Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Utlönd DV Verkalýðsfélög í Argentínu efndu í gær til tuttugu og fjögurra klukku- stunda allshetjarverkfalls til þess að leggja áherslu á kröíur sínar um viðamiklar breytingar á efiiahagsmálastefiiu ríkisstjómar landsins. Argentínu í mótmælaskyni við stjórn Raul Alfonsin, forseta- landsins, á þeim íjórum árum sem hann hefur verið við völd. Saul Ubaldini, einn af leiðtogum verkalýðssamtaka Argentínu, sagði í gær aö aðgerðir þessar beindust að því að veija grundvallarréttindi borg- ara í Argentínu. Þeim væri beint gegn hungri, efnahagslegri lömun og vaxandi atvinnuleysi. Ubaldini sagði þetta í ræðu sem hann hélt á fimmtán þúsund manna fundi, sem haldinn var í San Justo, skammt fyrir utan Buenos Aires. Forystumenn ríkisstjómar Argentínu sögöu i gær að verkalýðsforystan heíði efnt til þessara verkfallsaögerða til þess að breiða yfir harðar deilur milli hægri og vinstri afla innan verkalýðsfélaga landsins. LeHa vopna Yfirvöld í Kalifomíu leita nú aö skotvopnum í flaki farþegaþotunn- ar sem fórst um miðja vegu milli Los Angeles og San Fransisco á mánudag. Óstaðfestar fregnir herma að grunur leiki á að þotunni hafi veriö grandaö af óánægöum starfsmanni flugfélagsins. Hafi við- komandi fraraið sjálfsmorð meö þvi að granda þotunni og þar með tekið fjörutiu og þijá aöra með sér í dauðann. Yflrvöld hafa neitað að staðfesta orðróm þennan en viðurkenna hins vegai- að vopna sé nú leitaö í brakinu, enda hafði flugmaður þot- unnar skýrt frá þvi skömmu áður en hún fórst að skothvellir heföu heyrst í farþegarými hennar. Kennir Bandaríkjamönnum Daniel Ortega, forseti Nicaragua, sagöi í gær að það væri Bandaríkja- mönnum að kenna aö hvorki gengi. né ræki í samningaumleitunum milli stjómvalda í Nicaragua og skæruliða kontrahreyfingarinnar. Segir hann bandarísk stjómvöld bera ábyrgö á ósveigjanlegri af- stöðu kontraskæruliöa. Arías í Osló Oscar Arias, forseti Costa Rica, kom í gær til Noregs þar sem hann mun taka á móti friðarverðlaunum Nobels á morgun. Verðlaunin vora veitt Arias fyrir aðgeröir hans til þess aö binda enda á skærahemað í Mið-Ameríkuríkjum. Arias komfil Fomebu-flugvallar við Osló í gærkvöld og þar bíða hans þriggja daga veisluhöld. Við komuna sagðist hann vera afskap- lega hamingjusamur, stoltur og þakklátur fyrir verðlaunin. Kraftmikil Lögreglan á Filippseyjum fann í gær tuttugu túbur af dínamiti, sem pakkað hafði veríð inn í jólapappír, í viöskiptahverfi í Manila, höfuð- borg landsins. Sprengjan fannst aöeins fáeinum klukkustundum eftir að tvær kraftmiklar spreng- ingar urðu í borginni. Lögreglan telur að tengsl séu milli sprengjanna þriggja og áætl- ana stjórnarandstæðinga um að verða stjórnvöldum tilsem mestra vandræöa síðustu dagana áður en leiðtogar Suðaustur-Asíu hittast í Maniia, sem verður í næstu viku. Verkföll í Argentínu I dag mun Raisa Gorbatsjova heimsækja Nancy Reagan í Hvíta húsið. Hér eru þær við móttökuathöfnina við Hvíta húsið í gær. Simamynd Reuter í skoðunarferð Ólafur Amaison, DV, Washington; Það var nóg að gera hjá Raisu Gor- batsjovu í gær. Samkvæmt ráðlegg- ingum Nancy Reagan fór Raisa í skoöunarferð um Washington. Bfla- lest hennar ók framhjá helstu minnismerkjum borgarinnar. Ekki fór hún þó út úr bflnum nema einu sinni en það var við Tomas Jef- ferson minnismerkið. Lét hún þau orð falla að Jefierson hefði verið einn mesti hugsuður veraldar. Síðla