Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. 15 Börn í hættu íslenskar konur eru mjög duglegar, e.t.v. duglegustu húsmæður allra landa. Ég hef búið í mörgum lönd- um og finnst mér íslenskar konur vinna mest og vera sérstaklega hreinlegar. Flestar vinna tvöfalda vinnu: Þær vinna hálfan eða oft allan daginn utan heimilis, og eftir það eru þær góðar húsmæður. Þetta er það venjulega en vikurnar fyrir jóhn vinna þær enn meira eða þrefalda vinnu. Þær hreinsa alla íbúðina og baka kökur, matreiða og kaupa jólagjafir. Þetta þýðir eða getur þýtt að eftirht með bömum er ófullnægjandi. Ungum bömum fmnst' það mjög forvitnhegt sem mamma er að gera og böm á öðm og þriðja ári eru í mestri hættu enda eru þau „alls staðar samtím- is“. Nú vih svo th að ég fékk nýlega upplýsingar um sérstaka hættu, nýja hættu. Ófullnægjandi merktar hættulegar vörur Norðurlönd hafa árum saman reynt að merkja vörur sem hættu- legar eru og oft hefur það gengið vel. Danskar vörar hafa yfirleitt verið vel merktar. Fyrir fáum dög- um fékk ég danska neytendablaðið „Tænk“ og sá að EBE hafði bannað í Danmörku slæma eða enga merk- ingu á 23 vörutegundum. Upplýs- ingamar, sem fylgdu, eru ófuhkomnar en eru birtar hér á eftir. Nákvæmar upplýsingar voru ekki fyrirliggjandi hjá íslenskum fuhtrúum í norrænni embættis- mannanefnd í neytendamálum (NÆK) og hef ég beðið danska full- trúa að senda mér listann. Eins og ástandið er getur hver framleiðandi merkt sína vöru sem hættulega eða ekki, nema um mjög hættulega vöru sé að ræða, eftir úreltúm lista EBE. - Nýjar vöru eru daglega í hillum íslenskra kaupmanna. Bráðabirgðalisti í blaðinu TÆNK KjaUarinn Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur sýnir hve ástandið er slæmt. Að vísu eru aðeins 23 vörutegundir teknar af hættuhsta (af alls 1500) en hins vegar er nauðsynlegt að hafa í huga að það eru mest notuðu vörurnar. Hreinlætisvömr eru mjög algengar og ílestar vörar, sem ekki eru vel merktar, em einmitt hreinlætisvörur. Sem dæmi má nefna að natríummetasilikat, sem er mjög hættulegt efni, notað í dufti fyrir uppþvottavélar, er ekki leng- ur merkt sem hættulegt. Myndin, sem hér fylgir, er af íslenskum dreng sem varð öryrki þegar hann gleypti hreinsiefnið Finish þetta efni er nú merkt á ísiensku en merkingin er illa staðsett. Annað efni er benzalkoniumchlorið. Lausn, sem aðeins er 1%, er tær- andi, jafnvel fyrir húðina. Klorox- vörur, sem innihalda 5% virkandi klór, framleiða klórgas ef þær koma saman við sýru. Klór er not- að til að hreinsa sundlaugar. Jafnvel natríumklór og natrium- hypoklorið er tekið af hættulista „Miljöstyrelsen" í Danmörku. Gas- ið, sem myndast, komi efnið í snertingu við sýru, er eldfimt. Var efnið áður merkt með höfuðkúpu og eldmerki. Það hefur verið skylda að fólk, sem vinnur með efnið, sé klætt hlífðarfótum. EBE bannar jafnvel tilsögn Miljöverndar til framleiðenda. EBE hefur engan áhuga á öryggi manna, aðeins að „tækrúlegar verslunarhindranir" séu ekki til. í stuttu máli: peningar hafa forgangsrétt. EBE vill kæra Danmörku fyrir EBE-dómstóli. Danmörk varð því að sleppa hættu- legum vörum úr nýjum vörulista. (a) Danmörk er eitt 12 landa sem em í EBE og því má vænta að allar hættulegar vörur séu ófullnægj- andi merktar og varhugaverðar, (uppl. frá Hollustuvernd eru á leið- inni). Löndin eru: