstjórans með: „Við skulum
aka upp Via Veneto.“
Síðan hallaöi hann sér aftur í sæt-
inu og skoðaði flennistór spjöldin
sem bönnuðu reykingar í bifreiðinni.
„Ósmekklegt," hugsað hann, dró
upp silfurmunnstykki, stakk í það
tyrkneskum vindlingi og bar að hon-
um eld.
(Millifyrirsagnir eru blaðsins)