Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1987, Side 53
LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1987. 65 ■f Fólk í fréttum Ólafur Davíðsson Ólafur Davíðsson hagfræðingur hefur í drögum að þjóðhagspá sagt að ríkisstjórnin þurfi aö endurmeta efnahagsstefnuna. Ólafur er fædd- ur 4. ágúst 1942 og lauk prófi í Dipl. Volkswirt í þjóðhagfræði í Kiel í Þýskalandi 1968. Hann var hag- fræðingur hjá Efnahagsstofnun og Fasteignamati ríkisins og hjá hag- fræðideild Seðlabanka íslands 1970-1971 og hjá Efnahagsstofnun síðar hagrannsóknadeild Fram- kvæmdastofnunar ríksins og Þjóðhagsstofnun frá 1974. Hann var forstjóri Þjóöhagsstofnunar 1980-1982 og framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda frá 1983. Fyrri kona Ólafs var Kládía Ró- bertsdóttir, f. 11. október 1943, leiðsögumaður. Sonur þeirra er Mikael Róbert, f. 11. apríl 1965. Seinni kona Ólafs er Helga Einars- dóttir, f. 18. desember 1953, við- skiptafræðingur. Móðir hennar er Þuríður Guðmundsdóttir ráðs- kona. Börn Ólafs og Helgu eru Davíð, f. 13. nóvember 1981, og Kjartan, f. 12. október 1983. Systir Ólafs er, Sigrún, f. 30. október 1955 íslenskufræðingur, gift Helga Guð- mundssyni dósent. Foreldrar Ólafs eru Daviö Ólafs- son seðlabankastjóri og kona hans, Ágústa Gísladóttir. Föðurbróðir Ólafs er Gísli ritstjóri, faðir Ólafs listmálara. Faðir Davíðs var Ólaf- ur, framkvæmdastjóri í Viðey, bróðir Magnúsar skrifstofustjóra, fóður Gísla píanóleikara. Ólafur var sonur Gísla, b. á Búðum í Fá- skrúðsfirði, bróður Önnu, ömmu Margrétar Þorsteinsdóttur kjóla- meistara. Gísli var sonur Högna, járnsmiðs á Skriðu í Breiðdal, bróður Kristínar, langömmu Sig- urðar Þórarinssonar jarðfræðings. Högni var sonur Gunnlaugs, prests á Hallormsstað, Þórðarsonar, prests í Kirkjubæ í Tungu, Högna- sonar, „prestaföður" prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð Sigurðs- sonar. Móðir Högna var Ingibjörg Brynjólfsdóttir, systir Rósu, langömmu Páls, föður Sigurðar, rithöfundar og Þorsteins, afa Her- dísar Þorgeirsdóttur ritstjóra. Móðir Ólafs var Þorbjörg Magnús- dóttir, prests í Heydölum, Bergs- sonar og konu hans, Vilborgar Eiríksdóttur, systir Benedikts, langafa Júlíu, móður Valgeirs Sig- urðssonar, fræðimanns á Þingskál- um. Móðir Gísla var Jakobína Davíðsdóttir, framkvæmdastjóra Pöntunarfélags Eyfirðinga, Ketils- sonar, bróðir Kristins, föður Hallgríms, fyrsta forstjóra SÍS og Sigurðar, föður Aðaibjargar, for- ystukonu í bamarverndarmálum, móður Jónasar Haralz. Móðir Jak- obínu var Margrét Hallgrímsdóttir Thorlacius, b. á Hálsi í Eyjafirði, bróður Þorsteins, afa Vilhjálms Þór, forstjóra SÍS. Bróðir Hallgríms var Jón Thorlacius, afl Kristjáns Thorlacius, formanns BSRB, Ágústa er dóttir Gísla, prests á Mosfelli í Grímsnesi, Jónssonar, b. á Skúmsstöðum á Eyrarbakka, ÞórhaUasonar, bróðir Györíðar, langömmu