Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Page 24
24 LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. Veröld vísindarma DV - Enginngeturgreintíeinuallabók- stafina á einni síðu í blaði eða bók. Því er það að lesendur hafa þjálfast í að horfa framhjá öðrum stöfum en þeim sem þeir eru að lesa hverju sinni. Að öðrum kosti bærust heilan- um margfalt meiri upplýsingar en hann ræður við að vinna úr. Þeir sem haldnir eru lesblindu eiga þó ekki jafnauðvelt með að gera þetta og aðrir. Sumir lesbhndir hafa lýst vanda sínum svo að þeir sjái greini- legast stafi sem eru nokkru aftar í textanum en þeir ætluðu aö lesa. Þeir sem ekki eru lesblindir „hylja" ósjálfrátt þann hluta textans sem þeir eru ekki að einbeita sér að. Hjá lesblindum hylst einmitt sá hluti textans. Venjulega er sjónsviö manns, sem einbeitir sér að lestri, aðeins um 2,5 gráður en utan þess sviðs rennur allt í móðu. Sjónsviði lesblindra hef- ur hins vegar verið líkt við kleinu- hring. Við lestur er sjónsviðið allt að 10 gráður en í miðju sviðsins er skuggi sem tekur yfir allt að 2,5 gráð- ur. Það er Gad Geiger hjá MIT-rann- sóknarstofnuninni sem hefur komist að þessari niðurstöðu.. Geiger segir að til séu ráð til að vinna bug á les- blíndunni. Hann nefnir sem dæmi tilraunir með 25 ára gamlan mann sem átti við mjög alvarlega lesblindu að stríða. Hann sá stafina best 7,5 gráður frá þeim stað sem hann ein- beitti sér að. Með því að hylja textann með blaði, sem á var punktur til að einbeita sér að og gat til að lesa í gegnum í hæfilegri fjarlægð, tókst manninum að ná eðlilegum lestrar- hraða á nokkrum vikum. Geiger segir að sjón lesblindra geti komið þeim að góðum notum því sjónsviö þeirra er vlðara og þeir hafa jafnvel betri yfirsýn yflr umhverfi sitt. Þannig er líklegt að lesblindir séu betri ökumenn en aörir vegna þess að þeir geta fylgst betur rpeö því sem gerist í næsta nágrenni. Vítt sjónsvið truflar lesblinda við lestur. FirstAlert I BandariKjunum hefur veriö fundið upp tæki sem annast ýmis húsverk sem menn urðu að vinna hjálparlaust áður. Þetta er þó ekld vélmenni heldur íjarstýring sem getur stjórnað ýmsum heimilistækjum. Með tímastillingu getur þetta tæki látið kaffikönnuna laga kafii á tilsettum tímum, það getur haft stjórn á hita í húsinu og notast einnig sem þjófavöm. Fari menn að heiman sér tækið um að kveikja Ijós á ýmsum stöðum í húsinu og slökkva þau aftur á víssum tímura. Þannig virðist sem húsiö sé ekki yfirgefið og hugsanlegir innbrotsþjófar róa á önnur mið. Glíman við gerð ofurleiöara. er eitt af fáum viðfangsefnum eðhsfræðinga á síðari áram sem hefur vakið athygli almennings. Takíst aö flnna upp ofurleiðara, sein halda eiginleikum sínum við venjulegan umhveröshita, er því spáð að það muni valda byltingu við orkuflutning hvers konar. Enn hefur ekki verið búinn til ofurleiðari sem heldur ofurleiðninni nema viö ógnarfrost en þó miðar stöðugt í rétta átt. Ekki er langt síðan uppgötvaðist að tiltekið keramikefni er ofurleið- andi við hæira hitastig en önnur sem nú era þekkt. Það er eðlisfræðingum hins vegar ráðgáta hvers vegna þetta efhi er ofurleiöandi. Nú er lögð höfuðáhersla á að komast að hver uppbygging atómanna í þessu efni er en það hefur reynst óvenju erfitt. Takist það má búast við aö nokkuð fari að miða á ný i leitinni að nothæfum ofur- leiöara. Á undanfómum áram hefur sú hugmynd oft komið fram að drykkjusýki geti verið arfgeng. Nýjustu rannsóknir virðast styðja þessa hugmynd. Þegar hefur komiö í ljós að böm lreura sem Fjarstýrlngin sem sinnir heimilinu. Ymsir eru þó efins um þessar niðurstöður og segja að félagslegar aöstæður ráði mestu og benda á að börnum drykkjusjúkra sé ávallt hættara við drykkjusýki en öörum, jafnvel þótt þau séu ættleidd. ■ Fullkomin tölvukerfi fyrir hótel: Nýjar rannsóknir á orsökum lesblindu: Lesblindir hafa víðara siónsvið Krítarkortið lykill að alhliða þjónustu Orkan fæst með þvi að öldur dæla lofti I gegnum hverfil. Rekstur ölduvirkjunar