Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Fréttir_______________________________ Niðurgreiðslur 1988 2,9 milljarðar króna - leggja mætti slrtlag á 1.800 kílómetva af þjóðvegakerfinu fyrir sömu fjárhæð Fyrir alla þá fjármuni, sem ríkis- stjórnin ætlar að setja í að greiða niður kindakjöt, smjör, mjólk og aðrar landbúnaðarvörur á næsta ári, mætti leggja bundið slitlag á 1.800 kílómetra af þjóövegakerfi landsins. Niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum verða 2,9 miUjarðar króna á næsta ári eftjr síðustu ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hafa þær Neytendasamtökin mótmæla ný- settu banni á innflutning „franskra kartaflna“ og telja samtökin að með því sé réttur neytenda þverbrotinn. Telja samtökin að hér sé um iðnað- arvöru að ræða og landbúnaðarráðu- neytinu óviðkomandi. Nefna samtökin að íslenskar kartöflur séu óhentugri en erlendar til þessarar framleiðslu og því megi búast við versnanndi gæðum og hækkuðu verði. Hvetja samtökin önnur ráðu- „Það er farin héðan tólf tonna til- raunasending og það er vilji hjá Norðmönnum fyrir því að kaupa það sem við höfum," sagöi Stefán Val- geirsson, formaöur bankaráðs Búnaðarbankans, í samtali við DV en Búnaðarbankinn hefur kannað sölumöguleika á íslenskum kartöfl- um ytra í samráði við kartöflubænd- ur. „Það er aðeins spurfúng hvort kartöflurnar standast þær kröfur sem Norömenn gera varðandi stærð og gæði kartaflnanna en þurrefnis- innihald þeirra verður að vera yfir hækkað um 82% frá fjárlagafrum- varpinu í haust en þá var miðað við að niðurgreiðslur næmu 1,6 miUjörðum króna. í fjárlögum yfirstandandi árs eru niðurgreiðslur á landbúnaðarvör- um upp á 1,1 milljarð króna. Stefnir því í að hækkun á milli ára nemi 1,8 milljörðum króna. Bara fyrir hækkunina á milli ára mætti leggja bundið slitlag á meira neyti til þess að beita sér fyrir því aö landbúnaðarráðuneytið fari að lögum. Ennfremur gera Neytendasamtök- in athugasemd við fyrirhugaða sölu á eignum Grænmetisverslunar land- búnaðarins til Ágætis, enda séu íslenskir neytendur réttmætir eig- endur umræddra eigna. Leggja samtökin til aö horfið verði frá sölu eignanna á því verði sem rætt hefur verið um. -ój 20%,“ sagði Stefán. Varðandi samþykkt Framleiðni- sjóðs um að hafna því að styrkja þennan útflutning sagði Stefán að hann liti ekki á þá samþykkt sem endanlega. Menn vildu vita hvert verðið ytra yrði þegar upp væri stað- ið og búast mætti við hærra verði ef kartöflumar líkuðu vel. Hins vegar bjóst Stefán við því að ef ekki tækist að koma á verðjöfnun á innlendum kartöflum, þannig að ekki yrði grundvöllur fyrir útflutningi, þýddi það að henda þyrfti þúsundum tonna af framleiðslu ársins. -ój en 1.100 kílómetra, sé miðað við upplýsingar Vegagerðarinnar um að hver kílómetri kosti um 1,6 milljónir króna. Með ákvörðun ríkisstjómarinnar fyrir helgi er fyrirséð að framlög ríkissjóðs til landbúnaðarmála í heild munu meira en tvöfaldast á milli ára. Samkvæmt fjárlögum, sem samþykkt vora fyrir þetta ár, fær landbúnaðurinn til sín 2,7 Mikill hiti var í þeim Seltimingum er komu á fund sem JC nes stóð fyr- ir á Eiðistorgi í fyrrakvöld um fyrir- hugaðar byggingarframkvæmdir á Seltjamarnesi og dagvistunarmál þar í bæ. Mest fór fyrir fyrirhugaðri byggingu húsanna 18 á