Jóns Helgasonar land- búnaðarráðherra og Hjörleifs Guttormssonar. Móðir Ágústu var Ólafur Daviðsson. Sigrún, systir Kjartans, afa Kjart- ans Ragnarssonar, leikritahöfund- ar. Ágústa var dóttir Kjartans prests í Skógum undir Eyjafjöllum Jónssonar, b. í Drangshlíð, Bjöms- sonar. Bjöm Guðmundsson _________________Afmæli Trausti Eyjóifsson Björn Guðmundsson forstjóri, Hverfisgötu 46, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Hann fæddist að Neðra-Núpi í Fremri- Torfustaðahreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu og ólst þar upp til átta ára aldurs er hann fluttist til Reykjavíkur. Hann byrjaði að starfa sem sendisveinn í Brynju fimmtán ára að aldri, árið 1927, og vann þar til 1933 er hann stofnaði ásamt öörum byggingavöruversl- unina Björn og Marinó á Laugavegi 44 og rak hana til ársins 1938. Björn var ásamt öðram framkvæmda- stjóri og einn af eigendum Brynju frá 1938 en 1944-46 rak hann heild- verslunina Guðmundur Ólafsson & Co. ásamt félaga sínum, Guð- mundi. Auk þess var Björn einn af stofnendum járnvöraverslunar- innar Málmeyjar, Laugavegi 47. Hann hefur í mörg ár verið í stjóm Kaupmannasamtaka íslands og í stjóm Verslunarráös íslands og var formaður Félags búsáhalda- og járnvörukaupmanna í fimmtán ár. Björn sýndi fimleika á Alþingis- hátíðinni 1930 og hefur hlotið gidlmerki ÍSÍ. Kona Bjöms var Guðrún Dóra f. 4.9.1918, Úlfarsdóttir, verkamanns í Reykjavík Ingimundarsonar og konu hans, Margrétar Halldórs- dóttur. Börn Björns og Guðrúnar eru Brynjólfur Halldór, framkvæmda- stjóri Brynju, f. 16. 2. 1942, giftur Rögnu Lára Ragnarsdóttur og eiga þau þrjár dætur og Anna Margrét, kennari og bókhaldari í Reykjavík, f. 31.3.1948, gift Guðna Sigþórssyni íþróttakennara og eiga þau þrjá drengi. Björn átti einn bróður, Brynjólf Halldór, f. 1913 en hann lést sautján ára að aldri. Foreldrar Bjöms voru Guðmund- ur Guðmundsson, verslunarmaður í Reykjavík, og kona hans, Anna Margrét Björnsdóttir. Foreldrar Guömundar voru Guðmundur, b. á Barkarstöðum í Miðfirði Sig- mundsson og kona hans, Margrét Jónsdóttir, b. á Bjargarstöðum í Miðfirði Björnssonar. Móðir Bjöms var Anna Margrét Björnsdóttir, formanns á Akranesi Ólafssonar, b. í Einarsnesi í Borg- arfirði Guðmundssonar, b. á Kalastöðum Teitssonar, vefara Sveinssonar. Móðir Ólafs var Björn Guðmundsson. Ástríður, systir Þorvarðar á Kala- stöðum, fóður Þorvarðar prent- smiðjustjóra. Ástríður var dóttir Ólafs, b. og skipasmiðs á Kalastöð- um Péturssonar. Móðir Önnu Margrétar var Ástríður Guð- mundsdóttir, b. á Krossi á Akranesi Guðmundssonar, bróður Ólafs í Einarsnesi. Móðir Ástríöar var Anna Margrét Bjarnadóttir, b. á Kjaransstöðum Brynjólfssonar, b. á Ytra-Hólmi Teitssonar, bróður Guðmundar á Kalastöðum. Móðir Önnu var Helga Ólafsdóttir Step- hensen, b. í Galtarholti Bjömsson- ar Stephensen, dómsmálaritara