lofar góðu í Noregi í Noregi hefur verið fundin upp ný aðferð til að virkja bárur hafsins til rafmagnsframleiðslu. Aðferðin er fólgin í því að sjógangurinn er látinn dæla lofti upp og-niður stóran stál- turn. Efst í turninum er rafallinn og hveríillinn er þannig gerður að hann snýst ávallt á sama veg hvort sem loftiö er á leið upp eða niður. Orkuver af þessari gerð hefur verið reist við Tostestallen á vesturströnd Noregs. Það er að hluta til grafið inn í sjávarhamra og minnir við fyrstu sýn helst á vita. Rafallinn á að geta framleift 500 kílóvött. Þegar sjórinn gengur inn í hólf undir turninum þrýstist loftið í hon- um upp og sogast niður aftur þegar fellur út úr hólfinu. Á þessum stað við ströndina skella öldur á klettun- um með 7 til 14 sokúndna millibili aö jafnaði. Þar sem sjógangur er mikill nægir þetta til stöðugrar orku- framleiðslu. Bretar hafa áður gert tilraunir með orkuver af svipaöri gerð en hugmynd þeirra var að hafa turninn fylltan af vatni og láta hann standa á súlum utan við ströndina. Tilraunin reynd- ist of kostnaðarsöm og hætt var við verkið. Norðmenn segja aö verð á orku frá hinu nýja veri sé nokkru hærra en frá öðrum vatnsorkuverum en hag- stæðara en ef orkan er framleidd með olíu eða kolum. Þá hefur þessi nýja gerð af orkuverum þann kost að að- stæður til að koma þeim upp eru oft bestar á afskekktum stöðum. sama skapi og hótelherbergjum. Því eru allar leiðir til að draga úr kostn- aði kærkomnar. Tölvurnar eru ódýrar þannig aö jafnvel lítil hótel og gistiheimili hafa ráð á að nýta sér þær. Vestanhafs hafa komið fram fyrir- tæki sem sérhæfa sig í að veita hótelunum aðstoð við að byggja upp tölvukerfí. Það hefur þó vakið ugg að eigendur sumra þessara fyrir- tækja hafa hér komið auga á leið til skjótfengins gróða og ganga á lagið ef hóteleigendur þekkja ekkert til tölvuvinnslu fyrir og selja þeim léleg forrit dýru verði. Tölvuforrit til nota viö rekstur hótela var nýlega kynnt hér á landi og hefur þegar verið tekið í notkun. Tölvuvinnslan getur gert hóteleig- éndum kleift að þjónusta viðskipta- vini sína betur en ef allar upplýsing- ar eru handfærðar. Þessi tölvuvinnsla tekur einkum til bókhalds en í Bandaríkjunum hefur verið gengið enn lengra og þar hefur málum nú verið komið svo fyrir að gestirnir geta jafnvel opnað herberg- in með krítarkortinu sínu. Þegar inn er komið geta þeir svo notað kortið til að panta morgunverð, hafa auga með reikningum á hótelinu og skrá sig út af hótelinu. I fullkomnustu tölvukerfunum er gert ráð fyrir sjónvarpsskjá í hverju herbergi þar sem gestirnir geta séð hvaða þjónustu þeir hafa keypt og hvað hún kostar. Að lokinni dvöl geta þeir gert upp reikninginn og greitt hann með krítarkortinu sínu án þess að leita aðstoðar starfs- manna hótelsins. Hafi þeir verið gestir á hótelinu áöur geta þeir komist aö hvaða þjón- ustu þeir keyptu þá og bjóða hana fram aftur án frekari orða. „Þegar hægt er að þjónusta gestina svona líður þeim eins og þeir séu að koma heim þegar þeir skrá sig á hótelið í annað sinn,“ er haft eftir Kathlee Duffy sem er blaðafulltrúi fyrir Park- er Meridien-hótelin í New York. Tæknin er að breyta hótelrekstrin- um þannig að kostnaðurinn minnkar en þjónustan eykst. Stórar hótelkeðj- ur á borð við Sheraton, Marriótt og Hyatt eru aö auka við tölvuvinnslu á þjónustu sinni þannig að í framtíð- inni megi stjórna öllum rekstrinum með tölvu. Tvennt er talið ráða mestu um þessa þróun. Þeim fjölgar stöðugt sem eru handgengnir vinnu með tölvur í daglegu lífi. Bankar eru víða tölvuvæddir og einkatölvur eru nú til á mörgum heimilum. Þá vinna stöðugt fleiri við tölvur. Því kemur það ekki lengur flatt upp á hótelgesti þótt þeim sé boðið upp á að láta tölvu aðstoða sig við að fá þjónustu. Þá hefur það og sitt að segja að hóteleigendur hafa mátt horfa upp á að hótelgestum hefur ekki íjölgað aö Hefðbundnir lyklar verða jafnvel að víkja fyrir plastkortum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.