Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. 13 Neytendur Fleira matur en feitt ket Nýtt framvarp ríkisstjómarinnar um breytingar á tollum og söluskatti hefur vakið mikla athygli. Nái frum- varpið fram að ganga munu ýmis matvæh hækka um allt að 25%. Mesta athygli hlýtur þó að vekja að meðal þessara matvæla era brauð, grænmeti, ávextir og fiskur, en gos- drykkir standa í stað, sem og sælgæti. Þá munu niðursuðuvörar lækka í verði. Kindakjöt og smjör í hvert mál Eitt atriði frumvarpsins er og mjög umdeilt en það er sú ákvörðun ríkis- stjómarinnar að kindakjöt, mjólk, smjör og nú síðast ostur séu mikil- vægustu neysluvörar heimilanna. Þessi ákvörðun stangast verulega á við manneldismarkmið fyrir íslend- inga en í þriðju grein markmiðanna segir svo: „Fituneysla fari ekki yfir 35% af heildarorkunni, og hlutfallið milli mettaðrar og ómettaðrar fitu verði aukið frá því sem nú er í allt aö 0,4. Til þess að ná þessu markmiði má draga úr neyslu kjötfitu, mjólkurfitu og harðrar jurtafeiti en nota þess í stað mjúka fitu. Gott er að auka neyslu á fiski, fiskolíum og annarri mjúkri fitu.“ Leturbreyting DV. Af framansögðu er greinilegt að ríkisstjómin hefur ekki haft þessi markmið að leiðarljósi. Við spurðum Jón Gíslason, formann Manneldis- félags Reykjavíkur, um þetta: „Það stenst engan veginn að mjólk, smjör og kjöt séu mikilvægustu fæðutegundirnar. í manneldismark- miöum er lögð áhersla á önnur matvæli. Það vekur furðu aö þessar vörur skulu hækka í verði, þetta er greinilega ekki gert út frá manneldis- markmiðum, hér eru augljóslega önnur sjónarmið á ferðinni. Það er einnig stórfurðulegt að gos- drykkir skuli standa í stað og að sykur skuli aðeins hækka um 13%. Einnig sýnist mér að sælgæti sé flokkað meö gosdrykkjum sem gerir það að verkum að það mun ekki hækka í verði heldur jafnvel lækka.“ Gosdrykkir og sælgæti Já, sykur hækkar aðeins um 13% og er þó ein af fáum vörategundum sem fást á lágu verði hér á landi. Þó vekur einna mesta furðu að gos- drykkir og sælgæti skuli ekki hækka neitt. Samkvæmt tölum frá Tann- verndarráði er sykumeysla hér á landi með því mesta sem þekkist, enda sykur jafnvel ódýrari hér en á Kúbu, þar sem hann er framleiddur. Enda hefur enginn tollur verið á sykri, ekkert vöragjald og ekkert af- greiðslugjald til þessa. í greinargerð frá Tannverndarráði kemur fram að einn mikilvægasti þátturinn í forvamarstarfi gegn tannskemmdum er rétt fæðuval og þá að sykumeysla sé sem minnst og þar með neysla gosdrykkja og sæl- gætis. Síðastíiðið ár varði heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið tveimur og hálfri milljón króna til forvamar- starfs og var áætíað að sú fjárhæð yrði tvöfólduð næsta ár. Við spurð- um Magnús R. Gíslason tannlækni um áhrif þessara breytinga á for- vamarstarf í tannlækningum en hann situr í Tannvemdarráði: „Við erum fegnir ef sykur hækkar eitthvað í verði og eins er til bóta ef tannburstar og tannkrem lækka. Það er sannað að bein fylgni er milli syk- umeyslu og tannskemmda og höfum við því lagt til að sykurverð verði hækkað. Samkvæmt þessu þá mun sykur hækka um 13% og verður því enn á lægra verði hér en á annars staðar á Norðurlöndum. Við erum ekki hrifnir af gosdrykkj- um og sælgæti og það er ekki í samræmi við stefnu okkar að ávextir og grænmeti sé hækkað en gos- drykkir og sælgæti ekki.“ Jurtaætur skattlagðar Einn er sá hópur manna sem hvað harðasta útreið fær ef þessi breyting nær fram að ganga en það era nátt- úralækningamenn. Sérstaða þeirra felst í því að þeir neyta ekki þeirra matvæla sem ríkisstjómin hefur ákveðið að séu nauðsynlegustu fæðutegundirnar. DV hafði tal af Jónasi Bjarnasyni, en hann er for- seti Náttúrulækningafélags íslands: „Ég álít að hér sé að hluta til stefnt í öfuga átt við manneldismarkmið, og stefnu okkar félags. Þetta á sérílagi við um hækkun á grænmeti en augljóslega er gert ráð fyrir verulegri hækkun tolla á því. Með framvarpinu fylgdi umsögn frá fjármálaráðherra um að meö þessum breytingum yrðu mikilvæg- ustu matvæli greidd niður. U pplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks i Kostnaður í nóvember 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. 1 Annað kr. Alls kr. DV Skilgreiningin á mikilvægustu kindakjöt og mjólkurafurðir. Mikil- Þetta eru þau matvæli sem aUar matvælum er í meira lagi vafasöm vægustu matvælin era að sjálfsögðu heilsufarsráðleggingar byggjast á.“ ef mikilvægustu matvæhn era grænmeti, ávextir, mjólk og brauð. -PLP Jessop er stærsta ljósmyndavöru- verslunarkeðja í Bretlandi. iHESSOP Hefur nú sett á markað myndavél sem hentar öllum. . Kynningarverð frá MVv 2.950 •með 36 mynda litfilmu og rafhlöðum. Mjög skýrar myndir. 2ja ára ábyrgð. 3 litir: svart, svart/silfrað, svart/rautt. Hlífðartaska kr. 290. Takmarkað magn fyrir jól. Þetta er góð jólagjöf. Pöntunarsími fyrir póstsendingar 91-651414 og 623535. Símapantanir alla daga kl. 9—22. Póstversl. Príma, box 63, 222 Hafnarfjörður FÓTÓHÚSIÐ Bankastræti, sími 21556. Opið kl. 9-18, laugardaga 10-18. S VISA S EUROCARD Quick Srhf 1 Með: sjálfvirkri filmufærslu (autowind) föstum fókus innb. flassi # ól 36 mynda litfilmu rafhlöðum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.