í Hvítárvöllum, Ólafssonar Step- hensen stiftamtmanns. Trausti Eyjólfsson ökukennari, Háaleitisbraut 16, Reykjavík, verð- ur sextugur á morgun. Hann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Foreldrar hans eru Eyjólfur Jó- hannsson hárskeri, sem lést 1975, og Þórunn Jónsdóttir, en þau bjuggu á Sólvallagötu 20 í Reykja- vík. Systkini Trausta: Helga, en hún lést 1948, Gyða, Svava, Erla og Jó- hann Bragi, en hann lést 1977. Trausti ólst upp í vesturbænum og gekk ungur að áram í KR þar sem hann lagði stund á frjálsar íþróttir og þá einkum hlaupagrein- ar. Trausti var einn af íslenskum þátttakendum á ólympíuleikunum í London 1948. Trausti nam hár- skeraiðn og starfaði viö þaö fag í u.þ.b. fjörutíu ár, lengst af með fóö- ur sínum að Bankastræti 12. Trausti fór að stunda ökukennslu upp úr 1960 og hefur frá 1984 starf- að eingöngu viö hana. Trausti hefur um árabil verið virkur félagi í Kiwanisklúbbnum Kötlu í Reykjavík og var hann for- seti klúbbsins starfsárið 1980-1981. Trausti kvæntist 23.12. 1951, Grétu Finnbogadóttur, f. 31.3.1929, frá Vallatúni í Vestmannaeyjum. Trausti Eyjólfsson. Börn þeirra eru: Þórunn Helga kennari, f. 1952, gift Stefáni Má Halldórssyni og eiga þau þrjú börn; Gunnar Albert trésmiður, f. 1955, kvæntur Ástu Birnu Stefánsdóttur og eiga þau eitt barn; Ólafur Ámi kennari, f. 1959, kvæntur Guðrúnu Ernu Gunnarsdóttur og eiga þau eitt barn; Jón Grétar trésmíða- nemi, f. 1963 en sambýliskona hans er Hera Ármannsdóttir; og Ses- selja, nemi, f. 1965. Trausti verður að heiman á af- mælisdaginn. 90 ára_______________________ Hermann Jónsson, Vesturbraut 24, Hafnarfirði, er níræður á morgun. 80 ára_____________________ Sigríður Pétursdóttir, Ásavegi 7, Vestmannaeyjum, er áttræð á morgun. Jóhannes G. Jóhannesson, Mána- götu 6, Reykjavík, er áttræður á morgun. 75 ára Steingrímur Friðlaugsson, Ytri- Miðhlíð, Barðastrandarhreppi, er sjötíu og fimm ára á morgun. Þorgerður Björnsdóttir, Hólmgarði 6, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára á morgun. 70 ára Helga Daníelsdóttir, Aöalgötu 8 Blönduósi, er sjötug á morgun. Sérverslun með blóm og skreytingar. Opií) til k/. 21 óll kvöld £>lóm wQskæ)1ingar Laugauegi 53. simi 20266 Sendum um land allt Sigríður Guðmundsdóttir, Laugat- úni 19C, Svalbarðsstrandarhreppi, er sjötug á morgun. Ragnhildur Bótólfsdóttir, Selás- bletti 6, Reykjavík, er sjötug í dag. Jakob Maríus Sölvason, Sólvalla- götu 40, Reykjavík, er sjötugur í dag. Gísli Jónsson, Víðivöllum, Akra- hreppi, er sjötugur í dag. 60 ára Jóhanna Sæmundsdóttir, Túngötu 24, Bessastaðahreppi, er sextug í dag. Guðjón Reynisson, Fagrabæ 8, Reykjavík, er sextugur í dag. Ingibjörg Stefánsdóttir, Háaleitis- braut 109, Reykjavík, er sextug á morgun. Jón F. Jónsson, Njálsgötu 8B, Reykjavík, er sextugur á morgun. Ármann Antonsson, Hólavegi 24, Sauðárkróki, er sextugur á morg- un. Kristín Kolbeinsdóttir, Sundstræti 37, ísafirði, er sextug á morgun. Tómas Einarsson, Leifsgötu 4, Reykjavík, er sextugur á morgun. 