Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
Popp
Sj á roðann í austri
Rauð jól framundan. Rauðir fletir á plötu. Mamma var Rússi á plötu. Ungir
menn að hasla sér völl. Eldri menn að hasla sér völl, að nýju. Allir mennimir
hafa það sama í huga, að bylta núverandi ástandi í tónhstarlífi landsins til hins
betra. Þorsteinn J. Vilhjálmsson lýkur upp litabókinni í helgarpoppinu í dag.
„Draumur okkar
allra“
Sérhvert band dreymir um breið-
skífu. Það gerir tilvist hljómsveitar
áþreifanlega. Ekki síst er stór plata
minnisvarði um framlag viðkomandi
til tónhstarsögunnar, löngu eftir
hijómsveitin sjálf hefur hlotið hvíld
í náðarfaðmi tónUstargyðjunnar.
Rauðir fletir hafa nú fengið sinn
draum uppfylltan. Fjögurra laga -
platan Ljónaskógar, sem kom út í
fyrra, telst ekki fullgild. Sú plata
vakti engu að síður athygli á sveit-
inni, þó sérílagi Þögn af plötu.
Síðan er Uðið eitt ár. Á þesum tíma
hefur sveitin gengið í gegnum
mannabreytingar og skipt um um-
boðsmenn en haldið sínu striki
tónUstarlega. Einn af nýjum Uðs-
mönnvun Rauðra flata er bassaleik-
arinn Össur Hafþórsson sem starfaði
með Davíð Frey í hljómsveitinni
Voice sem síðar varð Röddin. „Við
Davíð héldum sambandi eftir að
hann hætti í Röddinni og stofnaði
Rauða fleti,“ segirössur. „Égvar
búinn að fylgjast með bandinu úr
fjarlægð og vissi hvað það var að fást
við. Svo gekk ég í hljómsveitina í
haust, um það leyti sem þeir voru
að taka upp þessa plötu.“
Og hvers vegna? „Það má eiginlega
segja að Röddin hafi verið komin í
sjálfheldu. Mér fannst kominn tími á
að breyta til, reyna eitthvað nýtt, svo
ég sló til. Við Davíð heföum hvort eð
er spilað saman fyrr eða síðar.“
Stefnumótun
Platan, Minn stærsti draumur, var
nánast fullmótuð þegar Össur kom
til leiks. Hann spUaði bassann inn
og lagði til einstaka hugmyndir um
útsetningar. „Það er vissulega ýmis-
legt sem ég hefði viljað hafa öðruvísi
á þessari plötu. Ég kom bara það
seint inní þetta að það var ekki um
það að ræða að gera verulegar breyt-
ingar.
Hitt er annað mál að ég ætla mér
ekki að framkvæma byltingu í band-
inu upp á mitt eindæmi. Ég hef
ýmsar hugmyndir í pokahominu
sem ég ræði við aðra meðlimi hljóm-
sveitarinnar. Það kemur bara í ljós
hvað verður úr því. Ég held að sam-
starfið eigi eftir að verða mjög gott
þegar við fórum að kynnast betur og
spila meira saman.“ Rauðir fletir
fylgja breiðskífunni að sjáifsögðu úr
hlaði með tónleikum í Reykjavík og
eins úti á landi. Á nýju ári em enn-
fremur uppi hugmyndir um að fara
aftur í stúdíó. „Við eigum mikið af
efni,“ segir Össur. „Við emm jafnvel
að spá í 7 tommu plötu ef því er að
skipta. Ég held til dæmis að lagið, í
borg eins og Reykjavík, sem hefur
fylgt hljómsveitinni frá því hún var
stofnuð, sé alveg tilvalið á litla
plötu.“
Sameiginlegur draumur
Rauðir fletir teljast vart. lengur
ungir og efnilegir, eins og gjaman
er talað um ungar sveitir. Þetta em
piltar sem hafa spilaö lengi, þar af
hafa Davíð og Össur gengið lengst í
þvi að bijótast út úr bílskúmum og
spilaopinberlega.
Össur viðrar kenningu um nýja
sprengingu í íslensku rokki. „Það er
mikið af bílskúrsböndum víðsvegar
um bæinn 1 dag. Það er bara-spurn-
ing um hvenær sprengingin verður.
Það vantar bara neistann þannig að
allt fari af stað. Ég á ekki við að það
skelli yfir önnur bylgjan eins og 1980.
Ég held að þetta sé spuming um að
fínpússa hráleikann en halda samt
kraftinum til streitu. Utangarðs-
menn eiga ekki eftir að ganga aftur
en ýmislegt annað getur gerst.“ Og
hvar skyldi þá neistann vera að
finna?
