Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 32
.32 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Frá Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands Kennara vantar nú þegar við að Æfingaskóla Kenn- araháskóla Islands. Um er að ræða kennslu í handmennt sem nemur um það bil einni stöðu. Ráð- ið verður í starfið út þetta skólaár. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í símum 84565 og 84566. ?> X "KflMA - RANNA ' FYRIR RAFMAGNSHELLUR „Kína"pannan er notuð til að snöggsteikja. Snöggsteiking er aðal- eldunaraðferð í kínverskri matargerðarlist. Pannan er hituð með olíu, t.d. sojaolíu. Þegar pannan er orðin vel heit er smáskorinn maturinn settur í og snöggsteiktur með því að snúa og velta hon-. um hratt. Leiðbeiningar um notkun og nokkrar uppskriftir fylgja. Þessi panna er steypt með sérstakri fargsteypuaðferð sem gefur bestu hugsanlegu hitaleiðni. Þess vegna hentar hún mjög vel fyrir snöggsteikingu á rafmagnshellum. Kínapönnuna má nota til að djúpsteikja og gufusjóða, einnig til að brúna og krauma (hæg- sjóða). Fæst í um 80 búsáhaldaverslunum um allt land. Framleldd af Alpan hf., Eyrarbakka. Heildsöludreifing Amaro - heildverslun, Akureyri, sími 96-22831 Nauðungaruppboð á Kalmannsvöllum 3, nr. 1V, þinglýstur eigandi Trico hf., fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, föstudaginn 11. des. kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Vesturgötu 78 B, þinglýstur eigandi Hjörtur Júlíusson, fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, föstu- dáginn 11. des. kl. 13.15. Uppboðsbeiðendur eru Árni Einarsson hdl., Jón Sveinsson hdl. og Tryggingastofnun rikisins. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Kirkjubraut 7, neðri hæð, þinglýstur eigandi Sigurður B. Hauksson, fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, föstudaginn 11. des. kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Lands- banki íslands, Tryggingastofnun ríkisins og Veðdeild Landsbanka íslands. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Akurgerði 17, neðri hæð, þingl. eigandi Soffía Guðmundsdóttir, fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, föstudaginn 11. des. kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki íslands. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð á fasteigninni Skagabraut 40, þingl. eigandi Hinrik Gunnarsson, fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, föstudaginn 11. des. kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Jón Sveinsson hdl. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð annað og siðara á fasteigninni Melteigi 6, þingl. eigendur Tómas J. Sig- urðsson og Sigurlaug Emilsdóttir, fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, föstudaginn 11. des. kl. 11.15. UppboðsbeiðendurerU Trygg- ingastofnun ríkisins, Veðdeild Landsbanka Islands, Lögmenn, Hamraborg 12, Sigurður G. Guðjónsson hdl. og Landsbanki íslands. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Vallholt 21, neðri hæð, þingl. eigandi Bjarni Magnús Guðmundsson, fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57 á Akranesi, föstudaginn 11. des. kl. 11.45. Uppboðsbeiðendur eru Ásgeir Thoroddsen hdl. og Landsbanki Islands. Bæjarfógetinn á Akranesi Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Túngötu 16, Eskifirði, þingl. eigandi Sigurð- ur Jónsson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 15. des. 1987 kl. 11.00. Uppboðsbeiðandi er Árni Halldórsson hrl. ______________________ Bæjarfógetinn á Eskifirði Nýjar plötur___________________pv Lög Jóns Múla Ámasonar við texta Jónasar Ámasonar Perlur gærdigsins Það er í raun ótrúlegt að enginn skuli fyrr en nú taka saman lög Jóns Múla Amasonar og gefa út á hljóm- plötu. Lögin, sem flest eru samin við söngleiki þeirra bræðra Jóns Múla og Jónasar Ámasona, hafa lifaö góðu lífi í upprunalegum útsetningum enda mörg laganna hreinar gersem- ar, einstaklega melódísk, og textar Jónasar mjög góðir en um leið auð- lærðir. Það er Almenna bókafélagið er gef- ur út Lög Jóns Múla við texta Jónasar Ámasonar sem er einstak- lega stirt nafh á hljomplötu. Það er sem betur fer eini stirðleikinn við þessa ágætu skífu sem svo sannar- lega gerir ekkert annað en að gleðja eym þeirra er kunna að meta góða tónlist. Jón Múli hefur á áratugalöngum ferli sem útvárpsmaður verið helsti talsmaður jassins á íslandi og er það því vel við hæfí að við útsetningar á lögum hans er sveiflan alltaf í bak- grunninum og stundum tekur hún völdin og hljóðfæraleikaramir, sem meira og minna hafa komið við sögu íslensks jass á síðari árum, njóta sín og spinna nótur við einfaldar og fall- egar melódíur Jóns Múla. Sá sem mestan heiður á af útsetn- ingum laganna er Eyþór Gunnarsson sem um leið leikur á hljómborð. Út- setningar hans em einfaldar eins og lögin, hvergi ofhlaðnar rafmagni. Nokkrir söngvarar koma við sögu. Bubbi Morthens syngur af krafti Við heimtum aukavinnu. Sif Ragnhildar- dóttir syngur eina nýja