Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Jarðarfarir Guðbergur S. Guðjónsson frá As- garði í Grímsnesi andaðist á Hrafn- istu í ReyKjavík mánudaginn 7. nóvember. Jarðsett veröur frá Bú- staöakirkju þriðjudaginn 15. des- ember kl. 13.30. Oddur Kristjánsson, Hlíðarvegi 27, Kópavogi, sem andaöist 3. desember sL, verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju fostudaginn 13. desember kl. 13.30. Sigurjón Maríasson, er andaðist 2. desember, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju flmmtudaginn 10. desember kl. 15. Fundir Skýrslutæknifélag íslands heldur almennan félagsfund að Hótel Loftleiðum, Leifsbúð, fimmtudaginn 10. desember kl. 16. Fundarefni: Höfunda- réttur hugbúnaöar. Á félagsfundinum mun verða leitast við að skýra hvað felst í hugtakinu höfundaréttur hugbúnaðar og flytja fréttir af stööu þessara mála á erlendum vettvangi. Fimdurinn er öllum opinn. Kaffiveitingar. Digranesprestakall Jólafundur kirkjufélagsins verður í safn- aðarheimilinu við Bjamhólastig fimmtu- daginn 10. desember ki. 20.30. Settur biskup íslands, sr. Sigurður Guðmunds- son, verður gestur fundarins. Dúfa Einarsdóttir syngur einsöng. Flutt verða jólaljóð og fleira á dagskrá. Veislukaffi verður fram borið. TOkyimingar Myndakvöld Ferðafélagsins í kvöld, 9. desember, kl. 20.30 efnir Ferða- félagið til myndakvölds á Hverfisgötu 105. Efni þessa myndakvölds er fjölbreytt að vanda. Nokkrir félagsmenn sýna myndir og segja frá eftirminnilegri ferö sem þeir hafa farið. Dregið verður úr nöfnum þátttakenda í afmælisgöngum FÍ í sumar. Veitingar í hléi. Verð kr. 100. Flass - ný hljómplata Út er komin platan „Flass". Á plötunni eru sex lög, öll eftir Einar Oddsson sem leiktu-jafnframt á hljómborð. Aðrir flytj- endur eru: Haukur Hauksson, söngur, Þröstur Þorbjömsson, gítar, Ólöf Sigurð- ardóttir, söngur, Eva Albertsdóttir og Edda Borg Ólafsdóttir, bakraddir. Upp- tökur fóm fram í Stúdló Sýrlandi og Hljóðrita. Stjóm upptöku og forritun annaöist Þorsteinn Jónsson. Höfundur gefur sjálfur út plötuna en hljómplötuút- gáfan Steinar hf. sér um dreiflngu. Náttsöngur verður haldinn í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 21. Þar koma fram Skagfirska söng- sveitin undir stjóm Björgvins Þ. Valdi- marssonar og María Einarsdóttir, sem syngur einsöng. Að loknum söng kórsins ^ verður tíðagjörð, náttsöngm- að fomum hætti. Það hefur verið venja undanfarin ár að kórar heimsæktu kirkjuna og syngju aðventu- og jólalög í helgihaldi á aðventu. Að þessu sinrú koma margir kórar við sögu, nk. sunnudag syngur bamakór Kársnesskóla í guðþjónustu og eftir viku syngur Dómkórinn í náttsöng. Sunnudaginn 20. desember syngur bamakór Austurbæjarskólans í guðs- þjónustu og á aðfangadagskvöld syngja Kór Hamrahlíðaskóla og Hamrahlíðar- kórinn við aftansöng kl. 18. Ríkisútvarpið - sjónvarp opn- ar verslun í dag 9. desember opnar Ríkisútvarpið - sjónvarp verslun á jarðhæð í húsi sjón- varpsins, Laugavegi 176. Þar verða til sölu myndsnældur með ýmsu innlendu og erlendu efni. Verslunin verður opin alla virka daga kl. 14-18. Tórúeikar Kór Snæfellingafélagsins í Reykjavík heldur sína árlegu jólatónleika