Valhúsahæð sem rísa eiga á næstu 18-20 mánuð- um. Virtist þorri fundarmanna vera andvígur þessum byggingarfram- kvæmdum. Fram kom á fundinum að á næst- milljarða króna eða um 6% af fjár- lögum. Nú er orðið Ijóst að á næsta ári mun þessi atvinnuvegur fá 5,9 milljarða króna eða um 9,4% af fjárlögum. Um helmingur fer í niðurgreiðsl- ur en aðrir stórir liðir era útílutn- ingsbætur, bætur vegna riðuveiki, jarðræktarframlög og tilrauna- stöðvar. unni verða byggðar 218 íbúðir á Seltjarnamesi og hugsanlega geta um 20 hús bæst við ef samningar nást um að byggja við Bollagarða. Þessar íbúðir tryggja nægt hús- næðisframboð í bænum næstu 8-5 árin, að sögn Sigurgeirs Sigurðsson- ar, bæjarstjóra Seltjamarness. Aðrir ræðumenn vora bæjarfulltrúarnir Guðrún Þorbergsdóttir og Guð- mundur Einarsson. -JBj Fotmaður Manneldisráðs: „Manneldisráð hefur gefið út manneldismarkmið og þessi sköttun er ekki í samræmi við það sem í markmiðunum er sett fram,“ sagði Snorri P. Snorrason læknir, formaður Manneldisráðs, í samtali við DV þegar hann var spurður að þvi hvort sú neyslu- stýring stjórnvalda, sem felst í breytingum á skattlagningu neysluvara, sainrýmdist mark- miðum Manneldisráðs. „Samkvæmt okkar rannsókn- um er neysla harörar fitu, eins og feits kjöts, meiri hér á landi en æskileg er. Það er ekki taliö ráðlegt að þaðan komi meira en 35% af heildarneyslunni en hér á landi er hlutfaUið yfir 40%. Einn- ig er hlutfall sykurs um helmingi hærra en æskilegt er talið,“ sagði Snorri. Snorri sagöist ekki sjá að skatt- lagning stjórnvalda væri í samræmi við stefnu í manneldis- málum og ekki taldi hann skatt- lagninguna heldur í samræmi við þá heilbrigöisáætlun sem heil- brigðisráðherra heföi lagt fram. „Sijórnvöld taka ekki tillit til manneldismála að þessu leyti,“ sagði Snorri og bætti því við að Manneldisráð hefði vænst þess að meira hefði verið hugsað um þessa þætti. -ój Veðurfar hefur verið með ein- dæmum gott í vetur og hefur óvenjulítiil snjór verið um allt land. Trausti Jónsson veðurfræð- ingur tjáði okkur aö nóvember í ár hefði verið sá 8. hlýjasti á öld- inni og sá hlýjasti síðan 1968 í höfuöborginni. Snióleysiö í Reykjavík sagði Trausti þó al- vanalegt þvi velþekkt er að ekki snjói á höfuðborgarsvæðinu fram að áramótum. Akureyringar eiga að venjast meiri kuldum en Reykvíkingar en nú era hlýindi óvenjumikil á Akureyri og tiltölulega hlýrra þar en í Reykjavík miöað við meöalár. Nóvember í ár var sá hlýjasti á Akureyri síðan 1956. -KMU Franskar kartöflur: Innflutningsbanni mótmælt Seltirningar ræða fyrirhugaðar húsbyggingar á Valhúsahæð. DV-mynd BG Andstaða gegn húsbygg- ingum á Valhúsahæð Noregskartöflurnar: Tólf tonn farin utan í dag mælir Dagfari Palli var einn í heiminum íslendingum er ekkert óviðkom- andi. Sérstaklega ef þeir geta verið á móti einhverju. Það er eiginlega alveg sama hvað gert er, hvað ákveðið er eða hvað til stendur, aUtaf skulu rísa upp hópar og sam- tök, sem beijast gegn því sem gert er, ákveðið er eða til stendur. Þann- ig var Davíð ekki fyrr búinn að ákveða byggingu ráðhússins við Tjörnina en upp reis hópur sem mótmælti og stofnaði baráttusam- tök gegn ráðhúsinu sem líklega verður til þess að ráðhúsið verður byggt. Við þekkjum baráttusam- tökin gegn her í landi sem er árangursríkasta aðferðin