lagið á plötunni, Það vaxa blóm á þakinu, lag sem vex við hverja hlustun og sýnir að þrátt fyrir lítinn afrakstur í tónsmíðum á síðustu áram kann Jón Múli enn listina að semja falleg lög. Oft er sagt um söngmenn að þeir syngi með eigin nefi. Það má til sanns vegar færa um bræðuma Jón og Jón- as og Magnús Eiríksson. Fáir munu öfunda þá af röddum þeirra en fáir gætu leikið eftir þeim þann lifandi söng sem einkennir Einu sinni á ágústkvöldi og Úti er aUtaf að snjóa. Lögin era sannkölluö skemmtihlust- un. Stærstur er hlutur Ellenar Krist- jánsdóttur. Henni hefur fariö geysi- lega fram og þótt ekki sé hún raddmikil þá er raddbeiting hennar tíl fyrirmyndar. Henni tekst best upp í Gettu hver hún er. Einn söngvari er ónefndur, Bjami Arson. Þann unga pilt vantar ekki söngröddina en þjálfunina vantar hann en það • mun öragglega koma með tímanum. Þvi er hann sá eini sem á einhvern hátt passar ekki á þessa plötu. Um hlj óðfæraleikarana þarf ekki að fjölyrða. Eyþór, Rúnar, Gunn- laugur og Tómas eru í aðalhlutverk- um og bregðast ekki frekar en fyrri daginn og Ami Scheving leikur með glæsileik á víbrafón, nokkuð sem hann ætti að gera mun oftar. í heild hefur tekist vel aö koma lögura Jóns Múla til skila. Engin stórátök finnast en fagmennskan og leikgleðin í fyrirrúmi. HK Hremming - Kjartan Ólafsson og Kari Ágúst Úlfsson BWausir Skólaslit. Nemandi með fallein- kunnir tekur skólastjórann og tvo kennara í gíslingu. Sá kúgaði hefur tögl og hagldir um stimd. Yfirmenn verða undirmenn. En fyrr en varir ná lærifeðumir aftur undirtökunum. Svo hefst skólinn aftur að hausti rétt eins og venjulega. Hér er um atburðaras í leikriti að ræða. Verkið er eftir Barrie Keeffe og hefur verið sýnt í Iðnó upp á síð- kastið. Keeffe skrifaði leikritið með breskt skólakerfi í huga. Engu að síð- ur er margt í verkinu sem skilar sér ágætlega hér uppi á íslandi. Ekki síst birtist firringin í huga nemandans ljóslifandi í hreint stórkostlegri leik- ■ mynd. Jámgrindverk era alls staðar eins og í rammgerðu fangelsi. Og hér kemur loksins þessi plata inn í myndina. Kjartan Ólafsson Smartbandsmaður samdi fjögur lög sem notuð eru til að afmarka atriði leiksins. Þetta er áheyrileg tónlist en tvímælalaust veikasti hlekkur upp- færslunnar í Iðnó. Kjartan notar einvörðungu hljóðgervla og kemst annað veifið á flug í nettum laglínum. Lögin sem slík undirstrika aftur á móti engan veginn þema verksins: í köldu umhverfi skólans hljómar tón- listin ekki ósvipað og samgöngur á KFUM-fundi. Aðalpersónan verður eins og Sid Vicious í silkináttfótum. Hrátt rokk, jafnvel ómengað pönk, hefði gert útslagið. Á hinn bóginn stendur tónlistin þokkalega ein sér. Kjartan er ágætur lagasmiður en treystir í þessu tilviki um of á mátt hljóðgervlanna. Platan líður fyrir flatneskjulegar útsetning- ar þó lögin séu aðeins fjögur. Ein- stæðingsskapurinn í textum Karls Ágústs Úlfssonar er hins vegar til fyrirmyndar ef andrúmsloft verksins er haft í huga. Firring er heldur alls ekki bundin leikriti Keeffes. Fyrir- bærið leitar jafnt á alla þegna nútímaþjóðfélagsins, meira að segja, líka á íslandi. Þorsteinn J. Vilhjálmsson. GreHarnir - Dúbl í hom HljómsveK á krossgötum Þrátt fyrir að Greifarnir hafi verið í hópi vinsælli hljómsveita landsins um alllangt skeið hafa þeir ekki sent frá sér breiðskífu fyrr en nú. Reynd- ar stóð til að þessi plata kæmi út í sumar en tímaleysi setti þar strik í reikninginn og í staðinn kom út 12 tommu plata sem hljómaði nokkuð flausturslega gerð. Þessi fyrsta breiðskífa Greifanna verður ekki sökuð um að vera flaust- urslega gerð og greinilegt að Greif- amir eru í mikilli framfór. Hins vegar er ljóst að hljómsveitin stendur á krossgötum hvað stíl og stefnu varðar og fróðlegt að vita hvaða kost- ur verður ofan á. Það sem ég á við með þessu er að hljómsveitin verður að gera það upp við sig hvort hún ætlar að stefná á fullorðinsmarkaðinn eða halda sig við að vera unglingahljómsveit. Grelfarnlr. Á þessari plötu era þeir nokkuð tvistígandi og hvort sem það er vilj- andi eða ekki hefur efni sem er meira í fullorðinskantinum raðast á aðra hhð plötunnar en unglingaefnið á hina hliðina. Og þessi skipting á bæði við um tónlist og texta. Undan- tekning frá þessu er síðasta lagið á unglingahliðinni; Þaö lag stingur raunar nokkuð í stúf við annað efni á plötunni, bæði í tónum og texta. Enn sem fyrr er það Kristján Viðar Haraldsson sem semur lungann af lögum Greifanna og á hér ágæta spretti, hefur þessa tilfmningu fyrir grípandi laglinum sem til þarf og á þaö bæði við í rólegum og hröðum lögúm. Ein melódía finnst mér bera af á plötunni en það er lagið Nótt, rólegt lag, alveg gullfallegt og textinn klæðskerasniðinn. Greifamir eru, sem fyrr segir, í mikilli framfór og þá sérstaklega sem hljóðfæraleikarar. Kristján Viðar er sömuleiðis í framför sem lagasmiður og það er greinilega í hans hendi aö ákvarða í hvaða átt hljómsveitin heldur héðan í frá. -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.