Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. 17 Lesendur Bréfritari vill láta sjónvarpa frá þingfundum. Vinnulag alþingismanna: Tillögur til úrfoóta Guðrún Jóhannesdóttir skrifar: Ég vil þakka Svövu Jónsdóttur skelegga grein hennar í DV hinn 1. des. um slælega skipulagða vinnu alþingismanna, löng frí þeirra á sumrum og vetrum, svo sem jólafrí, sem virðast „opin í báða enda“, o.s. frv. En varðandi það að þingmenn mæti illa á fundum í þinginu, sem. þeir þó þiggja rífleg laun fyrir, kann ég einfalt ráö til úrbóta. Það er að sjónvarpa beint úr þinghúsinu þá daga sem fundir eru. Þetta ráð myndi örugglega duga því reynslan hefur sýnt að þingmenn mæta alltaf éf þeir vita af sjónvarpsvélum í nánd, enda allra manna hégómlegastir og telja sig öðrum mönnum álitlegri. Nú tel ég víst að margir myndu mótmæla og álíta þetta ráð of dýru verði keypt. En á móti vil ég benda á ráð til að lækka kostnað við þing- haldið. 1. Að fækka þingmönnum svo sem um þriðjung. 2. Að afnema margfóld lífeyrisrétt- indi þingmanna (sumir segja að þau geti orðið allt að fertugfóld miðað viö réttindi ,,almúgans“). 3. Að afnema ýmis fríðindi, svo sem símakostnað (t.d. greiðslur vegna heimasíma), ferðakostnað o.s.frv. 4. Þá munu þingmenn fá í þinginu máltíðir á „spottprís" (mér er sagt, að sama gildi um allt starfslið þings- ins, um sextíu manns). - Þetta ætti að afnema. 5. Sagt er að Alþingi hafi um langt skeið haft mann á ríflegum launum við að semja ævisögur þingmanna og að stórfé sé varið til að gera mál- verk af þingmönnum. - Þetta ætti auðvitað að leggja niður. Greiðslukortin: Kaupmenn hlynntir kortum Jóhann skrifar: Lengi vel var það svo, meðan krít- arkortin voru ekki orðin eins almenn og nú er, að kaupmenn þóttust vera að gera viðskiptavinum sérstakan greiða með því að samþykkja þau sem greiðslumáta. Þeir sögðu sem svo: Við fáum þetta ekki greitt fyrr en sex vikum seinna og þessir peningar liggja vaxtalausir á meðan. Síðan var farið að tala um að þeir sem greiddu út í hönd en notuðu ekki greiðslukort fengju sér- stakan afslátt, Auðvitaö er greiðsla með krítar- korti ekkert annað en staðgreiðsla og mun öruggari en t.d. ávísanvið- skipti, að ekki sé nú talað um reikningsviðskipti eins og enn tíðk- ast hjá mörgum matvörukaupmönn- um a.m.k. Þegar greiðslukortavið- skipti hafa konjist í gang hjá einhverjum kaupmanni fær hann stöðugt inngreiðslur mánaðarlega eftir að fyrstu sex vikumar eru liðn- ar og þarf yfirleitt engar áhyggjur að hafa því að þeir eru mjög fáir sem vilja missa kort sín vegna vanskila. Raunar hafa kaupmenn aldrei þurft að kvarta neitt yfir viðskiptum gegn greiðslu með krítarkortum. Þau eru örugg. Nú er svo komið að marg- ir kaupmenn eru farnir að biöla til viðskiptamanna sem nota mest- megnis greiðslukort í viðskiptum. Þannig hefur nú Félag íslenskra bókaverslana sent frá sér tilkynn- ingu og ákveðið að nótum vegna greiðslukorta, sem greitt er með í bókaverslunum eftir" 7. desember, verði ekki framvísað fyrr en á næsta greiöslutímabili! Þetta er augljóslega gert til að örva bókakaup fyrir jólin og menn þurfa þá ekki að vænta innheimtu fyrir þau fyrr en í byrjun febrúar á næsta ári. Félag bókakaupmanna flokkar þetta „boð“ undir það að það sé svo mikið „álag á starfsfólk" síðustu dag- ana fyrir jól, þegar nýtt greiðslu- kortatímabil hefst, að dreifa þurfi „álaginu". - Kaupmenn fái einnig „betri yfirsýn" yfir sölu bóka sinna, segja þeir líka. Segjast bókakaup- menn ekki efast um að fleiri verslan- ir fari að dæmi þeirra. Eg segi nú bara: Hver hefur beðið bókakaupmenn um þennan „greiða"? Ef ég fer og kaupi bækur á tímabilinu frá 7. til 17. des. á ég þá á hættu að krítarkortanóta mín verði geymd þar til 1. febrúar, nema ég taki annað fram? Ég kæri mig ekkert unl það og mér er enginn akkur í þessum greiða. Ég held að annað og meira búi hér að baki. Ég held einfaldlega að bóka- kaupmenn séu hræddir um að bækur seljist ekki að þvi marki sem æski- legt væri, enda bækur orðnar mjög dýrar, og haldi að þeir höfði til fólks með þessum hætti. En ef, Kins vegar, þetta verða viðbrögð kaupmanna al- mennt, að þeir taki aö sér að geyma krítarkortanótur nú í jólamánuði, þá hljóta þeir að halda þeim siö áfram og taka þar með upp nýja og breytta þjónustu fyrir hönd greiðslukorta- fyrirtækjanna, Guð láti gott á vita ef kaupmenn almennt eru orðnir svona hlynntir greiðslukortunum sem þeir manna mest vantreystu í byrjun og gera enn, sumir hverjir. RAGNARSBAKARI AUGLÝSIR Bakarar óskast sem fyrst Vegna mikillar vinnu vantar okkur heils- og hálfs- dagsfólk í pökkun. Upplýsingar í síma 92-12120. FRANSKA VINNUKONAN Hin fræga VATNSKNÚNA uppþvottavél var hönnuð handa ykkur sem hafið lítið eldhús, skrifstofu eða hjólhýsi og sumarbústaði. Það er kostur við gegnsætt lokið að þar má fylgjast með hvað þvottinum líður. CAROCELLE þvær rækilega diska eftir 6 manns á 10 mfn., þvott- ur og skolun meðtalin, tengist beint i krana í eldhúsvaski. Hún þarf ekki nema nokkra dropa af fljótandi sápu. Til að þurrka þarf ekki nema lyfta lokinu. Á hverri CAROCELLE þvottavél er tengi- stykki fyrir kranann og slanga sem auðvelt er að tengja við. SMÁSÖLUSTAÐIR Þorsteinn Bergmann, Skólavörðustíg 36, Hraunbæ 102, og flest kaupfélög. Heildsölubirgðir Þingholtsbraut 44 - símar 43969, 40354 L ÝSANDIKROSSAR Á LE/ÐI LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 simi 84488 Leiðir tilboð bókakaupmanna til breytinga á greiðslukortaviðskiptum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.