í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg nk. sunnudag 13. desember kl. 15. Kórinn flytur ýmis verk, m.a. eftir J.C. Bach, Mozart, Schubert o.fl. Sl. þijú ár hefur Friðrik Saem. Kristinsson verið söng- stjóri og Þóra V. Guömundsdóttir annast undirleik á orgel eða planó. Kór Snæfell- inga hvetur alla þá Snæfellinga sem búa á Reykjavíkursvæöinu að fjölmenna á þessa jólatónleika og taka með sér gesti. Menning_________’_____________________________________________________dv Einleikarapróf Hildigunnar Halldórsdóttur í Norræna húsinu í gærkvöldi Kvöldverður til heiðurs Gorbatsjov-hjónunum Fyrstu skref í hópi þeirra gesta, sem hingað til hafa lítið komið við sögu samskipta stórveldanna, voru meðal annarra Claudette Colbert leikkona, Joe Di- maggio, fyrrum homaboltastjama, Chris Evert tennisstjama, Mari Lou Retton, ólympíumeistari í fimleikum, og James Stewart leikari. I boðinu var að sjálfsögðu auðkýf- ungurinn aldni, Armand Hammer, sem hefur átt mikil viðskipti við Sov- étríkin í gegnum tíðina, og hljóm- sveitarstjórinn þekkti, Mstislav Rostropovich, sem fæddur er í Sovét- ríkjúnum. Fátt er skemmtilegra, uppbyggi- legra og meira hressandi en að verða vitni aö góðu verki sem hefur veriö undirbúið af alúð og heilind- um. Og ekki er nú verra ef sá sem vinnur verkið er að stíga fyrstu skref út í lífið og listina. Þannig Tónlist Leifur Þórarinsson voru tónleikar á vegum Tónlistar- skólans í Reykjavík í Norræna húsinu í gærkvöldi, einleikara- prófstónleikar Hildigunnar Hall- dórsdóttur fiðluleikara, sem naut þama ágætrar aðstoðar Chather- iné Williams píanóleikara. Tónleikarnir hófust á framúr- Hildigunnur Halldórsdóttir leikur i Norræna húsinu i gærkveldi ■V ' ' skarandi fiðlugyðingamúsík Emst Blochs, Nigun, sem heimtar mik- inn tón og frjálst spil og heilmikið af sætsúrum tilfinningum. Á svona stykkjum má oft vel heyra hvort viðkomandi er fiðluleikari í sér og þó að Hildigunnur eigi nokkuð í land að ná öllu fram sem býr undir í svona músík leyndi sér ekki að hún hefur neistann. Hvort sá neisti á eftir að verða glóð eða bál var ekki hægt að heyra að svo stöddu, ekki í sólóverki Karólínu, In vultu solis, og varla í a-moll sólósónötu Bachs sem Hildigunnur lék þó oft- ast fallega. En í sónötu fyrir fiðlu og píanó í c-moll eftir Grieg var ótalmargt spennandi í leiknum, sömuleiðis í Inngangi og Rondo Capriccioso Sa- int-Seans, þó þar vantaði dálítið á skerpuna í húmomum. Það er enginn vafi á því að Hildi- gunnur hefur notiö afburðaleið- sagnar hjá kennurum sínum í Tónlistarskólanum og að hún hef- ur tekið tilsögninni vel. Hún hefur líka greinilega fengið mikið af mús- ík í vöggugjöf sem ætti að leiða hana langt haldi hún rétt á spöðun- um við framhaldsnám úti í heimi., AEra bestu kveðjur. LÞ í gærkvöldi héldu bandarísku for- setahjónin kvöldverð til heiöurs Mikhail og Raisu Gorbatsjov. Allir helstu ráðamenn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna voru þar saman komnir en einnig ýmsir aðrir sem hingað til hafa ekki verið mikið við- riðnir afvopnunarviðfæður stór- veldanna. Nancy og Ronald Reagan héldu í gær kvöldverðarboð til heiðurs Raisu og Mikhail Gorbatsjov. sfmamynd Reuter Ólafur Amarson, DV, Washingtan: