Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Side 31
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. 43 Tjörnina eða það sem enn var eftir af henni. Þetta var að sönnu fámenn- ari fundur en haldinn var við Tjörnina nú á dögunum en mjór er mikils vísir. Og fundarmenn gengu lengra en að vilja varðveita Tiörnina því frá fundinum kom fastmótuð til- laga til bæjarstjórnarinnar um að gera lystigarð við hana. Á fundinum á Hótel íslandi var skorað á bæjarstjórnina að sjá um að ekkert yrði gert til að spilla fyrir því að gerður yrði skemmtistígur umhverfis Tjörnina og að gerð yrði áætlun um kostnaö við verkið og hreinsun Tjarnarinnar. Mengunin var þá þegar farin að setja svip á Tjörnina og bæjarbúum hefur þótt lítið vit í að varðveita hana sem for- arpoll. Hingað og ekki lengra Hugmyndin um skemmtistíg og lystigarð við Tjörnina fékk góðar byggingu þessara húsa en hann var borinn ofurliði í byggingarnefnd. „Þessir atburðir og ýmsir aðrir sann- færðu mig um það að Tjörnin og svæðið kringum hana væri í nokk- urri hættu,“ segir Knut, „ef ekki yrði duglega við spyrnt í eitt skipti fyrir öll. Mér var kunnugt um að byggingar- nefnd bárust annað veiflð beiðnir frá hinum og öðrum að mega fylla upp svæði hér og þar í Tjörninni og reisa þar hús. Enn hafði verið staðið nokk- urn veginn fast gegn þessari áleitni en vel gat svo farið að láta yrði und- an síga, ekki síst ef mektarbokkar ættu í hlut.“ En viðspyrna bæjarstjórans kom fyrir lítið og vesturbakka Tjarnar- innar var breytt á fyrstu árum aldarinnar. Eftir að lokið var við gerð Tjarnargötunnar var hún óbreytt næstu áratugina. Gatan náði þá alveg fram á bakkann og engin im eftir öldinni. Myndin er tekin skömmu eftir fyrra stríð. undirtektir í bæjarstjórninni og tveim árum síðar var samþykkt að láta ekki byggja á 20 faðma breiðu svæði frá Fríkirkjunni, sem þá var að rísa, og meðfram allri Tjörninni að norðvesturhörni hennar. Þar með var búið að samþykkja að varðveita hana í sinni upprunalegu mynd, ef norðurendinn er frátalinn. Eins ög sjá má á Tjörninni nú var þessari samþykkt ekki ætlað að standa til eilífðar. Hún stóð reyndar ekki óhögguð nema í eitt ár þvi árið 1904 var ákveðið að byggja hús undir brekkunni fyrir vestan Tjörnina. Húsin, sem þar risu á næstu árum, standa enn og eru með þeim reisuleg- ustu í bænum. Þetta voru bústaðir embættismanna og þar stendur bú- staður ráðherra Islands hæst við suðurenda götunnar. Þessi húsaröð við vestanverða Tjörnina er löngu ' orðin hluti af umhverfi hennar. Úti- lokað var að byggja þessi hús og leggja götuna fyrir framan þau án þess aö ganga.á Tjörnina en þar með var líka farin veg allrar veraldar fyrsta samþykktin um verndun hennar. Bæjarstjórinn á móti Þetta gekk þó ekki átakalaust því sjálfur bæjarstjórinn, Knut Zimsen, var móti því að Tjörnin yrði minnk- uð. Knut segist í endurminningum sínum hafa verið eindregið á móti gangstétt eða runnagróður var á bakkanum. Kjarval á móti Suðaustanvert við Tjörnina varð bæjarstjóranum hins vegar betur ágengt og hann fékk því til leiðar komið að þar var tekið frá land fyrir Hljómskálagarðinn. Þaö var þó held- ur ekki óumdeilt uppátæki og eftir að Hljómskálinn var risinn mátti Knut þola ákúrur fyrir. Jóhannes Kjarval á að hafa vikið sér að honum og sagt þungur á brún: „Þér ráðið náttúrlega þessari helvískri vitleysu að láta reisa Hljómskálann þarna. Sjáið þér ekki, maður, hvað þetta er dæmalaust, Hljómskálinn skyggir á alla útsýn til Keilis." En þótt Knut Zimsen væri í nöp viö Tiarnargötuna þá stóð hann síðar fyrir breytingum á austurbakka Tjarnarinnar með lagningu Frí- kirkjuvegarins og lét leggja Skothús- veginn yfir hana. Þetta var á árunum 1917 til 1918. Þar með Var Tjörnin í stórum dráttum búin að fá þann svip sem við þekkjum enn í dag. Hún er allmiklu minni en hún var þegar fyrst var farið að bfeyta henni fyrir hundrað árum og enn stendur til að minnka hana lítillega. Samkvæmt mælingum, sem Árni Einarsson líf- fræðingur hefur gert, eru uppfylling- ar nú um 24,4% af stærð hennar um árið 1880. -GK Þannig leit Tjörnin út áður en ráðist var í breytingar á henni. Þennan uppdrátt gerði Sveinn Sveinsson búfræðing- ur árið 1876. Að lokinni fyrstu atlögunni að Tjörninni á seinustu árum 19. aldar leit hún svona út. Þetta kort var gert árið 1902 og sést greinilega á þvi að enn hefur ekki veriö ráöist i vegagerð umhverfis Tjörnina. KEYKJAVÍK 19 iO tjfcýr/ngar á rrwr/c/vm j ýiSrt erff S<rn4t/r er*<$t / Jiýrirrrartn aj*e. ó/&>sr 2 /an cJa&o&S/’ifío// 3 / attc/oA-orssAxi*' t X.trrrefaka/xASrA-jcz 5 Va rzfortcrrj&á/inrt 6 /2á&ftoera&*'Sta3*tr/*>/r 7 SAr/.Ks/ofísr Áar/or*r,S Off S/<SAAv/rA 6 /e/á^orat AAVAÍvr í tj«Ar<7/Á>, Aa/fí~ o<7 srrofs f/ít/Hsr ÍO tfcww4}/<> 4t AtoVe/ 3s/Ortef /7 Jsafo/B/ortwsrrtsmxlfcr 43 AeyAjaoí/cur /ÍftáteA: Sfo/tt/ SAya/e/Ártt/S £t Slao Atir A/ayAeo v/Aor /O 2/istsóöc!' S<yrr>A-Orrru/rós {7 <SöðiosTto/oraSr U /9 /f//>/e>yíxMÁr/ð /» StOeX/myrr</ /t/ÓCets 7?rari--a/a<j zo /fóto/ Xv&kjwt* (/trosiorást) ti íiterc/st/arrAohúaið Ariö 1920 var Tjörnin i stórum dráttum komin í það horf sem hún er enn. Þá var nýlokið við að leggja Frikirkjuveg- inn og Skothúsveginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.