50 ára Þórunn Marín Þorsteinsdóttir, Langarnesvegi 39, Þórshafnar- hreppi, er fimmtug á morgun. Ásgeir Sigurðsson skipasmiður, Urðarvegi 60, ísafirði, er fimmtug- ur í dag. Garðar Sigurðsson, Bergþóragötu 31, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Hekla Ragnarsdóttir, Suðurbyggð 2, Akureyri, er fimmtug á morgun. 40 ára Ágúst I. Ágústsson, Hafraholti 16, ísafirði, er fertugur á morgun. Hörður Davíðsson, Efri-Vík, Kirkjubæjarhreppi, er fertugur á morgun. Grétar Ástvald Árnason, Birkihlíö, Þorkelshólshreppi, er fertugur á morgun. Þröstur Eyjólfsson, Möðrufelh 5, Reykjavík, er fertugur á morgun. Ingileif ögmundsdóttir, Skaftahlíð 33, Reykjavík, er fertug á morgun. Petrína Pétursdóttir, Þórufelli 12, Reykjavík, er fertug í dag. Andlát SísíTryggvadóttir,ráðgjafiaðSogni, Sigurður Sigfússon andaðist í lést í Landspítalanum 19. nóvemb- sjúkradeild Vopnafjarðar 19. nóv- er. ember. Magnfiíður Sigurbjömsdóttir > Magnfríður Sigurbjörnsdóttir húsmóðir, Hofteigi 16, Reykjavík, verður áttræð á morgun. Magnfríð- ur fæddist á Hellnum á Snæfells- nesi og ólst þar upp í foreldrahús- um en fóður sinn missti hún ung aö árum. Um sextán ára aldur fór hún austur í Hreppa í kaupavinnu og þaðan í vist í Hafnarfirði en starfaöi síðan á saumastofu í Reykjavík. Magnfríður giftist 1934 Tryggva Bjarna sjómanni, Kristjánssyni, f. 2.9.1900, en hann lést 1964. Magn- fríður og Tryggvi Bjarni bjuggu lengi á Vesturgötunni í Reykjavík en 1947 flpttu þau inn á Hofteig þar sem Magnfríður býr enn. Starfsmenn DV senda Magnfríði hugheilar afmæliskveðjur en hún er eldri starfsmönnum blaðsins aö góöu kunn enda lagaði hún kaffi hjá dagblaðinu Vísi frá 1964 og síð- an hjá Blaðap'renti til ársins 1982. Dóttir Magnfríðar og Tryggva Bjarna: Sveinsína Tryggvadóttir, ráðgjafi á Sogni hjá SÁA, f. 30.11. 1935, en hún lést 19. þ.m. Börn Sveinsínu eru: Lára Stefánsdóttir, forritari hjá Tölvölum hf., f. 9.3. 1957, gift Gísla Gíslasyni, fram- kvæmdastjóra i Reykjavík, en þau eiga tvö böm; Fríður Birna Stef- ánsdóttir, sölumaður í Reykjavík, f.4.10. 1960, gift Óskari Jónssyni blikksmíðameistara, en þau eiga tvö böm; Jóhann Gunnar, f. 21.4. 1964, er sölustjóri hjá Olís en hann á eitt barn og býr í Reykjavík. Sambýlismaður Magnfríðar um Magnfriður Sigurbjörnsdóttir. tuttugu ára skeið, eftir að hún missti Tryggva Bjama, var Guð- mundur Sæmundsson, sjómaður frá Hólmavík, en hann lést 1985. Magnfríður átti íjögur systkini en einn bróðir hennar dó ungur og systir hennar er látin fyrir nokkr- um árum. Foreldrar Magnfríðar voru Sig- urbjörn, útgerðarbóndi á Hellnum, Friðriksson og kona hans, Jakob- ína Þorvarðardótir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.