til að halda hemum í landi. Við þekkjum baráttusamtökin fyrir gamla mið- bænum sem er besta auglýsingin til þess að fólk fari annað til að versla. Við þekkjum samtökin gegn reykingum og tóbaki sem hafa haldið lífi í sígarettureykingum. í pólitíkinni stofnaði kvenfólkið Kvennalista sem hjálpaði körlun- um til að ná meiri tökum á gömlu flokkunum eftír að kvenfólkiö fór í sérstakan flokk. í síðustu kosn- ingum stofnuðu nokkrir óánægöir sjálfstæðismenn Borgaraflokkinn sem hefur sparað Sjálfstæðis- flokknum ómæld óþægindi af því að þagga niður óánægjuraddir í sínum eigin röðum. Nýlega voru stofnuð samtök gegn sorginni sem sjálfsagt ætla að beita sér fyrir því að íslendingr hætti að syrgja ástvini sína en haldi gleð- skap í staðinn í hvert skipti sem einhver nákominn fellur frá. Nú er þaö nýjast á sviði mótmæl- anna að búið er að stofna enn ein samtökin sem heita átök gegn háv- aða. Nokkrir nafngreindir ein- staklingar, sem vilja fá að vera í friði fyrir hávaða annarra og þola greinilega ekki að umgangast ann- að fólk, hafa ákveðið að beita sér gegn hávaða án þess að sá hávaði sé skilgreindur frekar. Af myndum sem hafa birst af stofnfundinum má sjá að helstu forsprakkarnir era víðkunnir kve- rólantar og sérviskupúkar sem aldrei hafa getað sætt sig við að annað fólk látí í sér heyra og flokka það undir hávaða og lætí. Hjá svona mönnum flokkast þaö líka undir ónæði að þurfa aö tala við annað fólk. Þetta era nokkurs kon- ar Pallar, einir í heiminum, sem hrökkva upp með andfælum og fara í fýlu ef samborgaramir gerast svo ókurteisir aö ávarpa þá með þeim hávaða sem fylgir því aö tala. Þama má sjá Flosa Ólafs, sem þolir sennilega ekki að fólk skapi hávaða með því að hlæja af fyndni hans, Atla Heimi Sveinsson tón- skáld, sem þolir sennilega ekki hávaðann af tónsmíðinni sinni, Harald Ólafsson, sem þolir ekki lætin í Framsókn eftir að honum var sparkað út af listanum hjá Framsókn, Steingrím Gaut Krislj- ánsson borgardómara sem hefur skrifað lærðar greinár um þann hávaða sem skapast af þvi aö bif- reiðar aki um götumar. Flestum þessara manna er það sameiginlegt að heyra ekki hávaðann í sjálfum sér vegna hávaðans sem þeir heyra í útvarpsstöðvunum. Gætí nú ekki einhver góður maður bent þessum áhugasömu samtökum á að til sé takki á útvarpstækjunum sem er tíl þess hafður að geta kveikt og slökkt á þeim. Það mundi sjálfsagt hjálpa þeim í baráttunni gegn háv- aðanum að læra á þennan takka. Annars verður fróðlegt að koma á fund hjá þessum samtökum sem berjast gegn hávaðanum og eiga með þeim þagnarstund því varla fara menn að efna til umræðna og skapa af því hávaða þegar átakið gegn hávaðanum er árangursrík- ast með því einfaldlega að þegja á mannamótum. Þessir menn hefðu verið góðir á tímum þöglu mynd- anna. Þá hefði Flosi og kó getað farið í fimmbíó til aö hvíla sig frá hávaðanum sem hlýst af því að leikaramir heyrast tala saman í kvikmyndum og leikritum. Næst ætlár Dagfari að fara með eyma- hlífar í Þjóöleikhúsið til að láta í ljós stuðning sinn viö það átak gegn hávaðanum sem kverólantamir ætla að berjast fyrir eftir áramótin. Gott að átakið hefst ekki fyrir jól. Annars hefðu þeir sennilega raðst inn í kirkjurnar og kveðið niður hávaðann af jólasálmunum! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.