Utvegsbankinn: Jón ætlar að selja bankann næsta vor Loðnukvótinn tvöfaldaður Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur ákveðið að hlutabréf ríkisins í Útvegsbanka íslands hf., alls 760 milljónir króna, verði ekki seld að sinni heldur boðin til sölu á nýjan leik næsta vor, þegar fyrir liggur mat á eiginfjárstöðu bank- ans og eftir að fyrsti ársreikningur hans hefur verið lagður fram. „Það er mat mitt að ekki hafi komið fram fullnægjandi tilboð í bréfm, er samrýmist þeim forsend- um, sem lágu til grundvallar auglýsingunni í júní og stefnu rík- isstjómarinnar í bankamálum. Hef ég því ákveðið að hafna tilboði yðar og hætta að svo stöddu viöræðum um sölu bréfanna,“ segir Jón Sig- urðsson í bréfi til Krisljáns Ragnarssonar, forsvarsmanns 33ja aðila sem buðu í bankann 17. ágúst. „Ég leyfi mér fyrir höiid hópsins að harma þessa afstöðu yöar um Jeið og ég lýsi furðu minni á að þér teljið tilboðið ekki samrýmast þeim forsendum sem ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja til grundvallar sölunni,“ segir Kristján Ragnars- son í svarbréfi til Jóns Sigurðsson- ar viðskiptaráðherra. - JGH Ákveðið hefur verið aö leyfa veiðar á 550 þúsund lestum af loðnu til við- bótar þeim 500 þúsund lestum sem leyfð var veiði á í sumar. Ákvörðun þessi kemur í kjölfar rannsóknaleiðangurs fiskifræðinga, sem farinn var í nóvember. Af þessu magni fá Norðmenn að veiða 15% en íslendingar 85%. Til viðbótar þessu hafa svo bæði Færeyingar og Græn- lendingar veitt 66 þúsund lestir, þannig að samtals verður veidd 1,1 milijón lesta úr loðnustofninum. Þetta er svipað magn og veitt hefur veriö síðustu tvær loðnuvertíðar. Stofninn er enn mjög sterkur því tal- ið er að hrygningarstofninn sé nú um 1200 þúsund lestir en fiskifræð- ingar telja að ekki minna en 400 þúsund lestir af loðnu þurfi að hrygna hér við land til að viðhalda stpfninum miðað við meðalárferði. í því sambandi má benda á að þeg- ar loðnuveiðamar voru stöðvaðar fyrir nokkrum árum var talið aö hrygningarstofninn væri kominn niður í 160 þúsund lestir. Sá hrygn- ingarstofn skilaöi þó af sér nýliðum sem óhætt var að veiða af um eina milljón lesta tveimur árum síðar. -S.dór Tapað - Fundið Hjól tapaðist Svart og hvitt Winther reiöhjól tapaðist úr Heimahverfi. Sá sem veit hvar hjóliö er niöurkomið vinsamlegast hringi í síma 33807. Síamskisa tapaðist frá Hávallagötu 13 á sunnudaginn sl. Hún er eyrnamerkt R-7104. Þeir sem hafa orð- ið varir við kisu eða vita hvar hún er niöurkomin vinsamlegast hringi í síma 46537 eða 25010. Kvosarskipulag ekki samþykkt Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur neitað að staðfesta samþykkt skipulags- stjómar af tillöguuppdrætti af skipulagi Kvosarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Hefur hún lagt til að málið verði tekið upp aö nýju í skipulags- stjóm. Félagsmálaráðherra telur skipu- lagið ófrágengið og ábótavant í mörgum veigamiklum atriðum auk þess sem breytingar á skipulaginu hafi ekki verið samþykktar í skipu- lagsnefnd, borgarráði eða borgar- stjórn, þó uppdrátturinn hafi upphaflega verið samþykktur í öll- um þessum ráðum. -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.