Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Síða 35
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. 47 Spumingaleikur_________ Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spurningar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig 1 stig Fleyg orð „Njet" var frægasta orðið sem haft var eftir honum og oft til þess vísað þegar nafn hans bar á góma. Sagt var að hann hefði grátið þegar þessi maður var jarðaður. g^g Þeir félagar höfðu fyrs. unnið saman að útgáfu fyrsta tölublaðs Prövdu árið 1912. Hann varð utanríkisráðherra Sovétríkjanna árið 1939. Við þennan mann er fræg gerð af heimatilbúnum hand- sprengjum kennd. 11 Staður í veröldinni Árið 1955 var á þessum stað gerður sáttmáli sem kenndur er við staðinn. Um er að ræða höfuðborg í arabaríki. Á þessum slóðum var eitt elsta menningarríki heims. Þetta er höfuðborg ríkis sem hefurátt í stríði undanfarin ár. i heiti á íslensku leikriti er tal- að um sjóleiðina til þessa staðar. Fólk í fréttum Hann hefur verið í fréttunum vegna þess að honum er þakkaður árangur samherja sinna. Hann er af smiðum í báðar ættir og hefur sjálfur getið sér orð fyrir þá iðju. Hann segist hafa slegið einn samherja sinn út í ferðalög- um. Hann hefur látið orð falla um óþarfa íhaldssemi þessa sam- herja síns. Hann hefur verið orðaður við framboð til embættis forseta. Frægt í sögunni Um er að ræða málaferli gegn meintum njósnara árið 1949. Hann var ákærður fyrir að vera kommúnisti og að hafa afhent Rússum ríkisleyndar- mál. Þessi maður hafði verið starfsmaður utanríkisráðu- neytis Bandaríkjanna. Hann var dæmdur fyrir þess- ar sakir án þess að hafa játað eða að sökin væri sönnuð. Dómurinn er talinn marka upphaf tímabils í sögu Bandaríkjanna sem kennt er við umdeildan öldungadeild- arþingmann. Sjaldgæft orð i einni merkingu er þetta orð um það þegar löður brýtur úr öldutoppum. í annarri merkingu er orðið notað um að miða á eitthvað. Af þeirri merkingu er leitt samheiti á ránfuglum. Af því er einnigdregið heiti á þess- ari íþrótta- grein. MN/ Þetta orð er einnig notað í stærðfræði og þar notað um aðferð til að ákveða stöðu punkts. Stjórn- málamaður Hann er fæddur 1906 og er af austfirskum ættum. í ætt hans eru þekktir prestar og rithöfundar. Hann varð fjármálaráðherra árið 1934, yngstur þeirra sem orðið hafa ráðherrar hér á landi. Hann var meðal annars þekktur fyrir að tala um „hina leiðina" í íslenskum stjórn- málum. Hann var formaður Fram- sóknarflokksins á árunum 1962 til 1968. Rithöfundur Hann var fæddur árið 1858 og andaðist árið 1914. Hann lærði lögfræði í Kaup- mannahöfn en lauk ekki prófi enda sinnti hann aðallega Ijóðagerð. Árið 1897 gaf hann út Ijóða- safn sitt og kallaði það Þyrna. Eitt þekktasta kvæði skálds- ins hefst á orðunum „Fyrr var oft í Koti kátt". Þetta er jájjjHHgg mynd af skáldinu. JW Svör á bls. 51 Islensk fyndni Leggið manninum orð í munn. Merkið tillöguna: „íslensk fyndni", DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Höfundur: Þóranna Björgvinsdóttir, Leifshúsum, 601 Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.