Bretland, Frakkland, Luxemburg, Vestur- Þýskaland, Holland, Belgía, Danmörk, Ítalía, Grikkland, Spánn, Portúgal og írland. Hvað ættu kaupendur að gera? Tillögur mínar eru: 1. Athuga skal gaumgæfilega strax þær vörur, sem hafa verið keyptar, og nota stílabók til skrásetningar. Auk vöruheita ættu að vera skrásett hættuleg efni eins og merkt era nú. 2. Séu þessar vörur ekki lengur til sölu hér (Því miður em að stað- aldri nýjar vörur til), skal athuga nöfn efnainnihalds og bera saman við vörulista sem gefinn var út af Slysavarnafélag- inu í febrúar 1986, undir titlin- um: Slys af völdum efna í heimahúsum - viðbrögð við þeim og varnir. Merkja skal í stílabókina og fylla inn allt sem var í bókinni. 3. Sé bókin ekki lengur til í heima- húsum skal strax haft samband við Slysavamafélagið. „Hef aldrei heyrt af þessu“ - seglr sölustjóri um slysið sem varð af völdúm eiturefna í vöm sem fyrirtækið Matkaup ftytur Inn og reglugerðir varðandi meridngar Matkaup h/f, innflutningsverslun, flytur inn Finish þvottae&ii fyrir uppþvottavélar en það inniheldur mjög sterk og hættuleg efni sem hafa svipuð áhrif og vítissóti ef þeirra er neytL Grétar Bragi setti ofan í sig sem svarar hálfiri teskeið og áhrifin urðu hræðileg. „Við höfum ekki heyrt af þessum reglugerðvtm, hvað þá af þessu slysi,“ sagði Guðmar Marelsson, sölustjóri hjá Matkaupi, sem kom alveg af fjöllum þegar Neytendasíða DV hafði samband við hann. „Það vita allir að það á ekki að borða þvotta- efni og að þau innihalda hættuleg efni,“ bætti hann við. Þegar hann var spurður hvort ekki stæði til að merkja þær vörur, sem fyrirtækið flytur inn og innihalda hættuleg innflytjenda varðandi merkingar? Svo virðist sem hér sé á ferðinni eitt- hvert allsherjar sambandsleysi og undarlegt ósamræmi í vinnubrögð- , um þeirra aðila sem í flóknu kerfi eiga að sjá til þess að reglum sé fram- fylgt Það'skyldi engan undra þótt lítið miði í þessum málum ef hlutaö- eigandi aðilar hafa enga hugmynd um skyldur sínar varðandi merking- ar. Annað atriði er hér einnig athyglisvert og það er að þetta til- tekna þvottaefni inniheldur efiii sem nefiiist metasilicat og er hið hættu- lega efni sem fór svo illa með Grétar Braga. Nú eru liðnir 2-3 mánuðir síðan Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fór fram á að þetta efiii yrði sett inn á eiturefhalistann og kom þeirri til- lögu til Hollustuvemdar. Hollustu- /€TSNINGSFARE. Hinn 30. apríl sl. fjallaði DV sérstakleg um mál það er greinarhöf. vitn- ar til. Hættuleg leikföng Jólin eru sá tími þegar leikföng eru gefin, tíminn til að leika sér. Því miður era ekki öll leikföng hættulaus. Leikföng smábarna: Norræna embættismannanefnd- in (NÆK) lét gera rannsókn á 224 Íeikföngum handa smábörnum og skýrsla var birt með undir ein- kenninu Rapport 1985/10. Rann- sóknir voru gerðar í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. ís- land tekur ekki þátt í þessum rannsóknum. Hér eru aðeins fáir punktar: a) Ofnæmi er mjög algengt hjá smábörnum. í ljós kom að mjúk dýr geta valdið ofnæmi vegna stoppefnis. Sérstaklega eru þau hættuleg sé í þeim mulin hnetu- skel. Nauðsynlegt að fá upplýs- ingar um efni. b) Köfnun: Smáhlutir, svo sem kúlur eða annað slíkt, festist í hálsinum. Athuga skal hvort leikfangið er brothætt og inni- haldið geti hafnað í koki barna. c) Píluleikur: er