Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987.
55
Ferðamál
og eins handan fiaröarins þar sem
heitir á Seleyri. Annars er fjöröurinn
girtur háum hlíðum og hömrum. Frá
Hesteyri hggja ýmsar góðar göngu-
leiðir, m.a. til Fljótavíkur og Kjaran-
svikur.
Þverhníptir hamraveggir
Næst komum við í Veiðileysufjörð.
Hann er um 11 km langur og nokkru
stærri er Hesteyrarfjörður. Milli
þeirra er LásfjaU, 400-600 m hátt.
Fremst er Lás, þverhníptur hamra-
veggur. Byggð var nokkur í firðinum
áður fyrr en lagðist af snemma á öld-
inni. Þar voru jarðimar Marðareyri
og Steinólfsstaðir að vestan en Steig
að austan við íjöröinn. Sagnir og
óljós tóttarbrot segja þó frá fleiri
bæjum eþa byggingum en hér hafa
verið nefndar. Fyrir botni fjarðarins
er Hafnarskarð. Um það lá íjölí'arin
gönguleið til Homvíkur. Hún er nú
oft gengin af ferðamönnum sem
leggja leið sína um þessar slóðir.
Lónafjörður er austan við Veiði-
leysufjörð. Hann er um 8 km langur.
Nesið milli fjarðanna er hátt og þver-
hnípt og endar í Kvianúpi er gengur
hömmm girtur í sjó fram. Stórbýlið
Kvíar var í mynni Lónafjaröar. Þar
var lengst byggð í norðurhluta Jök-
ulfjarða. Inn úr úr botni Lónafjarðar
ganga þrír stuttir vogar, Rangali
vestast, þá Miðkjós og Sópandi. Góð-
ar gönguleiðir eru úr Hornvík um
Rangalaskarð og ofan í Rangala og
eins frá Sópanda til Barðsvíkur og
Bolungavikur. Fjalhð Einbúi er á
milli Miðkjósar og Sópanda. Gengur
það hömrum girt í sjó fram. Loka
þeir með öllu fjöruleiðinni því fæstir
hafa hug eða fæmi til að kÚfa hamr-
ana til að komast leiðar sinnar. Og
ekki bætir þaö úr skák að upp að
hömrum Einbúa liggja hyldjúp lón,
3-4 talsins. Þau eru pottlaga og það
stærsta ca 400 m í þvermál. En utan
við barma þeirra em sveigmynduð
rif sem koma næstum upp úr á fjöru.
Þegar ég fór þar um sl. sumar var
smástreymt. Á fallaskiptum náði
sjórinn í hné og veröur enn grynnri
á stórstraumsfjöru. Lónin eru eitt af
mörgum furðuverkum skaparans á
þessum slóðum. Óefað hefur fjörður-
inn fengið nafn sitt af þeim.
Útsýni yfir stórbrotið land
Þá skal komið við í Hrafnsfirði.
Nesið milli fjarðanna er hátt en á-
gætt yfirferðar, a.m.k. milli fjarðar-
botna. þar rís Mánafell hæst, 677 m.
Af því er ágætt útsýni yfir þetta stór-
brotna land. í austri blasir við
Drangafjökuilinn sem setur sinn svip
á umhverfið. Hrafnsfjörður er um 9
km langur. Fyrir botni hans ber
hæst Skarðsöxl (740 m) og Hattarfell
(645 m). Sunnan við það er Skorar-
heiði, lágur háls milli Hrafnsfjarðar
og Furufjarðar. Þar var mjög fjölfar-
in leið áður fyrr þegar menn af
Austur-Ströndum fóru í viðskiptaer-
indum til ísafjarðar.
í Hrafnsfirði er sögusvið Fóst-
bræðrasögu. Á Hrafnsfjarðareyri
sunnan fjarðar bjó ekkjan Sigurfljóð
en á Sviðnisstöðum á móti hinum
megin bjuggu feðgarnir Ingólfur
sviðinn og Þorbrandur sonur hans.
Sýndu þeir ekkjunni mikinn yfir-
gang. Fóstbræður, Þorgeir og
Þormóður, urðu skipreika skammt
frá bæ Sigurfljóðar. Tók hún á móti
þeim hröktum og hressti þá við. í
greiðaskyni sóttu þeir þá feðga heim
og drápu. Nú er Hrafnsfjarðareyri
helst þekkt fyrir að þar bjó Halla,
fylgikona Fjalla-Eyvindar, og í tún-
inu á Eyvindur að vera grafinn. Telja
menn sig vita hvar leiði hans er. Þar
er áletraður steinn með nafni hans
og trékross hjá. Hér hefur verið stikl-
að á stóru og mörgu sleppt sem rétt
hefði verið að geta um. Ekki hefur
verið minnst á Leirufjörð sem geym-
ir mikla sögu en rúmsins vegna
verður hún ekki sögð hér.
Hafi einhver, sem þetta greinar-
korn les, gælt við þá hugsun að
kynnast Jökulfjörðunum ætti hann
fyrr en síðar að láta þann draum
rætast. Hann mun ekki sjá eftir því.
Á leiö út með Rangala í Lónafirði. Fjallið Einbúi framundan. til hægri sést
á norðurenda Hvanneyrarhlíðar, austan Lónafjarðar.
Innihurðir
Verð frá 10.630,-
PARKET
Ljóst og dökkt
eikarparket.
Góð vara.
Verð frá kr.
1.595,- m2
PAiyiLL
Furu- og grenipanill,
ofnþurrkaður
og fullpússaður.
LOFTBITAR
Falskir loftbitar, 8, 10
og 12 cm. Verð frá
kr. 450,- Im.
W
►
US TRE
ÁRMÚLA 38,
sími 681818.
Fjallið Einbúi og vogurinn Sópandi. Myndin er tekin frá Hvanneyrarhlið.
SJALFSA FGREIÐSLA
Allan sólarhringinn, - alla daga
í ruesta Hraðbanka getur þú:
1. Tekið út reiðufé,
allt að tíu þúsund
krónum á dag.
2. Greitt gíróseðla
t.d. orkureikninga
og símareikninga,
með peningum eða
millifærslu af eigin
reikningi.
3.
og millifært
af sparireikningi
á tékkareikning
eða öfugt.
um stöðu
tékkareiknings og
sparireiknings.
Opið allan
"eð bankakort í hendi ertu kominn með
lyklavöldin að hvaða afgreiðslustað
Hraðbankans sem er.
Hraðbankinn er sjálfsafgreiðslubanki þar
sem þú sinnir algengustu bankaerindum
þínum á þeim tíma sólarhringsins sem hent-
ar þér best.
Þú borgar ekkert aukalega því nú hefur
færslugjaldið verið fellt niður.
- þegar þér hentar best!
Afgreiðslustaðir Hraðbankans:
Landsbankinn: Hótel Loftleiðum, Borgarspítala, Breiðholti, Akureyri.
Búnaðarbankinn: Austurstræti, Landspítala,Hlemmi, Kringlunni.
Sparisjóðurinn í Keflavík,
Sparisjóður vélstjóra, Borgartúni.
Samvinnubankinn, Háaleitisbraut.
Útvegsbankinn, Hafnarfirði.
SPRON, Skólavörðustíg.