Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Nýjar bækur Ný teiknimyndasaga: Dómsdagur Komin er út hjá Iðunni ný bók um blaðamanninn og einkaspæjarann ji Frank eftir Martin og Chaillet. Nefn- ist hún Dómsdagur. Mörgu hefur nú Frank Fanndal lent í um dagana en ævintýrið, sem hann hér upplifir, slær allt út. Án þess að hann fái rönd við reist er Verð frá kr. 1.180,- farið með hann á dularfullan stað en hver það gerir og hvað þar tekur við veit hann ekki... Bjarni Fr. Karls- son þýddi. Verð kr. 798. Vandratað í veröldinni eftir Franziscu Gunnarsdóttur Út er komið hjá Vöku-Helgafelli fyrsta bók Franziscu Gunnarsdóttur, Vandratað í veröldinni. í bókinni seg- ir Franzisca á eftirminnilegan hátt frá dvöl sinni á Skriðuklaustri í Fljótsdal í Múlasýslu hjá afa sínum, rithöfundinum Gunnari Gunnars- syni, og ömmu sinni, Franziscu. Bókin er fyrst og fremst saga af upp- vexti ungrar stúlku og höfundurinn varpar ljósi á ýmsa þætti sem tengi- ast hugmyndaheimi barnsins og þroskaferli á viðkvæmu mótunar- skeiði. í bókinni eru einnig skemmti- legir kaflar um skáldið Gunnar Gunnarsson og fá lesendur að kynn- ast honum í nýju ljósi. Börn taka eftir ýmsu í fari manna sem fullorðn- um er hulið og Franziscu tekst einkar vel að endurheimta hið harns- lega sjónarhorn og gildismat ungu telpunnar í frásögnum af afa sínum og öðru fjölskyldufólki. Höfundur vefur saman þjóðsögum og ævintýrum sem henni voru hug- leikin á barnsaldri, lífsskoðunum og hugmyndum sem hún tekur í arf frá umhverfmu. Vandratað í veröldinni er 140 bls. og er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar, Kópavogi, og bundin í Bókfelli hf., Kópavogi. Bók-. in kostar 1.998 krónur og fæst í öllum bókaverslunum. Bangsi gamli eftir Jane Hissey. Komin er út hjá Iðunni ný barnabók sem heitir Bangsi gamli og er eftir Jane Hissey. Hér er á ferðinni saga úr barnaher- berginu þar sem leikfóngin spretta fram lífi gædd og taka til sinna ráða þegar einn elsti vinurinn, hann Bangsi gamli, hefur verið settur í kassa og borinn upp á háaloft. Og hver kannast ekki við snjáða gamla aritfyriraUa desember i FLOTII ^jevíl°n aaiúe^01' Nýtt heíti K blaðsölu- stöðuiu uxfl ailt land 1 LESEFNI UrVai VIÐALLRAHÆFI 27022 bangsann sem krakkarnir hafa ólm- ast með og kúrt hjá? En nú verður að bjarga bangsa úr prísundinni. Fallegar myndir á hverri síðu segja jafnframt söguna. Þórgunnur Skúla- dóttir þýddi. Verð kr. 498. Ný bók um Kristínu Jónsdóttur, brautryðjanda í íslenskri myndlist Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur gefið út bókina Kristín Jónsdóttir - lista- kona í gróandanum eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing, en þann 25. janúar næstkomandi eru 100 ár hðin frá fæðingu hennar. Kristín Jónsdóttir var einn af brautryðjendum íslenskrar málara- hstar og jafnframt fyrsta íslenska konan sem gerði myndlist að ævi- starfi. Hún var fædd að Arnarnesi við Eyjaljörð og stundaði nám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn frá 1911 th 1916. Bjó Kristín síðan í Kaupmannahöfn til 1924 er hún fluttist heim til íslands ásamt manni sínum, Valtý Stefáns- syni búfræðingi, síðar ritstjóra Morgunblaðsins, og Helgu, dóttur þeirra. Tók Kristín virkan þátt í ís- lensku menningarlífi til dauðadags, árið 1959. Um málverk Kristínar sagði Þor- valdur Skúlason: „(Þau) munu verða glitrandi þáttur íslensku menningar- • sögunnar um langan aldur.“ Bókin Kristín Jónsdóttir - hsta- kona í gróandanum er 197 bls. að stærð. í henni eru 65 litmyndir auk svart-hvítra mynda og Ijósmynda. Bókin geymir einnig tvö erindi um myndhst sem Kristín samdi fyrir út- varp. Hafsteinn Guðmundsson sá um útlit bókarinnar en Kristján Pétur Guðnason um ljósmyndun hsta- verka. Kristín Jónsdóttir - listakona í gró- andanum kostar kr. 4.875. Þrautgóðir á raunastund 18. bindi Björgunar- og sjóslysa- sögu íslands eftir Steinar J. Lúðvíks- son. Út er komið hjá Emi og Örlygi 18. bindi bókaflokksins Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvíks- son. í hinni nýju bók er fjallaö um at- burði áranna 1969, 1970 og 1971, en áður hafa atburðir frá aldamótum og fram til ársins 1969 verið raktir auk þess sem ein bókin í flokknum, er Loftur heitinn Guðmundsson rit- aði, fjallaði um brautryðjendur slysavarnastarfsins á íslandi. Verð kr. 1.890.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.