lífshættulegur. Englendingar eru félagslyndir. Ríkir menn hafa klúbba og fara þangað oft. Verkamenn fara í bjórhúsið (pub) þar drekka þeir venjulega hóflega og leika pílu- leik sem er þar í raun og veru íþrótt. Á veggnum er skífa og hver leikandi fær pílu sem á að kasta í reit. Unglingar em ekki á pub og leikendur vita að eng- inn má standa milli pílu og skífu. Ég man ekki eftir að hafa heyrt um slys. í nokkrum fjöl- skyldum eru skífa og pílur einnig til en aldrei þar sem ung börn eru. Hins vegar hef ég heyrt hér úm að þessi íþrótta- tæki séu hér til sölu til allra án tillits til aldurs. Pílur eru skot- vopn í raun og veru. Hlaupi barn, og uhgt barn gæti gert það, milli skifu og pílu gæti pílan auðveldlega farið í auga barns- ins og gegnum augað inn í heila. Vil ég leggja til að foreldrar kaupi ekki þetta íþróttatæki eða láti börn sín kaupa eða taka á móti sem gjöf. Eiríka A. Friðriksdóttir Skammaðist mín fyrir að vera íslendingur „Fólk getur síðan dundað sér við það að reyna að setja sig í þá stöðu að vera peningalaust erlendis 1 tvo og hálfan mánuð.“ Ég er námsmaður sem stunda nám 1 hjúkrunarfræði í Svíþjóð. Til að geta stundað þetta nám hef ég þurft að treysta á þjónustu Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. í þesSari grein ætla ég að segja frá samskipt- um mínum við sjóðinn en það verður að segjast eins og er að það er ekki Lánasjóði íslenskra náms- manna að þakka að ég skuli ennþá vera við nám en ekki vera hætt og farin heim. Mörg bréf, engin viðbrögð í janúarbyrjun 1987 byrja ég í námi og er í námi allt þar til 15. júlí, á þessu tímabili var ég á lánun- um frá LÍN sem námu um 3.800 kr. sænskum á mánuði en samkvæmt gengi sænsku krónunnar nú þá voru það um 23.000 ísl. kr.Á tíma- bilinu janúar til 15. ágúst náði ég að vinna mér inn 15.000 sænskar kr. eða um 91.500 ísl. kr. Þegar ég fer síðan að sækja um lán fyrir haustmisseri 1987 þá fyrst byrja ég að lenda í þeim hremming- um sem nærri höfðu hrakið mig úr námi. í maí 1987 sæki ég um námsaðstoð fyrir haustið 1987. Allt fram eftir sumri heyri ég ekkert frá sjóðnum um það hverslags af- greiðslu ég geti gert mér vonir um að fá. Ég átti að byrja í námi 17. ágúst. Allt sumarið og haustið skrifaði ég sjóðsstjórninni og for- manni sjóðsstjórnar mörg bréf án þess að fá nokkur viðbrögð. Það var ekki fyrr en í endaðan september að ég fékk þær fréttir að ég myndi fá lán fyrir haustönnina. Þá hafði ég þegar verið í námi í einn og hálfan mánuð. Síðan gerist það að ég fæ ekki fyrstu greiðslu í hendur fyrr en í endaðan október og haföi þá verið í námi í tvo og hálfan mánuð. Fólk getur síðan dundað sér við það að reyna að setja sig í þá stööu að vera peningalaust er- KjaUarinn Guðrún Kristín Einarsdóttir nemi i hjúkrunarfræði i Sviþjóð lendis í tvo og hálfan mánuð. Hvað er til bragðs að taka í stöðu sem þessari? Ég var svo heppin að ég átti góða að sem gátu aðstoðað mig, bæði vini í Svíþjóð sem og ættingja heima en hvað hefði gerst ef ég heföi ekki búið svo vel? Var orðin aðþrengd En þegar ég fékk fyrstu greiðsl- una í endaðan október þá var ég komin í mikla skuld og eftir að ég hef gert upp þær skuldir með námsláninu þá er ég í mínus 1.186 skr. Þaö skal tekiö fram að mestall- an. þann tíma, sem ég var að bíða eftir láninu frá LÍN, lifði ég mest- megnis á hafragraut og öðru slíku. Það húsnæði sem