„Ég get ekki sagt nákvæmlega fyrir
um það. En efniviðurinn er úti um
allan bæ og í honum leynist þessi
svokallaði neisti áreiðanlega. Og ég
held að það sé aðeins tímaspursmál
hvenær þessi kraftur losnar úr læð-
ingi. Það er draumur okkar allra,“
sagði Össur Hafþórsson.
Pönkið skín
ígegn
u
„Vorum að taka upp úrval af lög-
um,“ heyrist í útvarpinu án nokk-
urra skýringa. Mamma var Rússi
segir ekki neina sögu og varpar engu
ljósi á máhð. Rússamæður, og hvað
með það? kynnu harðlínumenn til
hægri að spyija. Um leið er tilgangin-
um náð. Auglýsingar ganga jú út á
að vekja sem mesta athygli á vör-
unni.
Varan, sem hér um ræðir, er hljóm-
sveit, eða öllu heldur hjómplata
hljómsveitar, hjómsveitar sem varð
til upp úr engu. Það segir bassaleik-
arinn Árni Daníel að minnsta kosti:
„Það er heldur engin haldbær skýr-
ing á nafninu," segir hann. „Þetta er
bara nafn, nafn á hljómsveit. Okkur
datt þetta bara í hug.“
Sveitin, sem hér er á ferðinni, er
ný af nálinni. Liðsmenn hennar eru
hins vegar engir nýgræðingar, nefni-
lega uppistaðan úr Fræbbblunum
sálugu. Af þeim lifir líklega söngvar-
inn, Valgarður Guðjónsson, helst i
minningunni, goðsögnin um pönkið
og kerfisfræðina sem tóku upp á að
grassera í einni og sömu sálinni.
í tómstundum
Mamma var Rússi er sjö manna
hljómsveit. Hún hefur spilað ná-
kvæmlega þrisvar sinnum opinber-
lega. „Hljómsveitin er bara hobbí,“
útskýrir Árni Daníel frekar. „Við
erum öll að stússa í svo ótalmörgu
öðru. Við æfum þegar tími vinnst til
og spilum þegar við sjáum færi á.
Þetta er allt gert á hraðferð."
Platan, sem hér um ræðir, geymir
sjö lög. Hún var unnin í Sýrlandi í
október, á hraðferð. „Platan var tek-
in upp á þijátíu tímum enda tónlistin
svo að segja spiluð beint inn. Við
eyddum mestum tíma í raddirnar,
svooggítarana.
Uppistaðan í hljómsveitinni er úr
Fræbbblunum," heldur Ámi áfram.
„Einnig er þarna að finna meðlimi
úr hljómsveitum eins og Snillingun-
um og Taugadeildinni. Sveitin sem
slík rekur ættir sínar rakleitt í Kópa-
voginn. Við æfum í skúr við Borgar-
holtsbrautina þar sem Fræbbblarnir
héldu til á sínum tíma.“
Hvað veldur því að þig snúið aftur
í tónlistarheima?
„Það má kannski segja að það hafi
verið kominn tími til. Þetta er ekki
lengur aðalstarf hjá okkur heldur
hobbí, eins og ég sagði áður. í því
liggur munurinn. Þetta er skemmti-
legt tómstundagaman. Það var
komin þreyta í menn á sínum tíma
og við snerum okkur einfaldlega að
öðru. Maður lifir varla á tónlistinni
einni saman.
Músíklega séð þá erum við eins
konar afleiðing af pönkinu. Það sem
eimir eftir af gömlu Fræbbblunum
er einna helst söngur Valla. Mamma
var Rússi spilar ákveðna tegund af
rokki sem spannar breitt svið, allt frá
Who og Kings yfir í The Jam.“
Pönkrokk
Mamma var Rússi er sem sagt gam-
alt vín á nýjum belgjum. Hér hafa
safnast saman menn sem búa að
reynslu nýbylgjunnar svokölluðu
sem í dag er gömul. „Þetta er í sjálfu
sér ekkert ofboðslega frumlegt,“ seg-
ir Ámi Daníel. „Við spilum rokk og
það er í sjálfu sér ekkert nýnæmi.
En það sem við lærum í pönkinu
skín í gegn. Það eru líklega helstu
einkennin.“
Engu aö síður verður forvitnilegt
að heyra sjö laga skífuna sem sam-
kvæmt áætlunum átti að koma út í
gær. Pönkarar snúa aftur sem rokk-
arar. Rock’n roll is here to stay og
alltþað.
Mamma var Rússi
í Fræbbblunum.