dags í gær var hún með manni sínum á fundi með frægum Bandaríkjamönnum og bandarísku listafólki. í gærkvöldi sótti hún síðan ásamt manni sínum hátíðarkvöldverð sem bandarísku forsetahjónin héldu í Hvíta húsinu til heiðurs Gorbatsjov hjónunum. í dag mun Raisa heimsækja Nancy í Hvíta húsið, skoða húsið og þiggja hjá henni kafii. Sovétmenn ánægðir Ólafnr Amarson, DV, Waahington; Menn bjuggust við tíðindum af fundi þeirra Reagans og Gorbatsjovs hér í Washington er blaðamanna- fundi, sem þeir Marlin Fitswater og Gennady Gerasimov ætluðu að halda á hádegi í gær, var frestað. Ekki var nein skýring gefin á töf- inni en ljóst var að engir stórvið- burðir hefðu átt sér staö um morguninn. Marlin Fitzwater skýrði frá því að fundur leiðtoganna heföi hafist þegar klukkuna vantaði tólf mínútur í ell- efu á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu. Fyrst funduðu leiötogamir einir. Klukkan rúmlega hálftólf bættust í hópinn nánustu ráðgjafar þeirra. A fundinum vora þijú mál til um- ræöu, mannréttindamál, afvopnun- armál almennt og síðan fækkun langdrægra kjamaflauga. Leiðtog- amir urðu ásáttir um að koma á fót tveimur viðræðuhópum. Annar þeirra á að ræða um fækkun lang- drægra eldflauga og hinn um mannréttindamál. Þessir hópar eiga Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og upphaf fyrsta fundarins í gær. að skila niðurstöðum eins fljótt og auðið er. Gennady Gerasimov sagði að Sov- étmenn væra ánægðir með það hve upphaf leiðtogafundarins hefði tekist vel og hve mikfl alvara virtist liggja að baki málflutnings beggja aðila. Gerasimov sagði að hugmynd Gor- batsjovs um gereyðingu allra kjam- orkuvopna fyrir næstu aldamót væri enn í fullu gildi. Með þessum um- mælum gaf Gerasimov í skyn að Gorbatsjov væri ef tfl vill tflbúinn að víkka út viðræðumar um fækkun Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi við Simamynd Reuter langdrægra eldflauga. Það verður spennandi að sjá hvort eitthvað slíkt verður niðurstaða fundarins. Gera- simov vildi hins vegar engu spá og taldi að það væri of fljótt að draga ályktanir um það hvaða stefnu við- ræðumar myndu taka. Marlin Fitzwater sagði að viðræð- umar um morguninn hefðu verið þægilegar. Sagði hann að Reagan for- seti hefði talið þennan fyrsta fund sinn með Gorbatsjov, að þessu sinni, góðan, árangursríkan og einkennast af hreinskflni. Bjartsýni á árangur Ólafur Amaraan, DV, Washingtan; Þeir félagamir, Marlin Fitzwater og Gennady Gerasimov, héldu síðari blaðamannafund sinn um klukkan hálfsex 1 gær. Fitzwater sagði að á öðrum fundi sínum, sem haldinn var eftir hádegi í gær, hefðu Ronald Reagan og Mik- hail Gorbatsjov fyrst og fremst rætt um afvopnunarmál. Sagði hann að á fundinum hefði grunpur verið lagð- ur að mikilvægum árangri á því sviði. Hann sagði að í dag yröi rætt um málefni einstakra heimshluta og að þá yrði Afganistan á dagskránni. Gerasimov sagði að vinnuhópamir um fækkun langdrægra kjama- flauga og mannréttindamál hefðu setiö að fundum allan eftirmiðdaginn og að langdrægar eldflaugar yrðu á dagskrá hjá leiðtogunum á fimmtu- dag. Hann sagöi að í gær hefðu leiðtogarnir rætt einslega um mann- réttindamál. Þeir Fitzwater og Gerasimov voru brattir að vanda og í gærkvöldi virt- ist ríkja mun meiri bjartsýni á árangur viðræðna þeirra Reagans og Gorbatsjovs en þegar fyrsti fundur þeirra hófst í gærmorgun..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.