ég leigi er með því ódýrasta sem völ er á þar sem ég stunda nám en virðist samt vera of dýrt miðað við framfærslutölur LÍN. Þegar komið var fram í miðjan október og ég haföi ekki enn fengið neina peninga frá LÍN var ég orðin svo aðþrengd eftir að hafa lifað á hafragraut í langan tíma aö ég sá ekki nema einn möguleika, að leita á náðir Félagsmálastofnunar Sví- þjóðar. Ég útskýrði fyrir þeim raunir mínar og að ég biði nú eftir láni frá LÍN sem ætti að duga mér frá miðjum ágúst fram í miðjan janúar að upphæð 10.409 skr. eða um 65.000 í. kr. Þegar þeir heyrðu þetta þá sá ég brosviprur leika um andlit þeirra - háðsglott - og það var greinilegt að hugsanirnar voru á þessa leið: „Heldur íslenska ríkið virkilega að þeir geti haft íslend- inga í námi erlendis á íslenskum námslánum að nafninu til en ætl- ast til að viö - sænska ríkið - sjáum fyrir þeim? Hvað halda þeir að þeir séu?“ Þegar ég gekk þaðan út með 600 skr. í hendinni og sönglandi í eyrunum á mér það sem hann haföi sagt um leið og hann lét mig hafa peninga: „Á þessu getur enginn lif- að, þú verður að hætta í námi því við megum ekki hjálpa fólki ef þaö er á námslánum," leið mér ekki beint vel. Ég skammaðist mín í fyrsta og vonandi síðasta skiptið fyrir að vera íslendingur. Jafnari en aðrir? Þökk sé Lánasjóði íslenskra námsmanna og þeirri pólitík sem rekin er varðandi framfærsluna sem er svo skammarlega lág aö námsmenn eiga ekki lengur nokkra möguleika á því að fram- fleyta sér á námslánunum. Þeir fá jafnvel aöstoð frá erlejidum félags- málastofnunum til aö draga fram lífið, eins og mitt dæmi sannar. Kannski er hæstvirtur mennta- málaráðherra stoltur af þessari pólitík og því sem hún hefur í för með sér. Orbirgð íslenskra náms- manna erlendisög það að þeir skuli lenda í þeirri aðstöðu að skammast sín fyrir þjóðerni sitt sökum þess að þeir þurfa að leita ásjár erlendra félagsmálastofnana, vinna ólöglega vinnu og eiga á hættu að verða vís- að úr landi, búa í fátækrahverfum stórborganna þar sem enginn er óhultur um líf sitt, allt þetta til að geta stundað nám eða þá bara hreinlega að hætta námi sem verö- ur nú hlutskipti æ fleiri náms- manna,- Skyldi hæstvirtum menntamálaráðherra líða vel heima í fínu stofunni sinni vitandi þetta? Eða neitar hann að sjá þess- ar augljósu staðreyndir? Eru námsmenn kannski einungis tölur á blaöi í hans huga sem ekki ber að líta á sem fólk með sömu þarfir og annað fólk? Myndi hæstvirtur menntamálaráðherra kannski vilja vita af sínum börnum í námi er- lendis og búandi í einhverju fátækrahverfanna þar sem allt veð- ur í glæpum eöa þá það sem er þó skömminni skárra, leitandi á náðir erlendrar félagsmálastofnunar vegna þess að ekki er til peningur fyrir mat þó svo að lifað hafi verið á eintómum hafragraut í tvær til þrjár vikur? Það skyldi þó aldrei vera að hæstvirtur menntamálaráðherra sjái í hugtakinu jafnrétti til náms að sumir skuli vera jafnari en aðr- ir. Þannig er alla vega stefna hæstvirts menntamálaráðherra í framvæmd. Sumir hafa meira jafn- rétti til náms en aðrir og þannig verður það þar til framfærslan hef- ur verið leiðrétt. Þökk sé hæstvirt- um menntamálaráðherra, Birgi ísleifi Gunnarssyni, sem ber á þessu alla ábyrgð. Guðrún K. Einarsdóttir Margir eiga erindi á afgreiðslu Lánasjóðs islenskra námsmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.